Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 1
Súkkulaði- verðlaun Leið eins og poppstjörnu – slík voru lætin Fólk 59 Hugsanir viðutan sirkusstjóra og samspil dansara og sellós 18 Víðförull kokkur Úr Aðaldalnum í eldamennsku á Bahama-eyjum Sunnudagur B1 STOFNAÐ 1913 126. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fjögur dansverk Morgunblaðið/Kristinn Kjörstaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, talsmanns Samfylking- arinnar, var í Hagaskóla, í Reykja- vík suður. Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, greiddi atkvæði í Hagaskóla, í syðra Reykjavík- urkjördæminu. Morgunblaðið/Ómar Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kaus í fyrsta sinn í Reykjavík, í Ölduselsskóla í suðurkjördæminu. Morgunblaðið/Kristján Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, kaus utan- kjörfundar hjá sýslumanninum á Akureyri, en kjördeild hans er í Svalbarðshreppi í Þistilfirði. Morgunblaðið/Þorsteinn J. Tómasson Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, kaus á Ísafirði eftir talsvert ferðalag frá Reykjavík, en hann þurfti að fljúga til Þing- eyrar og aka þaðan vegna hliðarvinds á Ísafirði. Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Nýs afls, greiddi sitt atkvæði strax við opnun kjörstað- arins í Breiðagerðisskóla, í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. Góð kjörsókn um allt land FRAMKVÆMD alþingiskosning- anna fór almennt vel af stað og á hádegi í gær var kjörsókn víðast hvar mun betri en fyrir fjórum ár- um. Talið er að gott veður hafi haft þar áhrif sem og óvenju spennandi kosningar ef mið er tekið af nið- urstöðum skoðanakannana. Í Reykjavíkurkjördæmi norður höfðu 6.228 manns neytt atkvæð- isréttar síns, eða 14,56% af kjör- skrá. Kjörsóknin á hádegi var meiri í suðurkjördæminu í Reykjavík. Þar höfðu 6.932 kosið, eða 16,23% af kjörskrá. Fyrir fjórum árum, þegar Reykjavík var eitt kjördæmi, var kjörsóknin 13,05% á hádegi. Í Suðvesturkjördæmi höfðu 4.425 manns kosið klukkan ellefu árdeg- is, sem er 9,1% af kjörskrá og tvö- falt meira en á sömu stöðum 1999. Kjörsókn í Norðvesturkjördæmi var á stærstu stöðunum 8–17% á há- degi sem er ívið betra en síðast. Á hádegi höfðu 1.653 ein- staklingar skilað atkvæði sínu á Ak- ureyri, sem er 14,24% af kjörskrá. Árið 1999 var kjörsóknin 11,68%. Á Húsavík var kjörsóknin 13,5% á há- degi í gær, 19% á A-Héraði og 11% í Fjarðabyggð. Í Suðurkjördæmi var kjörsóknin 12,91% á stærstu stöðunum á há- degi sem er betra en árið 1999. ÓFULLNÆGJANDI upplýsingar um þróun og útbreiðslu bráða- lungnabólgunnar, HABL, í Peking gera baráttuna gegn sjúkdómnum þar mjög erfiða, að sögn Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, WHO. Sem dæmi er nefnt að yfirvöld í borginni hafi enga hugmynd um það hvar rúmlega 2.000 HABL-sjúkling- ar smituðust. „Helmingur sjúkling- anna hér í Peking hefur ekki komist í snertingu við fólk með HABL,“ sagði talsmaður WHO í Peking, Mangai Balasegaram, í gær. Hún sagði þetta aðeins vera eitt dæmi um vandann en ýmsar aðrar brýnar upplýsingar skorti. Skýrt hefur verið frá því að 116 manns hafi dáið úr sjúkdómnum í borginni en 235 í landinu öllu. Auk þess hafa 212 dáið í Hong Kong sem nýtur sjálfsstjórnar í Kínverska al- þýðulýðveldinu. Bráðalungnabólgan í Peking WHO skortir upplýsingar Peking. AFP, AP. SÝRLENDINGAR eru reiðubúnir að hefja friðarviðræður við stjórn Ariels Sharons í Ísrael, að sögn stjórnarmálgagnsins Tishrin í Dam- askus í gær. „Sýrlendingar krefjast friðar og þeir sem vilja frið þurfa að- eins að berja að dyrum,“ sagði blað- ið. Sharon sagðist í vikunni vilja hefja viðræður án nokkurra skilyrða en Sýrlendingar vilja að athyglinni verði fyrst og fremst beint að deil- unni um yfirráð Gólanhæða sem Ísr- aelar hernámu í 6 daga stríðinu 1967. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst nú kanna lík- urnar á að koma aftur á stað frið- arferlinu í deilum Ísraela og Palest- ínumanna með hjálp Vegvísisins svonefnda. Hann hélt í gær til Ísr- aels og ræðir í dag, sunnudag, við Sharon. Síðan ætlar Powell að hitta að máli Mahmud Abbas, nýjan for- sætisráðherra Palestínumanna, í Ramallah á Vesturbakkanum. Bush Bandaríkjaforseti sagði á föstudag að Powell myndi hafa í far- teskinu loforð sitt um að Bandaríkja- menn myndu ekki unna sér hvíldar í viðleitni til að tryggja að í framtíð- inni myndu Palestínumenn og Ísr- aelar „lifa hlið við hlið í tveim ríkjum og búa við öryggi, hagsæld og frið“. Sýrland vill friðarviðræður Damaskus, Jerúsalem, Washington. AP, AFP. Colin Powell ræðir við Sharon og Abbas í dag STÓRFYRIRTÆKIÐ Statoil í Noregi ætlar að verja um 1,6 milljörðum íslenskra króna í að kenna um 10.000 starfsmönn- um sínum að fara varlega, m.a. að halda sér í stigahandrið, að sögn Aftenposten. Statoil rekur fjölda olíu- og gasborpalla. Herferðinni er m.a. ætlað að koma í veg fyrir banaslys, sem hafa orðið á bor- pöllunum. Herferðin á að standa í fjög- ur ár og starfsmönnum ber skylda til að taka þátt í tveggja daga námskeiði þar sem kennd eru nokkur grundvallaratriði með hjálp myndbanda. Dæmi:  Þegar gengið er niður stiga á ekki að tala í farsíma, halda á einhverju með báðum höndum eða vera með hendur í vösum. Önnur höndin á alltaf að vera á handriðinu.  Maður á ekki að rugga sér á stólnum.  Þegar gist er á hóteli á alltaf að kynna sér neyðarútganga áður en farið er að sofa. Gætið ykkar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.