Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LENGI vel var samkeppnis- hæfni þjóða háð því hversu miklar náttúruauðlindir þær áttu og erfðu kynslóð eftir kynslóð. Hefðu þjóðir að auki ódýrt vinnuafl, lága vexti og hagstætt gengi voru þær vel settar samkeppnislega. Núna eru hins vegar nýir tímar. Heimurinn er orðinn að einum markaði. Þjóðir heims þurfa að keppa hver við aðra á markaði sem nálgast að vera full- komlega skilvirkur. Upplýsingar, vörur, þjónusta og fjármagn berast á skilvirkan hátt um markaðinn og eru flestum aðgengilegar á svip- uðum tíma. Í slíku umhverfi er hagsæld þjóða sköpuð, því hún erf- ist ekki lengur. Í slíku umhverfi byggist samkeppnishæfni þjóða á getu atvinnuvega til nýsköpunar og framfara. Sú þjóð sem getur framleitt bestu vöruna/þjónustuna, hraðast og með minnstum tilkostn- aði hefur samkeppnisforskotið, þá stundina. Af þessu leiðir að í þessu nýja umhverfi er framleiðni eini raunhæfi mælikvarðinn á sam- keppnishæfni þjóða. Í vandaðri fjögurra ára rann- sókn á 10 leiðandi útflutningsþjóð- um heims, sem stýrt var af Mich- ael Porter frá Harvard-háskóla, kom eftirfarandi í ljós: – Náttúruauðlindir, ódýrt vinnu- afl, viðskiptajöfnuður, gengi, og aðrar klassískar hagfræðistærðir, hafa lítið með samkeppnishæfni þjóða að gera. Þýskaland, Japan og Sviss, með fáar náttúruauðlind- ir og hátt gengi, hafa stóraukið samkeppnishæfni sína meðan Rússland, með miklar náttúruauð- lindir, situr eftir. Indland og Mexíkó eru með nægt ódýrt vinnu- afl, en ekki samkeppnishæfni, öf- ugt við Þýskaland og Sviss sem bjóða mjög há laun. – Þótt stór heimamarkaður sé kostur er hann engan veginn úr- slitaatriði um samkeppnishæfni þjóða. T.d stór heimsmarkaðshlut- deild Japans á vestrænum ritvél- um, sem hafa engan heimamarkað í Japan. Nærtækara dæmi er vel- gengni Pharmaco á heimsmarkaði, þrátt fyrir mjög lítinn heimamark- að. Miklu meira máli skiptir hversu þróaður og kröfuharður heimamarkaðurinn er. – Eftir að þjóðir ná ákveðnu vel- megunarstigi verður framleiðni- aukning eina leiðin til að standa undir hækkandi launum og lífs- kjörum. – Samkeppnishæfni þarf ekki bara að koma frá hátækniiðnaði. Stórkostlegur árangur getur kom- ið út úr hefðbundnum atvinnu- greinum. T.d. árangur flísafram- leiðslu á Ítalíu á níunda áratugnum. Þá voru ítölsk fyrir- tæki leiðandi í heiminum í fram- leiðslu og útflutningi á flísum. Í rauninni náðu þessi fyrirtæki þeim ótrúlega árangri að eiga 30% af heimsframleiðslunni og 60% af heimsútflutningi. Þessi einstaki ár- angur var skapaður í kringum lít- inn bæ sem heitir Sassuolo í Emilia-Romagna-héraðinu. – Mikilvægasta niðurstaðan var að samkeppnishæfni var langmest í þeim atvinnugreinum sem störf- uðu í atvinnugreinaklösum Það ánægjulegasta við þessar niðurstöður er að þær eiga allar einstaklega vel við Ísland. Ísland á að vísu miklar náttúruauðlindir, en er með dýrt vinnuafl, oftast nei- kvæðan viðskiptajöfnuð og óstöð- ugt gengi. Þá er heimamarkaður hér á Íslandi einstaklega lítill, en hann er kröfuharður. Að auki býr Ísland þegar við mikla velmegun, sem þýðir að áframhaldandi vel- megun verður að byggjast á auk- inni framleiðni og nýsköpun. Að lokum á Ísland margar hefðbundn- ar atvinnugreinar með mikla van- nýtta framleiðniaukningarmögu- leika. Samkeppnisforskot Íslands mun því verða til í atvinnugreinaklösum í þekkingariðnaði. Slíkir klasar verða til þegar hópur af fyrirtækj- um í sömu atvinnugrein, á afmörk- uðu svæði, studdur af skyldum Um samkeppnishæfni þjóða og Ísland Eftir Jón Daða Ólafsson „Samkeppn- isforskot Ís- lands mun því verða til í atvinnu- greinaklösum í þekking- ariðnaði.“ MIKLAR deilur hafa staðið um svonefnd vökulög, þ.e. lög sem sett voru árið 1995 um aksturs- og hvíld- artíma ökumanna o.fl. í innanlands- flutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðisins með breytingum 1998 og 2000. Þar er okkur sendibílstjórum gert að fara eftir reglum EES sem gerðar eru fyrir langflutningabíla sem keyra um allt Evrópska efnahags- svæðið. Þótt við séum í snatti hér innan- bæjar verðum við að fara að ströng- um reglum t.d. heildaraksturstími yfir tveggja vikna tímabil má ekki fara yfir 90 klst. Á hverjum sólarhring skal öku- maður fá minnst 11 klst. samfellda hvíld, þ.e.a.s. ef bílstjóri er í lítilli vinnu allan daginn þá verður hann samt að skila 11 tíma samfelldri hvíld. Eftir sex dagleg aksturstíma- bil ber ökumanni að jafnaði að taka 45 klukkustunda samhangandi hvíld. Hvað er verið að gera okkur? Er ekki hægt að breyta þessu, t.d. að miða við ákveðinn km radíus frá starfsstöð viðkomandi? Við flytjum yfirhöfuð dauða hluti þ.e.a.s. vörur og eru okkur settar strangar kröfur með akstur og vöku- tíma en t.d. leigubílstjórar sem flytja fólk geta ekið allan sólarhringinn og ekkert eftirlit er með því, eða jafnvel strætóbílstjórar sem keyra leigubíla eða sendibíla á milli vakta hjá strætó. Mér finnst réttlát krafa að endur- skoða þessi lög með tilliti til sendibíl- stjóra og það fyrr en seinna ef ekki á að ganga af þessari stétt dauðri, já steindauðri, sendibílstjórar hafa ver- ið í mikilli niðursveiflu undanfarin ár, fækkað um helming á 12 árum en hafa þjónað landanum í rúm 50 ár. Það er heilmikið bil á milli sendi- bílstjóra og langflutningabílstjóra og er ég þeirrar skoðunar að breyta þurfi þessum reglum með tilliti til okkar sendibílstjóra. Þessi ESS-samningur, sem er að vissu leyti mjög neikvæður fyrir ís- lenskar aðstæður, þar sem sendibíla- útgerð á Íslandi er séríslenskt fyr- irbæri, þar sem allir eru sjálfstæðir atvinnurekendur og hefur verið höggvið stórt skarð í okkar raðir, sem dæmi vitna ég í sjónvarpsvið- tal við Davíð Oddsson í byrjun apríl þar sem hann sagði orðrétt um þenn- an EES-samning, að vökulögin hjá sendibílstjórum væru „algjör þvætt- Sendibílstjórar – vökulög og fleira Eftir Sigurð Inga Svavarsson „Mér finnst réttlát krafa að endur- skoða þessi lög með til- liti til sendibílstjóra og það fyrr en seinna.“ OPIÐ HÚS – Njálsgata 7 Heimilisfang: Njálsgata 7 Stærð eignar: 68 fm Brunabótamat: 7 millj. Byggingarár: 1918 Áhvílandi: 5 millj. Verð: 9,7 millj. Nýuppgerð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í virðulegu húsi. Eldhús með ljósri innréttingu og borðkrók. Rúmgott svefnherbergi með flottum skápum. Baðherbergi flísalagt með baðkari. Stór stofa. Sameiginlegt þvottahús. Eign í mjög góðu ástandi. Linda sölufulltrúi Re/max tekur á móti gestum milli kl. 16-17 Linda Björk Stefánsdóttir sími 862 8683 Linda@remax.is Ragnar Thorarensen lögg. fasteignasali Elísabet Agnarsdóttir - símar 520 9306/861 3361 elisabet@remax.is - Hrafnhildur Bridde lögg. fastsali Heimilisfang: Ásholt 2 Stærð eignar: 107,9 fm Bílskýli: 26,8 fm Byggingarár: 1990 Brunabótamat: 15,3 millj. Verð: 18,9 millj. GLÆSILEG 4RA HERBERGJA ÚTSÝNISÍBÚÐ Í VANDAÐRI LYFTU-BLOKK MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK. Elísabet fasteignamiðlari RE/MAX sýnir eigninaMILLI KL 15 OG 17 OPIÐ HÚS - ÁSHOLT 2 Hrafnhildur Bridde - sími 899 1806 hrafnhildur@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fastsali Heimilisfang: KÓRSALIR Stærð eignar: 111 fm Byggingarár: 2001 Brunabótamat: 13,8 millj. Áhvílandi: 11,5 millj. Verð: 15,5 millj. Glæsileg 2ja-3ja herb. íbúð á jarð- hæð, (gengið beint inn), í nýlegri lyftublokk í Salahverfi. Suður- verönd og mikið útsýni. Mjög rúmgóð stofa. Þvottaherb. í íbúð. Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali RE/MAX, sýnir eignina. 2JA HERB. - 200 KÓPAVOGI Hans Gústafsson - s. 590 9516/865 2475 Hans@remax.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fastsali Heimilisfang: Grundarstígur 24 Stærð eignar: 166 fm Byggingarár: 1918 Brunabótamat: 17 millj. Áhvílandi: 6,2 millj. Verð: 19,8 millj. Sérstök og mjög skemmtileg íb. í stein- húsi. Íb. er 5 herb. 166 fm. Fyrsta hæð er baka til en kjallari frá Grundarstíg. Gólf í íb. eru með fallegum og vönduðum flís- um, tvö svefnherb. með parketi og eru skápar í öllum 3 herb. Stórt flísalagt bað- herbergi með hornbaðkari. Aðalrými í íb. er stór stofa, samliggjandi borðstofa og eldh. Úr stofunni er gengið inn í fallega sólstofu. Innrétt í íb. eru sérsmíðaðar og mjög vandaðar. Hans Gústafsson, fasteignamiðlari RE/MAX, tekur á móti gestum á milli kl. 15.00 og 17.00 OPIÐ HÚS - Grundarstígur 24 Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 husavik@husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Háteigsvegur - Neðri sérhæð www.husavik.net Stórglæsileg 202,2 fm neðri sérhæð, ásamt 26,5 fm bílskúr, í þessu glæsilega steinhúsi. Um er að ræða óvenju vandaða eign, sem búið er að endurnýja mjög mikið. Gegnheilt parket og náttúrusteinn á gólfum. Þrjár glæsilegar stofur (arinn) og tvö svefnherbergi, góð lofthæð og falleg gluggasetning. Rúmgott eldhús með fallegri upprunalegri innréttingu og stórt þvottahús innaf eldhúsi. Lóðin er öll ný standsett. Þetta er eign í algjörum sérflokki. Upplýsingar gefur Elías, sölumaður, sími 898 2007. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.