Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR hafa tilnefnt annars vegar Sigur Rós, Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson og hins vegar þá Sigurð Flosason og Pétur Grétarsson til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Sigur Rós, Steindór og Hilmar hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir að tvinna saman þjóðlegan tónlistar- arf rímnakveðskaparins og popp- tónlist og eitt stærsta atriði Listahá- tíðar á síðasta ári var uppfærsla þeirra á Hrafnagaldri Óðins. Sig- urður Flosason og Pétur Grétarsson vöktu líka athygli á Listahátíð fyrir verkefni sem þeir kölluðu Raddir þjóðar. Þar spunnu þeir saman gamlar hljóðritanir með íslenskum kveðskap og eigin tónlist. Í ár eru verðlaunin veitt tónlist- arflytjendum, eins og jafnan annað hvert ár, en árið á móti fara verð- launin til tónskálda fyrir einstök tónverk. Þema verðlaunanna í ár er þjóðleg tónlist, og bera tilnefningar Norðurlandaþjóðanna þess merki að mikil gróska sé í hvers konar stíl- brigðum þjóðlegrar tónlistar. Hvert Norðurlandanna fimm tilnefnir tvo einstaklinga eða hópa, en sjálfstjórn- arsvæðin, Færeyjar, Álandseyjar og Grænland, tilnefna einn hvert. Danir tilnefna annars vegar Pierre Dørge og The New Jungle Orchestra sem þekkt er að bræðingi ýmiss konar tónlistar víðs vegar úr heiminum, undir sterkum djass- og fönkáhrifum, en hins vegar rapp- aratríóið Outlandish, skipað þremur piltum af annarri kynslóð nýbúa, ættuðum frá Túnis, Pakistan og Kúbu. Finnar tilnefna harmónikku- leikarann Kimmo Pohjonen og hljómsveitina Gjallarhorn, sem hef- ur leikið nokkrum sinnum hér á landi. Færeyingar tilnefna trúbador- inn Kára Sverrisson sem hefur unn- ið mikið með tónlistarmönnum frá balkanlöndum, og Grænlendingar tilnefna trommudansarann Önnu Kuitsi. Norðmenn tilnefna söngkon- una Marie Boine sem er meðal ann- ars þekkt fyrir að kynna umheim- inum joík, hinn forna söngmáta Sama, og hins vegar kóruleikarann Solo Cissokho sem á rætur að rekja til Vestur-Afríku, en hefur búið í Noregi og leikið með þarlendum listamönnum. Svíar tilnefna fiðlu- leikaran Elliku Frisell, sem leikur jafnt þjóðlega sænska tónlist og hvers konar bræðingstónlist. Hún hefur meðal annars leikið með Solo Cissokho þar sem þau tvinna saman afríska og norræna tónlist. Svíar til- nefna einnig zúrnuleikarann Ziya Aytekin, sem fæddur er í Tyrklandi en búsettur í Svíþjóð. Hann er einn kunnasti zúrnuleikari Evrópu í dag, og eftirsóttur til að spila í brúð- kaupum Tyrkja búsettra utan heimalandsins. Álendingar tilnefna engan til Tónlistarverðlauna Norð- urlandaráðs að þessu sinni. Tilkynnt verður um verðlaunin síðar í sumar. Morgunblaðið/Þorkell Hrafnagaldur Óðins á Listahátíð. Sigur Rós, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen og fleiri. Morgunblaðið/Jim Smart Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason á æfingu fyrir Raddir þjóðar. Þjóðleg áhersla í Tónlistar- verðlaunum Norðurlandaráðs Í LOK síðasta mánaðar fluttu ungir tónlist- arnemar í Kópavogi óperuna Orfeo eftir Claud- io Monteverdi á sviði í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í tilefni af 40 ára afmæli Tónlistar- skóla Kópavogs. Leikstjóri var Anna Júlíana Sveinsdóttir en tónlistarflutningi stjórnaði sá sem hér heldur á penna. Sýningin á Orfeo markar að vissu leyti tímamót, því aldrei áður hefur ópera eftir Monteverdi, frumkvöðul óp- erulistarinnar, verið flutt á sviði hér á landi. Í umfjöllun sinni í Morgunblaðinu um sýninguna vekur Ríkarður Örn Pálsson spurningar varð- andi útfærslu verksins, spyr m.a. hvaða gerð hennar hafi verið flutt. Vangaveltur hans og af- mæli Tónlistarskóla Kópavogs eru hvatinn að þessum skrifum. Eins og Ríkarður Örn bendir á lá ópera Monteverdis í þagnargildi í þrjár aldir. Þegar handritið að óperunni var dregið fram í dags- ljósið á ný í upphafi 20. aldar var skilningur manna á þessari fornu tónlist takmarkaður. Menn brugðu á það ráð að útsetja tónlistina fyrir nútímahljóðfæri, jafnvel heila sinfóníu- hljómsveit. Smátt og smátt komust menn þó á þá skoðun að slíka tónlist bæri að flytja á upp- runaleg hljóðfæri og að söngvarar tileinkuðu sér söngstíl 17. aldar svo tónlistin fengi notið sín í sem næst upprunalegri gerð. Miklar rann- sóknir voru gerðar á flutningsmáta frumbar- okktónlistar og þær skiluðu áþreifanlegum ár- angri á sjöunda áratugnum þegar stjórnandinn og hugsuðurinn Nikolaus Harnoncourt hljóð- ritaði Orfeo eftir Monteverdi með ungverska tenórinn Lajos Kozma í aðalhlutverki. Ein- göngu barokkhljóðfæri voru notuð og bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar tileinkuðu sér flutningsmáta eins og hann var talinn hafa ver- ið á ritunartíma verksins. Þessi útgáfa gjör- breytti hugmyndum manna um flutning tón- listar frá öndverðri 17. öld. Ómstrítt söngles Það sem hélt einkum vöku fyrir flytjendum var útfærslan á sönglesinu, hinum nýja söngstíl sem varð til um aldamótin 1600. Monteverdi skrifaði aðeins laglínu og einfalda bassalínu á móti. Sá sem lék undir á lútu, sembal eða orgel átti að geta lesið úr samhenginu hvaða hljómur skyldi leikinn hverju sinni. Þegar kom að út- gáfu á Orfeo yfirsást mönnum djarfleg notkun tónskáldsins á ómstríðum. Monteverdi hikaði ekki við að stökkva úr og í tóna sem rímuðu ekki við bassalínuna. Þetta kom einkum fyrir á sársaukafullum stöðum í textanum. Fyrstu nú- tímaútgáfur á Orfeo reyndu að finna ómstríðu tónunum stað með innskotshljómum, þannig að ómstríðurnar urðu ómblíðar. Með þessu var broddurinn tekinn úr verkinu og það í raun eyðilagt. Harnoncourt lét hins vegar allar ómstríður standa og leyfði þeim að nuddast við einfalda dúr- og mollþríhljóma undirspilsins líkt og Monteverdi hafði upphaflega gert ráð fyrir. Hann leyfir einnig mjög fáar skreytingar sönglínunnar fyrir utan þær sem Monteverdi skráir sjálfur. Þessari stefnu var einnig fylgt við flutning- inn í Kópavogi. Frumútgáfa verksins frá 1609 lá til grundvallar með nútíma nótnasetningu. Ljósprentuð útgáfa á frumhandriti Montever- dis var höfð til hliðsjónar. Í frumhandriti verksins er þeirra hljóðfæra getið sem notuð voru við frumflutning verksins árið 1607 og á nokkrum stöðum er sagt á hvaða hljóðfæri var leikið hverju sinni. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki tilgreint nánar er sú, að á þessum tíma tíðkaðist að nota þau hljóðfæri sem voru til staðar hverju sinni og það gat verið mjög mis- munandi. Verkið varð því síbreytilegt eftir því við hvaða tækifæri það var leikið. Þess var samt gætt að ákveðinn karakter færi ekki for- görðum. Þannig hljómuðu fiðlur og flautur meðal hirða og dísa en í undirheimum var leikið á básúnur og regal (reyrflautuorgel eins og Ríkarður Örn nefnir það). Undirleikur við sönglesið var alltaf breytilegur eftir því hve mörg undirleikshljóðfærin voru, þ.e. lútur, sembalar, orgel, hörpur eða regöl. Tónflutningur samkvæmt ákveðnum reglum Tónflutningur hefur alla tíð verið algengur meðal söngvara. Finnist þeim sönglag liggja of hátt eða of lágt syngja þeir það einfaldlega í annarri og heppilegri legu. Á 17. öld myndaðist sterk hefð fyrir tónflutningi; mjög algengt var að tónlist væri færð upp um ferund eða niður um fimmund ef þurfa þótti. Á sýningunni í Kópavogi varð að taka tillit til ungra flytjenda. Þannig voru málmblásturskaflarnir í undir- heimum tónfluttir niður um ferund og kór and- anna færður upp um fimmund að sama skapi. Að þessu sinni voru einkum stúlkur í hópi söngvara en Monteverdi gerir bæði ráð fyrir kven- og karlaröddum í samsöngsatriðum. Þannig varð stundum að hagræða röddum og láta þær syngja upp um áttund en þess vand- lega gætt að yfirbragð samsöngsins breyttist ekki. Af þessu má ráða að óperan Orfeo eftir Monteverdi var flutt í sinni upphaflegu gerð. Líkt og Monteverdi gerir ráð fyrir ákvað stjórnandinn hvaða hljóðfæri lékju hverju sinni og á þeim fáu stöðum þar sem raddir voru tón- færðar var sömu aðferðum beitt og tíðkuðust á ritunartíma verksins. Það kom þeim sem þetta skrifar ánægjulega á óvart hversu auðvelt ung- ir söngvarar úr Kópavogi áttu með að tileinka sér stíl Monteverdis. Hlutverk Orfeusar er gríðarstórt og með ólíkindum að nemandi á þriðja ári í söng, Unnar Geir Unnarsson, skuli hafa skilað því jafn glæsilega og raun bar vitni. Aðrir söngnemendur tókust á við hlutverk sín af mikilli einurð og stóðu sig með mikilli prýði; þar voru margar fallegar raddir sem vonandi eiga eftir að fá að njóta sín í framtíðinni. Tónlistarmenntun almenningseign Afmælishátíð Tónlistarskóla Kópavogs gef- ur tilefni til þess að líta yfir farinn veg. Þegar skólinn var stofnaður fyrir 40 árum var það ákaflega fjarlægur draumur að setja óperu eft- ir Monteverdi á svið, jafnvel af atvinnumönn- um. Það sem gerir flutninginn mögulegan nú – jafnvel með söngnemum – er einkum þrennt: komin er þekking og reynsla á flutning slíkrar tónlistar hér á landi, hljóðfærakostur hefur aukist og síðast en ekki síst: tónlistarmenntun hefur tekið stórstígum framförum; hún er orð- in að almenningseign. Stofnun tónlistarskóla og barnakóra um allt land upp úr miðri síðustu öld var bylting sem nú hefur skilað sér í breiðri fylkingu menntaðra tónlistarmanna. Margir þeirra stigu sín fyrstu spor í Tónlistarskóla Kópavogs. Honum eru því færðar þakkir fyrir framlag sitt til tónlistarmenningar þjóðarinnar og árnað heilla á merkum tímamótum. Claudio Monteverdi í Tónlistarskóla Kópavogs 2. Úr frumhandriti að Orfeo eftir Monteverdi. Monteverdi var frumkvöðull í óperusmíði. Eftir Gunnstein Ólafsson Höfundur stjórnaði flutningi á Orfeo í Salnum. Söngles úr Orfeo. Sönglínan myndar oft ómstríður við bassalínuna og olli flytjendum á 20. öld miklum heilabrotum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.