Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
EKKI alls fyrir löngu var framlag
Íslands til Evróvisjón-söngkeppn-
innar valið fyrir fullu Háskólabíói og
fékk lagið „Segðu mér allt“ yfir-
burðakosningu. Hef ég lítið um það
val að segja, en öðru gildir um þá
ákvörðun aðstandenda keppninnar
hér á landi að senda lagið til leiks
með enskum texta. Nú kann margur
að telja að ég sé einhver eldgamall
kall, sem misst hafi af nútímanum
einhvern tíma á 6. eða 7. áratugnum,
en það er nú öðru nær. Ég botna ein-
faldlega ekkert í þeirri þröngsýni
þeirra sem halda að lagið eigi enga
möguleika á stigum, sé það sungið á
hinu ástkæra ylhýra. Ein helstu mót-
rök þeirra sem aðhyllast enskuna
(sem annars er ágætt mál þannig
séð) eru að enskan sé móðurmál
poppsins og að því sé auðveldara að
markaðssetja hana sem slíka. Fólki
geti ekki dottið í hug að gefa ein-
hverju landi stig, sem dirfist að
brjóta hefðina. En þarf að eltast við
það sem markaðurinn krefst? Áður
fyrr var þessi ágæta keppni haldin
algerlega á eigin forsendum þar sem
hámark voru flutt tvö til þrjú lög á
sama tungumáli og ekki var ensku-
leysið að há henni þá. Má kannski
fyrst og fremst þakka þeirri stað-
reynd þann sjarma sem keppnin
státaði af lengi vel. Hafa Sigur Rós-
liðar ekki verið að standa sig með
ágætum á erlendri grundu, syngj-
andi á íslensku, og er einhver að spá í
textana þeirra yfirleitt? Hefur auk
þess ekki alltaf verið í tísku að vera
öðruvísi? Væri þá ekki upplagt að
grípa tækifærið og syngja á móður-
málinu á meðan allir aðrir jarma á
ensku? Alveg er ég sannfærður um
að það myndi frekar afla stiga heldur
en hitt.
Auk þess þykir mér einkennilegt
að fólk með jafn uppblásna sjálfs-
ímynd og Íslendingar skuli þurfa að
apa ósómann upp eftir þeim, sem eru
að farast úr ímyndaðri minnimáttar-
kennd gagnvart enskunni, sem öðru
fremur á offramleiðslu ensks og
bandarísks sjónvarpsefnis og tónlist-
ar stöðu sína að þakka heldur en því,
að málið sé á einhvern hátt æðra og
betra en önnur tungumál álfunnar
sem um ræðir. Íslenskan er að mínu
mati ekkert verra söngmál en enska,
ítalska, franska og spænska, sem
alla jafna heyrast í þessari keppni.
Þarf maður virkilega að skilja hinn
innihaldsrýra texta íslenska lagsins
til að kunna að meta það? Ekki kann
ég orð í ítölsku, en fannst „Gente di
mare“ bara fjandi gott hér um árið.
Ég hef auk þess oft heyrt það frá út-
lendingum, að þeim finnist íslenskan
ómþýtt og fallegt mál. Því skyldum
við þá skipta því út fyrir tungumál,
sem popp tíví-kynslóðin þykist skilja
betur en eigið móðurmál og telur
koma Íslandi til góða þegar á hólm-
inn verði komið? Hvar er „Há dú jú
læk Æsland“-stemmningin þegar á
reynir? Í stað þess að brjóta upp
hina nýtilkomnu „enskuhefð“ söng-
keppninnar höfum við hins vegar
ákveðið að lulla í meðalmennskunni,
sem lítið mun skilja eftir sig þegar
upp er staðið. Því er nú verr og mið-
ur.
EIRÍKUR STURLA
ÓLAFSSON,
nemi,
Hringbraut 24, 101 Reykjavík.
Ísland á ensku –
hvers vegna í
ósköpunum?
Frá Eiríki Sturlu Ólafssyni
ÓÖLD í beinni útsendingu. Austan
hafs og vestan heyrist, sést og finnst
fnykur vargaldar, allan sólarhringinn
ef vill. Óhollt? Hollt finnst mér. Það
sem sést og heyrist, það sem ekki sést
en leiða má líkum að, gerir kleift að
álykta. Hjákátlegur verður áróður
sem slæva á siðvit og egna til stríðs.
Bull valdamanna – „Glorí hallelúja –
ámátlegt!
Aldrei hefur sýndarveruleiki stang-
ast jafn sýnilega á við veruleika; aldr-
ei hefur skrum, hjóm og hismi verið
jafnljóst – í beinni. Aldrei hefur kjarni
málsins, vos fórnarlambanna, verið
jafnmörgum jafnaugljós og nú. Bein
útsending raunveruleikans gæti
hindrað stríð framtíðar – stuðlað að
friði.
Fjarskiptatæknin er nærgöngul,
afhjúpar sýndarveruleikann. Búklykt
hermanna, nálykt fallinna, vein
særðra, hræðsla, varnarleysi og ang-
ist fórnarlamba verður öllum áþreif-
anleg. Nándin gerir kröfur til áhorf-
enda að hugsa rökrétt og draga eigin
ályktanir. Nándin gerir kröfur til
stríðsrekenda að draga úr bulli,
hræsni, hálfsannleika eða hreinum
lygum. Sýnileikinn, í beinni, gerir
kröfur um dómgreind og siðvit frétta-
fólks og skýrenda. Að þegja sannleik-
ann í hel er ekki kostur í beinni út-
sendingu. Bein útsending krefst
siðvits og greindar fréttafólks, að það
geti dæmt á stað og stund hvað skal
segja, hvernig og hvenær; að það sé
óháð öllu nema eigin samvisku og
dirfsku til að segja satt frá, til lofs og
lasts. Að þegja staðreyndir í hel er
ekki í boði ef almenningur fylgist með
og sér í gegnum blöffið og það í beinni.
Það sem hér er sagt gildir ekki ein-
asta um stríð heldur öll mannanna
verk, sér í lagi þeirra sem vinna trún-
aðarstörf á almannavegum. Vita
skulu þeir að almenningur nennir
ekki bulli – sér í gegnum bullið – veit
betur og vísar því á bug.
ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR,
fv. borgarfulltrúi.
„Bull og bágindi
– í beinni“
Frá Elínu G. Ólafsdóttur