Morgunblaðið - 04.05.2003, Qupperneq 40
SKOÐUN
40 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ræðu. Sú ákvörðun að gefa Lands-
virkjun víðernin var tekin í krafti yf-
irburða – einbers þingmeirihluta –
ekki eftir lýðræðislega umræðu.
Hvaða kostir standa opnir?
Ekki ætti að taka ákvörðun um
jafn afdrifaríka framkvæmd og
Kárahnjúkavirkjun án þess að setja
hana í samhengi við aðra virkjana-
kosti. Það liggur fyrir að nóg er af
virkjanlegri vatsnorku í landinu.
Talið er hagkvæmt að virkja um 37
terawattstundir á ári. Þegar hafa
verið virkjaðar um 7 terawattstund-
ir á ári, Kárahnjúkavirkjun er um
0,5 terawattstundir á ári. Það eru
því aðrir kostir í stöðunni. Hvers
vegna er málinu þá stillt þannig upp
að annaðhvort verði virkjað við
Kárahnjúka og byggt álver í Reyð-
arfirði eða það verði ekkert álver og
engin virkjun? Er málið einfaldlega
það að engin önnur virkjun er tilbú-
in á teikniborðum Landsvirkjunar?
Landsvirkjun er að vísu nokkur
vorkunn þar sem rammaáætlun er
ekki tilbúin. Á síðasta ári var sett
fram tilraunamat á nokkrum virkj-
anakostum. Þar kemur fram að um-
hverfisspjöll af völdum Kárahnjúka-
virkjunar eru meiri en við aðrar
virkjanir. Á móti kemur að Kára-
hnjúkavirkjun er langstærst. Beinn
samanburður er því erfiður. Í mat-
inu kemur einnig fram að stofn-
kostnaður á hverja orkueiningu við
ýmsar aðrar virkjanir er svipaður og
í Kárahnjúkavirkjun og því ættu
þessar virkjanir ekki síður að koma
til greina. En forsenda vitrænnar
virkjanaumræðu, rammaáætlun, er
ekki tilbúin og því stöndum við
frammi fyrir afarkostum sem virð-
ast ráðast fyrst og fremst af hug-
myndum og gildismati verkfræðinga
Landsvirkjunar.
Hvaða kostur er
Kárahnjúkavirkjun?
Umhverfismat er tilraun til að
leiða í ljós hvaða afleiðingar fram-
kvæmdir hafa. Hversu vel þjónaði
það umhverfismat sem lagt var fram
fyrir Kárahnjúkavirkjun þessu hlut-
verki? Skipulagsstofnun komst að
þeirri niðurstöðu (i) að matið væri
ekki fullnægjandi frá vísindalegum
sjónarhóli og (ii) að svo miklu leyti
sem umhverfismatið leiddi í ljós
hvaða náttúruspjöll framkvæmdin
hefði í för með sér væru þau of mikil.
Landsvirkjun kærði niðurstöðuna,
umhverfisráðherra féllst á þá kæru
og framkvæmdin var leyfð með
litlum breytingum. Bæði fyrir og
eftir dóm ráðherra komu fram alvar-
legar athugasemdir við matsskýrsl-
una. Vísindamenn töldu að áhættu-
þættir væru vanmetnir og að
rannsóknir væru ónógar. Sem dæmi
um hið síðarnefnda byggjast tölur
um rofhættu einungis á tveggja ára
veðurgögnum. Sú niðurstaða mats-
skýrslunnar að fokhætta sé innan
viðunandi marka getur út af fyrir sig
verið rétt, en fullnægjandi rökstuðn-
ing skortir.
Þeir vísindamenn sem höfðu bent
á annmarka matsskýrslunnar sættu
persónulegum aðdróttunum af hálfu
opinberra aðila. Slíkt fælir þá sem
síst skyldi frá þeirri umræðu sem er
nauðsynleg forsenda þess að
ákvörðun geti á endanum talist lýð-
ræðisleg.
Hvers vegna skiptir það máli frá
sjónarhóli lýðræðisins hvort um-
hverfismatið hafi verið fullnægj-
andi? Lýðræðið krefst þess að um-
hverfismatið gefi rétta mynd af
þeim hagsmunum sem eru í húfi. Ef
það mistekst er ógerningur að taka
lýðræðislega ákvörðun því hún
krefst þess að ljóst sé á milli hvaða
hagsmuna sé verið að velja.
Niðurstaða
Ákvörðun Alþingis um að virkja
var ekki tekin á vísindalegum for-
sendum, umræðan var lokuð því þeir
sem málið varðar gátu ekki haft
áhrif á það hvaða valkostir voru í
boði, ekki var til umræðu hvernig
skyldi meta verðmæti þeirrar
ósnortnu náttúru sem yrði fórnað,
og loks var umræðan lokuð í þeim
skilningi að allir gátu ekki óhindrað
lagt sitt til málanna.
Stjórnvöld hafa því brugðist lýð-
ræðinu þar sem þau hafa ekki sinnt
því sem þeim bar og misbeitt því
valdi sem þeim hafði verið trúað fyr-
ir.
Höfundur er heimspekingur.
upphafi málsins komu Einar Svein-
björnsson og Halldór Hróarr að mál-
inu frá þessu endurskoðendafyrir-
tæki. Við fyrstu dómsmeðferð var
settur dómari Jón Finnbjörnsson,
sem tengdist KPMG í gegnum eig-
inkonu sína. Saksóknarinn Bogi Nils-
son, sem lagði fram ákæru í málinu,
er að eigin sögn bróðir eins fyrir-
svarsmanna KPMG, Ólafs Nilssonar,
og reyndar vinna tveir synir Boga hjá
KPMG.
Nefndur Bogi hafnaði beiðni minni
um opinbera rannsókn hinn 11. des-
ember 2001 en 12. desember 2001 eða
daginn eftir lýsir hann sig vanhæfan
vegna venslatengsla til að fjalla um
endurupptökubeiðni mína til Hæsta-
réttar. Mér var þó meiri þörf á að fá
upplýst hvernig fyrirtæki bróður
hans kom á mig sökum en saksóknari
notaði aðstöðu sína til að bjarga fjöl-
skyldu sinni frá álitshnekki, fyrir
miðnætti vel að merkja. Hvað breytt-
ist á einni nóttu hjá saksóknara rík-
isins? Var hann ekki jafn vanhæfur að
eiga við mín málefni og KPMG fyrir
og eftir miðnætti?
Til málamynda var fenginn nýr
saksóknari, Ólafur Þ. Hauksson, til
að fást við endurupptökubeiðni mína
fyrir Hæstarétti. Sú gjörð var til lítils
enda studdist sá alfarið við álit Einars
Sveinbjörnssonar þrátt fyrir að ég
hefði bent á að Einar hefði sagt ósatt
fyrir dómi og væri tvísaga í málinu.
Hef ég verið sýknaður af megin-
ákæruatriðunum sem Einar hefur
reynt að troða upp á mig, en orð hans
voru þrátt fyrir það tekin góð og gild
og tilgangurinn helgaði meðalið. Um
skilning Ólafs á málsatvikum er best
að hafa sem fæst orð því þar yrði mér
að óreyndu í engu trúað.
Um sama leyti og mál mitt kom
upp glímdi saksóknari ríkisins við
svokallað Lindarmál þar sem misfór-
ust samkvæmt blaðafregnum sjö til
níu hundruð milljónir króna. Enginn
var ákærður í því máli. Það hefði trú-
lega sætt nokkrum tíðindum ef um-
rædd hundruð milljóna hefðu verið
færð óskipt á viðskiptareikning hugs-
anlegs brotamanns. Dráttarvaxta-
reikningur ofan á þá fjárhæð hefði
kaffært hvern venjulegan mann.
Ákæra ríkissaksóknara á mig var
hins vegar 2.212.360 krónur en er ég
þó saklaus af öllum þessum ákærum
þótt enn standi eftir dómur fyrir
500.000 krónur. Hverjar eru skýring-
ar ríkissaksóknara í báðum þessum
málum?
Málsmeðferð
félagsmálaráðuneytisins
Það hefur umtalsverður fjöldi lög-
manna komið að málinu og fróðlegt
að skoða málsatvik í ljósi athuga-
semda félagsmálaráðuneytisins í máli
Þróunarfélags Vestmannaeyja. Með
því að neyta forkaupsréttar á jörðinni
Eystra-Fíflholti gekkst Vestur-
Landeyjahreppur í fjárhagslegar
ábyrgðir sem ekki reyndist unnt að
losa hreppinn undan. Ákvörðun um
þessar ábyrgðir var með vitund og/
eða vilja allra hreppsnefndarmanna.
Í upphafi ekki ýkja stórar fjárhæðir
en voru í lokin orðnar margfaldar að
krónutölu með áföllnum dráttarvöxt-
um og lögfræðikostnaði. Það er nokk-
uð skondið að sjá hvernig félagsmála-
ráðuneytið bregst við vandræðum í
bæjarstjórn Vestmannaeyja en þar
virðist ekki gerð krafa um að ábyrgð-
arkröfur verði færðar á viðskipta-
mannareikning einstakra bæjarfull-
trúa eins og mér var gert.
Niðurlag
Ég hef skrifað mörgum aðilum eft-
ir sýknudóm yfir mér 6.2. og 17.5.
2001, en fátt er um svör. Þar hafa fall-
ið þung orð en enginn af þeim sem
nefndir eru til sögunnar hefur gert
tilraun til að bera af sér sakir, trúlega
vonast menn til að málið hverfi af
sjálfu sér. Það er þó óskhyggja þar
sem ég er hvergi hættur að leita rétt-
ar.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
UMRÆÐAN
Vegna gífurlegs aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra
greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert til þess að gera efnið aðgengilegra fyrir lesendur
og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Alþingiskosningar
AÐ undanförnu hefur komið í ljós að mikillar óþreyju gætir á Íslandi hjá
áhugafólki um jafnréttismál. Ekki hvað síst vegna þess að þegar íslenskt
samfélag er skoðað með kynjagleraugum og staða karla og kvenna er
skoðuð birtist raunveruleiki sem ekki er í nokkru samræmi
við gildandi jafnréttislög númer 96/2000. Þetta er því dap-
urlegra þegar haft er í huga að þrátt fyrir starfsemi rauð-
sokkahreyfingarinnar, kvennaframboðsins og Samtaka um
kvennalista, tilkomu Jafnréttisstofu og dugnað kvenfélaga-
samtakanna og kvenréttindafélagsins svo fátt eitt sé nefnt,
hefur karlaveldinu ekki mikið verið hnikað til.
Jafnvel sú staðreynd að konur brugðust í alvöru við
áskoruninni um að með aukinni menntun kæmust þær upp
að hlið karla og að fram við þær yrði komið og við þær talað sem jafningja
dugði ekki til. Það er nefnilega svo – því miður – að langt er í land með
jafnréttið og nefni ég þá sérstaklega staðfestan launamun kynjanna og
endalausan vinnutíma kvenna því alltof litlar breytingar hafa orðið á
verkaskiptingu á heimilum, þrátt fyrir eina mestu atvinnuþátttöku ís-
lenskra kvenna ef tekið er mið af öllum OECD-ríkjunum.
En ekki skal ótalið það sem vel hefur verið gert en þar stendur árangur
Reykjavíkurborgar upp úr hafsjónum hvað jafnréttismál varðar. Undir
stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið stigin eftirtektarverð
skref sem sýna að misrétti kynjanna er ekki náttúrulögmál heldur fyr-
irkomulag sem má breyta með vel ígrunduðum áætlunum og markvissum
aðgerðum.
Samfylkingin, sem framsækið afl í íslenskum stjórnmálaum, bregst við
þessum staðreyndum með því að boða til átaks í jafnréttismálum á öllum
sviðum þjóðlífsins. Þetta átak er byggt á áætlun sem framkvæmdastjórn
flokksins vann sl. vetur og hefur nú verið sett fram í bæklingi. Þar kemur
m.a. fram að Samfylkingin einsetur sér að vera í fremstu röð í jafnrétt-
ismálum og að hún skuli í umboði kjósenda setja jafnréttissjónarmið á odd-
inn í íslensku samfélagi og hafa þau samofin allri starfsemi. Í því felst enn
fremur að þó að horft sé sérstaklega til jafnréttis kynjanna þá sé jafnrétti
allra einstaklinga (óháð kyni, litarhætti, kynhvöt, trúarbrögðum eða at-
gervi) haft í huga við alla stefnumótun og ákvarðanatöku.
Jafnrétti til bóta fyrir
samfélagið!
Eftir Hólmfríði Garðarsdóttur
Höfundur er háskólakennari, situr í framkvæmdastjórn
Samfylkingarinnar og skipar 9. sæti í Reykjavík suður.
ÞÚSUNDIR Íslendinga hafa
flosnað upp úr námi í framhalds-
skóla og eiga undir högg að sækja
í samfélagi þar sem skólaganga og
starfsmenntun eru
lykill að störfum og
góðum tekjum. Hið
mikla brottfall úr
framhaldsskólum,
um þriðjungur af
hverjum árgangi,
er þjóðarvandi. Við
honum verður að bregðast með
þjóðarsátt um kaup fyrir nýtt
tækifæri til náms eins og gert
hefur verið t.d. á Bretlandi, Ír-
landi og annars staðar á Norð-
urlöndum.
Því miður ber talsvert á því að
konur gefist upp á erfiðum lág-
launastörfum og láti skrá sig sem
öryrkja. Þær eru fastar í gildru
heilsuleysis og bágra félagslegra
aðstæðna og sjá ekki leið til þess
að vinna sig út úr vandanum. Í sí-
auknum mæli leita þær til Hjálp-
arstarfs kirkjunnar og Mæðra-
styrksnefndar Reykjavíkur vegna
þess að bætur almannatrygginga
duga ekki til lífsviðurværis eins og
alkunna er.
Reyndir framhaldsskólakenn-
arar segjast geta greint það án
mikilla skekkjumarka strax á
fyrsta ári hvaða nemendur eru
byrjaðir að láta reka í sinnuleysi.
Eftir mislangt basl falla þeir úr
skóla og halda óþjálfaðir og óag-
aðir út í atvinnulíf sem gerir kröf-
ur um kunnáttu og verkþekkingu.
Í þjóðfélagi þar sem þekkingin
hefur tekið sess fjármagnsins sem
hreyfiafls í atvinnulífi eru þeir
sem falla út úr skólum í slæmri
upphafsstöðu. Í samkeppni þjóð-
anna höfum við ekki efni á því
sem ríki að glata þessum nem-
endum.
Snertum þá alla
Við þurfum að snerta alla þá
einstaklinga sem velja bætur í
stað vinnu eða falla út úr skólum
og bjóða þeim nýtt tækifæri til
náms. Við eigum að greiða þeim
kaup vilji þeir hefja starfsþjálfun
eða starfsnám, eða ljúka fram-
haldsskóla. Þannig kemur framlag
og virkjun einstaklinga á móti
greiðslum frá ríkinu. Til þess að
svo megi verða þarf að hrinda í
framkvæmd fjölda hugmynda sem
Samfylkingin hefur sett fram und-
ir samheitinu Nýi framhaldsskól-
inn. Í framhaldsskólum landsins
er hugmyndafræðin í þróun og
gerðar hafa verið margar áhuga-
verðar tilraunir, en það vantar
fjármagn, uppbyggingu og teng-
ingar við atvinnulífið og há-
skólana. Ríkið hefur vanrækt
framhaldsskólana meðan grunn-
skólarnir hafa gengið í endurnýj-
un lífdaganna undir stjórn sveitar-
félaganna.
Það kostar átak að opna leiðir
fyrir nýtt tækifæri til náms. Fjöl-
smiðjan er ágætt dæmi um að
hægt er að ná árangri sem færir
fólki sjálfstraust og áræði til þess
að nýta tækifæri til náms og
starfsþjálfunar. Hættum að sóa
mannauði og lífsgæðum með
brottfalli nemenda! Mikilvægasta
jöfnunartæki framtíðarinnar er
menntakerfið og menntun er hluti
af lífsgæðum einstaklinga. Rök
hafa verið færð fyrir því að 1%
hækkun á almennu mennt-
unarstigi þjóðar skili 3% aukningu
í landsframleiðslu. Það er til mik-
ils að vinna.
Menntun í
stað bóta
Eftir Einar Karl Haraldsson
Höfundur er frambjóðandi Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík suður.
Á HVERS valdi var að skipuleggja fiskveiðikerfi sem lamaði atvinnulíf
fjölmargra íslenskra sjávarþorpa og renndi stoðum undir auðsöfnun ör-
fárra svo sem kunnugt er? Ekki var það fólkið sem bað um slíkar
hremmingar. Flestir viðurkenna þörfina á takmörkun
veiða í samræmi við þekkt ástand fiskistofna en síðan er
svo mjög deilt um aðferðir.
Greinarhöfundur var búsettur á Vestfjörðum árin 1977
til 1982 sem framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtækis sem rak frystihús og fiskimjölsverksmiðju og
gerði út togara og línubát. Á þessum árum voru skuttog-
arar gerðir út frá öllum kaupstöðum og sjávarþorpum frá
Patreksfirði til Súðavíkur. Þessi skip sköpuðu mikið ör-
yggi í sjósókninni og jafna og trausta atvinnu í landi.
Nú er öldin önnur. Menn banka varlega á dyr kerfisins í því augnamiði
að fá að veiða nokkra fiska á smábáta og fá helst að hafa þær veiðar ut-
an kvóta þannig að fjármagnsryksugan nái ekki að hremma þessar veiði-
heimildir. Stærri skipin eru flest horfin á braut og fólkið í verulegum
mæli horfið líka og væri fleira farið ef kæmist frá verðlitlum eigum sín-
um.
Hér er ekkert annað sagt en aðrir hafa fjallað um í ræðu og riti á síð-
ari árum. En ekki er ólíklegt að sú staða að hafa lifað meðal þessa fólks
og kynnst dugnaði þess og verkmenningu og séð samsvarandi árangur
og framfarir gefi mér sem fleirum eitthvað næmari tilfinningu fyrir
þeim hlutum sem hér hafa gerst. Í stuttu máli er útilokað að gefa þá
hugsun upp á bátinn að hér verði að gefa spilin upp á nýtt.
Stjórnvöld hafa brugðist því lágmarkshlutverki sínu að lagfæra stór-
fellda annmarka á kvótakerfinu svo sem frjálsa framsalið, brottkastið og
óaðgengilega aðkomu fyrir nýliða í útgerð. Verð á kvóta hefur verið
himinhátt og skapað þeim sem keypt hafa vonlausa rekstrarstöðu en
öðrum sem selt hafa möguleika á braski jafnvel um allan heim.
Það er nokkuð ljóst að engin sátt er í þjóðfélaginu um málamynda-
veiðigjald. Það er líka nokkuð ljóst að handhafar aflakvóta vilja ekkert
láta laust af því sem þeir hafa öðlast og láta sig litlu skipa þótt aðrir hafi
ekkert. Fyrningarleið telja þeir að myndi rústa landsbyggðina sem er
reyndar lýsingin á því ástandi sem kvótakerfið í núverandi mynd er að
skapa. Ennþá athyglisverðari er t.d. sú fullyrðing forsætisráðherra að
10% fyrning aflaheimilda myndi grafa undan veðhæfni sjávarútvegsins
þannig að fyrstu skref fyrningarleiðar myndu þegar leiða til mikils
ófarnaðar.
Með slíkri fullyrðingu er því einfaldlega haldið fram að undirstaðan
fyrir sjávarútvegi á Íslandi sé sú að nokkur fyrirtæki eigi fiskimiðin og
til óskilgreindrar framtíðar. Ef svo illa er komið fyrir atvinnugreininni
er líklega tímabært að endurskoða lög og reglur og þótt fyrr hefði verið.
Á hvers valdi er að breyta? Á valdi Alþingis. Til að slíkt geti gerst verða
kjósendur að sýna frambjóðendum stjórnarflokkanna rauða spjaldið og
kjósa sér nýja fulltrúa. Ný stjórnmálasamtök, Nýtt afl, bjóða m.a. upp á
þverpólitíska samstöðu til breytinga á fiskveiðistjórnuninni. Er ekki full
ástæða til þess að nýta þessa leið þegar nýleg skoðanakönnun Frétta-
blaðsins sýndi andstöðu 80% þjóðarinnar við kvótakerfið?
Á valdi hvers?
Eftir Sigurð Kristjánsson
Höfundur er í 3. sæti á lista Nýs afls í Suðvesturkjördæmi.