Morgunblaðið - 04.05.2003, Qupperneq 44
UMRÆÐAN
44 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala
BOLLAGARÐAR - ENDARAÐHÚS
SELTJARNARNESI
Nýkomið í einkas. sérl. fallegt 240 fm endaraðh. á
þessum fráb. stað. Mikið endurn. eign í toppstandi.
Nýstandsett baðherb. 100 fm timburverönd í garði.
Toppeign. 95437
STARARIMI - RVÍK - EINB.
Nýkomið í sölu á þessum góða stað fallegt pall-
byggt einb. ásamt bílskúr, samtals um 197 fm. Fal-
legar innréttingar og gólfefni. Nuddpottur á baði.
Útsýni. Getur verið laust fljótlega. Verð 26,9 millj.
ÁLFHEIMAR - RVÍK Nýkomin í einkasölu
sérlega falleg 106 fm íbúð á efstu hæð í góðu fjöl-
býli auk herbergis í kjallara, samtals 120 fm. Nýtt
eldhús, gott skipulag, suðursvalir, frábær staðsetn-
ing við Laugardalinn. Ákv. sala. Verðtilboð.
GRANASKJÓL - RVÍK - SÉRH. Nýkom-
in í einkasölu glæsileg 100 fm efri sérhæð í góðu
nýstandsettu þríbýli á þessum frábæra stað í vestur-
bænum. Nýtt eldhús, rúmgóð herbergi, glæsileg
stofa með mikilli lofthæð, merbó-parket, flísalagt
baðherb. Sérinngangur. Áhv. mjög hagstæð lán.
Verð 15,3 millj.
HÁALEITISBRAUT - RVÍK
Nýkomin í einkasölu á þessum fráb. stað mjög góð
vel skipulögð 103 fm íb. á 3. hæð í góðu vel stað-
settu fjölb. 3 herb. Góðar suðursvalir. Útsýni.
Þvottahús í íb. Ákv. sala. Eign sem vert er að skoða.
Verð 13,6 millj. 95864
HJÁLMHOLT - RVÍK
Nýkomin í einkasölu sérlega skemmtileg ca 80 fm
lítið niðurgrafin 3-4 herbergja íbúð í fjórbýli, sérinn-
gangur, frábær staðsetning. Verð 11,5.
EFSTASUND - RVÍK Nýkomin í einkasölu
björt og rúmgóð 92 fm neðri hæð (lítið niðurgrafin)
í góðu viðhaldslitlu tvíbýli (klætt að utan). Sérinn-
gangur, góð staðsetning. Verð 10,8 millj.
LAUGARNESVEGUR - RVÍK Í sölu á
þessum góða stað mjög góð ca 60 fm risíbúð í góðu
húsi. 2 svefnherbergi, góðar svalir, snyrtileg mikið
endurnýjuð eign. Verð 9,9 millj. 97388
ÍRABAKKI - RVÍK Nýkomin skemmtileg
86 fm íbúð á 3. hæð í fjölb. Tvennar svalir. Sér-
þv.herb. Sérlega góð staðsetn. Útsýni. Ákv. hús-
bréf. Verð 11,2 millj.
DUNHAGI - RVÍK - M. BÍLSKÚR Í
einkas. mjög falleg ca 90 fm íb. á 3. hæð (efstu) í
4ra íbúða stigagangi, í klæddu fjölb., auk 24 fm
flísalagðs bílskúrs. S-svalir. Nýlegt eldhús og ný-
legt baðherb. Parket. Útsýni. Góð staðsetn.
Hagst. lán. Verð 13,5 millj.
HOLTAGERÐI - KÓPV. - SÉRH. Ný-
komin í einkasölu sérlega falleg 127 fm efri sérh.
auk 22 fm bílskúrs, samtals 150 fm. Hús klætt að
utan, glæsilegur garðskáli, frábær staðsetning.
Laus fljótlega. Verð 16,7 millj. 97296
LINDASMÁRI - KÓPAV.
Nýkomin í sölu sérlega björt og falleg íbúð á efstu h.
í góðu fjölbýli á þessum vinsæla stað, flísal. baðh.,
s-svalir, útsýni, góð staðsetning. Verð 12,9 millj.
HRAUNBÆR - RVÍK
Nýkomin í einkas. rúmgóð og falleg 96 fm íb. á efstu
(þriðju) h. í góðu fjölb. Parket. Flísal. bað. Mjög gott
skipulag. Áhv. húsbr. Verð 11,6 millj. 97661
RAUÐÁS - RVÍK
Nýkomin í einkasölu glæsileg 85 fm íbúð á annarri
hæð í góðu fjölbýli á þessum frábæra stað. Eign í
toppstandi, vandaðar innréttingar, parket, mjög
gott skipulag. Áhv. byggingasj. 2 millj. Verð 11,7
millj. 60066
NJÁLSGATA - RVÍK Nýkomin í sölu snotur
44,1 fm íbúð á fyrstu hæð í notalegu þríbýli með
sérinngangi, vel staðsett í 101 Reykjavík. Íbúðin er
laus strax. Verð 5,9 millj. 94891
KAMBASEL - RVÍK Nýkomin í einkasölu
björt og falleg 57 fm íbúð á fyrstu hæð (jarðhæð) í
góðu fjölbýli auk sérþvottaherbergis og geymslu
(ekki í fermetratölu). Stór sérgarður, óvenju stórt
herbergi, frábær staðsetning. Verð 8,6 millj. 96296
VESTURBERG - RVÍK - LAUS Í einka-
sölu skemmtileg ca 65 fm íb. á 3ju hæð í lyftuhúsi,
gott útsýni, húsvörður, laus strax. Verð 8,2 millj.
LAUGARNESVEGUR - RVÍK Nýkomin
mjög falleg ca 60 fm íbúð á jarðhæð, nýtt parket,
nýlegt eldhús o.fl., góð staðsetning. Laus strax.
Áhv. hagstæð lán ca 5 millj. Verð 7,9 millj.
HOLTSGATA - RVÍK
Nýkomin í einkas. á þessum góða stað í vesturbæ
Reykjavíkur snyrtileg 70 fm íb. á 3. hæð í góðu litlu
fjölb. Eignin er að mestu með upphaflegum innrétt-
ingum (orginal). Laus strax. Verð 9,3 millj. 97668
ENGIHJALLI - KÓP.
Nýkomin í einkas. 62 fm íb. á 5. hæð í góðu lyftu-
húsi. Góðar svalir. Húsvörður. Eignin er laus strax.
Verð 8,9 millj. 97665
SALAHVERFI - KÓPAVOGI - GOTT
VERÐ
Lómasalir 10-12. Gott verð. Glæsilegar 3ja og 4ra
herb. íbúðir með sérinngangi í 4ra hæða lyftuhúsi á
frábærum útsýnisstað ásamt stæði í bílageymslu.
Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna, en með
flísalögðu baðherb. og þvottaherb. Vandaðar Mod-
ulia-innréttingar og góð tæki. Til afhendingar í
maí/júní 2003. Glæsilegar, vandaðar útsýnisíbúðir.
Upplýsingar og sölubæklingar á skrifstofu Hraun-
hamars, einnig á hraunhamar.is. Traustur verktaki.
VESTURFOLD - RVÍK - EINB.
Nýkomið í einkas. mjög fallegt 126 fm einbýli á
einni h. auk 51 fm bílskúrs. Stórar verandir með
skjólgirðingu. Frábær staðsetn. og útsýni. Áhv. m.a.
byggingasj. og húsbr. ca 6 millj. Verð 22,5 millj.
KRINGLUNNI 4-12,
s. 800 6000
s. 585 0600
OPIN HÚS Í DAG
milli kl. 15 og 18
REYRENGI 4 - GRAFARVOGUR
Falleg og björt 103,2 fm endaíbúð
á 3ju hæð til vinstri með sér-
inngangi af svölum, ásamt sérbíl-
skýli. Gólfefni eru Linolineum dúk-
ur og flísar. Þvottaherbergi innan
íbúðar.
Áróra tekur vel á móti ykkur á
milli kl. 15 og 18. Áhv. 8,8 m.
Verð 12.9 m.
BARÐASTAÐIR 23 - GRAFARVOGI
Virkilega falleg 4ra herbergja íbúð
sem er 113,4 fm á 2. hæð til vinstri
í fallegu 3ja hæða fjölbýli. Allar
innréttingar eru úr kirsuberjavið.
Gólfefni eru parket og flísar.
Þvottaherbergi innan íbúðar.
Sjávarútsýni. Suð-vestur svalir.
Bergljót tekur vel á móti ykkur á
milli kl. 15 og 18. Áhv 9.2 m.
Verð 14,9 m.
MENNTUNARLEYSI er ein af helstu ástæðum þess að fólk lendir í fá-
tæktargildru. Skólakerfið okkar er þannig uppbyggt að próf úr fram-
haldsskóla er lykill að hvers konar sérmenntun hvort sem nemendur
leggja áherslu á iðn- og starfsnám eða bóknám. Við búum
að mörgu leyti við gott skólakerfi þar sem nemendur
geta tvinnað saman áhugasvið sín og eru ekki fastir við
ákveðna stefnu allt sitt skólanám. Það er til dæmis al-
gengt að fólk kjósi að þætta saman bóklega og verklega
menntun og skólakerfið býður sem betur fer upp á ýmsa
möguleika þar að lútandi. Sömuleiðis hafa nemendur
tækifæri til að prófa sig áfram á framhaldsskólastigi þar
sem fjölbreytileiki einkennir námsframboð og uppbygg-
ingu framhaldsskólanáms.
Það er hins vegar einkenni á íslenskum menntamálum að við búum
við lægra menntunarstig og hærra brottfall úr framhaldsskólum en ná-
grannalönd okkar. Að breyta þessu er í höndum stjórnvalda. Það eru
allir sammála um mikilvægi menntunar til að skapa gott samfélag og ef
við ætlum okkur raunverulega að efla nýsköpun í atvinnulífinu er
menntun lykillinn. Að koma á fót mengandi stóriðju sem kostar þjóðina
einstakar náttúruperlur er skammsýni í atvinnumálum. Það er skylda
stjórnmálafólks að hugsa til lengri tíma og hlúa að fjölbreytni í atvinnu-
lífinu. Það gerum við með því að efla menntun og fjármagna rannsóknir
og nýsköpun sem skila hagvexti til framtíðar. Þetta er stefna Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs í atvinnumálum.
Menntamál eru jafnréttismál
En hvernig förum við að því að minnka brottfall úr framhaldsskólum
og hækka menntunarstigið? Við gerum það meðal annars með því að
gefa fólki sem hættir í framhaldsskóla einhverra hluta vegna kost á því
að ljúka framhaldsskólanámi seinna. Konur eru í sérstökum áhættuhópi
að falla í þá fátæktargildru menntunarskorts vegna barneigna á fram-
haldsskólaaldri. Að hvetja til aukinnar menntunar er því ekki einungis
menntamál heldur einnig jafnréttismál.
Grettistaki var lyft í menntamálum þjóðarinnar með tilkomu öld-
ungadeildanna. Þar fékk fólk sem ekki hafði lokið við framhalds-
skólanám innan við tvítugt tækifæri til að auka við menntun sína með-
fram fullri vinnu. Það er hins vegar undantekning að fólk hafi tíma og
orku til að sinna fullu námi með fullri vinnu. Að ná sér í framhaldsskóla-
próf í kvöldskóla getur þannig tekið langan tíma og margir hafa ekki
tækifæri til að stunda slíkt nám vegna fjölskylduaðstæðna, það á sér-
staklega við um einstæða foreldra sem ekki eiga heimangengt á kvöld-
in.
Úr fátæktargildru menntunarskorts
Tillögur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að auka
menntunarstigið fela meðal annars í sér að veita fólki sem ekki er á
framfærslu foreldra tækifæri til að stunda fullt framhaldsskólanám í
gegnum námslánakerfið. Þetta væri ein skynsamlegasta leiðin til að losa
fólk úr fátæktargildru menntunarskorts og jafnframt að hækka mennt-
unarstig þjóðarinnar til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Þetta er hægt
að gera með því að aldurstengja námslán í stað þess að tengja þau við
námsleiðir eins og nú er. Einnig er hægt að hugsa sér að nemendur sýni
fram á að þeir eru ekki á framfæri foreldra og fái þannig námslán.
Þetta myndi sporna við brottfalli úr framhaldsskóla hjá þeim hópi sem
þarf einhverra hluta vegna að sjá um sig sjálfur á framhaldsskólaaldri.
Það er fátt sem skilar sér jafn vel til baka í ríkiskassann og útgjöld til
menntamála. Ef við ætlum að hugsa lengra en eitt kjörtímabil í senn
þarf að gera átak í menntamálum þjóðarinnar. Hugmyndir Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs um útvíkkun námslánakerfisins til
framhaldsskólanema varða veginn til að lyfta grettistaki í mennta-
málum til hagsbóta fyrir þjóðina og samfélagið.
Námslán til framhalds-
skólanema
Eftir Drífu Snædal
Höfundur er í þriðja sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður.
ÞEGAR allsherjar gripdeild og
ofbeldi ríkti í Bagdad eftir að herir
Bandaríkjamanna og Breta höfðu
lagt undir sig borg-
ina, hafði Donald
Rumsfeld, her-
málaráðherra Bush,
sendimanns Guðs,
þetta að segja um
ástandið: „Frjálsu
fólki er frjálst að
gera mistök og fremja glæpi og
framkvæma vonda gerninga.“
[„Free people are free to make
mistakes and commit crimes and do
bad things.“]
Slíkt er viðhorf stríðsæsinga-
mannsins nýja, sem dátarnir ís-
lenzku, Davíð og Halldór, hafa
bundið trúss sitt við.
Í Washington virðist ný fjór-
menningaklíka hafa öll ráð í hendi
sér. Forsetinn, varaforsetinn, varn-
armálaráðherrann og örygg-
isráðgjafi, kona að nafni Rice. Eiga
öll sammerkt í því að vera auðkýf-
ingar og auður þeirra runninn úr
jörðu sem olía. Öll berjast þau enda
fyrir alveldi auðsins í höndum hinna
fáu útvöldu. Í þeim efnum eiga
Davíð og Dóri líka samleið með
þeim.
Bandarískar heimildir draga
enga dul á að Bush forseti telji sig
vera Guðs útvalinn og sérstakan
umboðsmann hans hér á jörðu. Allt
sem hann hugsi og framkvæmi sé
runnið beint undan rifjum Guðs.
Að öðru jöfnu myndu volaðir
aumingjar þakka Almættinu sér-
staklega fyrir að hafa gert að stað-
gengli sínum hér á jörðu voldugasta
mann í heimi, sem gæti séð um að
frelsa menn frá öllu illu, og létt þar
með undir með Guði önnum köfn-
um. Það má ganga að því sem vísu
að góðu dátarnir íslenzku séu þegar
búnir að senda sérstakar þakkir yf-
ir um þessa vegna.
Sá sem hér heldur á penna var á
sínum tíma að sér í mannkynssögu.
Þótt ryðgaður sé orðinn man hann
ekki betur en flest mannvíg frá
aldaöðli hafi verið framin af þeim,
sem töldu sig starfa að þeim sam-
kvæmt sérstöku umboði frá Guði.
Einstöku framkvæmdu þetta um-
boðslausir ef í boði voru auðæfi,
gimsteinar eða olía, en langflestir
lýstu yfir að þeir hefðu löggildingu
frá Guði til þess arna. A.m.k. voru
það ekki guðleysingjar sem öldum
saman stjórnuðu katólsku kirkj-
unni, enda þótti hún löngum og
löngum ekki smátæk á mannslífin í
umboði Almættisins.
Ef að einhverjum flökrar, að hér
séu gamanmál uppi höfð er það á
misskilningi byggt. Það er ógnvæn-
legt að voldugasta ríki heims skuli
ráða menn af því tagi sem raun ber
vitni. Sagan endurtekur sig sífellt
og spor hennar í þessum efnum
hljóta að fylla menn skelfingu.
Samherjar fjórmenninganna í
Washington hafa formenn ríkis-
stjórnarflokkanna gerzt. Án þess að
tala við kóng eða prest köstuðu þeir
á glæ eiðsvarinni afstöðu Íslend-
inga frá öndverðu: Að íslenzk þjóð
myndi aldrei bera vopn á aðrar
þjóðir eða eiga þátt í slíku athæfi.
Það hlýtur að koma sterklega til
álita að þessir tveir ráðherrar verði
dregnir fyrir landsdóm fyrir ótrú-
leg afglöp sín.
Samherjarnir
Eftir Sverri Hermannsson
Höfundur er alþingismaður
Frjálslynda flokksins.
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
FASTEIGNIR
mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111