Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 119 . TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kjósum stöðugleika Sjötíu ár í myndum Ljósmyndaferill Hjálmars R. Bárðarsonar á bók B12 Einn kunnasti plötusnúður heims á leið til Íslands Fólk 60 Borðað í briminu Veitingasalur hússins minnir á skip á hvolfi Ferðalög Sasha á Nasa DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra varar í viðtali við Morgunblaðið í dag við því að farið verði út í gagngerar breytingar í sjávarútvegi, meginat- vinnugrein þjóðarinnar, eins og stjórnarandstöðu- flokkarnir leggi til. „Nú eru 92% kvótans úti á landi,“ segir hann. „Þessar breytingar myndu setja það allt í uppnám með stórkostlegum tilflutningi kvótans, væntanlega þangað sem fjármagnið er mest. Það yrði meiri samþjöppun því þeir minnstu ættu ekki möguleika á að kaupa kvóta á uppboði.“ Davíð segir að ekki sé bjart framundan ef sjáv- arútvegurinn yrði settur „í uppnám, eins og til- lögur eru nú um hjá Samfylkingunni og vinstri grænum, að ég tali nú ekki um tillögur Frjálslynda flokksins sem ekki er heil brú í“. Hann segir að slíkt myndi einnig leiða til fækkunar í sjómanna- stétt auk þess sem laun myndu hríðfalla vegna þess að útgerðin yrði að setja mikið fé í að endurnýja eigin kvóta: „Sjávarútvegurinn heldur niðri í sér andanum vegna þessara tillagna. Menn eru ótta- slegnir víða um land. Þetta er mikið alvörumál.“ Davíð kveðst í viðtalinu hafa gert sitt til að skapa sátt um sjávarútveginn. Þar hafi umræða um auð- lindagjald verið fyrirferðarmest og í því máli hafi hann og fleiri, sem voru sömu skoðunar, gefið eftir til að ná sátt. Vilja ganga lengra í fyrningu en rætt var í auðlindanefnd „Þegar sáttir náðust í auðlindanefndinni voru þar ræddar tvær leiðir,“ segir hann. „Annars vegar fyrningarleið í mjög smáum stíl, kannski 1-2% á ári en ekki 10-20% eins og nú er rætt um og hins vegar hóflegt auðlindagjald.“ Hann bendir á að sátt hafi náðst um auðlinda- gjaldið í nefndinni, en tveir nefndarmanna hafi bókað harðorð mótmæli gegn fyrningarleiðinni og sagst aldrei geta samþykkt hana. „Þess vegna fóru menn þá leið með samþykki stjórnarandstöðuflokkanna í raun,“ segir Davíð. „Nú hlaupa þeir frá þessu og taka upp báðar leið- irnar. Líka þá sem ekki var sátt um í nefndinni. Og ekki 1-2% heldur 10-20% eftir því hvort þú átt við frjálslynda eða Samfylkingu. Það sjá nú allir í hendi sér að ef 10% af kvótanum eru boðin upp á Siglufirði, til að mynda, þá er engin trygging fyrir því að þeir geti keypt aftur. Þá hverfa 10% kvótans í burtu. Síðan er boðið upp árið eftir. Þá eru útgerð- irnar á staðnum orðnar miklu veikari eftir að hafa misst 10%. Þeir eiga enga möguleika á að kaupa næst. Það blasir við eyðimörk á þessum stöðum.“ Davíð Oddsson varar við afleiðingum breytinga á kvótakerfi á landsbyggðinni 92% kvóta úti á landi og yrðu í uppnámi við breytingar  Skattar/10 FRÁSÖGN af „náttúruundri“ er tengdist heimsókn Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kór- eu, í múr- steinaverk- smiðju fer nú eins og eldur í sinu um landið, að því er fréttastofan þar greindi frá í gær. „Undrið“ varð í borginni Hamhung í norðausturhluta landsins. Þar rigndi er leiðtog- inn var væntanlegur, en um leið og hann kom fór að stytta upp. Þetta hefði ef til vill mátt segja tilviljun, en þegar leiðtoginn lauk heimsókn sinni og ók á brott byrjaði að rigna aftur. Svipað „undur“ varð fyrir nokkrum árum þegar Kim heimsótti Hamhung-deild n-kóresku vísindaakademíunn- ar. Á þeirri stundu sem hann birtist þar dró ský frá sólu, að því er fréttastofan greindi frá. „Himinninn yfir Hamhung- borg var alskýjaður, en ekki var skýhnoðri yfir akadem- íunni. Þeir sem urðu vitni að þessum undrum sögðu fullir aðdáunar að Kim Jong-Il væri svo sannarlega mikilmenni af himnum,“ sagði fréttastofan. Kim og náttúru- undrin Seoul. AFP. Kim Jong-Il BANDARÍKIN og bandamenn þeirra hyggjast mynda fjölþjóðlegt lið til að koma á stöðugleika í Írak í kjölfar stríðsins í landinu og munu hvorki leita stuðnings Sameinuðu þjóðanna né þátttöku ríkja sem voru andvíg herförinni, að því er haft er eftir háttsettum, bandarísk- um embættismanni. Írak verður skipt í þrjú svæði sem stjórnað verður af Bandaríkja- mönnum, Bretum og Pólverjum, sem munu leita til annarra ríkja eft- ir mannskap í friðargæslulið, að því er embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði. „Hugmyndin er sú, að bandalag hinna viljugu myndi gæsluliðið,“ sagði embættismaðurinn ennfrem- ur. Það þýðir, að ekki verður leitað stuðnings og þátttöku Sameinuðu þjóðanna. Sagði embættismaðurinn að ráða- menn í Washington væru á einu máli um að hlutverk Sameinuðu þjóðanna yrði takmarkað við „það sem þær gera best“, þ.e., neyðarað- stoð, flóttamannahjálp, aðstoð við þá sem flosnað hafa upp, og endur- uppbyggingu. Eftirmál Íraksstríðsins Ekki leit- að stuðn- ings SÞ Washington. AFP. AP SOFFÍA Spánardrottning og Jóhann Karl konungur taka á móti Jóhannesi Páli páfa á flugvellinum í Madrid í gærmorgun er páfi kom í tveggja daga opinbera heimsókn til landsins. Er þetta fyrsta utanlandsför páfa á þessu ári og sú 99. sem hann fer í páfatíð sinni. Í dag mun páfi halda messu í Madrid og er þess vænst að allt að ein milljón manna sæki hana. Einnig mun páfi í heimsókn sinni veita José Maria Aznar, forsætisráðherra Spán- ar, áheyrn. Þetta er fimmta heim- sókn páfa til Spánar.Ung stúlka í Madrid bíður komu páfans. Páfinn til Spánar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.