Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Þórðarsonfæddist í Laxár- holti á Mýrum 16. mars 1915. Hann and- aðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Ólafsdóttir og Þórður Ingigeir Benediktsson. Systk- ini Ólafs voru Sigur- björg og Hjörtur Mar- inó, þau eru bæði látin. Ólafur kvæntist 9. júlí 1943 Ingibjörgu Jóhannsdóttur frá Ósi, Borgarfirði eystra. Þau hófu hjúskap í Reykja- vík, fluttust þaðan í Stykkishólm og síðan að Ökrum á Mýrum þar sem þau hófu búskap árið 1952. Þau hjón tóku að sér sjö börn, þau eru; Gunnar Þór, Dag- mar, Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki, Kolbeinn og Guðný Ása. Ólafur stundaði sjómennsku framan af ævi, mest sem vél- stjóri á bátum frá Vestmannaeyjum. Um nær tveggja ára- tuga skeið starf- ræktu Ólafur og Ingibjörg, ásamt með hefðbundnum bú- skap, sumardvalarheimili fyrir börn að Ökrum. Þessa nutu hundr- uð barna og unglinga. Útför Ólafs var gerð frá Borg- arneskirkju 5. maí. Öll erum við þess meðvitandi að sá dagur kemur að við munum kveðja þennan heim. Í hvert sinn sem vinur og samferðamaður fellur frá mætir andlátsfréttin okkur mis- jafnlega óvænt. Svo var einnig þeg- ar mér barst fréttin um andlát mágs mín og vinar, Ólafs Þórðar- sonar frá Ökrum. Hann var búinn að eiga við nokkra vanheilsu að stríða síðustu árin og dró stöðugt af honum þar til yfir lauk hinn 28. apríl sl. Leiðir okkar Ólafs lágu fyrst saman þegar hann giftist Ingi- björgu systur minni hinn 9. júlí 1943. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík en fluttu til Stykkis- hólms 1948, þar sem Ólafur vann við bifreiðaviðgerðir og útgerð á áætlunarbílum. Árið 1952 flyja þau að Ökrum í Hraunhreppi og reisa þar nýbýlið Akra III frá grunni, þar sem þau bjuggu í 33 ár. Ásamt hefðbundum kúabúskap komu þau sér upp að- stöðu til þess að reka sumardval- arheimili fyrir börn og starfræktu það frá árinu 1960 til ársins 1980. Ingibjörg og Ólafur eignuðust ekki börn, en fljótlega eftir að þau fluttu í Akra tóku þau tvö kjörbörn og síðar í sambandi við sumardval- arheimilið tóku þau að sér 5 fóst- urbörn sem öll voru systkini. Öll þessi sjö börn nutu umhyggju og ástríkis þeirra hjóna eins og þau væru þeirra eigin börn og veittu þau þeim á móti margs konar gleði og hamingju. Á þeim 20 árum sem þau ráku sumardvalarheimilið dvaldi hjá þeim ótrúlegur fjöldi barna sem undi hag sínum vel á Ökrum og nutu þar einstaks ástrík- is og umhyggju hjónanna og starfs- stúlknanna sem þar störfuðu og þá jók það mjög á ánægju barnanna að geta verið innan um húsdýrin og notið frelsins úti í náttúrunni og buslað í sjónum við sandinn þegar ÓLAFUR ÞÓRÐARSON ✝ HiminbjörgGuðmundsdótt- ir Waage, Björg, eða Imma, eins og hún var oftast köll- uð, af skyldfólki og vinum, fæddist í Reykjavík 27. mars 1915. Hún lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Magnússon Waage, f. á Skógum í Arnarfirði, 30. desember 1894, d. 12. júlí 1977, og Sigurlaug Jónína Jóhannesdóttir, f. á Hjaltabakka í Torfalækjar- hreppi í A.- Húnavatnssýslu, 17. júní 1891, d. 1. maí 1967. Alls voru börn þeirra hjóna átta. Látin eru auk Bjargar; Magnús; Jónína; Jóna og Jensína. Á lífi eru Jó- Eyþór Ólafsson, f. 20. janúar 1936. Þau eiga þrjá syni. 3) Sigurður Birgir, f. 21. desember 1944, sam- býliskona hans er Steinunn Óla- dóttir, f. 11. desember 1945. Þau búa á Höfn á Hornafirði. Áður var Birgir í sambúð með Sigrúnu Sig- urjónsdóttur, f. 28. ágúst 1949, þau eiga einn son og eitt barna- barn. 4) Kristrún, f. 20. febrúar 1952, búsett í Kópavogi, hún eign- aðist þrjá syni, einn af þeim er lát- inn. Fyrir átti Björg Kolbrúnu Guðmundsdóttur Devine, f. 7. júní 1936, hún er gift Jack Devine f. 8. mars 1934, Þau búa í Bandaríkj- unum. Börn þeirra eru þrjú og barnabörnin sex. Barnabörn Bjargar eru 14 og barnabarna- börnin 19, þar af tvö látin, niðjar hennar eru 38. Björg og Halldór bjuggu lengst af við Lindargötuna í Reykjavík. Þau slitu samvistum. Björg giftist 30. október 1965 Ara V. Ragnarssyni, f. á Norðfirði, 31. maí 1927. Þáverandi skrif- stofumanni í Reykjavík, síðar kennara í Flataskóla í Garðabæ. Útför Bjargar var gerð frá Garðakirkju 4. apríl, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. hanna; Guðbjörg og Kjartan. Undir lok fjórða ára- tugar hóf Björg sam- búð með Halldóri Kr. Kristjánssyni frá Hrís- hóli í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrand- arsýslu, f. 26. febrúar 1915, d. 25. janúar 1988. Börn þeirra eru: 1) Kristján Eðvald, f. 24. febrúar 1938, kona hans er Svanhvít Magnúsdóttir f. 16. febrúar 1941, þau eiga tvo syni og búa í Garðabæ. Áður átti Kristján eina dóttur. Barnabörnin urðu átta, þar af eitt látið. 2) Hulda, f. 10. febrúar 1941, í sambúð með Guð- mundi Bjarnasyni, f. 18. desember 1938, þau búa í Hafnarfirði og eiga eina dóttur, barnabörn þeirra eru fjögur. Fyrri maki Huldu er Björg Waage var af þeirri kynslóð sem ólst upp og lifði þær mestu breytingar, sem orðið hafa í íslensku samfélagi og kynntist hún þeim miklu umskiptum sem urðu á kjör- um fólks og aðbúnaði. Frá landnámi til þess tíma hafði að mestu ríkt kyrrstaða, sömu vinnubrögðin og sami aðbúnaðurinn hjá fólkinu, í það minnsta til sveita. Ótrúlegt er að nokkur eigi eftir að upplifa slíka byltingu, sem kynslóð síðustu aldar gekk í gegnum. Björg fluttist með foreldrum sín- um níu mánaða gömul til Lónseyrar við Arnarfjörð en þar bjó fjölskyldan í nokkur ár. Guðmundur, faðir henn- ar, stundaði sjó á togurum en móðir hennar sá um heimilið auk smábú- skapar, nokkrar kindur, hænsni og garðrækt. Eftir fermingu Bjargar lá leið fjöl- skyldunnar aftur til Reykjavíkur. Fór unga stúlkan fljótt að vinna fyrir sér á ýmsum stöðum, m.a. starfaði hún á saumastofu Andrésar Andr- éssonar í ellefu ár. Sú vinna lét henni vel enda einstaklega hög í höndum og listfeng, sem fjölmörg verk á heimili hennar bera vitni um. Kynni þeirra Bjargar og Ara voru báðum mikið hamingjuspor. Þau hófu búskapinn í Hörgatúni 7 í Garðabæ en árið 1969 festu þau kaup á íbúð í Löngufit 38. Þar bjuggu þau sér fagurt og notalegt heimili, bæði fyrir tilverknað hagra handa húsbóndans og þá ekki síður listilega gerðra hannyrða húsmóður- innar, sem sannarlega var listakona á því sviði og ber fjöldi verka því vitni á heimilinu. Það var nánast sama hvort hún prjónaði, heklaði eða saumaði út, allt varð þetta að listaverkum í höndum hennar. Ræktun og umönnunn blóma var henni ákaflega hugleikin og bera stofublóm hennar því vitni. Eftir að þau Björg og Ari hófu sambúð hætti hún að vinna utan heimilis en lagði þess í stað krafta sína og metnað í að sinna heimili þeirra sem best. Björg var ljóðelsk og sjálf hag- mælt, þótt hún flíkaði því lítt. Í ljóð- um hennar má greina lífsviðhorf hennar og skoðanir. Þar er sérstak- lega áberandi hin mikla samúð henn- ar með þeim minni máttar og sem standa höllum fæti, eins og eftirfar- andi erindi úr einu ljóða hennar „Börn götunnar“ bera með sér: Blessað barnið vegavillta veit ei, hvað skal hafast að, að engum á sínu höfði að halla. Hugsum okkur bölið það. Óþekkt barn, sem áfram reikar, endalaust um stræti og torg, leitar hlýju í skúmaskotum. Skömm er fyrir þjóð og borg. Kynni okkar Bjargar, fyrrverandi tengdamóður minnar, hófust sumar- ið 1967, þegar hún ásamt Ara manni sínum flutti okkur bræðrum ráðs- konu í bæinn, sem var Hulda dóttir hennar. Hún átti síðar eftir að verða eiginkona mín í 20 ár. Þessi kynni við Björgu og Ara áttu eftir að vaxa og dafna og þar bar aldrei skugga á. Björg og Ari nutu þess að ferðast og fara á vit náttúrunnar, þau ferð- uðust um landið allmörg sumur, þeg- ar heilsa hennar leyfði. Nokkur síð- ustu árin lá leið þeirra í orlofshús Kennarasambands Íslands hjá Flúð- um og nutu þau fegurðar og frið- sældar þess staðar ríkulega. Björg var fríð kona og fínleg, og viðmótið glaðlegt. Skapföst var hún og hrein- skiptin við alla. Hún bar með sér HIMINBJÖRG G. WAAGE Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA KARITAS EGGERTSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu miðviku- daginn 7. maí Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 16. maí kl. 15.00. Ívar Guðmundsson, Rafn Guðmundsson, Svanberg Guðmundsson, Eygló Benediktsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Móðir mín, amma og langamma, KRISTÍN ALEXANDERS frá Dynjanda, Tangagötu 23, Ísafirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 8. maí. Matthías H. Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BERNHARÐ ADOLF ANDRÉSSON fyrrum bóndi, Norðurfirði, Strandasýslu, Rofabæ 43, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 3. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum hlýhug og samúð og sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabbameinsfélags Íslands. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félags Íslands. Áslaug Guðmundsdóttir, Arinbjörn Bernharðsson, Sigríður Birna Magnúsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Arnar Arinbjarnarson, Bernharð Arinbjarnarson, Tinna Arinbjarnardóttir, Máni Steinunnarson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlý- hug og vináttu við fráfall ÍVARS GRÉTARS EGILSSONAR. Ásdís Hjörleifsdóttir, Sigrún Hjördís Grétarsdóttir, Ómar Smári Ármannsson, Kári Grétarsson, Anna Þórðardóttir, Smári Grétarsson, Hazel Grétarsson, Ásdís, Svandís, Þórður, Grétar, Ívar og Bjarki. Okkar ástkæri, STEFÁN BRYNGEIR EINARSSON, Keilusíðu 12c, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudag- inn 16. maí kl. 13:30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmunda M. Jóhannsdóttir, Einar J. Stefánsson, Guðbjörg Haraldsdóttir, Áslaug Ó. Stefánsdóttir, Oddgeir Sigurjónsson, Ingibjörg H. Stefánsdóttir, Bergur V. Stefánsson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR KARLSSON flugþjónn, Reynilundi 11, Garðabæ, andaðist á Landspítala Fossvogi miðviku- daginn 7. maí. Svava A. Ólafsdóttir, Georg Birgisson, Laufey B. Friðjónsdóttir, Ólafur Birgisson, Robyn Redman, Kári Georgsson, Haukur Georgsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.