Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 42

Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 42
UMRÆÐAN 42 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hrafnhildur Bridde - sími 899 1806 hrafnhildur@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fastsali Heimilisfang: Jakasel 18 Stærð eignar: 298,9 fm Byggingarár: 1984 Brunabótamat: 29,960 millj. Áhvílandi: 15 millj. Verð: 27,8 millj. Fallegt einbýlishús með innbyggðum bílskúr á frábærum stað efst í Selja- hverfi. Húsið stendur við VATNS- ENDAHÆÐINA og er óbyggt svæði sunnan við það. Herb. m. snyrtingu, 3-4 svefnherb., stofa, borðstofa, sól- stofa, rúmgott eldhús, tvö baðherb. og þvottahús. Möguleg skipti á 4-5 herbergja íbúð! Hrafnhildur Bridde, löggiltur fast- eignasali RE/MAX, Suðurlandsbraut, tekur á móti gestum milli kl. 15 og 17 OPIÐ HÚS - JAKASEL 18 Halldór Meyer - sími 864 0108 halldor@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fastsali Heimilisfang: Ægisíða 121a Stærð eignar: 109 fm Byggingarár: 1995 Brunabótamat: 14,2 millj. Áhvílandi: 5 millj. Verð: 17,2 millj. Eign í sérflokki í nýlegu húsi við Ægi- síðu. Íbúðin skiptist í 3 svefnherbergi og stóran sal sem deilist niður í stofu, sjónvarshol, borðstofu og eld- hús. Allar innréttingar, hurðir, gólf- efni, tæki og flísar af vönduðustu gerð. Ný verönd í suðurgarði. Eign sem stoppar stutt við. Halldór G. Meyer, fasteignamiðl- ari RE/MAX, tekur á móti gest- um frá kl. 14-16 OPIÐ HÚS - Ægisíða 121a Sighvatur Lárusson - s. 864 4615 sighvatur@remax.is Viggó Jörgensson lögg. fastsali Heimilisfang: Kirkjustétt 32 113 Grafarholt Stærð eignar: 172 fm Bílskúr: 30 fm Byggingarár: 2001 Verð: 15,7 millj. Mjög vel staðs. miðjuraðhús á tveimur hæðum með innb. bíls. Eignin skilast fullbúin að utan með grófj. lóð, fokh. innan. Álklædd og álk. gluggar. Neðri h. 3 herb. og bað, efri h. stofa, eldh., búr, sjón- varpshol, snyrting, stórar suður- svalir, gott útsýni, hús í botnlanga. Góð eign! Sighvatur Lárusson, fasteigna- miðlari RE/MAX, tekur á móti gestum frá kl. 14-16 OPIÐ HÚS - Kirkjustétt 32 FRJÁLSLYNDI flokkurinn hef- ur heitið því að starfa heiðarlega og fyrir opnum tjöldum. Með þetta að leiðarljósi upplýsir flokkurinn um nöfn allra ein- staklinga og fyr- irtækja sem styrkja flokkinn um fjár- hæð hærri en kr. 500.000. Flokkurinn upplýsir einnig um nöfn þeirra að- ila sem styrkja flokkinn með lægri fjárhæð sé vilji til þess hjá styrkt- araðila. Auk þessa mun flokkurinn birta fjölda þeirra aðila (ekki nöfn) sem styrkja flokkinn um lægri fjárhæðir. Fjárframlög til stjórnmálaflokka eru frádráttarbær frá tekjum af atvinnurekstri. Frá tekjum lög- aðila og þeim tekjum manna sem stafa af atvinnurekstri eða sjálf- stæðri starfsemi eða eru tengdar slíkum rekstri má draga einstakar gjafir og framlög til stjórn- málaflokka, þó ekki yfir 0,5% af tekjum á því ári sem gjöf er af- hent. Það er réttlætismál að almenn- ingur sé upplýstur um það hvern- ig þeir sem sækjast eftir völdum og áhrifum á opinberum vettvangi íslensks samfélags fjármagna starfsemi sína. Einn af grundvall- arþáttum í starfsemi stjórn- málaflokks er hvernig hann aflar fjár enda er fjármagn ein forsenda þess að stjórnmálaflokkur geti með virkum hætti kynnt stefnu- mál sín og frambjóðendur. Í aug- lýsingaflóði kosningabaráttunnar ættu kjósendur að spyrja hvaðan það fjármagn komi sem notað er til að greiða fyrir auglýsingar stjórnmálaflokkanna. Það er mik- ilvægt fyrir hinn almenna kjós- anda að fá að vita hverjir eru fjár- hagslegir bakhjarlar stjórn- málaflokkana. Ekki er síður mikilvægt að almenningur fái upp- lýsingar um fjárhagslega bak- hjarla frambjóðenda í prófkjörum flokkanna en þátttaka í þeim mun geta hlaupið á milljónum króna. Þau rök að kosningar séu leyni- legar og því verði fjárframlög ein- staklinga og fyrirtækja til stjórn- málaflokka einnig að vera leynileg fá ekki á nokkurn hátt staðist og nálgast það að vera útúrsnúningur og er nánast vanvirðing við þá kjósendur sem ekki styðja stjórn- málaflokka fjárhagslega. Það er kosningin sjálf sem er leynileg og þar er hver einstaklingur jafn þeim næsta, ein manneskja eitt at- kvæði. Fjárhagslegur stuðningur við stjórnmálaflokk er ekki kosn- ing í kjörklefanum. Atkvæði fá- tæku konunnar hefur jafnmikið vægi og eina atkvæði ríka manns- ins. Skuldir fátæku konunnar og peningar ríka mannsins hafa það hins vegar ekki þegar kemur að því að greiða fyrir kosningabar- áttu stjórnmálaflokkanna. Meðal annars þess vegna ber að upplýsa um fjárstuðning til þeirra. Kosn- ingaáróður kostar en spurning hlýtur að vera hver borgar? Vissu- lega má halda því fram að upplýsa eigi um öll fjárframlög, sama hversu lágar fjárhæðir er um að ræða. Það er hins vegar ekki skynsamlegt, hvorki í framkvæmd né útfrá tilgangi reglna um opið bókhald stjórnmálaflokka. Þær reglur hljóta að verða að miðast við að upplýsa um þær fjárhæðir sem ætla má að skipti rekstur stjórnmálaflokks verulegu máli og geti því haft áhrif á stefnumál hans og áhrif á ákvarðanatöku hans í málum sem varða hagsmuni gefandans komist flokkurinn til valda. Engan veginn nægir að ein- göngu sé sagt við almenning að fjármagn til stjórnmálaflokka og -manna hafi enginn áhrif. Með upplýsingum í opnu bókhaldi fær almenningur tækifæri til þess að komast að hinu sanna. Þetta er eins og með réttlætið, það er ekki nóg að framkvæma það heldur verður það einnig að sjást í fram- kvæmd. Fátt á betur við um gjafir og fjárframlög til stjórnmálaflokka og íslenska máltækið æ sér gjöf til gjalda. Frjálslyndi flokkurinn leggur mikla áherslu á að stjórn- málaflokkar landsins opni bókhald sitt fyrir almenningi. Það er stefna Frjálslynda flokksins að settar verði reglur sem skyldi alla stjórnmálaflokka að opna bókhald sitt og að upplýst sé um styrkt- araðila stjórnmálaflokks yfir ákveðinni fjárhæð. Það verður að teljast eðlileg krafa í opnu og lýð- ræðislegu samfélagi. Reglur um opið bókhald og upplýsingar um styrktaraðila stjórnmálaflokka eru taldar sjálfsagður hlutur í hinum vestræna heimi. Þeim einstaklingum og fyr- irtækjum sem hafa hug á að styðja Frjálslynda flokkinn með fjárframlagi er vinsamlega bent á bankanúmer Frjálslynda flokksins 137-26-123456, kennitala 480998- 2359. Rekstrar- og efnahagsreikn- ing Frjálslynda flokksins frá síð- asta ári er að finna í opnu bók- haldi flokksins á heimasíðu hans www.xf.is. Þar eru m.a. upplýs- ingar um fjármögnun og kostnað flokksins vegna sveitarstjórn- arkosninganna í fyrra. Kosningaáróður kostar – Hver borgar? Eftir Eyjólf Ármannsson Höfundur er lögfræðingur og skip- ar 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík norður – eyjolfur@xf.is. FJÁRMÁLARÁÐHERRA upplýsti í sjónvarpsumræðum nýlega að svo fremi sem erlendar eftirlitsstofnanir í Brussel hefðu ekki vit fyrir honum ætlaði hann að skrifa upp á Decode-ríkisábyrgð upp á 200 milljónir dollara eða um 20 milljarða króna þegar krón- an kemst í eðlilegra gengi. Þetta ætla forustumenn Sjálfstæðisflokksins að gera þótt sú forsenda sem gefin var fyrir ríkisábyrgðinni sé ekki lengur fyrir hendi. Þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð fyrir Decode var samþykkt var meginforsendan að þá yrðu til mörg ný störf. Frá samþykkt ríkisábyrgðarinnar hefur starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar, dótturfyr- irtækis Decode, verið fækkað um rúmlega þriðjung. Reynslan af ábyrgðum hins opinbera Áratugum saman hafa ríki og sveitarfélög gengið í ábyrgð fyrir margvíslegum atvinnurekstri, afsökunin hefur verið sú að stuðlað sé að atvinnuppbyggingu. Reynslan er að ábyrgðin hefur fallið á ríkið eða sveitarfélögin og skatt- og útsvarsgreiðendur hafa þurft að borga fyrir áhættufjárfestingar einstaklinga. Með breyttum viðhorfum og biturri reynslu af ríkisábyrgðum hafa ríki og sveitarfélög að mestu af- lagt þann ósið að gangast í ábyrgð fyrir áhættufjárfestingum einka- aðila. Þannig á það líka að vera. Skattgreiðendum koma áhættu- fjárfestingar einstaklinga eða fyrirtækja þeirra ekki við, markaðurinn verður að leysa slík mál. Sé markaðurinn ekki tilbúinn að leggja fé í slíkar fjárfestingar er það skýr vísbending um að fjárfestingin sé vafa- söm. Af hverju eiga skattgreiðendur að taka ábyrgð á slíku? Sjálfstæð- isflokkurinn er tilbúinn að kokgleypa hugmyndafræði aflagðrar rík- ishyggju og standa að ríkisábyrgð fyrir bandarískt fyrirtæki sem þegar hefur tekið meira en 20 milljarða frá þjóðinni. Þegar Decode- víxillinn fellur hafa Íslendingar lagt jafnmikið í þetta fyrirtæki og nemur söluandvirði einkavæddra ríkisfyrirtækja síðustu tíu árin. Sölu- andvirði Landsbanka, Búnaðarbanka, SR-mjöls, Áburðarverksmiðju og margra fleiri fyrirtækja væri þannig eytt í þetta glórulausa gæluverk- efni forsætisráðherra. Seld norðurljós Það þarf sérstaka snillinga til að selja norðurljós. Enn meiri snill- ingar eru þeir sem geta selt einsleit norðurljós mörgum sinnum. For- svarsmönnum Decode, þ.e. Íslenskrar erfðagreiningar, tókst að fá sett lög á Íslandi sem gengu á svig við þau sjónarmið sem gilda um per- sónuvernd í okkar heimshluta. Setja átti upp miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Nú mörgum árum síðar er miðlægi gagnagrunnurinn ekki til og verður ekki í bráð ef þá nokkurn tímann. Fyrirtækið sem ætlaði að finna meingen við flestum sjúkdómum ætlar nú að þróa og framleiða lyf í samræmi við meintar uppgötvanir fyrirtækisins. Er lík- legt að fyrirtæki sem hefur tapað hundruðum milljóna dollara eða tug- um milljarða króna og ekki skilað árangri sé líklegt til stórra átaka? Formaður þingflokks Framsóknarflokksins sagði að stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir að íslensku bankarnir keyptu hlutabréf af stofn- fjárfestum í Decode á margföldu verði. Þetta börðu menn niður og sögðu nei nei. En var það ekki? Voru þeir sem stjórnuðu íslensku fjár- málafyrirtækjunum á þessum tíma svo heillum horfnir að þeir hafi án hvatningar stjórnvalda farið út í svo vafasama fjárfestingu? Væru stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja svo glámskyggnir á vænlegar fjárfestingar gengi þeim ekki jafn vel og raun ber vitni á öðrum svið- um fjármálalífsins. Það verður að koma í veg fyrir að þessi rík- isábyrgð verði veitt og þess vegna verður Sjálfstæðisflokkurinn að fá ráðningu í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn selur hug- myndafræði frelsisins en beitir sér fyrir ríkisafskiptum og sértækum aðgerðum með veitingu ríkisábyrgðar sem nemur helmingi hærri fjár- hæð en markaðurinn metur fyrirtækið Decode Genetics. Skrifa upp á Decode- víxilinn eftir kosningar Eftir Jón Magnússon Höfundur er hrl. og 1. maður á lista Nýs afls í Reykjavík suður. ÞESSA dagana bíða stúdentar í ofvæni eftir niðurstöðum endurskoð- unar úthlutnarreglna Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Sú endurskoðun nær ekki til nema hluta þeirra þátta sem varða LÍN. Til að ná öðrum breytingum fram þarf lagasetn- ingu til. Frambjóð- endum til Alþingiskosninga ber að kynna stefnu sína hvað varðar LÍN og það hefur Framsóknarflokkurinn svo sannarlega gert. Mig langar þó að skerpa enn betur á tveimur atrið- um. Lækkum endurgreiðslubyrðina Framsóknarmenn vilja lækka end- urgreiðslubyrði námslánanna. Árið 1992 voru gerðar þær breytingar á sjóðnum að endurgreiðslan var hækkuð allverulega auk þess sem há- marksárafjöldi sem fólk borgar lán til baka var felldur niður. Þegar við framsóknarmenn komumst í rík- isstjórn 1995 var það eitt af okkar fyrstu verkum að lækka endur- greiðslubyrðina úr allt að 7% í 4,75% tekna og nú viljum við ganga enn lengra og lækka hana niður í 3,75% til samræmis við eldri lánaflokka. Í málflutningi BHM og SÍNE hefur m.a. komið fram að háskólamenntað fólk er að borga allt að ein mán- aðarlaun á ári í afborganir af náms- lánum sínum. Sú byrði er þung þegar fólk sem nýlokið hefur námi er að koma þaki yfir höfuð sér, eignast börn og hasla sér völl á vinnumarkaði svo eitthvað sé nefnt. Mikil endur- greiðslubyrði má ekki verða til þess að fólk fari ekki í nám þar sem það er hrætt við að steypa sér í skuldir. Lánasjóður íslenskra námsmanna er öflugasta tækið til að tryggja jafnan aðgang allra að námi og við fram- sóknarmenn viljum treysta enn frek- ar það hlutverk hans. Breytum hluta námslánanna í styrk Við í Framsóknarflokknum viljum einnig að hluta námslánanna verði breytt í styrk, ljúki fólk námi á til- skildum tíma. Þetta fyrirkomulag þekkist á hinum Norðurlöndunum. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem greiðir ekki út beina styrki til námslána en slíkir styrkir nema frá 34% til 66% í löndunum í kringum okkur. Í Noregi er styrkurinn t.d. 40%. Til þess að hljóta styrkinn þar þarf svo að sýna fram á ákveðinn námsárangur. Samkvæmt þeim nið- urstöðum sem Orri Freyr Oddsson komst að í BS-ritgerð sinni um LÍN hefur dreifing óbeinna styrkja verið mjög ójöfn og hafa þeir nemendur sem farið hafa í dýrasta og lengsta námið hlotið megnið af styrkjunum. Þetta er vegna þess að þeim hefur ekki tekist að greiða lánin upp. Þar með má kalla lán þeirra námsmanna óbeina styrki. Þeir sem tekið hafa lán eftir 1992 þurfa að greiða upp lán sín þar til þau eru fullgreidd eða svo lengi sem aldur endist. Eldri lán voru með 20 eða 40 ára endurgreiðslu- tíma. Eftirstöðvar af þeim hafa því fallið niður. Dreifing óbeinu styrkj- anna er sú að innan við 15% náms- manna hafa notið 80–90% þeirra. Þessu viljum við breyta og gera öll- um kleift að stunda nám með því að breyta hluta námslánanna í styrk ljúki þeir námi sínu á tilskildum tíma. Öflug menntastefna Við framsóknarmenn höfum kynnt skýrar tillögur í menntamálum og í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég hvet þig lesandi góður til að kynna þér þær vel því það er ljóst að það skiptir máli hver fer með menntamál okkar. Fram- sóknarflokkurinn er tilbúinn að axla þá ábyrgð sem menntamálunum fylgir. Við viljum lægri endurgreiðslur námslána Eftir Sæunni Stefánsdóttur Höfundur er viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og skipar 4. sæti á lista framsóknarmanna í Reykjavík norður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.