Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
! !
" !
$% &%
' ( % )% &
& Frönskunámskeið
innritun 22. apríl til 2. maí
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Taltímar og einkatímar.
Námskeið fyrir börn.
Stuðningsnámskeið fyrir skólafólk.
FRANSKA FYRIR FERÐAMENN (10 tíma hraðnámskeið)
Hringbraut 121 - JL-húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820
Veffang: http://af.ismennt.is
Netfang: af@ismennt.is
Innritun í síma
552 3870
Námskeiðin hefjast 5. maí.
Símon Z. Bahraoui, 30 ára,
sölufulltrúi
Ég hef farið á þrjú námskeið og er
alltaf jafn ánægður. Andrúmsloftið í
hópunum hefur verið létt og
hvetjandi. Það er gott að vera hluti
af samstilltum hóp með svipuð
markmið.
Oddur Ólafsson, 45 ára,
lögreglumaður
Námskeiðin eru frábær leið til
að koma sér af stað í líkams-
þjálfunina. Síðan ég byrjaði í
Hreyfingu er ég búinn að léttast
um 27 kíló og hef gert þjálfunina
af föstum lið í mínu lífi.
Egill Örn Einarsson, 32 ára,
deildarstjóri
Frábær félagsskapur, kraftmikil og
markviss þjálfun og góður árangur
er það sem mér finnst lýsa
námskeiðunum í Hreyfingu best.
Góð leið til að koma sér
aftur af stað eftir nokkurt hlé.
ÍSLENDINGAR eru eina þjóðin á
Vesturlöndum – Evrópu og Norður-
Ameríku – sem fer á mis við listtíma-
rit og fylgist þar af leiðandi takmark-
að með því sem gerist á sviði sam-
tímalistar. Reyndar á það jafnframt
við um allar aðrar listir en bókmennt-
ir. Á tímum þegar útgáfa íslenskra
tímarita margfaldast bólar ekki á list í
þeirri flóru. Fyrir utan hvers kyns
búksorgir, kryddaðar léttu klámi, eða
leiðbeiningum um líkamsrækt – svo
almennir lesendur geti skammast sín
ögn meir fyrir kropp sinn og ástand
hans – margfaldast sá vemmilegi neð-
anmálsgrautur sem beinist að þekkt-
um einstaklingum úr þjóðlífinu og
einkalífi þeirra.
Reynt er að koma lesendum upp í
ból með þeim, eða á kamarinn, svo
þeir geti sem best kannað á þeim göt-
in og kynnt sér með hverjum viðkom-
andi var að skemmta sér, bera upp að
altarinu, barna eða skilja við. Áhugi
okkar Íslendinga á náunganum virð-
ast engin takmörk sett. Við verðum
að vita hvað hann étur, hvað hann
getur, hvað hann heldur, hvað hann
geldur og síðast en ekki síst, hverjum
hann er skyldur, tengdur og mægður.
Allur er þessi áhugi í öfugu hlutfalli
við löngun okkar til að vita eitthvað
um raunverulegan gang tilverunnar.
Áberandi skortur á íslenskum tíma-
ritum um menningu og listir er skýr-
asti votturinn um áhugaleysi okkar á
raunhæfum málefnum.
Svo er að sjá sem við væntum
einskis af upplýsingu, málefnum né
umræðu. Hannes Lárusson myndlist-
armaður telur í Lesbók Morgun-
blaðsins, 12. apríl, að umræða sé hald-
lítil því hún trufli listamenn frá vinnu
sinni. Séu þeir á „púlsinum“, eins og
hann kallar það, upplifi þeir og hugsi
það sama og hinir og því sé umræða
óþörf. Séu þeir á öndverðum meiði
telur hann hættu á að þeir lendi upp á
kant við skoðanir og viðhorf allra
hinna.
Vera má að Hannes þekki sálarlíf
kollega sinna svo vel að hann hafi hér
lög að mæla. En mikið vantar þá upp
á sálartetur íslenskra listamanna ef
þeir eru; í fyrsta lagi, allir að upplifa
og hugsa það sama og aðrir; í öðru
lagi, þora ekki að lenda öndvert við
það sem „allir hinir eru að segja og
flestir vilja heyra“, svo notuð séu orð
Hannesar. Ég fæ ekki betur séð en
með þessu sé hann að segja okkur les-
endum að íslenskir listamenn séu upp
til hópa persónulausir aumingjar.
Þeir hugsi allir eins en þori þó ekki að
tjá það af ótta við að vera öðruvísi en
aðrir.
Er það ef til vill þess vegna sem
Hannes telur sig tala fyrir munn
þeirra þegar hann ræðst á borgaryf-
irvöld og eigendur Safnsins, hins ný-
stofnaða samtímalistasafns við
Laugaveginn? Hannesi er svo mikið
niðri fyrir að það mætti halda að hér
væri á ferðinni jafnalvarlegt fjár-
hagsáfall fyrir íslenskt listalíf og
sjálft fölsunarmálið. En svo þegar
upphæðin er nefnd sem fara á til
rekstur væntanlegs safns næstu
fimm árin, eða hvað það nú er, hlýtur
maður að spyrja sig hvar Hannes hafi
alið manninn að undanförnu; Tim-
búktú eða kannski í fátækrahverfum
Kalkútta? Húseign í götunni hvar
undirritaður býr fór á talsvert hærri
upphæð en Reykjavíkurborg ætlar til
reksturs Safnsins, og hefur sú hús-
eign þó ekkert til að bera sem líkst
gæti listasafni Rögnu Róbertsdóttur
og Péturs Arasonar, hvorki að inn-
taki, eflingu menningar né tekju-
möguleikum.
Hamagangur Hannesar upplýsir
lesendur þó rækilega um það hvers
vegna hvorki gengur né rekur í upp-
byggingarmálum myndlistar á Ís-
landi. Í staðinn fyrir að nýta sér ný-
legt samkomulag Reykjavíkurborgar
og aðstandenda Safnsins, Laugavegi
37, sem hvata til að sækja fram á öðr-
um brýnum sviðum myndlistar, og
sækja jafnframt um ferskt og aukið
fjármagn til þeirra framkvæmda, sér
Hannes ofsjónum yfir upphæðinni
sem um var samið við Safnið, og lætur
að því liggja að hægt væri að reka alla
íslenska myndlist fyrir þann pening.
Hann hljómar eins og útigangsmaður
í bráðakasti sem ímyndar sér að kog-
araglasið sem hann sér í umferð sé
eina fáanlega áfengið á svæðinu.
Þannig afhendir þessi endemisbósi
vopnin í hendur þeim sem eru himin-
lifandi yfir því hve litlu vöggur verður
feginn. Mikið hljóta yfirvöld að vera
ánægð með íslenska myndlist svo
ódýra á fóðrum sem hún er, og mikið
hljóta þau að vera ánægð með varð-
hundinn Hannes sem alltaf geltir að
þeim sem fá úthlutað hungurlúsinni.
Með spangólinu fullvissar hann þau
um að meira þurfi ekki að fleygja í
fagið, þetta léttvægasta hundabúr ís-
lenskrar menningar.
En fyrir okkur hin sem dreymir
um að lyfta innlendu myndlistarlífi af
sjálfsþurftarlegu amatörplaninu og
skjóta undir það faglegum stoðum
svo það megi verða barn í brók – við-
urkennd og öflug atvinnugrein eins
og annars staðar á Vesturlöndum – er
það dragbítur að þurfa að druslast
með þennan sítálgandi og sígapandi
dúllara í farteskinu; alltaf reiðubúinn
að falbjóða sig fjendum sínum ef það
mætti verða til að bregða fæti fyrir
ímyndaða keppinauta, hverra vel-
gengni ætlar hann lifandi að æra.
Fyrir bráðræði hans og upphlaup
geldur hugmyndin um Reykjavík
sem mögulegt menningarlegt að-
dráttarafl og þar með íslensk mynd-
list eins og hún leggur sig.
Hið gagnsæja gól
Ljósmynd/Halldór Björn
Ilya Kabakov, þekktasti myndlistarmaður Rússa, gengur frá sýningu í hús-
næðinu Laugavegi 37, þar sem Safn, einkasafn Rögnu Róbertsdóttur og
Péturs Arasonar, verður opnað á komandi mánuðum.
eftir Halldór Björn
Runólfsson
KOLBRÚN Lilja Antonsdóttir hef-
ur opnað sýningu á verkum sínum á
Kaffi Kúltúr, Garðatorgi, Garðabæ.
Þar gefur að líta 15 nýjar vatnslita-
myndir og eru þær allar til sölu.
Kolbrún Lilja lauk námi frá
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
árið 1972 og frá grafíkdeild árið
1975. Einnig stundaði hún nám á
Ítalíu árið 1982 í De Belle Arti
Roma.
Vatnslitamynd-
ir í Garðabæ
♦ ♦ ♦