Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAMPTON Court-höllin ínágrenni Lundúna ertengd Hinriki VIIIEnglandskonungi íhuga margra, þó sögu hallarinnnar megi rekja allt til ársins 1236. En Hinrik VIII, sem ríkti frá 1509–1547, var flestum forvera sinna litríkari og er ekki hvað síst minnst fyrir eiginkonur sínar sex, þótt eyði- leggingarkrafturinn og sköpunar- gleðin sem einkenndu stjórnartíð hans, sem og ómæld matarlist kóngs- ins, séu ekki síður eftirminnileg. Það var líka Hinrik VIII sem fór þess á leit við breska þingið að 62.000 pund- um yrði veitt í að gera Hampton Co- urt-höllina upp á 10 árum, en sú upp- hæð næmi í dag einum 18 milljónum punda eða um 2,1 milljarði króna. Er Hinrik lést árið 1547 átti hann rúm- lega 60 aðsetur og var Hampton Co- urt fjórði vinsælasti dvalarstaður kongungs, á eftir höllunum í White- hall og Greenwich, sem hvorug stendur enn, og Windsor-kastala. Þrátt fyrir þetta eyddi Hinrik VIII aðeins 811 dögum í Hampton Court á 38 ára valdatíð sinni, sem sýnir að hann kom oft en stoppaði yfirleitt stutt við. Hinar sex eiginkonur Hinriks dvöldu líka allar í nýjum lúxusíbúðum í Hampton Court og sjálfur lét kon- ungurinn gera upp sínar vistarverur að minnsta kosti sex sinnum. Er lokið var við endurbyggingu hallarinnar árið 1540 var hún ein nýtískulegasta, smekklegasta og íburðarmesta höll á öllu Englandi. Þar mátti finna tenn- isvelli, flatir fyrir keiluspil, garða, yfir 40 hektara veiðisvæði, yfir 3.300 fer- metra eldhús, fallega kapellu, stóra borðstofu og baðherbergi sem gat rúmað 28 manns samtímis. Um 1540 var þá lagt nýtt vatnleiðslukerfi með blýrörum að höllinni og flutti það vatn frá Coombe Hill í Kingston í um 5 km fjarlægð. Hampton Court fær á sig núverandi mynd Íbúðir Hinriks VIII voru eyðilagð- ar á 17. öld. En í janúar 1698 brann Whitehall-höll til kaldra kola og ákvað Vilhjálmur III (1689–1702) þá að láta gera Hampton Court upp í nú- verandi mynd. Hann tók sjálfur þátt í að velja húsgögn í vistarverur kon- ungsins og lét einnig gera breytingar á skipulagi nýs einkagarðs. Vilhjálm- ur lést árið 1702 eftir að hafa dottið af hestbaki í garðinum í Hampton Co- urt og náði því ekki að sjá viðgerð- unum lokið. Mágkona Vilhjálms III og arftaki að krúnunni, Anna drottn- ing (1702–1714), dvaldi þó stundum í íbúðum konungsins þar sem híbýli drottningar voru ekki tilbúin. Hún lét gera við kapelluna 1710–1711 og skreyta stofu drottningar. Með and- láti Önnu dó Stuart-konungsættin út og við tók hin þýskættaða Hannover- ætt. Hinn nýi konungur, Georg I (1714–1727), var feiminn og lítt mannblendinn. Hann talaði auk þess ekki ensku, dvaldi lengst af í fæðing- arborg sinni Hannover í Þýskalandi og eiginkona hans kom, svo dæmi séu tekin, aldrei til Englands. Við af Georg I tók Georg II (1727–1760), sem ásamt eiginkonu sinni elskaði sýndarmennsku og íburð kóngalífs- ins, en það féll í hans hlut að láta ljúka framkvæmdum við vistarverur drottningar á árunum 1715–1718. 31. mars 1986 kviknaði síðan í stórum hluta íbúða konungs og tók sex ár að gera við skemmdirnar. Leiksvið fyrir Hamlet Borðstofa Hampton Court er stærsta herbergi hallarinnar, 32 metrar á lengd og 12 metrar á breidd með 18 metra lofthæð. Borðstofan var byggð af Hinrik VIII árið 1532 og gegndi hún tveimur hlutverkum. Í fyrsta lagi var herbergið borðstofa fyrir 600 starfsmenn hallarinnar, sem snæddu þar í tvískiptum hópum tvisvar á dag og í öðru lagi gegndi hún hlutverki inngangs fyrir ríkis- íbúðirnar. Borðstofan er prýdd gull- fallegu og mikið skreyttu viðarlofti og flæmsk veggteppi frá 1540–1550, er sýna sögu Abrahams og voru líklega pöntuð af Hinrik VIII, prýða vegg- ina. Hjartarhöfuð, frá 17. og 18. öld, hanga þá fyrir ofan veggteppin. Stór- an hluta 18. aldar var borðstofan not- uð sem leikhús, en 23. september 1718 var Hamlet eftir William Shake- speare sett þar á svið fyrir Georg I og viku síðar Hinrik VIII. Hornaherbergið var upphaflega byggt sem eins konar biðstofa fyrir þjónustufólk sem beið þess að setja mat á borð í aðalsalnum og voru hornin sett upp eins og þau eru í dag árið 1993, en mörg þeirra eru frá 17. öld. Lífvarðasalurinn var upphaflega fyrsta herbergið í vistarverum Hin- riks VIII, en hin herbergin sem til- heyrðu vistarverunum hafa verið eyðilögð. Til vinstri er lítið herbergi sem áður var baðherbergi lífvarð- anna, en lífvarðasalurinn var einnig notaður sem borðstofa fyrir háttsetta hirðmenn. Til hægri við lífvarðasal- inn liggur riddarasveinasalurinn og hefur honum verið komið í það horf er hann var í á árunum 1540–1550, þegar riddarasveinarnir voru í saln- um. Eitt af störfum þeirra var að þjóna aðalsmönnum í lífvarðasalnum. Afturgöngugangurinn nefnist einn af göngum hallarinnar og dregur nafn sitt af afturgöngu Katrínar Howard, fimmtu eiginkonu Hinriks VIII. Aðeins 15 mánuðum eftir að þau gengu í hjónaband árið 1540 var hin unga drottning sökuð um framhjáhald og tekin höndum. Áður en hún sætti fangavist í Tower of London var henni hins vegar haldið í stofufangelsi í vistarverum sínum í Hampton Court og segir sagan að hún hafi náð að flýja úr stofufangels- inu og hlaupið eftir ganginum að kap- elluhurðinni þar sem konungurinn var við messu. Þegar hún kom að dyr- unum var hún stöðvuð af lífvörðum konungs, sem drógu hana til baka að vistarverum sínum á meðan konung- ur hélt áfram bænahaldi sínu. Aftur- ganga Katrínar er sögð hlaupa áfram um ganginn og kalla nafn Hinriks. Konunglegu kapellunni, sem er rúmlega 450 ára gömul, er svo skipt í tvo hluta. En það var Hinrik VIII sem lét gera hið gullfallega loft kap- ellunnar á árunum 1535–36. 1.200 manns í fæði Árið 1514 lét Wolsey kardináli stækka Hampton Court og eitt af fyrstu verkefnunum var að endur- gera eldhúsin sem urðu að geta fætt 600 manns. Þau eldhús reyndust hins vegar ekki nógu stór fyrir hirð Hin- riks VIII, en á þeim tíma urðu eld- húsin að geta fætt 1.200 manns og því lét konungurinn stækka eldhúsin árið 1529 og urðu þau eftir stækkunina einir 3.350 fermetrar að stærð. Eld- húsunum var skipt í 50 herbergi og þau notuð allt til ársins 1660 er farið var að greiða starfsfólki laun í stað fæðis. Með þeirri breytingu var sum- Hampton Court-höllin. Baðherbergi drottningar. Breiðstiginn í vistarverum konungs. Séð inn í hluta eldhúsanna. Svefnherbergi drottningar. Borðstofa konungs. Munaðarlíf í Hampton Court Hampton Court er ein af höllum bresku krúnunnar og líkt og fleiri aðsetur konunga einkennist hún af miklum íburði, en allt að 1.200 manns voru til að mynda í fæði í höllinni á dögum Hinriks VIII. Bergljót Leifsdóttir heimsótti Hampton Court.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.