Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVEÐIÐ hefur verið að Byrgið fái húseign Landspítalans á Vífils- stöðum undir starfsemi sína auk Efri-Brúar í Grímsnesi en félagið yfirgefur Rockville 1. júní. Byrgið mun undirrita samninga þessa efn- is við Fasteignir ríkisins annars vegar og heilbrigðisráðuneytið og LSH hins vegar í næstu viku. Þá verður einnig undirritaður þjón- ustusamningur við félagsmálaráðu- neytið um greiðslu á meðferð fyrir 55 einstaklinga en Byrgið mun geta tekið við um 100 manns í einu. Á Vífilsstöðum mun fara fram af- vötnun sem tekur 10 daga en að henni lokinni fær fólk 15 daga kynningu á meðferð sem fer fram á Efri-Brú og tekur 3–12 mánuði, sem það getur valið hvort það vill. Eftir það getur fólk fengið vist á stoðbýli í Reykjavík í allt að 6 mán- uði til að koma undir sig fótunum, leita að vinnu og húsnæði. Bæði af- vötnunin og meðferðin hafa hingað til farið fram í Rockville en Guð- mundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, segir mun betra að hafa afvötnunina sér. Hann er að vonum ánægður með að húsnæði hafi fundist. „Þetta gerbreytir stöðu Byrgisins. Ef við hefðum ekki feng- ið Vífilsstaði hefðum við þurft að fækka hjá okkur og það hefði verið afturför.“ Aldrei jafnmikið um eiturlyf á Íslandi Einnig stendur til að halda áfram sérstakri meðferð fyrir fanga í fíkniefnavanda. „Við höfum verið með tilraunameðferð fyrir þennan hóp í tvö ár sem hefur gengið það vel að dómsmálaráð- herra undirbýr nú samning um að Byrgið fái greiðslu fyrir meðferð fanga.“ Guðmundur segir aldrei hafa verið eins mikið um eiturlyf á Ís- landi og nú og aldrei jafnauðvelt að nálgast það. „Ég veit að þegar farið er á skemmtistaðina í borginni er nánast jafnauðvelt að nálgast am- fetamín og að fá sér í glas á barn- um.“ Hann segir hassreykingar og amfetamínneyslu hafa aukist mest undanfarið og hún teygi sig niður í 14–15 ára aldur. Til dæmis sé hann með tvo stráka undir tvítugu í með- ferð sem hafi verið í neyslu síðan þeir voru 12 ára. „Því miður er ástandið síst að batna,“ segir Guð- mundur að lokum. Byrgið fær Efri-Brú og Vífilsstaði til afnota „Gerbreytir stöðunni“ „Þetta er ykkar verk- efni og við erum hér aðeins til að fram- kvæma það,“ segir Velo. Starfsmenn hátt í 500 í árslok Hann segir verkið ganga samkvæmt áætlun. Nú sé þegar búið að ráða 12 Íslend- inga til fyrirtækisins og hér starfi nú um 30 Ítalir við ýmis undir- búningsverkefni. Fyrstu vinnubúðir séu að koma á svæðið og í sumar komi fleiri lyk- ilstarfsmenn Imp- regilo til landsins. Velo reiknar með að þegar framkvæmdir verði komn- ar vel af stað undir lok næsta árs og í byrjun þess næsta starfi um 400–500 manns fyrir Impregilo við virkjunina. Sá fjöldi nái hámarki árin 2004 og 2005 og fari þá upp undir þúsund manns. Frestur til að sækja um þessi störf rann út í gær, laugardag, en að sögn Öglu Sigríðar Björnsdótt- ur, ráðningarstjóra Vinnu.is, barst fjöldi umsókna á föstudag þar sem að margir töldu að þá hefði um- sóknarfrestur runnið út. Agla segir að vegna fjölda umsókna muni það taka alla næstu viku að vinna úr þeim. Ekki verði farið að svara um- sækjendum fyrr en eftir rúma viku. Verkefnisstjóri verk- takafyrirtækisins Impregilo á Íslandi, Roberto Velo, segir að sá mikli áhugi sé ánægjulegur sem Ís- lendingar hafi sýnt á störfum við Kára- hnjúkavirkjun. Fyrir- tækið auglýsti um síð- ustu helgi eftir iðnmenntuðu og ófag- lærðu fólki og hafa vel á annað þúsund um- sóknir borist frá um 900 einstaklingum. Í boði eru nærri 200 störf að þessu sinni en Impregilo hefur reiknað með að ráða 350–400 Íslendinga til verksins á framkvæmdatíma næstu árin. Roberto Velo segir það einnig ánægjulegt hve margar umsóknir komi frá fólki með talsverða reynslu við virkjunarframkvæmdir. Búist hafi verið við miklum áhuga iðnaðarmanna og bílstjóra en fjöldi ófaglærðra komi einna helst á óvart. Imrepilo hefur að undanförnu verið að gera samninga við innlend fyrirtæki um fjármögnun og ýmis aðföng. Velo segir að vænta megi fleiri slíkra samninga á næstunni þar sem Impregilo leggi áherslu á að eiga sem mest viðskipti hér á landi vegna framkvæmda við stíflu og aðrennslisgöng virkjunarinnar. Impregilo lýsir ánægju með mikinn áhuga á störfum við Kárahnjúkavirkjun Samið um fleiri verkefni við ís- lensk fyrirtæki Roberto Velo, verk- efnisstjóri Impregilo á Íslandi. BÁTURINN Konráð EA 90 var á grásleppuveiðum suðaustur af Grímsey í veðurblíðu þegar skip- verjarnir, þeir Alfreð Garðarsson, Bjarni Gylfason og Svafar Gylfa- son, héldu að þeir væru búnir að festa í botni. Þeir leystu netin í sundur og fóru í hinn endann á trossunni en ennþá voru sömu þyngslin. Einn af áhöfninni hélt að þeir hefðu fengið flugvél í netin, alla vega eitthvað stórt og hvítt sem minnti á flugvélarvæng. En viti menn, ekki var það væng- ur af flugvél sem hafði flækst í grá- sleppunetin þennan daginn, heldur stærðar hnúfubakur, þó bara kálf- ur en upp á 8 metra og 14,4 tonn á þyngd. Hvort bægsli 2,40 m á lengd. Fullvaxinn getur hnúfubak- urinn vegið hvorki meira né minna en 25–35 tonn. Ekki er vitað til þess að hnúfubakur hafi fyrr verið veiddur í grásleppunet við Gríms- ey. Alfreð skipstjóri á Konráð EA 90 sagði, „að þetta væri allra stærsta grásleppa sem hann hefði fengið í net“. Eyjarbúar treystu sér ekki til að taka þátt í borðhaldinu Svo skemmtilega vildi til að tveir starfsmenn frá Grænlandsfluginu nýja á Akureyri voru staddir hér einmitt þegar fólk flykktist niður á höfn til að skoða hnúfubakinn. Grænlendingarnir smelltu sér strax í veislumat á bryggjunni og sýndu Grímseyingum hvernig þeir borða volgt og nýskorið kjöt og spik af svona skepnu. Ekki treystu eyj- arbúar sér til þess að taka þátt í borðhaldinu í þetta skiptið! Hnúfubakur festist í grásleppuneti suðaustur af Grímsey Gestirnir borðuðu volgt spikið með bestu lyst Grímsey. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Helga Mattína Það þurfti krana til að hífa hnúfubakinn á land í Grímsey. GRÁSLEPPUVERTÍÐ við innan- verðan Breiðafjörð hófst í gær, laug- ardaginn 10. maí. Fyrstu netin mátti leggja í sjó klukkan 10 um morgun- inn. Í Stykkishólmi er mikill áhugi fyrir grásleppuveiðum. Reiknað er með að um 15 bátar komi til með að stunda veiðarnar. Á hverjum báti eru 2–3 menn svo það er stór hópur sjómanna sem fær vinnu við þær veiðar. Mikið var um að vera á bryggjunni þar sem menn voru í óðaönn að gera klárt fyrir veiðarnar. Allir vilja vera tilbúnir og komnir á miðin fyrir klukkan 10 til að tryggja sér góð stæði fyrir grásleppunetin. Sjómenn eru bjartsýnir á að veiðin verði skárri en í fyrra og undanfarin sum- ur. En það ríkir ekki ánægja með það verð sem er í boði fyrir grá- sleppuhrognin. Þeir hafa orðið fyrir miklum vonbirgðum síðustu daga þar sem talið var að greitt yrði fyrir hverja gráslepputunnu um 70.000 kr, en kaupendur hafa tilkynnt að verðið komi til með að verða 60.000 kr fyrir tunnuna. Svo mikil óánægja er hjá grásleppukörlum í Stykkishólmi með verðið að þeir ætla að salta sjálf- ir og er það mikil breyting frá síð- ustu vertíðum. Grásleppuvertíðin í Breiðafirði hafin Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þeir eru að gera klárt fyrir slaginn. Bræðurnir Valdimar Kúld og Heimir Kúld ásamt Rúnari Jónssyni, en þeir róa með 300 net á Maríu SH. Kapphlaup um bestu stæðin Stykkishólmi. Morgunblaðið. ÍSLENSK fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að koma að ákveðnum verk- þáttum í uppbyggingarstarfinu í Írak sem undirverktakar. Vinnu- hópur í utanríkisráðuneytinu und- irbýr með hvaða hætti og hvenær Íslendingar komi að uppbygging- unni en að sögn Finnboga Rúts Arnarsonar sendifulltrúa er sú vinna á skipulagsstigi þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafi ekki enn lýst Írak öruggt svæði. Aðeins Rauði krossinn og herlið banda- manna sé þar til staðar vegna neyðaraðstoðar en sjálft uppbygg- ingarstarf sé enn ekki hafið.Ís- lenska ríkisstjórnin hafði ákveðið að leggja fram 300 milljónir króna til uppbyggingar í Írak, þar af hafa um 100 milljónir króna farið til mannúðarstarfa og neyðarað- stoðar. Gert er ráð fyrir að allt að fimm Íslendingar fari í upphafi til starfa í Írak. Finnbogi Rútur segir að fleiri muni fara í sjálft uppbyggingar- starfið þegar það hefjist, með þátt- töku íslenskra fyrirtækja og í sam- ráði við alþjóðastofnanir, Rauða krossinn og fleiri. Mannskapur muni ráðast af eðli verkefnanna. Frá því er greint í vefútgáfu Aftenposten í Noregi að þarlend stjórnvöld hafi ákveðið að leggja til vel á annað hundrað manns í uppbyggingarstarfið í Írak, í sam- ráði og undir stjórn breskra stjórnvalda. Finnbogi Rútur segir það ekki liggja fyrir með hvaða ríkjum Íslendingar muni starfa, það verði annaðhvort með Dönum, Bretum eða alþjóðastofnunum. Hann segir 380 manna sveit frá Dönum vera reiðubúna að fara til Íraks þegar kallið komi. Íslendingar áhugasamir Unnið að skipulagningu uppbyggingarstarfs í Írak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.