Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 58
58 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl 2, 4 og 6. B.i. 12
Þetta var hin
fullkomna
brúðkaupsferð...
þangað til hún
byrjaði!
Traust, svik og blekkingar. Í
heimi leyniþjónustunnar er ekki
allt sem sýnist.
Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10.
400
kr
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.
Miðasala opnar kl. 13.30
HL MBL
HK DV
Kvikmyndir.com
X-97,7
kl. 3, 6 og 9.
Heims
frumsýning
Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl. tal. 400 kr.
Sagan
heldur áfram.
Enn stærri og
magnaðri en fyrri
myndin.
Missið ekki af þessari!
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 12
...Þetta er fyrsta stóra
hasarmynd sumarsins
2003 og gæti hæglega
endað sem ein sú besta ...
Kvikmyndir.com
... tt r fyr t t r
r y r i
ti l
i t ...
vik y ir.c Kvikmyndir.is
X-men 2 er mynd
með boðskap, brellur
og brjálaðan hasar...
Hvað viltu meira?
- r
, r ll r
rj l r...
il ir
Sýnd kl. 4 og 5.50. Tilboð 400 kr.
400
kr
Sýnd kl. 10. B.i. 14.Sýnd kl. 8.
Þetta var hin
fullkomna
brúðkaupsferð
... þangað til
hún byrjaði!
Heims
frumsýning
Sagan
heldur áfram.
Enn stærri og
magnaðri en fyrri
myndin.
Missið ekki af þessari!
Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12
...Þetta er fyrsta stóra
hasarmynd sumarsins
2003 og gæti hæglega
endað sem ein sú besta ...
Kvikmyndir.com
... tt r fyr t t r
r y r i
ti l
i t ...
vik y ir.c
Kvikmyndir.is
X-men 2 er mynd
með boðskap, brellur
og brjálaðan hasar...
Hvað viltu meira?
- r
, r ll r
rj l r...
il ir
TIL AÐ vera al-veg hreinskilinnþá lyftist brúnin
ekkert sérstaklega
mikið þegar fregnir
bárust af því að ástr-
alski leikstjórinn Phill-
ip Noyce hefði afráðið
að gera nýja aðlögun á
skáldsögu Grahams
Greene, The Quiet Am-
erican. Síðustu myndir
hans – allt frá miðlungs
spennumyndum (Bone
Collector, Clear and
Present Danger) niður
í handónýta skelli (The
Saint, Sliver) – bentu
ekki til þess að mikilla tilþrifa væri
að vænta. Brúnin lyftist ögn við
fregnirnar um að Michael Caine
hefði tekið aðalhlutverkið að sér, en
seig svo enn þegar nafn Brendans
Frasier kom til sögunnar. En sé það
eitthvað sem sjálf útkoman hefur
kennt manni þá er það að aldrei skuli
afskrifa gamla refi í faginu, kvik-
myndagerðarmenn sem einhvern
tímann á ferlinum hafa sýnt mátt
sinn og megin. Það gerði andfætling-
ur okkar hann Noyce sannarlega í
árdaga ferilsins, heima í Ástralíu.
Vakti hann fyrst athygli 1978 þegar
blaðamennskudramað hans News-
front sópaði að sér öllum helstu ástr-
ölsku kvikmyndaverðlaununum,
Heatwave frá 1982 með Judy Davis,
staðfesti hæfileika hans og 1989 kom
Polanski-skotni spennutryllirinn
Dead Calm honum á alþjóðakvik-
myndakortið, og ekki bara honum
heldur einnig Nicole nokkurri Kid-
man, sem lék aðal-
hlutverkið á móti ein-
um virtasta leikara
Ástralíu Sam Neill og
Billy Zane. Þá komu
gylliboðin, eins og ger-
ist, og Noyce fór til
Hollywood og halla tók
undan fæti jafnharðan.
Andinn var
í Ástralíu
Það var ekki fyrr en
hann sneri aftur heim
til Ástralíu á mótum
aldanna síðustu að and-
inn kom almennilega
yfir hann að nýju.
Hann hellti sér út í gerð tveggja
mynda. Kanínunetið er hreinræktuð
heimamynd um svartan blett á fortíð
heimalandsins byggð á sönnum at-
burðum sem sýna glöggt þá fordóma
sem grasseruðu í garð frumbyggja
landsins og tilraunir yfirvalda til að
vatna kynið út á fjórða áratug síð-
ustu aldar. Og eins og það hafi ekki
verið nægilega erfitt viðfangsefni þá
réðst hann nær jafnhendis í aðlögun
á sígildri en mjög svo umdeildri og
vandmeðfarinni skáldsögu breska
rithöfundarins Grahams Greene,
The Quiet American.
„Málið er svo einfalt að mig hefur
lengi langað til að gera mynd eftir
þessari sögu og mér bauðst færi til
þess nákvæmlega á þessum tíma-
punkti,“ segir fremur þögull en kurt-
eis Ástralinn Noyce. „Ég ákvað fyrst
árið 1995 að gera myndina þannig að
það hefur tekið mig langan tíma að
landa henni. Það flóknasta var að
finna rétta tökustaðinn. Ég einsetti
mér að taka myndina í Víetnam en
það var hægara sagt en gert því yf-
irvöld þar í landi hafa hingað til verið
afar treg við að veita útlendingum
leyfi til kvikmyndagerðar í landinu.
Svo leið reyndar svolítið langur tími
frá því myndin var fullgerð þangað
til við vorum reiðubúnir að sýna
hana. Myndin var prufusýnd stuttu
eftir árásina á New York 11. sept-
ember 2001 og menn brugðust illa
við nokkrum atriðum, aðallega
sprengjutilræðinu. Því var afráðið að
fresta frumsýningu myndarinnar af
tillitssemi við fórnarlömb hryðju-
verkanna, aðstandendur þeirra og
alla þá er viðkvæmir voru fyrir slík-
um myndum. Þær voru greinilega of
nærri. Svo er hitt að sumum fannst
þetta óviðeigandi tími til að frum-
sýna mynd sem væri svo gagnrýnin
á utanríkisstefnu Bandaríkjamanna,
það er pólitík sem ég kæri mig ekki
um. Svo leið og beið og myndin var
prufusýnd þar til viðbrögðin töldust
viðunandi.“
Tilgangur stríðs
Það sem heillaði Noyce helst við
sögu Greene segir hann hafa verið líf
söguhetjunnar, breska blaðamanns-
ins Thomas Fowlers (Michael Caine)
og þetta framandi og eldfima um-
hverfi sem hann býr í, sem er Saigon
skömmu fyrir Víetnamstríð. „Hann
er á flótta og maður slæst ósjálfrátt í
för með honum og það er auðvelt að
setja sig í hans spor.“
Annað sem laðaði Noyce að sög-
unni var að hann hafði umgengist
nokkuð ástralska hermenn sem
börðust í Víetnamstríðinu og sögðust
alltaf hafa átt í erfiðleikum með að
skilja tilganginn með því. Þeir hafi
sagt bókina skýra tilganginn upp að
vissu marki.
„Það vill gleymast að Ástralir
gleyptu þessa dómínókenningu hráa
um að ef ekkert yrði aðhafðst myndi
hvert ríkið af fætur öðru lenda í klóm
kommúnismans. Við lögðum því
Bandaríkjamönnum lið í þessu stríði
og snerum rétt eins og þeir til baka
vonsviknir og sárir. Rétt eins og aðr-
ir fylltist ég sem ungur maður ótta
við að smitast af kommúnisma-
vírusnum sem geisaði svo nærri okk-
ur, en ég áttaði mig einnig á því, líkt
og margir aðrir, hversu tilgangs-
lausar þessar blóðsúthellingar
voru.“
Noyce segir engan vafa leika á því
að hann sem Ástrali nálgist viðfangs-
efnið á allt annan veg en t.d. Banda-
ríkjamaður hefði gert það. „Þótt sag-
an sé ekki beinlínis andamerísk þá
veltir hún upp óþægilegum spurn-
ingum um tilgang stríðsins.“
Þrátt fyrir sögusagnir um annað,
eins og að fyrst hefði verið leitað til
Sean Connery, þá fullyrðir Noyce að
Michael Caine hefði alltaf verið efst-
ur á óskalistanum hjá sér í hlutverk
Fowlers. „Ástæðan er einföld. Hver
annar kæmist upp með að gera það
sem hann gerir í myndinni og við-
halda samt samúð áhorfandans.
Þetta er enginn jólasveinn, heldur
flókin persóna, sem stendur upp sem
hetja, en reynir um leið mjög á holl-
ustu okkar og skilning. Sem leikari
sýnir hann á sér einstaklega mann-
eskjulegar hliðar, breyskleika og
næmi sem áhorfendur geta skynjað.
Michael er mjög hreinskilinn leikari
og ósérhlífinn á tilfinningar sínar.
Hann gaf sig allan í þetta hlutverk
og var virkilega sér meðvitandi um
hversu bitastætt það er. Hann gaf
sig algjörlega á vald þess og týndi
sér í því.“ Caine var tilnefndur til
Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt
en tapaði fyrir píanistanum Adrien
Brody.
Noyce segist hafa valið Brendan
Fraser í hlutverk þögla Kanans
vegna fjölhæfni hans sem leikara.
„Hann hefur leikið svo ólík hlutverk
að mér fannst hann tilvalinn í hlut-
verk hins óræða kameljóns sem
Kaninn ungi er.“
Viðtökurnar við Þögla Kananum
hafa almennt verið góðar, jafnt hjá
gagnrýnendum sem áhorfendum
víðast hvar í heiminum, og færði
honum leikstjóraverðlaun NBR,
landssamtaka gagnrýnenda í Banda-
ríkjunum. En eins og við mátti búast
féll hún þó í heldur grýttan jarðveg
hjá áhorfendum þar í landi, vegna
misskilnings, að sögn Noyce um að
hún sé andamerísk. „Ég sá hana allt-
af sem andstríðs-mynd.“
Ætli hinn orðheppni Sir Michael
eigi ekki kollgátuna þegar hann seg-
ir myndina „and-fáeinir-Kanar“ og á
við þá sem hrundu af stað Víetnam-
stríðinu.
Hvað sem því líður þá hreifst und-
irritaður af myndinni og mun brún
hans sannarlega lyftast næst þegar
hann fréttir af gerð nýrrar myndar
eftir Phillip Noyce.
skarpi@mbl.is
Þögli Kaninn er sýnd í Háskólabíói.
Phillip Noyce
Þögli Kaninn fjallar um ástir og afbrýði á ólgutímum.
Þögli Ástralinn
Ástralski leikstjórinn Phillip Noyce á tvær
af rómuðustu kvikmyndum síðasta árs,
Kanínunet og Þögla Kanann. Skarphéðinn
Guðmundsson sló á þráðinn til Noyce
og ræddi við hann um Kanann og Caine.