Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 31 www.lyfja.is Fáðu frábæran lit Kynntu þér einstakar nýjungar til þess að fá frábæran lit með eða án sólar. Þessi glæsilega taska ásamt nýja sólarpúðrinu frá Estée Lauder og púðurbursta fylgir ef keyptur er einn hlutur úr sólvarnar- eða brúnkulínunni frá Estée Lauder dagana 5.-10. maí. Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í Lyfju Lágmúla - mánudag kl. 13-18 Lyfju Smáratorgi - þriðjudag kl. 13-18 Lyfju Setbergi - miðvikudag kl. 13-18 Lyfju Garðatorgi - fimmtudag kl. 13-18 Lyfju Laugavegi - föstudag kl. 13-18 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða glæsilegar sérferðir um fegurstu staði Evrópu í sumar, með þjóðþekktum fararstjórum sem kynna þér land, þjóð og menningu í heillandi ferðum. Hér finnur þú yfirlit yfir helstu ferðir í sumar og við bendum þér á nánari upplýsingar í sérferðabækling okkar. Tryggðu þér sæti meðan enn er laust Munið Mastercard ferðaávísunina Fáðu bæklinginn sendann Glæsilegar Sérferðir Heimsferða í sumar Verona - 21. maí / 4. júní Verð frá kr. 62.590 5 nætur. Bled – Portoroz – Ítalía – 16. júlí Verð kr. 99.900 12 nætur. Prag - 23. maí Verð frá kr. 49.950 6 nætur. Perlur Ítalíu - 6. ágúst Verð kr. 153.550 14 nætur. Ítalía - Króatía - 24. júní Verð frá kr. 139.900 14 nætur. Sumar í Tíról - 2. júlí Uppseld. Fátækt á Íslandi við upphaf nýrrar aldar. Hin dulda félagsgerð borg- arsamfélagsins er eftir Hörpu Njáls. og er byggð á rannsóknum hennar. Í bókinni er fjallað um einkenni og aðstæður fátækra í íslensku nútíma- þjóðfélagi. Höfundur nálgast við- fangsefnið frá mörgum sjón- arhornum, með lýsingum á opinberum talnagögnum, lögum, kenningum um velferð og fátækt og með viðtölum við fólk sem býr í fá- tækt. Þá útfærir höfundur mat á lág- marks framfærslukostnaði sem sýnir hvað þarf til að komast af í íslensku borgarumhverfi. „Niðurstaða þess mats er borin saman við þær lág- marksupphæðir sem almannatrygg- ingar og félagsþjónusta sveitarfélaga veita og láglaunafólk á vinnumarkaði aflar og er sýnt að talsvert vantar uppá til að fólk geti lifað því lífi sem stjórnvöld þó telja æskilegt lágmark. Fólk í sumum þjóðfélagshópum er oft dæmt til að lifa við fátækt án auð- veldra útgönguleiða. Niðurstöður leiða í ljós að íslensk velferðarstefna hefur einkennst af hugmyndafræði skilyrtrar velferðar sem er í samræmi við kenningu frjálshyggjunnar (libert- arian model) á þróun velferðarríkis- ins,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Útgefandi er Borgarfræðasetur og Háskólaútgáfan. Bókin er 400 bls. að lengd. Fátækt Harpa Njáls með bókina um fátækt á Íslandi. Bach og Mozart í Áskirkju KÓR Áskirkju ásamt kammersveit- inni Aldavinum og einsöngvurum halda tónleika í dag kl. 17. Tónleik- arnir eru hluti af æfmælisdagskrá Áskirkju en söfnuðurinn er 40 ára um þessar mundir. Flutt verða Missa Brevis Kv 275 eftir W.A. Moz- art og sólókantatan Jauchzet Gott in allen Landen Bwv 51 eftir J.S. Bach. Einsöngvarar eru þau Elma Atla- dóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Hall- dóra Friðjónsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Skarphéðinn Hjartarson og Ingólfur Helgason. Stjórnandi er Kári Þormar. Kór Áskirkju er að formi til kammerkór, en hann gekk í endur- nýjun lífdaga fyrir tveimur árum er nýr kórstjóri og organisti réðst til Áskirkju. Kórinn er að miklu leyti skipaður fólki sem er í tónlistarnámi eða hefur starfa af tónlist og söng og má í því sambandi nefna að flestir einsöngv- arar á tónleikunum koma úr röðum kórfélaga. „Með okkur á tónleikunum leika Aldavinir, en þeir eru barokk kamm- ersveit sem hefur sérhæft sig í flutn- ingi þeirra tíma tónlistar. Þau ætla að einnig að spila fyrir okkur nokkra kanóna eftir Bach, til að brúa bilið milli Mozarts og hins fyrrnefnda, ásamt sígildum perlum Mozarts, eins og Ave verum corpus og Laud- ate Dominum, svona til að ramma inn tónleikana,“ segir Kári Þormar. „Kanónar þessir eru 14 talsins og allir mjög stuttir. Þeir eru einskonar minimalískar hugleiðingar sem samdar eru á síðustu árum Bachs og gæti svo sem hugsast að þær hafi verið æfingar eða nokkurs konar skissur fyrir Tónafórn hans. Það sem við ætlum að flytja eru Missa brevis í B dúr þar sem mæðir mest á kórnum og Sópran-sólókant- ata nr. 51 eftir Bach, Jauchzet Gott in allen Landen. Þessi sólókantata er mikil virtúós- tónsmíð og er vinsæl sem tungu- brjótur bæði hjá kóleratúrsóprönum og trompetleikurum. Missa brevis kv 275 eftir Mozart er ein af Salz- burgarmessum hans og er samin ár- ið 1777. Hana átti upphaflega að frumflytja í Dómkirkjunni í Salz- burg en þó varð ekki af því.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.