Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
H
ITINN er aðeins þrjár gráður og mörgum verður kalt í
rokinu. Þeir sem hafa gengið áður mæta vel búnir, því 1.
maí er aldrei orðið almennilega heitt á Íslandi. Ef til vill
er það þess vegna sem engin ganga er í verkalýðsbænum
Neskaupstað. Þar vilja menn ekki ganga af verkalýðnum
dauðum.
Einn kappklæddur göngumaður er rauður á nefinu. Hann er með
rauðan og hvítan trefil með áletruninni: „You’ll Never Walk Alone“.
Þessi stuðningsmaður fótboltaliðs verkalýðsins virðist vita upp á hár
um hvað baráttudagurinn snýst. Eins og eldri hjón, sem bíða eftir að
gangan hefjist.
– Farið þið oft í kröfugönguna?
– Alltaf þegar við komumst; ætli það séu ekki yfir sextíu ár síðan ég
tók fyrst þátt, segir maðurinn og konan bætir við:
– Það er lengra síðan ég byrjaði.
– Af hverju mætið þið?
– Af gömlum vana, segir hún og hlær.
– Hvað um hugsjónirnar?
– Jújú, þær eru til staðar, segir hann og bætir við: Félagshyggja og
bætt lífskjör. Hún lætur sér nægja að lesa á merkið sem hann er með í
barminum:
– Velferð fyrir alla. Svo brosir hún elskulega.
Lúðrasveitin hefur spilamennskuna og hersingin
heldur af stað. Í þvögunni segir lítill drengur:
– Pabbi, mig langar í íslenskan fána.
Enginn hörgull er á íslenskum fánum eða fánum yfir
höfuð. Flestir hafa eignað sér einhvern lit úr litrófinu
og þannig er regnboginn fluttur í pörtum niður á Ing-
ólfstorg. Það tekur í stóru fánana í rokinu og fánaberarnir eru útbúnir
eins og píanóflutningamenn. Það ægir líka saman ólíkum baráttumálum
á þessum alþjóðlega baráttudegi verkalýðsins. „Útrýmum launamun
kynjanna“ stendur á einu spjaldi. Tveir skóladrengir halda á öðru með
áletruninni „Lengjum sumarfríið um tvær vikur“. Lítil kotroskin stúlka
heldur á priki með útskorinni rjúpu. Ekki er gott að segja til um af
hverju. Það er langt til jólanna. Öðrum er mikið niðri fyrir, veifar
spjaldinu „USA úr Írak“. Hann þrammar þungum skrefum framhjá
styttunni af Leifi Eiríkssyni, manninum sem fann Ameríku.
– Hvað dregur þig í gönguna? spyr blaðamaður unga móður.
– Samfélagsleg ábyrgð, svarar hún. Mér fyndist ég vera að svíkjast
um ef ég mætti ekki. Ég er ekki bara að styðja verkalýðshreyfinguna.
Ég á í miklum vandræðum með að velja undir hvaða fána ég geng. Mig
langar til að veita svo mörgum málefnum stuðning, – Palestínu, kynja-
jafnrétti, helv … Hún nær ekki að klára setninguna, því hún er að missa
af göngunni.
– Jæja, veldu þér fána, elskan mín, segir maðurinn hennar.
– Bleikan, segir hún og þau smeygja sér inn í hóp femínista.
Alvörugefinn maður gengur undir yfirskriftinni: „Burt með húsa-
leiguokrið“ og aftan á spjaldinu er útprentun með sýnishorni af verði á
leigumarkaðnum.
– Er þetta góður vettvangur fyrir mótmæli?
– Ég veit það ekki, svarar hann og bætir við: En þetta er allavega
vettvangur.
Það er alltaf gaman að ganga í takt við tónlist lúðrasveita. Og áhrifa-
mátturinn er slíkur að enginn getur verið kyrr. Skankarnir hreyfast af
sjálfu sér. Ef ekki væru lúðrasveitir, þá væru engar göngur. Fólk stæði
bara. Gamall maður berst niður Njarðargötuna með hljómfallinu.
– Ég hef tekið þátt í göngunni síðan ég var sjö ára polli í Vest-
mannaeyjum, segir hann.
– Af hverju?
– Ég er kommúnisti.
Nær bænum hefur ungur maður klætt sjálfan sig með „Herinn burt“.
– Mig hefur alltaf langað til að hafa spjöld bæði að aftan og framan,
segir hann. Ég þarf bara að passa mig á því að binda þau saman næst,
svo ég takist ekki á loft.
Hann hugsar upphátt um þátttöku Framsóknarflokksins í kröfu-
göngunni, sem gengur þar undir grænum fána. Svo flýgur hann burt á
kröfuspjöldunum.
Tjörnin er úfin. Vaggandi mávar og gæsir horfa á skrýtna fugla
ganga eftir Tjarnargötunni. Þeir vilja líka brauðbita.
Morgunblaðið/Jim Smart
Á baráttudegi
verkalýðsins
SKISSA
Pétur Blöndal
fór í kröfu-
göngu 1. maí
AÐ venju var hvert sæti skipað í
Íþróttahúsinu þegar Kvenfélag
Sauðárkróks hélt árlega dægur-
lagakeppni sína í tíunda sinn í
fyrrakvöld. Lagið Æskustöðvarnar
sigraði, höfundur þess er Björn
Sigurðsson, en höfundur texta Sig-
ríður María Bragadóttir. Ingólfur
Jóhannsson flutti lagið.
Fjölmörg lög bárust í keppnina
en dómnefnd hafði valið tíu bestu
lögin sem kepptu til úrslita, en sér-
stök dómnefnd var skipuð vegna
úrslitanna og gilti mat hennar 40%
en atkvæði gesta 60%.
Formaður kvenfélagsins, Lovísa
Símonardóttir, bauð gesti vel-
komna og kynnti keppnina, en síð-
an tók við stjórninni sr. Fjölnir Ás-
björnsson en hann kynnti lögin og
þau skemmtiatriði sem fram fóru á
meðan dómnefnd sat að störfum.
Það var hljómsveitin Von undir
styrkri stjórn Kristjáns Kristjáns-
sonar sem annaðist allan undirleik
laganna.
Að loknum flutningi laganna
sýndi dansparið Íris Ösp Svein-
björnsdóttir og Logi Vígþórsson
samkvæmisdansa en síðan kom
Ólafía Hrönn leikkona ásamt Ing-
unni, kvenfélagskonu að sunnan
og fluttu þær gamanmál.
Í öðru sæti var lagið Oft er leið
og er það lag eftir Snorra Everts-
son við texta Stefáns Guðmunds-
sonar og í þriðja sæti Eins og nú,
og er höfundur lags og texta Grét-
ar Sigurbergsson. Hann er þeim
sem með dægurlagakeppninni
fylgjast ekki ókunnur því að hann
átti líka lag í þriðja sæti árið 1999.
Björn Sigurðsson, sem átti sig-
urlagið, sem er ættaður frá Hauga-
nesi, og rútubílstjóri hjá Teiti Jón-
assyni, sagði að þetta væri í annað
sinn sem hann tæki þátt í keppn-
inni, en hann hefði alltaf fylgst
með henni og núna væru lögin
miklu mun jafnari en oft áður og
þessvegna hefði hann ekki átt von
á því að lag sitt næði svo langt.
Textahöfundurinn, Sigríður
María Bragadóttir átti svo, auk
textans við lag Björns, annað lag
og texta sem komst í úrslitin þó
það næði ekki verðlaunasæti að
þessu sinni. Sigríður sagði þau
Björn gamla vini og auk tónlistar-
innar ynnu þau á svipuðum slóðum
þar sem hún er leigubílstjóri.
Björn sagði að lokum að hann
væri nú að vinna að útgáfu hljóm-
disks þar sem sigurlagið væri með-
al annarra laga sinna.
Að hefðbundinni dagskrá lokinni
lék hljómsveitin Von fyrir dansi.
Rútubílstjóri sigraði
í dægurlagakeppni
Morgunblaðið/Björn
Sigurvegarnir voru ánægðir í lok keppninnar. Frá vinstri Ingólfur Jó-
hannsson söngvari, Sigríður María Bragadóttir textahöfundur og Björn
Sigurðsson sem samdi sigurlagið, „Æskustöðvarnar“.
FORMAÐUR Kvenréttindafélags
Íslands, Þorbjörg Inga Jónsdóttir,
hefur verið kjörin í stjórn IAW, Al-
þjóðasamtaka kvenréttindafélaga.
Fór kosningin fram á þingi samtak-
anna í Sri Lanka fyrir nokkru. Aðild-
arfélög eru 104 talsins en Þorbjörg er
fimmta konan frá Kvenréttindafélagi
Íslands sem er kjörin í stjórn sam-
takanna. Ragnhildur Guðmundsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Kvenréttinda-
félags Íslands, fór í stað Þorbjargar á
þingið þar sem hún var með barni.
Á þinginu var samþykkt aðgerða-
áætlun 2002-2004 sem byggð er á
reynslu samtakanna, sem sambands
alþjóða landsfélaga sem vinnur í nán-
um tengslum við Sameinuðu þjóðirn-
ar og aðrar alþjóðlegar stofnanir.
„Um þessar mundir blasa við stór-
kostleg viðfangsefni sem gætu styrkt
baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna,
jöfnum réttindum og jöfnum skyld-
um,“ segir Ragnhildur. „Af þeim sök-
um staðfesta samtökin tvö meginætl-
unarverk sem IAW og aðildarfélögin
munu einbeita sér að en þau snúast
um það að kvenréttindi séu mann-
réttindi og þau verði viðurkennd og
virk í öllum heimshornum. Til að ná
þessum markmiðum og jafnframt að
hvetja konur til að taka afdráttar-
lausa afstöðu er nauðsynlegt að hefja
raunhæfar aðgerðir til að auðvelda
IAW að fylgja kröfunum eftir á þess-
um fyrrnefndu sviðum.“
Ragnhildur ítrekar að kvenrétt-
indi séu mannréttindi. „Réttur konu
til að lifa sem sjálfstæður einstak-
lingur er mikilvægari öðrum kröfum.
Á síðustu tímum hafa konur orðið
varar við vaxandi áreiti þegar þær
hafa verið að fylgja eftir kröfum sín-
um um grundvallarmannréttindi. Sú
andspyrna á vissulega rætur að rekja
til hagrænna þátta, en þó sérstaklega
til ólíkra menningarsvæða og trúar-
hópa sem neita konum um þennan
sjálfsagða rétt.“
Þorbjörg segir að með margvísleg-
um hætti geti íslenskar konur og al-
þjóðasamtökin í heild aðstoðað í bar-
áttunni fyrir auknum kvenréttindum
í heiminum. „Það er t.d. gert með
stefnuyfirlýsingum sem samþykktar
eru á þingum Alþjóðasamtaka
kvenna en með þeim er reynt að hafa
áhrif á stofnanir Sameinuðu þjóð-
anna og ríkisstjórnir,“ segir Þor-
björg. Samþykktir alþjóðaþingsins
lúta að grundvallaratriðum varðandi
jöfn tækifæri karla og kvenna og því
hafa þær ekki verið lagðar fyrir rík-
isstjórn Íslands undanfarin ár, þar
sem þau réttindi eru þegar tryggð
með lögum, að sögn Þorbjargar.
„Það segir þó aðeins hálfa söguna,
þau eru staðfest í orði en ekki á
borði,“ segir Ragnhildur og Þorbjörg
tekur í sama streng. „Já, það sem nú
vantar hér enn þrátt fyrir þetta er
vitundarvakning meðal almennings
og stjórnvalda.“ En hvað græða þá
íslenskar konur, sem standa mörgum
öðrum konum framar í jafnréttismál-
um, á því að sækja alþjóðleg þing
sem þessi? „Þingin eru ekki síður
haldin til að efla samstöðu kvenna
víða um heim,“ segir Þorbjörg.
„Þeim er einnig valinn staður með
það í huga að vekja athygli á rétt-
indum kvenna í viðkomandi landi.“
Ragnhildur segir samtökin hafa mik-
ið vægi og sá styrkur sé notaður til að
koma fram með ályktanir. „Á þinginu
fáum við nýjar hugmyndir og nýtum
reynslu frá öðrum löndum auk þess
sem við komum okkar reynslu á
framfæri.“ Hún segir að öll Norður-
löndin eigi fulltrúa í stjórn samtak-
anna að þessu sinni. Á þinginu í Sri
Lanka var mikið rætt um vatn og
hreinlæti, að sögn Ragnhildar. Hún
segir að í því sambandi geti íslenskar
konur sem og aðrar Norðurlanda-
þjóðir komið fram með þekkingu til
að nýta vatnið. Þá hafi einnig verið
lögð áhersla á atvinnuþátttöku
kvenna. „Rætt var um hvernig raun-
veruleg markmið geta náðst,“ segir
hún og bendir á að margar konur í
Asíu og Suður-Evrópu séu illa settar
hvað þetta varðar þar sem mikil
stéttaskipting er við lýði í löndunum.
Þorbjörg segir samstarf kvenrétt-
indafélaga mjög mikilvægt starfsemi
þeirra. „Þarna geta íslenskar konur
lagt á vogarskálarnar allt sem hefur
áunnist í jafnréttismálum á Íslandi á
síðustu árum.“
Formaður KRFÍ í stjórn Alþjóðasamtaka kvenréttindafélaga
Reynsla okkar nýtist
öðrum konum vel
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands og stjórn-
armaður í Alþjóðasamtökum kvenréttindafélaga, t.h. á myndinni, en t.v. er
Ragnhildur Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kvenréttindafélagsins.