Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 46
UMRÆÐAN
46 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.
Opið hús í dag -
Baldursgata 7 - Reykjavík
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali
Vorum að fá í sölu sérstaklega
skemmtilega 100 fm 4ra herb.
íbúð á 1. hæð í þessu húsi.
Sérinngangur, meiri lofthæð en
gengur og gerist. Flísar og við-
ur á gólfum. 2 svefnherbergi
og tvær stofur eða 3 svefn-
herbergi og ein stofa. Sjarm-
erandi íbúð á góðum stað.
Verð 13,8 millj.
Helga tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16
Opið hús
Fiskakvísl 11, 2. hæð til hægri
Falleg og björt 210 fm íbúð með bíl-
skúr á tveimur hæðum í góðu fjöl-
býlishúsi með suðursvölum og
glæsilegu útsýni. Eignin skiptist
m.a. í hol, stofu, borðstofu, eldhús,
fjögur herbergi, baðherbergi og fjöl-
skyldurými. Arinn. Vandaðar innrétt-
ingar og gólfefni. Toppíbúð á eftir-
sóttum stað. Eignin er til sýnis í dag frá kl. 14-16. V. 20,3 m. 3177
GSM 896 8232
SJÁVARGRUND 6A - Garðabæ
Sara og Goran sýna í dag íbúð sína sem
er sérlega falleg 146 fm hæð ásamt bíla-
geymslu í þessu vinsæla húsi. Íbúðin er á
einni hæð (fyrstu) og svo er geymsla og fl
ásamt inngangi úr bílageymslu í kjallara.
Verð 18,8 millj. Verið velkomin.
OPIN HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
TIL SÖLU - SÍÐUMÚLI
Til sölu / leigu. Nýtt á skrá. Um
er að ræða jarðhæð sem er í dag
nýtt undir lager, mjög góð
aðkoma og útipláss. Einnig er
um að ræða 1. hæð sem er
verslunarpláss. Eign í mjög góðu
standi. Verð tilboð.
Upplýsingar veitir
Magnús Gunnarsson í
s. 588 4477 eða 822 8242
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
SJÁLFSTÆÐISMENN með formann sjávarútvegsnefndar, Árna Ragnar
Árnason, í broddi fylkingar vilja að kvótaþakið verði hækkað upp í 20%.
M.ö.o., einungis 5 fyrirtæki munu halda utan um fjöregg þjóðarinnar,
stærsta atvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveginn.
Ég spyr unga lögfræðinga, margir hverjir vatnsgreidd
þingmannaefni þeirra sjálfstæðis- og framsóknarmanna:
Mynduð þið sætta ykkur við 5 útgefin einkaleyfi til iðkunar
á lögfræðistörfum í þessu landi? Og leyfin myndu erfast!
Ég er ansi hræddur um að þeir myndu mjálma hátt,
harmkvælin myndu heyrast um veröld alla. Ég er ekki lög-
fræðimenntaður og vil alls ekki að ungir, efnilegir lögfræð-
ingar þurfi að búa við sama hróplega óréttlætið og þeir
ungu menn er vilja stíga sín fyrstu spor innan íslensks sjávarútvegs.
Spyrjum áfram: Treysta stjórnarliðar núverandi rétthöfum kvótans ekki
í heilbrigða samkeppni? Í tillögum Frjálslynda flokksins er áframhaldandi
viðveruréttur núverandi kvótaeiganda tryggður með aðlögunartíma upp á
5 ár. Í erfiðustu tilfellunum þar sem menn hafa nýlega keypt sig inn í
greinina verður mönnum hjálpað því ekki viljum við stuðla að óréttlæti.
Í ljósi aðstöðumunar gagnvart pistlahöfundum, útvarpsmönnum, pen-
ingum, auglýsingamætti, og svo mætti lengi telja, er ljóst að margur kjós-
andinn falli í þá freistni að trúa og treysta núverandi stjórnarliðum fyrir
stjórn þessa lands.
Aldrei hefur breytinga verið meiri þörf í íslenskum stjórnmálum.
Flottræfilsháttur á alvarlegu stigi tröllríður íslenskri þjóð með stjórnar-
liða í broddi fylkingar. Landbúnaði, sjávarútvegi og velferð þeirra sem
minnst mega sín hefur hrakað stórum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Klukk-
una vantar 5 mínutur í 12 og öllu er tjaldað til af ríkisstjórnarflokkunum
svo spilltir stjórnarhættir geti áfram þrifist í íslensku samfélagi.
Ágætu lesendur, fallið ekki fyrir glansmynd peningaaflsins en stjórn-
arflokkarnir tveir starfa og þrífast í skjóli lokaðs bókhalds. Mín síðasta
spurning er svohljóðandi: Vænta þeir er styrkina færa stjórnarflokkunum
einhvers í staðinn fyrir peningagjafirnar?
Ég vil öllum Íslendingum viðunandi og mannsæmandi lífskjör. Ef ég næ
kjöri munu verk mín á Alþingi Íslendinga bera þess vitni.
Hreinsum til í íslenskum stjórnmálum. Kjósum nýtt framtíðarafl í ís-
lenskum stjórnmálum – XF.
Þakka þeim sem lásu.
Þeir myndu mjálma hátt
Eftir Gunnar Örn Örlygsson
Höfundur er oddviti Frjálslynda flokksins í SV-kjördæmi.
HELDUR lítið hefur farið fyrir
umræðu um umhverfismál í kosn-
ingabaráttunni. Umræðan hefur
því miður snúist of
mikið um persónur
en ekki um málefni.
Stefna núverandi
ríkisstjórnar í um-
hverfismálum er
skelfileg og á ég þar
við virkjana- og
stóriðjustefnuna. Eingöngu er
hugsað um skammtímagróða en
ekki horft til framtíðar. Ofurtrú á
stórar, einhæfar og miðstýrðar
lausnir í atvinnumálum er af-
sprengi þessarar fátæklegu hug-
myndafræði.
Stór hópur íbúa landsins hefur
sem betur fer áttað sig á hvað er að
gerast á hálendi Íslands og haldið
upp öflugri baráttu náttúrunni til
varnar. Eyjabakkamálið fór betur
en á horfðist en nú ljóst er að
Hafrahvammagljúfrum og Kára-
hnúkasvæðinu verður fórnað á alt-
ari Framsóknarflokksins sem ber
mesta ábyrgð á þessum málum, að
sjálfsögðu með dyggri aðstoð Sjálf-
stæðisflokksins. Þessir flokkar
bera alla ábyrgð á þessum óaft-
urkræfu og óafmáanlegu nátt-
úruspjöllum á hálendi Íslands. Það
er einnig á þeirra ábyrgð að frið-
lönd með alþjóðlega vernd-
arstimpla eins og Þjórsárver hafa
ekki einu sinni fengið að vera í friði.
Margir máttu vart vatni halda af
hrifningu þegar settur umhverf-
isráðherra kvað upp sinn Sal-
ómonsdóm um örlög Þjórsárvera.
Það eina sem viðunandi var í því
sambandi var auðvitað að fella úr
gildi úrskurð Skipulagsstofnunar
um Norðlingaöldulónið. Hins vegar
var það jákvætt við úrskurð setts
umhverfisráðherra að það liggur
fyrir að Landvirkjun er ekki heil-
agur andi þegar kemur að hönnun
virkjana. Það er sem sagt hægt að
velja mildari leiðir fyrir náttúruna
án þess að framkvæmd verði of
óhagkvæm.
Og hvað er svo framundan ef nú-
verandi ríkisstjórn fær aftur umboð
að loknum kosningum í vor? Næst á
dagskrá hjá henni er alveg örugg-
lega ekki réttlæti gagnvart nátt-
úrunni á hálendinu, náttúran mun
ekki fá að njóta vafans. Áfram skal
haldið í skipulagslausri virkj-
anavæðingu enda er búið að útfæra
hugmyndir um virkjanir og miðl-
unarlón í nánast hverri ársprænu
sem til sjávar fellur í landinu og
gufuaflsstöðvar á flestum jarð-
hitasvæðum. Rammaáætlun um
nýtingu landsins virðist ekki of-
arlega á dagskrá hjá stjórnvöldum,
hún er sniðgengin og gengið þvert á
hugmyndafræðina að baki henni.
Vonir voru þó svo sannarlega
bundnar við áhrif hennar á skipu-
lagningu og nýtingu á auðlindum
náttúrunnar í sambandi við virkj-
anakosti. Tilgangur hennar var jú
að meta saman landnýtingu og um-
hverfisáhrif allra nýtingarkosta og
velja síðan þá virkjanakosti sem
minnst umhverfisáhrif hafa.
Helstu virkjanir landsins eru á
Þjórsársvæðinu og enn fleiri eru í
undirbúningi í Suðurlandsfjórðungi
svo sem kunnugt er. Þá liggur fyrir
að nánast allt hálendi Skaft-
árhrepps, Torfajökulsvæðið, svo-
kallað Síðuvatnasvæði, og Mark-
arfljót er komið í kastljósið og
hafnar eru undirbúningsrannsóknir
sem sýna eiga fram á hagkvæmni
virkjana á þessu svæði. Í Skaft-
árhreppi, þar sem ég þekki best til
á hálendinu, er um að ræða svæði
með einstökum náttúruperlum á
lands- og heimsvísu sem eyðileggj-
ast eða verða fyrir óafturkræfum
umhverfisáhrifum. Þar má m.a.
nefna Langasjó, Lónakvísl, Skaftá,
Lakagígasvæðið, Hólmsá, Hverf-
isfljót og nærliggjandi svæði.
Skaftárveita með veitingu vest-
urkvísla Skaftár í Langasjó og það-
an í Tungná er talin skila mestum
hagnaði af þeim virkjanakostum
sem eru í boði. En við þá útreikn-
inga hefur alveg gleymst að taka
með í reikninginn verðmæti náttúr-
unnar og náttúrverndarsjónarmið.
Með Skaftárveitu og öðrum virkj-
unum á hálendi Skaftárhrepps er
verið að skerða óspillt víðerni með
miklum óafturkræfum umhverfis-
áhrifum. Virkjanaframkvæmdirnar
munu hafa mikil neikvæð áhrif á ört
vaxandi ferðaþjónustu á svæðinu og
minnka eða eyðileggja möguleika á
stækkun væntanlegs Vatnajök-
ulsþjóðgarðs yfir jaðarsvæði jök-
ulsins. Ekki nóg með það, fram-
kvæmdasvæði Skaftárveitu liggur
fast að Lakagígasvæðinu sem er
friðlýst náttúruvætti og á að verða
hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Og
með öllu eru ófyrirséð umhverfis-
áhrifin af Skaftárveitu á láglendi
Skaftárhrepps. Skaftá er lífæð vist-
kerfisins í byggðinni og á vatna-
svæði hennar eru ein gjöfulustu og
verðmætustu sjóbirtingssvæði á
landinu. Nýting þeirra er stór hluti
af afkomu bænda á mörgum jörðum
í Skaftárhreppi og þar nýtur ferða-
þjónustan einnig góðs af. Óaft-
urkræf umhverfisáhrif, eyðilegging
á búsvæðum sjóbirtings og annarra
vatnafiska, neikvæð áhrif á ferða-
þjónustu og möguleika á stofnun
þjóðgarðs, og þar með neikvæð fé-
lagsleg áhrif á byggðina hljóta að
vera öllu hugsandi fólki á þessu
svæði mikið áhyggjuefni ef þessi
virkjanaáform ná fram að ganga.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð er eini umhverfisverndarflokk-
urinn á Íslandi og mun hér eftir
sem hingað til standa vaktina með
náttúru landsins. Framundan eru
afdrifaríkar kosningar. Ég skora á
kjósendur sem eru ósáttir við
ríkjandi stefnu í virkjana- og um-
hverfismálum að láta nú verkin tala
í kjörklefanum hinn 10. maí. Það
nægir nefnilega ekki að hrópa á
torgum til varnar náttúrunni, það
þarf meira til.
Umhverfismálin
í öndvegi
Eftir Ólafíu Jakobsdóttur
Höfundur er fv. sveitarstjóri, í 3.
sæti á U-lista VG í Suður-
kjördæmi.
VANDAMÁL íslensks kjötiðn-
aðar eru að hluta til komin vegna
getuleysis þeirra ráðamanna sem
hafa stýrt landbún-
aðarmálum síðustu
áratugi. Vil ég þar
fyrst nefna samn-
ing um framleiðslu
sauðfjárafurða sem
tók gildi 1. janúar
200l og gildir til 31.
des 2007. Með ólíkindum er að
hann skuli ekki miða að því að
tengja beingreiðslur til bænda
þannig að þeir séu hvattir til fram-
leiðslu á gæðakjöti. Í samningnum
skal miðað við eftirfarandi þætti:
1. landnot
2. einstaklingsnot
3. kynbótaskýrsluhald
4. gæðadagók
5. búfjáreftirlit
6. lyfjaeftirlit
7. áburðarnotkun og uppskeru
8. fóðrun
Aðeins eru haldbær rök fyrir
liðum nr. 2 og 3.
Liðum nr. 1 og 5 er þegar sinnt
samkvæmt reglugerð um forða-
gæslu, eftirlit og talningu búfjár.
Aðrir liðir eru þess eðlis að þeir
þurfa að vera í lagi til að varan
verði að gæðaframleiðslu.
Síðan er allt kjöt metið og flokk-
að eftir gæðum. Þar á ég við
vöðvagæði og fituflokkun í slát-
urhúsunum. Þegar kjötið fer svo á
markað er neytendum ekki gefinn
kostur á að kaupa kjöt eftir gæð-
um. Öllu er hrúgað saman og
neytandinn ekki tryggður á neinn
hátt fyrir því að það sem hann
kaupir sé gæðavara.
Þarna er mikið metnaðarleysi og
hagur neytenda og framleiðenda
ekki hafður að leiðarljósi.
Eins og ég hef komið að, þá
virðist ekki skipta neinu máli
hvort framleitt er gæðakjöt eða 2.
eða 3. flokks vara sem á ekkert er-
indi til neytenda.
Standa skal vel að framleiðslu
sauðfjárafurða sem að hluta til
stendur undir byggð á Íslandi. Það
ætti að vera hagur allra að vanda
til við kjötmarkaðinn og tryggja
það að hægt væri að kaupa úrvals
matvöru í stað þess að blanda öllu
saman þannig að neytendum er
gert ómögulegt að vita hvernig
vöru er verið að kaupa.
Gæðastýring ætti að vera ein-
föld og skilvirk. Í dag byggist
þetta kerfi á ofstjórn, reglugerð-
arfargani og skriffinnsku.
Þarna tel ég að landbún-
aðarráðherra hefði átt að beita sér
með öðrum hætti sem hefði reynst
bæði neytendum og framleið-
endum betur.
Í öðru lagi vil ég nefna harða
samkeppni á íslenskum kjötmark-
aði, og þá helst í svína- og fugla-
kjöti. Undrun vekur allt það fjár-
magn sem lagt hefur verið í þessa
grein og það að varan skuli vera
seld langtímum saman langt undir
framleiðsluverði. Víða í Evrópu er
mér tjáð það að selja undir fram-
leiðsluverði teljist vera skemmd-
arverk og varði við lög. Þarna
þyrfti kannski að ræsa snigilinn í
landbúnaðrráðuneytinu og athuga
rétt framleiðenda og neytenda.
Það hlýtur að vera öllum ljóst að
milljarðagjaldþrot liggur fyrir í
greininni og hver kemur til með að
borga brúsann á endanum aðrir en
neytendur? Það væri gaman að
vita hver fjármagnar þetta allt
saman en vitað er að sumar lána-
stofnanir láni stórfé, sem að hluta
til muni tapast og valda því að
fjöldi bænda mun verða gjald-
þrota. Þarna ættu samkeppnislög
að taka á slíkum órétti, og Sam-
keppnisstofnun að fylgja eftir með
viðeigandi ráðstöfunum.
Vandi íslensks
kjötiðnaðar
Eftr Snæbjörn Sigurðsson
Höfundur er bóndi og skipar 2.
sætið á T-lista Óháðra í Suður-
kjördæmi.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111