Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 51

Morgunblaðið - 04.05.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 51 VÍKVERJI Morgunblaðsins hefur nokkrum sinnum fjallað um hið hvimleiða veggjakrot sem nánast veður uppi um alla borgina. Í öðrum fjölmiðlum hefur og verið fundið að þessum ófögnuði og nefna má um- ræður tveggja málsmetandi einstak- linga í sjónvarpi rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar um þennan hvimleiða sið einhverra vansælla ein- staklinga. Þau ræddu þetta Ingi- björg Sólrún, varaþingmannsefni Samfylkingarinnar, og Björn Bjarnason, þá fráfarandi mennta- málaráðherra. Núna er nýkominn út vorhreins- unarmiði frá Gatnamálastjóra Reykjavíkur þar sem sérstaklega er tekið á þessu og með þeirri skrýtnu fullyrðingu að veggjakrot sé ávallt unnið í óleyfi eigenda og umsjónar- manna fasteigna og annarra mann- virkja. Rétt áður segir á miðanum, að slíkt megi ekki nema með leyfi eigenda eða umráðamanna. Fer þá að verða erfitt að skilja hvað er rétt og hvað rangt. Yfirstjórn menntamála Borgarstjóri og menntamálaráð- herra eru fremstir meðal ráðamanna menntamála í landinu. Þess vegna var vanþekking og skilningsleysi Björns og Ingibjargar á veggja- krotinu undarleg svo ekki sé meira sagt. Í fjölmiðlum hefur ítrekað ver- ið sýnt og frá því sagt að kennarar stunda kennslu í veggjakroti og er gjarnan sýnt þegar þeir fara með hópa nemenda út í borg og bæ til að krota. Fyrst kemur í hugann krot nemenda í Réttarholtsskóla á bíl- skúrsgafla við Réttarholtsveg og á skólann. Þá var sagt frá kennara á Egilsstöðum sem fór um þorpið með nemendur í sömu erindagjörðum. Loks má nefna að skólakrakkar krotuðu undir leiðsögn kennara stór- an vegg í Hafnarfirði. Með öðrum orðum: Veggjakrotið er kennt í skól- um landsins og því grundvallarorsök þess að umhverfi landsmanna er orð- ið útbíað í þessum ófögnuði. Auglýs- ingasmiðir nota líka þennan sóða- skap og jafnvel sendibílar eru svínaðir út með þessu að vilja eig- anda. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Það er vissulega svo sem betur fer að einungis lítill hluti krotar til skemmdarverka. Sá hluti er þó of stór og rétt að leggja á það áherslu að þar eru ekki börn að verki. Veggjakrotskeppni Versti hluti veggjakrotsins er sá sem stundaður er sem eins konar keppni. Einkenni þeirrar keppni er að viðkomandi krotarar keppast um hver komi mynd sinni sem víðast. Myndverkið er oftast tiltölulega ein- falt, stórt og fljótlegt að krota það upp. Þessir krotarar virðast líka hafa komið sér upp eins konar undirskrift sem er þá minna tákn til hliðar eða neðan við myndina. Þessi hópur krotara er nokkuð fjölmennur og vegna samkeppninnar er líklegt að hver krotari hafi þörf fyrir að þekkjast innan hópsins og þar til kemur hin táknræna undir- skrift. Líkur eru til að á netinu megi finna þessa þrjóta og gera þá þar með ábyrga fyrir svínaríinu. Hvað skal gera Krotið er væntanlega upprunnið sem eftirlíking frumstæðra verka í verustöðum frummanna. Óskandi væri að veggjakrotarar tækju að klæðast að sið villimannanna svo þeir þekktust úr fjöldanum og hægt væri að koma þeim inn í nútímann. Auk þess væri ef til vill rétt að kenn- arar hættu að hafa forgöngu um að útbía umhverfi sitt með myndverk- um barnanna þótt þau séu reyndar alls ekki öll ljót. KRISTINN SNÆLAND, Engjaseli 65, 109 Rvk. Hvers vegna veggjakrot? Frá Kristni Snæland AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fyrirtæki til sölu:  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Vörubílaverkstæði með föst viðskipti.  Heildverslun með pípulagningavörur. Góð umboð.  Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með kælitæki o.fl. Góður rekstur og miklir möguleikar. Tilvalið fyrir vélstjóra.  Gott þjónustufyrirtæki í Keflavík.  Viðgerðarverkstæði fyrir vélar og rafmagnstæki. Ábyrgðarviðgerðir fyrir stórt verslunarfyrirtæki. Þægilegur og öruggur rekstur fyrir 1—2 starfs- menn.  Bónstöð í atvinnuhverfi. Upplagt fyrir hörkuduglega. Gott verð.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn. Rekstrarleiga möguleg.  Ein besta sólbaðsstofa borgarinnar. Góður hagnaður. Skipti möguleg á góðu atvinnuhúsnæði.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með videó, gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Hjólbarðaverkstæði sem sinnir einnig viðgerðum, vel tækjum búið.  Stórt arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði.  Dagsöluturn við Laugaveg. Fallegur og snyrtilegur staður.  Rótgróið framleiðslufyrirtæki með ljósabúnað, upplagt sem sameining- ardæmi.  Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr.  Atvinnutækifæri. Rótgróinn pylsuvagn í atvinnuhverfi. Opnunartími virka daga kl. 10—17. Ágætar tekjur, auðveld kaup.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Heildverslun með iðnaðarvélar. Mikil tækifæri framundan.  Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður.  Meðeigandi óskast að veitingahúsi í miðbænum. Æskilegur kokkur, þjónn eða maður vanur veitingarekstri.  Blómabúð í nýju hverfi í Kópavogi.  Kaffihús með vínveitingaleyfi við Laugaveg. Verð 6 m. kr.  Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð, góður rekstur og skemmti- legt tækifæri.  Lítil rótgróin prentsmiðja sem er ágætlega tækjum búin og hefur verið í eigu sama aðila í um 10 ár. Prentsmiðjan er í eigin húsnæði sem einnig er fáanlegt. Stór hluti tekna kemur frá föstum verkefnum og kemur eig- andi til með að starfa náið með nýjum eiganda ef þess er óskað. Hér er gott tækifæri til að bæta við reksturinn.  Deild úr fyrirtæki. Mjög þekkt umboð fyrir ferðatöskur. Ársvelta 8 m. kr.  Veitingahúsið Dinerinn í Ármúla. Velta 1.200 þús. kr. á mánuði. 49 sæti + bakkamatur. Stuttur opnunartími.  Ein af stærstu og þekktustu húsgagnaverslunum landsins.  Stór og vinsæll bar í miðbænum. Mikil velta.  Flutningaþjónusta á Suðurnesjum sem vinnur mikið fyrir sömu aðila er nú fáanleg. Þægilegt dæmi sem augljóslega gæti fallið vel við annan akstur.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður. Eigið húsnæði.  Lítið sandblástursfyrirtæki með miklum tækjabúnaði. Hentugt fyrir tvo samhenta menn eða viðbót t.d. fyrir málningarfyrirtæki.  Deild úr fyrirtæki með útstillingarvörur.  Heildsala/smásala í snyrtivörugeiranum. Miklir vaxtarmöguleikar.  Deildir úr fyrirtækjum með snyrtivörur o.fl. Góðar til sameiningar eða sem grunnur að nýjum rekstri. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 145,9 fm íbúð á 1. hæð í Bryggjuhverfi. Íbúðin skiptist í hol, baðherbergi, 2 svefnherbergi, eld- hús, þvottahús, stofu, tómstundaherbergi og sér- geymslu. Innihurðir og skápar eru úr hlyn. Gott skápapláss og góð tæki. Tvennar svalir. GOTT VERÐ. 3507 Kristján sölumaður ætlar að sýna í dag milli kl. 13.00 og 15.00. OPIN HÚS 78,4 fm mjög falleg 3ja herbergja endaíbúð á fyrstu hæð. Eldhús og baðherbergi er mikið end- urnýjað. Tvær góðar stofur, hægt er að nýta aðra stofuna sem svefnherbergi. Svefnherbergi rúm- gott með stórum skáp. Mikil lofthæð er í íbúðinni. Parket og flísar á gólfum. Sérgeymsla. 4015 Magnús sölumaður ætlar að sýna í dag milli kl. 13.00 og 15.00. 122,4 fm mjög góð 5 herbergja íbúð á 4. hæð í fallegu fjölbýlishúsi auk bílskúrs. Glæsilegt útsýni. 4 herbergi með rúmgóðum skápum, rúmgott hol með stórum klæðaskáp, 2 stórar samliggjandi stofur, eldhús rúmgott og flísalagt baðherbergi með nýlegum tækjum. Aukarými í risi. Húsið hefur allt verið tekið í gegn að utan. 3947 Erna ætlar að taka á móti gestum í dag milli kl. 14.00 og 16.00. Naustabryggja 55, íb. 101 Eskihlíð 8 Höfum til leigu fullkomna og glæsilega skrifstofu- eða þjónustuaðstöðu með öllum þeim tækjabúnaði og þjónustu sem viðkomandi óskar eftir. Hægt er að fá einingar frá 20-900 fm. SKEIFAN Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Skipasund 88 Lovísa Kristjánsdóttir, löggiltur fasteignasali. Þorsteinn Thorlacius, viðskiptafræðingur. Helgi Hákon Jónsson, viðskiptafræðingur. Fasteignaþjónustan Skúlagötu 30, 3. h., 101 Reykjavík, sími 552 6600 – fax 552 6666 BÚSTAÐAVEGUR 61 Mjög falleg 125,6 fm 6 herb. íbúð á 2 hæðum. Skiptist í 5 rúmgóð herb. og stofu. Gott eldhús, borðkrókur. Stofa og sjónvarpshol. Parket á gólfum. Gott flísal. baðherb. Þvhús á hæð. Fallegir kvistgluggar á efri hæð. Björt og vel skipu- lögð íbúð. Góð staðsetning. Stutt í alla þjónustu. Gott leiksvæði í næsta nágrenni. Hús, lóð og sameign í góðu viðhaldi. Eign sem vert er að skoða. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 Rauðagerði 52 - hæð m. 40 fm jeppaskúr OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14-17 Í dag sunnudag frá kl. 14-17 sýna Kristín og Guðbrandur fallega neðri hæð ásamt 19 fm herbergi í kjallara ásamt 40 fm bílskúr með góðri loft- hæð. Mikið endurnýjuð eign. Íbúðin er laus við kaupsamning. Áhvílandi eru hagstæð langtímalán. V. 15,9 m. 3086 Blöndubakki 6 - 3. hæð t. vinstri OPIÐ HÚS FRÁ KL 13-17 Sigríður sýnir í dag frá kl. 13-17, ágæta 4ra herbergja endaíbúð á 3ju hæð (ca 90 fm) ásamt ca 14 fm her- bergi í kjallara samt. ca 104 fm. Þvottahús í íbúðinni. Útsýni. V. 12,1 m. 3539 Raðhús - Tjarnarmýri 23 - Seltjarnarnesi OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL 13-18 Í dag sunnudag sýnum við glæsilegt, vandað og sérlega fallega innréttað endaraðhús, innst í botnlanga. Kjallari og 2 hæðir samtals um 270 fm ásamt 60 fm útgröfnu rými sem nýtist sem geymslur (samtals ca 330 fm). Á miðhæð eru forstofa, gestasnyrting, eldhús, búr, 2 stofur og borðstofa. Á efri hæð eru 4 rúmgóð herbergi og baðherbergi. Í kjallara eru sjónvarps- herbergi, eitt stórt svefnherbergi, þvottahús og geymslur. Innbyggður ca 30 fm bílskúr er á miðhæð, góð lofthæð og milliloft. Lóðin er stór, öll afgirt, fallegur garður í mikilli rækt og garðhús. V. 35,0 m. 3638 OPIÐ Á LUNDI Í DAG Á MILLI KL. 12 OG 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.