Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ MUN ráðast á næsta hálfu öðru ári hvort George W. Bush Banda- ríkjaforseti sleppur undan fortíð föður síns eða hlýtur sömu örlögin; að ná ekki endurkjöri þrátt fyrir að hafa öðlast miklar vinsældir fyrir herför gegn Írak. George H.W. Bush beið lægri hlut 1992 jafn- vel þótt hann hefði slegið öll met í vinsældum forseta árið áður með sigri sínum í Persaflóa- stríðinu. Bush eldri missti traust Bandaríkja- manna sem efuðust sífellt meira um getu hans til að leiða þá í gegnum efnahagslægð. Margir repúblikanar voru einnig þeirrar skoðunar að Bush eldri, sem ekki hafði nautn af stjórnmála- vafstri og kosningabaráttu, hefði ekki lagt sig nándar nærri nógu mikið fram í kosningabar- áttunni, heldur talið sig eiga stuðninginn vísan vegna vinsældanna í kjölfar Persaflóastríðsins. Sonurinn og liðsmenn hans beita nú öllum til- tækum ráðum til að forðast þessi sömu mistök. Ekki voru liðnir nema fáeinir dagar frá því að heimurinn varð vitni að því þegar stytta af Saddam Hussein Íraksforseta var brotin niður í miðborg Bagdad er Bush yngri ávarpaði Bandaríkjamenn og talaði um stöðnun í efna- hagslífinu. Forsetinn lagði áherslu á að hann hefði jafnmikinn áhuga á efnahagsáhyggjum landa sinna og Írak og öryggi þjóðar sinnar. Bush verður að halda í þá von, að uppræting ríkisstjórnar Saddams sé sú mynd sem situr eftir af herför Bandaríkjamanna til Íraks, sem og í öðrum efnum, en það verði ekki einhverjar enn ókomnar hörmungar sem sitji eftir í huga manna. Hann mun leggja sig fram um að minna Bandaríkjamenn á hversu vel gekk í Afganistan og Írak og reyna að sannfæra kjósendur um að þeir ættu líka að treysta honum fyrir sigri í bar- áttunni við hikstandi efnahagslíf. Engin áhætta tekin En forsetinn ætlar ekki að taka neina áhættu og undirbýr nú harða kosningabaráttu, staðráð- inn í að slá sitt eigin met í kosningasjóðssöfnun frá í kosningunum 2000. Skipuleggjendur repúblikana segja að forsetaembættið muni beina kastljósinu að hernaðarsigrinum í Írak og aðdáunarverðum viðbrögðum Bush við harm- leiknum 11. september 2001. Hyggjast þeir halda mikla samkomu í New York þegar þrjú ár verða liðin frá harmleiknum, þar sem formlega verði tilkynnt um að Bush verði forsetafram- bjóðandi flokksins. Aðstoðarmenn forsetans og fréttaskýrendur segja líkindin milli Bush eldri og yngri í forseta- embættinu ekki fullkomin. Í fyrsta lagi hafi stríði Bush eldri verið lokið, en stríði þess yngri sé ekki lokið. Ennfremur séu Bush yngra stjórnmálin mun meira í blóð borin, og síðan 11. sept. hafi hann virst vita nákvæmlega hvert hann stefni. Þetta hafi föður hans skort. Ban Bartlett, helsti aðstoðarmaður Bush yngra í samskiptamálum, segir yfirmann sinn hafa „skýra stefnu og hugmyndir um framtíð landins, og einnig hugsjón. Og staðfestan í því að fylgja þessu óhikað eftir er nokkuð sem al- menningur mun kunna að meta“. Engu að síður er núverandi forseti að snúa heim úr árangurs- ríkri herför til Íraks og stendur frammi fyrir pólitísku landslagi sem svipar í grundvallarat- riðum – og uggvænlega – til þess sem faðir hans stóð frammi fyrir. Efasemdir um efnahagsmál Efnahagslífið er á brauðfótum. Demókratar eru að reyna að beina athyglinni frá utanrík- isstefnunni til þess sem þeir segja vera hættu- lega áætlun Bush í efnahagsmálum. Almenn- ingur segist hafa miklu minni trú á getu hans til að kljást við efnahaginn en á sviðum eins og ut- anríkismálum. Í skoðanakönnun sem gerð var um síðustu helgi lýstu 67% sig ánægð með frammistöðu forsetans – en einungis 42% kváð- ust ánægð með hvernig hann hefði tekið á efna- hagsmálunum. Fyrir tólf árum, þegar Persaflóastríðinu var að ljúka, setti Bush eldri met í vinsældum for- seta, er 91% lýsti sig ánægt með hann í skoð- anakönnun Gallups. En einungis 49% voru sátt við tök hans á efnahagslífinu. Þegar efnahags- lægð sigldi í kjölfar stríðsins féllu vinsældir Bush eldri, og er hann laut í lægra haldi fyrir Bill Clinton í kosningunum 1992 voru þær komnar niður fyrir 40 af hundraði. Andrew Kohut, óháður skoðanakannana- smiður hjá Pew-rannsóknarmiðstöðinni, lagði áherslu á að samanburður á Bush-feðgunum geti verið varasamur vegna þess að mikill mun- ur væri á þeim og kringumstæðum þeirra. En hvað skoðanakannanir varðar, segir hann, nutu Bush og faðir hans um það bil jafnmikils stuðn- ings íhaldssamra kjörfylgismanna sinna. Og ekki var á vísan að róa með að allir þeir demó- kratar, sem áttu þátt í gífurlegum stríðstíma- vinsældum Bush eldri, myndu greiða honum at- kvæði í kosningunum, segir Kohut. Það sama kunni að verða uppi á teningnum hjá syninum. En Kohut segir þó, að Bush yngri hafi eitt það, er um muni, sem faðir hans hafi ekki haft. Harmleikurinn 11. september sló óhjákvæmi- legan og sterkan tón fyrir forsetatíð hans. Hryðjuverkaógnin sé enn eitt helsta áhyggju- efni kjósenda – og þar sé forsetinn sterkur fyrir. Í sambandi við „venjulegt fólk“ Fréttaskýrendur taka ennfremur til þess að Bush yngri sé fimari í kosningabaráttunni og eigi auðveldara með að ná tengslum við venju- lega Bandaríkjamenn. Bush eldri hafði verið varaforseti, yfirmaður leyniþjónustunnar, sendiherra í Kína og þingmaður. Hann fékk aldrei tækifæri til að þroska með sér tilfinningu fyrir venjulegu fólki. „Bush yngri var ríkisstjóri og ríkisstjórar lenda í því að takast á við sömu hluti og venju- legt fólk,“ sagði Tom Korologos, fyrrverandi ráðgjafi hjá repúblikönum. „Svo átti hann líka hafnaboltalið, þannig að hann veit hvað aðdá- endur skipta miklu máli.“ Stephen Hess, fræðimaður við Brookings- stofnunina, sem skrifaði ræður fyrir forsetana Richard Nixon og Dwight Eisenhower, lýsti Bush yngri sem „lausum við hroka, þótt ekki sé hann fágaður – en hann getur litið út og hljómað eins og náunginn sem vinnur á verkstæðinu í næsta húsi“. Bush eldri, aftur á móti, „þoldi ekki stjórnmál“, segir Hess, og þegar hann reyndi að slá á strengi sem kjósendum líkaði og stappaði í þá stálinu kom í ljós að hann skorti al- gerlega pólitískt tóneyra. Bush yngri hélt ræðu í síðustu viku í skrið- drekaverksmiðju í Lima í Ohio og sagði við starfsfólkið: „Það hafa verið erfiðir tímar í Bandaríkjunum. Efnahagslífið hefur verið í lægð. Og svo réðst á okkur óvinur – en þá börð- umst við á móti.“ Hann bætti við: „Mér mislíkar það þegar ég heyri sagt frá Bandaríkjamönnum sem eru að leita sér að vinnu en fá enga.“ Ef spólað er til baka um 11 ár til kosninga- fundar í smábæ í New Hampshire rifjast upp það sem Bush eldri sagði þar við starfsfólk tryggingafélags. Hann rifjaði upp samtal sem hann hafði átt við bæjarbúa: „Ég skil erfiðleik- ana og ég sagði við þennan mann: Við erum með öll þessi málefni. Heilsugæsluna, sem ég vil nefna, við höfum frið í heiminum, við efnahags- hvatana til að koma efnahagslífinu – sagði ég, ég – ein skilaboð. Ég vil að fólkið í þessu ríki viti að mér er ekki sama.“ Bush yngri hefur heitið skattalækkunum, en hvort hann nær kjöri kann á endanum að ráðast af því hvort kjósendur trúa því að hann geti leitt þá á vit annars og nærtækara en sigurs í Írak – það er að segja raunverulegs efnahagsbata. Hvort sem manni líkar það betur eða verr er þetta nákvæmlega sama prófraunin og faðir hans stóð frammi fyrir. Bush reynir að forðast pólitísk örlög föður síns Þrátt fyrir að hafa öðlast miklar vinsældir fyrir Persaflóastríðið náði George H.W. Bush – faðir George W. Bush, núverandi Banda- ríkjaforseti – ekki endurkjöri 1992, vegna þess að kjósendur treystu honum ekki til að tryggja efnahagsbata. Bush yngri stendur nú frammi fyrir nákvæmlega sömu prófraun. ’ Bush yngri var ríkisstjóri og ríkisstjórar lenda í því að takast á við sömu hluti og venjulegt fólk. ‘ Washington. The Baltimore Sun. FULLTRÚAR Bandaríkjanna og bandamanna þeirra fóru á föstudag formlega fram á það við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að það legði blessun sína yfir hernám Íraks, næmi viðskiptabann úr gildi og heimilaði að tekjur af olíulindum landsins – sem eru þær næstmestu í heimi – yrðu nýttar til endurupp- byggingar í landinu. Fyrstu viðbrögðin sem fulltrúar ríkja sem voru andvíg hernaðinum í Írak sýndu við áætlunum Banda- ríkjamanna um stjórnun landsins að stríðinu loknu voru frekar jákvæð. En fulltrúar Frakklands, Rússlands og fleiri landa sem aðild eiga að ör- yggisráðinu komu fram með athuga- semdir við nokkur atriði í ályktunar- drögunum sem bandaríski sendi- herrann, John Negroponte, lagði fram í nafni Bandaríkjanna, Bret- lands og Spánar. Helzt þessara gagnrýnisatriða voru hið takmarkaða hlutverk sem Sameinuðu þjóðunum er ætlað að gegna í enduruppbyggingarstarfinu. Einnig voru settar fram efasemdir um lögmæti þess að Bandaríkin og Bretland væru ein um að ákveða hvernig ný írösk bráðabirgðstjórn yrði skipuð og spurningar um fram- tíð vopnaeftirlits SÞ. Umdeildasta atriðið er þó beiðnin um að ráðstöfunarvaldið yfir olíuauði Íraks verði falið hinum bandarísk- brezku hernámsyfirvöldum til bráðabirgða í eitt ár hið minnsta, eins og farið er fram á. Eins og er liggur ráðstöfunarvaldið hjá örygg- isráði SÞ, þar sem áætlunin um „olíu fyrir mat“ er enn formlega í gildi. SÞ samþykki hernám Íraks Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. UM 200 börn, klædd kóreskum þjóðbúningum frá tímum Yi-konungsætt- arinnar, nota pensla til að teikna skrifttákn í keppni í skrautritun sem fram fór í Seoul í gær. Táknin fremst á myndinni merkja „Fagurt land“. AP Einbeiting í Seoul DAGBLAÐIÐ Al-Qods Al-Arabi við Persaflóa birti í gær sex síðna fax- bréf sem því barst á miðvikudag og sagt var vera frá Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak. „Ég hvet ykkur, börn Íraks, til að gera moskurnar að miðstöðvum and- spyrnunnar og tryggja sigur trúar- innar, íslams og ættjarðarinnar og færa óvininum heim sanninn um að þið hatið hann,“ segir í bréfinu. Saddam ræðst einnig harkalega á grannríkin. Sýrlenska stjórnin „fagnaði [íröskum] stjórnarandstæð- ingum, svikurunum, hún leyfði þeim að hafa samband við CIA og Breta en neitaði að leyfa herskáum mönn- um að hafa nokkurra daga viðdvöl“ í landinu. Sádi-Arabar og Kúveitar eru for- dæmdir fyrir stuðning við banda- menn og Íranar voru sagðir hafa gerst sekir um „hræsni og samsæri gegn aröbum og íslam“. Hvatt til uppreisnar Dubai. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.