Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Styrkur til tónlistarnáms Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 2003-2004 Veittur er styrkur að upphæð kr. 600.000. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 31. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 8620, 128 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Stórkostlegur fengur fyrir þá sem þekkja til slíkrar gæðavöru EINSTÖK PERSNESK TEPPI og önnur fyrirtaks austurlensk teppi af hæsta alþjóðlega gæðastaðli ásamt persneskum og austurlenskum skrautteppum í ýmsum stærðum UPPBOÐ á persneskum teppum í hæsta gæðaflokki. Að þessu sinni bjóðum við úrval handofinna austurlenskra teppa í hæsta gæðaflokki: Gullfallegt skrautofið persneskt silkinain 295 x 197 cm Fínofið isfahan úr silki að hluta 173 x 112 cm Fínofið satínsrinagar 430 x 304 cm Sígilt persneskt kashan teppi 400 x 292 cm Persneskt ghom úr hreinu silki 196 x 135 cm Skrautofið persneskt heriz teppi 370 x 290 cm Persneskt sarouk af hæsta gæðaflokki 203 x 130 cm Persneskur zandjan dregill 297 x 100 cm Agra satínteppi 313 x 241 cm Persneskt senneh teppi 313 x 197 cm Auk þess bjóðum við margar aðrar persneskar og austurlenskar hágæða gólfmottur, dregla og teppi sem verða boðin upp og seld á uppboðinu. Við ábyrgjumst að hvert teppi sé ósvikið, handunnið og ekki hvíli á því neinar útistandandi skuldir eða gjöld. SUNNUDAGUR 4. MAÍ UPPBOÐ KL. 19:00, HÆGT ER AÐ SKOÐA VÖRUNA FRÁ KL. 17:00 í Sunnusal á RADISSON SAS Hótel Sögu Greiðslumáti: Reiðufé, ávísanir með bankaábyrgð, öll helstu greiðslukort FREKARI UPPLÝSINGAR FÁST VIÐ SKOÐUN OG Á UPPBOÐINU sem haldið er í samvinnu við Bickenstaff and Knowles, alþjóðlegra uppboðshaldara í Lundúnum. Uppboð þetta er haldið samkvæmt tilskipun alþjóðlegs stórbanka til að nýta haldsrétt vegna umtalsverðra vanskila og gjaldþrots leiðandi heildsala á persneskum teppum. S TÓLFTA apríl sl. var útgáfudag- ur tveggja geisladiska með göml- um upptökum á söng kvartettsins, en þann dag voru 40 ár liðin frá stofnun hans. Tónakvartettinn vakti, á sínum allt of stutta starfs- tíma, á árunum 1963–1969, athygli söngelskra Íslendinga. Bæði barst söngur þeirra eyrum gesta á skemmtunum víðsvegar um landið og einnig á öldum ljósvakans í þáttum ríkisútvarpsins og ekki síst urðu þær plötur sem gefnar voru út leiknar á mörgum heimilum og oft alveg upp til agna. En það var Svavar Gests sem var í forsvari fyrir plötuútgáfu á söng kvart- ettsins. Alls voru gefin út 27 lög á fjórum plötum, en það var aðeins 1⁄4 þeirra laga sem kvartettinn flutti um dagana. Söngmennirnir voru fjórir, bræðurnir Ingvar og Stefán Þórarinssynir, ásamt Eysteini Sig- urjónssyni og Stefáni Sörenssyni, að meðtalinni Björgu Friðriksdótt- ur, sem var þá og alltaf síðar við pí- anóið, sem „fimmti meðlimur kvartettsins“. Tveir félaganna, þeir Ingvar og Eysteinn, eru látnir. Þessi fyrsta æfing fór fram á heim- ili þeirra heiðurshjóna, Bjargar og Ingvars, og mun það hús búa yfir mestri reynslu í að enduróma söng þessa 4+1-söngflokks upp frá því. Ég get ekki stillt mig um að nefna að einmitt þetta heimili, með Ingv- ar Þórarinsson bóksala í forystu, varð aufúsustaður ótölulegs fjölda tónlistarmanna, jafnt innlendra og erlendra, sem Ingvar heitinn hafði forystu um að héldu tónleika á Húsavík og veit ég af eigin reynslu að þar var oft af æðruleysi reitt meira fram en tekjur af tónleikum leyfðu. Á áðurnefndri stofnæfingu var einnig mættur séra Friðrik A. Friðriksson, sem mun hafa verið ákafur hvatamaður þessa tiltækis. Séra Friðrik reyndist Tónakvart- ettinum betri en enginn sem þýð- andi erlendra texta og tillögugóður um val á söngvum. Þessi söngur átti fyrst og fremst að verða flytjendum dægradvöl til viðbótar fullu starfi, þatttöku í kór- starfi og ýmsum öðrum önnum, enda æfingatími valinn á síðkvöldi að loknu öllu öðru. En friðurinn til að halda þessu tónaföndri fyrir sig var rofinn um leið og hópurinn gaf fyrsta færi á opinberum flutningi að áeggjan séra Friðriks á aðventuhátíð í Húsavíkurkirkju 1963. Slíkan kvartettsöng gátu söngunnendur ekki látið felast í heimahúsi. Fiskisagan flaug og sú saga ásamt ólygnum almannarómi varð til þess að á sex ára ferli sín- um heimsótti Tónakvartettinn meira en 50 staði og kom fram margsinnis á sumum. Þessari glæstu lotu lauk með því, að þeirra stórfíni bassasöngvari, Stefán Sör- ensson, flutti til Reykjavíkur og er það ekki í fyrsta skipti sem atgerv- isflótti góðs fólks í þessa veru veld- ur lista- og menningarstarfi lands- byggðar búsifjum. Sumir segja eflaust að annan bassa hefði mátt finna, en eftir að hafa hlýtt á þessa nýju geisladiska láir maður þeim félögum ekki það mat að telja skarð Stefáns ófyllanlegt. Tóna- kvartettinn náði þó að koma fram opinberlega tvisvar eftir þetta á árinu 1970. Eitt er glæsilegt orð- spor sem minningin gyllir, og ann- að er rykið sem oft fellur á gullinn flöt og máir út mynd. Þessi endur- útgáfa Tónakvartettsins gerir hvort tveggja í senn; hún staðfestir að orðsporið var á rökum reist og hitt að silfur hefur verið fægt sem farið var að falla á. Þarna má heyra 46 söngva, sem eru flestar tiltækar upptökur Tónakvartettsins að frá- töldum sjómannasöngvum, sem kvartettinn söng inn á SG-hljóm- plötu með Gretti Björnssyni harm- onikuleikara, en að mati aðstand- enda voru þau lög of frábrugðin heildarlagavali flokksins til að vera með. Ég get ekki gert söngvum og flutningi þeirra þau skil sem skyldi. Ég staldra þó við meginat- riði að mínu mati. Það vekur að- dáun mína hve allar raddirnar fjór- ar eru blæfagrar og falla saman í eitt ómþýtt hljóðfæri. Ég get ekki ímyndað mér að sá dagur yrði ann- að en góður, ef ég yrði vakinn með dúnmjúkum og næmum söng Tóna- kvartettsins á söngnum Góðan dag, lagi Berners, á diski 2 nr. 3. Fram- burði söngmanna á textum er við brugðið og hverju einasta orði haldið til skila, sem gildir um fram- burð erlendra texta einnig. Sveita- brúðkaupið, fjögurra ljóða sagna- bálkur eftir August Søderman í þýðingu Benedikts Þ. Gröndal, síð- astur á sömu plötu, er einnig vitn- isburður um þennan skýra fram- burð og smekkvísi í litskrúðugri túlkun. Fallegur tenórblær Ing- vars, áhrifamikil raddsóló Eysteins og hinn mjúki, djúpi og angurværi bassasöngur Stefáns Sörenssonar láta mann ekki ósnortinn. Þessi kvartett hefði svo sannarlega getað náð langt í „barbershop“-söngvum þar sem laglína liggur oftast í fyrsta bassa og tenórar með yf- irraddir. Þessu til stuðnings bendi ég á flutning þeirra á laginu All Through the Night eftir David Owen. Oflof getur snúist í höndum manns og fengið öfuga merkingu, en ég held að tónlistarafrek Tóna- kvartettsins séu með þessum geisladiskum hverjum sem hlýða vill augljós. Hverjum söngmanni getur hreinn og tær söngur kvart- ettsins orðið fyrirmynd. Hófstilltur og þó tjáningarríkur píanóleikur Bjargar er píanóleikurum til eft- irbreytni. Fjölskyldutengslin eru heillandi í flutningi tveggja gull- fallegra laga eftir bróður Bjargar, séra Örn, oft kenndan við Skútu- staði, við ljóð föður þeirra Friðriks A. Friðrikssonar. Þessi sönglög mættu gjarnan fara víðar. Svo er að lokum ástæða til að óska vensla- fólki Tónakvartettsins, með Sverri Guðmundsson tónlistarmann í fylk- ingarbrjósti, til hamingju með þetta tímabæra og góða framtak. „Mér varð (verður) allt að yndi, að óði og söng hvert spor …“ við að hlýða á plöturnar, svo vitnað sé í ljóð séra Friðriks við lag sonar síns nr. 1 á fyrri diski. Geislandi söngur Tóna- kvartetts frá Húsavík TÓNLIST Geislaplötur Tveir nýir safngeisladiskar með flutningi Tónakvartettsins frá Húsavík með upp- tökum frá sjöunda áratug tuttugustu ald- ar. Stafræn úrvinnsla og yfirfærsla: Staf- ræna hljóðupptökufélagið ehf. Hönnun og umbrot: Ragnheiður Kristjánsdóttir. Útgáfuhópur: Kristján Eysteinsson, Perla Kolka, Ragnar Sigurjónsson. Sigríður Oddný Stefánsdóttir, Sigríður Ingv- arsdóttir, Sverrir Guðmundsson og eft- irlifandi meðlimir Tónakvartettsins. TÓNAKVARTETTINN FRÁ HÚSAVÍK Jón Hlöðver Áskelsson Salurinn kl. 20 Árlegir vor- tónleikar Tónvers Tónlistarskóla Kópavogs. Aðgangur er ókeypis. Að þessu sinni eru tónleikarnir í samvinnu við Tónlistarskólann í Reykjavík og verða flutt þaðan verk eftir nemendur Tón- smíðadeildar. Á dagskrá verða glæný verk eftir nemendur. Að tónleikunum loknum verður áheyrendum boðið að fræð- ast um tilurð verkanna og starf- semi tónversins. Hægt verður að bera fram fyrirspurnir til höfunda og forstöðumanna tónversins sem munu gera sitt besta til að svala forvitni spyrjenda. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is JAZZPÍANÓLEIKARINN Mark Levine heldur tónleika í Sal Félags íslenskra hljómlistarmanna á mánu- daginn kl. 20. Með honum leika Tóm- as R. Einarsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Mark Levine býr í San Francisco og þykir vera fremsti píanóleikari þar um slóðir. Hann hefur á löngum ferli leikið með ótrúlegum fjölda þekktra hljóðfæraleikara s.s. Joe Henderson, Freddie Hubbard, Dizzy Gillespie, Woody Shaw, Chet Baker, Mongo Santamaria og Tito Puente, auk þess að vera mjög virk- ur í Latin Jazz hreyfingunni með eigin hljómsveitum og annarra. Mark Levine er einnig leiðandi afl í jazzkennsluheiminum í dag. Hann er m.a. höfundur þekktra kennslu- bóka um jazzpíanóleik sem njóta mikillar hylli víða um lönd. Tónleik- arnir, sem eru öllum opnir, verða í framhaldi af námskeiði Mark Levine fyrir Tónlistarskóla F.Í.H., fyrr um daginn. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.000. Mark Levine á tónleikum í FÍH salnum GESTABÆKUR Ferðafélags Ís- lands voru nýlega afhentar hand- ritadeild Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns til varðveislu. Ferðafélag Íslands var stofnað 27. nóvember árið 1927 og er því nýorðið 75 ára. Árið 1928 kom út fyrsta árbók félagsins, um Þjórs- árdal, eftir Jón Ófeigsson, og hafa árbækurnar komið út óslitið á hverju ári síðan. Bækurnar eru misvel á sig komnar, allt frá því að vera alveg heilar og óspjallaðar til þess að vera slitrur, jafnvel aðeins nöfn skrifuð á rifrildi af umbúðapappír utan af einhverri matvöru, tekið úr vörðu á Hengli. Langflestar eru bækurnar frá húsum félags- ins í Þórsmörk, Landmannalaug- um, Hveravöllum og Nýjadal, enda fjölsóttustu húsin. Einnig er varðveitt gestabók úr húsi sem ekki er lengur til, en stóð á hálsinum undir Snæfells- jökli. Í bókunum kennir margra grasa. Auk nafna gestanna eru þar oft lengri og styttri ferðasög- ur, þar sem ýmist segir af hrakn- ingum og miklum mannraunum eða þægilegu rölti í sól og blíðu. Mikið er af kveðskap og víða prýða bækurnar myndir og teikn- ingar. Haukur Jóhannesson, forseti Ferðafélags Íslands, afhendir dr. Sigrúnu Klöru Hannesdóttur landsbókaverði gestabækur félagsins. Með þeim á myndinni er Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar. Gestabækur FÍ afhentar í Þjóðarbókhlöðunni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.