Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 55

Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 55 Ég á mér von Ellert B. Schramskrifar HUGSAÐ UPPHÁTT: úna eru rétt þrír mánuðir síðan ég ákvað að hella mér út í hringiðu stjórn- málanna á nýjan leik og nú er þessari kosningabaráttu senn að ljúka. Hvernig hefur gengið, spyr fólk og ekki kvarta ég undan því að mér hafi verið illa tekið. Sumir af mínum fyrri skoðanabræðrum hafa reynt að glett- ast með þetta framboðsbrölt mitt og spurt hvort ég sé orðinn allaballi eða hvað ég sé að gera í þessum „kerl- ingaflokki“ og svo eru aðrir sem reyna auðvitað að sverta mannorð mitt en merkilegust finnast mér þau viðbrögð- in, þegar fólk hefur hallað sér að mér og sagt í hálfum hljóðum: hvernig þorir þú þetta? Já, það er kannske efst í huga fjölmargra kjósenda og samferðar- manna hvernig gamall sjálfstæðismað- ur, sem setið hefur á sæmilegum friðarstóli og er kominn á sjötugsald- urinn, fellur fyrir þeirri fífldirfsku að skipta um flokk og ögra þannig valdsherrum og viðtekinni venju. Þetta hefur sosum hvarflað að mér líka, enda trygglyndur og íhaldssamur að eðlisfari, því þótt ég efaðist aldrei um að fylgja sannfæringu minni, þá vissi ég auðvitað ekki hvað beið mín, þegar kom að fólkinu í Samfylkingunni og innansveitarkónikunni á bænum þeim. kemmst er frá því að segja að mér hefur verið vel tekið og ekkert, akkúrat ekkert, hvorki í stefnumálum, málflutningi eða almennum samskipt- um innan Samfylkingarinnar, hefur meitt mig eða skarast við skoðanir mínar eða tilfinningar. Össur getur jú verið æringi, en hann er hjartahlýr og einlægur. Hreinn og beinn. Ingibjörg Sólrún er greind og skýrmælt eins og alþjóð er kunnugt um. Hún er gædd persónutöfrum og það sem er þó best við hana: hún hefur húmor. Ég þekki ekki leiðinlegra fólk heldur en húm- orslausa og alvörugefna pólikusa. Það sama má segja um annað það góða fólk sem ég hef kynnst í þessu nýja liði mínu. Og ég held að það eigi það sammerkt að vera að berjast fyrir málstað; að eiga sér þá sömu von og ég, sem felst kannske fyrst og fremst í þeim hugsunarhætti, sem kemur fram í því áræði að þora. Viljum við, þorum við og getum við breytt þessu þjóðfélagi okkar, án þess að óttast mátt valdsins, peninganna og fjötr- anna, sem hefta frelsi okkar og lífs- gæði. Lífsgæðin eru nefnilega ekki einvörðungu fólgin í auðæfunum og auðhyggjunni. Þau eru fólgin í mann- legri reisn, í jafnræði og jafnrétti. Í velferð og samhjálp. Og þeim mikil- vægu mannréttindum að eiga ekki yfir höfði sér refsingu, hefnd eða útskúfun við það eitt að hafa skoðun. Frelsinu. Ef einhver er í vafa um þann hug- myndafræðilega ágreining sem hefur skipt þjóðinni upp í yfirstétt og al- múga, þar sem sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, þá sjáið hvað gerist, þegar forsætisráð- herra finnur í sjónum, þrjátíu þúsund tonn af þorski og tuttugu þúsund tonn af ýsu upp á nokkra tugi mill- jarða króna í söluverðmætum. Þess- um viðbótaraflaheimildum verður úthlutað til þeirra sem eiga kvóta fyr- ir. Auðlindin í hafinu, sameign þjóðar- innar, er lögð inn á bankareikninga kvótakónganna. Þannig ræður fjármagnið ferðinni en ekki fólkið. Svona vitlausu og ranglátu kerfi vil ég breyta. Ég vil jafna bilið milli ríkra og fátækra. Ég vil nýja stjórnarhætti, aðrar leikreglur, breyttar áherslur. Ég vil að enginn sé bónbjargarmaður í sínu eigi landi. Að fólkið ráði en ekki fjármagnið. Um þetta snúast kosningarnar. Um málstað. Um að þora. upphafi þessarar kosningabaráttu óskaði Morgunblaðið eftir því að ég gerði hlé á að hugsa upphátt í blaðinu. Sú regla gilti að vísu ekki um alla. Ekki um þá sem blaðið hefur velþóknun á. En það gerir ekkert til. Þið, lesendur góðir, þekktuð og þekkið mig nógu vel, nú orðið, til að vita hvað ég vil og hvað ég hugsa. Og allur sá fjöldi Reykvíkinga og Íslendinga, sem ég hef kynnst um ævina og hafa kynnst mér, vita hvar þeir hafa mig. Og minn málstað. Ég á mér von. Þá von, þann draum, að fólkið ráði en ekki fjármagnið. Ég veit að ég er ekki einn um það. N S Í lif u n Fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 7. maí innlit • eldhúsinnréttingar • pizzur • gott á grillið eldhústæki • ostar • hönnun • ísskápar og eldavélar ENN er von til þess að komast í sjó- birting áður en torfan syndir til hafs og þess vegna birtum við hér mynd af tveimur flugum sem hafa gefið vel í vor. Þetta eru túpuflugurnar María og Rockett sem eru upp runnar hjá veiðihjónunum Maríu Önnu Clausen og Ólafi Vigfússyni í Veiðihorninu. Ef birtingurinn er farinn til sjávar þetta vorið, þá er þó alltént stutt í laxinn og augljóst á meðfylgjandi mynd að þetta eru ennfremur góðar laxaflugur. Ólafur fór við annan mann í Tungufljót snemma í apríl og fengu þeir eitthvað um tuttugu fiska, þar af marga stóra og þá stærstu um 80 sentimetra langa. Gífurlegur bolti tók auk þess hjá Ólafi, en náði að festa tauminn í fyrirstöðu úti í á og slíta eftir langa og harða glímu. Mið- að við 80 sentimetra fisk sem Ólafur hafði nýlega landað og sleppt virk- aði þessi ekki undir 100 sentimetr- um! Á myndinni má sum sé sjá flug- urnar Maríu og Rockett sem gáfu flesta af umræddum birtingum og hafa reynst þeim hjónum auk þess afburða vel í tíma og ótíma, ekki síð- ur í laxveiði en sjóbirtingi. Ekkert verður þulið upp með uppskriftir, þær segja sig nánast sjálfar af myndunum, en hér eru klárlega á ferðinni afbrigði af Snældu-meiðin- um. Bæði María og Rockett hafa þó ákveðin séreinkenni, María t.d. svarta „trefilinn“ og Rockett þétt og hátt silfurvaf við endann sem gefur henni eldflaugarlögun. Rétt eins og Snældan eru María og Rockett hnýttar á þunga leggi. Tvær góðar í birt- inginn – og laxinn ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Golli Túpuflugurnar María og Rockett.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.