Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 53
DAGBÓK
HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS
EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ
Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og
viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á
jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka
einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka
sjálfsmynd.
Leiðbeinandi Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur.
Upplýsingar í síma 694 54 94
Fræðslufundur
Landlæknisembættisins
með starfsfólki í heilbrigðisþjónustu
verður haldinn 9. maí 2003, kl. 8.30-16.00,
í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd
Dagskrá
Fyrir hádegi:
Setning: Sigurður Guðmundsson, landlæknir.
Eftirlit með lyfjaávísunum lækna: Haukur Valdimarsson,
aðstoðarlandlæknir.
Lýðheilsumál: Sigurður Guðmundsson, landlæknir.
Skráning í heilbrigðisþjónustu - Hvað er efst á baugi?:
Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri.
Klínískar leiðbeiningar: Sigurður Helgason, ritstjóri klínískra
leiðbeininga.
Ungbarnavernd: Anna Björg Aradóttir, verkefnisstjóri.
Geðheilbrigðismál barna: Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri.
Heimafæðingar: Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur.
Eftir hádegi:
Bólusetning gegn meningókokkum C; Næstu skref í
barnabólusetningum: Þórólfur Guðnason, yfirlæknir.
Heilkenni bráðrar langvinnrar lungnabólgu - HABL: Guðrún
Sigmundsdóttir, læknir.
Hugleiðingar um lögleiðingu fíkniefna: Sigurður Guðmundsson,
landlæknir.
Sjálfsvígsforvarnaverkefni: Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri.
Ofbeldi: Sigurður Guðmundsson, landlæknir.
Eftirlit með heilbrigðisstofnunum: Vilborg Ingólfsdóttir,
yfirhjúkrunarfræðingur.
Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna: Sigurður Guðmundsson, landlæknir.
Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi 6. maí nk., í tölvupósti:
mottaka@landlaeknir.is eða í síma 510 1900.
Þátttökugjald er kr. 2.500.
Í hádegishléi gefst fundargestum kostur á
að kaupa hádegisverð á staðnum.
Landlæknisembættið
Opið mánudaga-föstudaga
frá kl. 12-18 og laugardaga
frá kl. 11-14 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880.
ÚTSALA
Nú er tækifærið...
glæsilegt úrval minkapelsa á frábæru verði
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert hjartahlý manneskja.
Þú nálgast aðra af yfirvegun
og það vekur virðingu ann-
arra og hrifningu.
Þú vinnur ötullega að því
sem þú trúir á. Þú mátt bú-
ast við því að verja meiri
tíma í einrúmi á komandi ári
þar sem þú stundar
einhvers konar nám.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Dagurinn í dag verður góður
en sumir kunna að verða
pirraðir í eftirmiðdaginn. Þú
nýtur þess að versla, fara í
stutt ferðalag og ræða við
systkin þín.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú getur slakað á á ný þó svo
að þú fáir það á heilann að þú
verðir að kaupa eitthvað
ákveðið. Hafðu ekki áhyggj-
ur, þú kannt öðrum betur að
eyða peningum á skynsaman
máta.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Hafðu það skemmtilegt í dag
en slakaðu líka á.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú nýtur þess að hitta vini
þína og að fara á alls kyns
samkomur. Aðrir eru afbrýð-
issamir út í þig, líklega vegna
vinsælda þinna.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Reyndu að lenda ekki úti-
stöðum við fólk í dag. Njóttu
þess frekar að hitta vini þína.
Þú sópar að þér athygli og
aðrir gætu öfundað þig.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Einhver þér eldri og reyndari
gæti hjálpað þér til að skipu-
leggja þig í dag. Eða kannski
færir einhver þér eitthvað
sem hjálpar þér til að skipu-
leggja þig betur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það kann að verða tekið und-
ir daður þitt í dag. Þú þarft
því að gera upp við þig hvort
þér sé alvara eður ei.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Reyndu ekki að fá þínu fram-
gengt varðandi nána vini og
maka í dag. Þú skapar bara
meiri spennu með því. Sumir
óttast þig dálítið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Haltu áfram að skipuleggja
þig betur. Skv. austrænni
speki eykst velgengni um leið
og óreiðan minnkar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Dagurinn er kjörinn til að
bregða á leik. Stundaðu
íþróttir, daðraðu, farðu í bíó,
veislu eða á einhverja
skemmtun. Það er líka gam-
an að leika við börn.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú þarft að sinna fjölskyld-
unni í dag, annaðhvort gömlu
máli eða ættarmóti. Núna er
gott að jafna gamlan ágrein-
ing.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Gættu þess að viðhaldið á
bílnum sé í lagi.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ERLA
Erla, góða Erla!
Ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð
því kveldsett löngu er.
Úti þeysa álfar
um ísi lagða slóð.
Bjarma slær á bæinn
hið bleika tunglskinsflóð.
Erla, hjartans Erla,
nú ertu þæg og góð!
Æskan geymir elda
og ævintýraþrótt.
Tekur mig með töfrum
hin tunglskinsbjarta nótt.
Ertu sofnuð, Erla?
Þú andar létt og rótt.
- - -
Stefán frá Hvítadal
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
50 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 5. maí nk.
verður 50 ára Guðrún
Ragnars barnahjúkrunar-
fræðingur, Beykihlíð 15,
Reykjavík. Maki hennar er
Jens Björgvin Helgason.
GRANDSAMNINGAR
þróast oft upp í kapphlaup
varnar og sóknar um að
fríspila lengstu liti. Í slík-
um spilum skiptir frum-
kvæðið öllu máli. Þriðja
dæmið sem við skoðum frá
leik landsliðsins og Suð-
urnesjamanna snýst um sí-
gilda „tempótækni“ í þrem-
ur gröndum. Settu þig í
spor suðurs:
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ Á6
♥ K2
♦ Á104
♣ÁD9832
Suður
♠ K3
♥ G1094
♦ G9875
♣G10
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 2 hjörtu Pass
Pass 3 lauf Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Það er í sjálfu sér afrek
að komast í geim eftir opn-
un austurs á veikum tveim-
ur, því suður á lítið fyrir
þriggja granda sögninni.
En það er mikið í húfi, og
auk þess er ekki sjálfgefið
að þrjú lauf sé betra spil
en þrjú grönd – stunga í
hjarta er alla vega út úr
myndinni!
En víkjum að spila-
mennskunni. Útspil í
hjarta myndi henta sagn-
hafa vel, en hann fær út
spaða. Hver er frumáætl-
unin?
Svíning í laufi, auðvitað.
Spaðinn er tekinn heima
og laufgosa svínað. Hann á
slaginn og líka tían sem
kemur næst, en nú hendir
austur hjarta. Hvað er til
ráða?
Þú hefur vonandi ekki
yfirdrepið tíuna með
drottningu, því á þessum
tímapunkti er mikilvægt að
vera heima til að spila tígli:
Norður
♠ Á6
♥ K2
♦ Á104
♣ÁD9832
Vestur Austur
♠ G87542 ♠ D109
♥ D ♥ Á87653
♦ K2 ♦ D63
♣K754 ♣6
Suður
♠ K3
♥ G1094
♦ G9875
♣G10
Ekki gengur að fría lauf-
ið strax. Vörnin brýtur þá
spaðann og tryggir sér
fimm slagi. Því verður að
skipta um áætlun og spila
upp á fjóra tígulslagi. Spila
til dæmis tígli á tíuna. Ef
austur drepur, kemur
kóngurinn í ásinn og það
dugir sagnhafa í níu slagi.
Austur gæti tekið upp á
því að dúkka, en þá má
skipta aftur yfir í lauf.
Keppendur þurftu ekki
að leysa þetta verkefni í
leiknum. Þrjú grönd voru
spiluð á öðru borðinu og
þar kom út hjarta, en á
hinu borðinu spilaði norður
þrjú lauf.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3
Bb7 7. c3 Rxe4 8. d4 Be7 9.
He1 d5 10. dxe5 Bc5
11. Be3 Bxe3 12.
Hxe3 Ra5 13. Rbd2
O-O 14. Bc2 Rxd2
15. Rxd2 Dg5 16.
Hh3 g6 17. Rf3 De7
18. Dd2 f6 19. exf6
Dxf6 20. Dh6 Hf7 21.
He1 Dg7 22. Rg5
Dxh6 23. Hxh6 Hd7
24. h4 Rc4 25. h5 d4
26. cxd4 Hd5
Staðan kom upp á
alþjóðlegu móti sem
lauk fyrir skömmu í
New York. Larry
Christansen (2544)
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
hafði hvítt gegn Stephan
Muhammad (2397). 27.
Rxh7! Kg7 28. Hxg6+ Kxh7
29. He7+ Kh8 30. Hh6+
Kg8 31. Hxc7 Hb8 32. Bh7+
og svartur gafst upp enda
fátt til varnar eftir 32...Kf8
33. Hg6.
MEÐ MORGUNKAFFINU
Fyrirgefiði, ég var að fá skilaboð í heyrnartækið.
FRÉTTIR
Afgreiðsla flugvöru á
Héðinsgötu heldur áfram
ÞAR sem Flugleiðir Fragt hafa
ákveðið að breyta þjónustu við við-
skiptavini sína og loka vöru- og
skjalaafgreiðslu sinni á Héðins-
götu 1–3 frá 1. maí, hefur orðið
samkomulag um að TVG-Zimsen
haldi þessari þjónustu áfram fyrir
hönd Flugleiða Fragtar tímabund-
ið.
Frá og með 1. maí 2003 mun
TVG-Zimsen sjá um flugafgreiðslu
Flugleiða Fragtar að Héðinsgötu
1–3. Viðskiptavinum í flugfrakt er
bent á að snúa sér til afgreiðslu
TVG-Zimsen vegna farmskjala
fyrir flugfrakt á vegum Flugleiða
Fragtar. Starfsmenn TVG-Zimsen
munu afhenda farmbréf, taka við
greiðslu og sjá um tollafgreiðslu
og heimakstur ef með þarf.
Ekki verður um neina breytingu
að ræða á ferli sendinga á vegum
TVG-Zimsen og óverulega breyt-
ingu á þjónustu við viðskiptavini
Flugleiða Fragtar.
TVG-Zimsen býður upp á alhliða
flutningaþjónustu, þ.e. flug, sjó,
hraðflutninga, vörugeymslu, toll-
skýrslugerð og heimkeyrslu, segir
í fréttatilkynningu.