Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 16. maí 1993: „Í Morg- unblaðinu í gær var frá því skýrt, að þorskafli í apr- ílmánuði hefði verið hinn minnsti í 25 ár eða frá því í apríl 1967. Skiljanlegt er, að óhug setji að fólki við slík tíð- indi. Bresti þorskstofninn er ekki lengur grundvöllur fyrir lífi þjóðarinnar í þessu landi. Til þess að sjá þessar fréttir í réttu samhengi er fróðlegt að rifja upp, að vetrarvertíðin árið 1967 var ein erfiðasta í manna minnum og töldu fróðir menn að leita yrði aft- ur til ársins 1914 til sam- anburðar.“ . . . . . . . . . . 15. maí 1983: „Fyrri hluta þessarar aldar var síld- arstofninn einn af horn- steinum sjávarvörufram- leiðslu og gjaldeyristekna okkar. Ekki þarf að orð- lengja um afdrif hans, orsak- ir né afleiðingar, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og þau sjávarpláss, sem byggðu at- vinnu og afkomu sína alfarið á síldariðnaðinum. Síðar kom loðnan til sög- unnar sem veigamikill þáttur í þjóðarbúskapnum. Hluti út- vegsins sérhæfði sig til loðnuveiða og vinnsla loðn- unnar varð uppistaða í at- vinnulífi ýmissa útgerð- arstaða, ekki sízt þeirra sem fyrrum treystu á síldina. En sagan endurtók sig. Loðnu- stofninn hrundi. Þjóðarbúið og sjávarplássin urðu nú fyr- ir verulegu skakkafalli. Það gengur í raun kraftaverki næst að byggðarlög eins og Raufarhöfn og Siglufjörður, sem í tvígang hafa sætt hruni fiskstofna er vóru horn- steinar í atvinnulífi þeirra, skuli hafa komizt yfir slík áföll.“ . . . . . . . . . . 13. maí 1973: „Undanfarna daga hefur Ólafur Jóhann- esson, forsætis- og dóms- málaráðherra, átt tíða fundi með yfirmönnum Landhelg- isgæzlunnar og skipherrum á varðskipunum vegna vaxandi gagnrýni á störf gæzlunnar og yfirstjórn og óánægju meðal varðskipsmanna sjálfra. Ekkert hefur verið sagt opinberlega um þessi fundahöld, en Morgunblaðið skýrði frá því í gær, að á þessum fundum hefði verið ákveðið að gefa skipherrum frjálsar hendur um fram- kvæmd gæzlustarfa, þannig að nú mega varðskipin klippa á togvíra án sérstakrar heim- ildar og þau hafa einnig heimild til togaratöku, ef hún stofnar lífi varðskipsmanna ekki í hættu. Jafnframt er ástæða til að ætla, að rík- isstjórnin hafi að undanförnu rætt um ýmsar aðrar leiðir til þess að herða gæzlustörfin á miðunum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á FYRSTU árum hins unga íslenzka lýðveldis kom fram á sjónarsviðið vösk sveit ungra afreksmanna í frjálsum íþróttum sem varpa ljóma á þessi ár. Þetta var gullöld íslenzkra frjálsíþróttamanna. Á skömmum tíma urðu þeir eins konar ímynd ís- lenzka lýðveldisins, einnar fámennustu þjóðar veraldar á þeim tíma. Þeir veittu þjóðinni sjálfs- traust. Íslendingum fannst þeir geta borið höf- uðið hátt í samfélagi frjálsra þjóða, ekki sízt vegna afreka þessara ungu manna á alþjóðavett- vangi. Það er ekki hægt að lýsa í orðum eftirvænting- arfullu andrúminu á Melavellinum á þessum ár- um þegar athyglin beindist að frjálsum íþróttum ekkert síður en knattspyrnu. Einn þessara ungu afreksmanna var Haukur Clausen tannlæknir sem nú er látinn en útför hans fer fram nk. þriðjudag. Hann var stjarna. Svo urðu þeir bræður báðir, Örn og hann, stjörn- ur. Fyrst fylgdist þjóðin með afrekum Hauks í spretthlaupi, svo beindist athyglin að afrekum Arnar í tugþraut. Þetta voru ógleymanlegir tímar enda hafa af- rek þeirra tvíburabræðranna og félaga þeirra í frjálsum íþróttum varðveizt í minningu þjóðar- innar. Þeir voru allir meira en afreksmenn í íþróttum. Þeir voru óumdeilanlegt tákn hins unga Íslands. Hverjir voru þeir? Í þessum hópi voru Clau- senbræður, Finnbjörn Þorvaldsson, Gunnar Huseby, Torfi Bryngeirsson, Skúli Guðmunds- son, Ásmundur Bjarnason, Kjartan Jóhannsson, Óskar Jónsson, Guðmundur Lárusson, Jóel Sig- urðsson, Ingi Þorsteinsson og fleiri. Og í kjölfar þeirra kom Vilhjálmur Einarsson heim frá Ól- ympíuleikum árið 1956 með silfurverðlaun í þrí- stökki. Flestir þessara snjöllu frjálsíþróttamanna voru félagsmenn í ÍR, Íþróttafélagi Reykjavíkur, sem bersýnilega hefur ræktað vel það unga fólk, sem kom til starfa á þeim vettvangi. Aðrir voru úr KR og öðrum félögum. Haukur Clausen náði því að hlaupa 100 metr- ana á 10,6 sekúndum 1948 og til er skráning um ógilt hlaup, þar sem hann hafði hlaupið þessa vegalengd á 10,4 sekúndum. Árið 1949 hljóp Finnbjörn Þorvaldsson 100 metra á 10,5 sek- úndum. Til þess að setja þessar tölur í samhengi er ástæða til að benda á að á þessum árum stóð enn heimsmet James C. Owens frá árinu 1936, 10,2 sekúndur en þessi mikli íþróttamaður ögraði Adolf Hitler á Ólympíuleikunum í Berlín það ár með miklum sigrum. Þegar afrek spretthlaupara okkar á þessum árum eru borin saman við bezta árangur í heim- inum kemur í ljós að þeir voru ótrúlega nálægt því að komast í fremstu röð. Enda gerðu þeir og félagar þeirra garðinn frægan ekki bara á Mela- vellinum heldur einnig á íþróttamótum á Norð- urlöndum og annars staðar í Evrópu. Eitt hlaup Hauks Clausen lifir þó öðrum frem- ur í minningunni. Hann setti Norðurlandamet í 200 metra hlaupi í Eskilstuna í Svíþjóð 8. ágúst 1950 og hljóp á 21,3 sekúndum. Það met stóð hátt á annan áratug. Í bók, sem nefnist Fimmtán íþróttastjörnur eftir Kristján Jóhannsson, er landskeppni við Norðmenn í frjálsum íþróttum m.a. lýst á þennan veg: „Haukur Clausen var hinn óumdeilanlegi sig- urvegari í þessari keppni. Hann var sá er flest stigin hlaut og setti svip sinn á leikmótið með frá- bærri keppnishörku og glæsimennsku … Tví- vegis hafði Haukur vakið gleði og hrifningu hjá áhorfendum með sínum glæsilegu sprettum, sem minntu þá á hlaup krónhjartarins, þegar hann þýtur yfir skógarrjóðrin. Yfir hlaupi þessa kepp- anda var óvenjulegur glæsileiki …“ Haukur Clausen var einn af vormönnum Ís- lands. Hann heillaði kynslóðir ungra Íslendinga með afrekum sínum og vakti með þeim bjartsýni og trú á að fámenn og fátæk þjóð á norðurhjara veraldar gæti eignazt sjálfstæðan sess í sam- félagi þjóðanna sem og varð. Auglýsinga- stofustjórn- málin Í áhrifamikilli bók, sem út kom árið 1957 og nefndist An Econ- omic Theory of Dem- ocracy, eða Hagræn kenning um lýðræði, líkti stjórnmálafræðingurinn Anthony Downs stjórnmálunum við markað, þar sem stjórnmála- flokkar væru í hlutverki fyrirtækja, kjósendur í hlutverki neytenda og þá stefna flokkanna í hlut- verki vöru eða þjónustu. Þessi samlíking hefur oft verið notuð síðan og er hreint ekki svo galin en líklega hefur Downs ekki séð það fyrir á sjötta áratugnum hversu mikið stjórnmálaflokkar ættu eftir að læra af fyrirtækjunum í auglýsinga- mennsku og markaðssetningu. Í kosningabaráttunni, sem er nýlokið þegar þetta Reykjavíkurbréf er skrifað, hafa auglýs- ingastofustjórnmálin náð nýjum hæðum. Flestir flokkar hafa augljóslega varið háum fjárhæðum til auglýsingagerðar, mjög háum ef horft er til þeirra fjármuna sem flokkarnir hafa úr að spila. Enn sem komið er hafa eingöngu Frjálslyndi flokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð upplýst um kostnaðinn við kosningabaráttu sína. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, greindi frá því í sjónvarpsum- ræðum í gærkvöldi, föstudagskvöld, að barátta flokksins kostaði um 12 milljónir króna. Þá hefur VG skýrt frá því að kosningabarátta flokksins muni kosta um 16,5 milljónir, þar af séu um átta milljónir vegna auglýsinga. Þessir tveir flokkar virðast þó hafa auglýst einna minnst í kosninga- baráttunni. Morgunblaðið hefur stundum áður vakið at- hygli á því að þessi þróun í átt til auglýsinga- stofustjórnmála geti verið varasöm. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er hætta á að kosningabaráttan beinist í farveg einfaldra skila- boða í auglýsingum í stað þeirra innihaldsríku umræðna sem eiga að fara fram í lýðræðisþjóð- félagi. Eins og blaðið benti á í þessari kosninga- baráttu voru auglýsingarnar stundum auðfundn- ari og meira áberandi í fjölmiðlunum en umræðurnar. Auðvitað er þó ekki hægt að setja allar auglýsingar undir sama hatt. Það var áber- andi hversu rík áherzla á málefni var í tiltölulega efnismiklum auglýsingum Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs, svo dæmi sé nefnt. Í öðru lagi er hætta á að athyglin beinist um of að fáeinum leiðtogum og fari fremur að snúast um persónur en málefni. Flokkarnir hljóta að vilja sýna breiða forystusveit en ekki aðeins eitt andlit. Persónudýrkun á ekki heima í okkar upp- lýsta þjóðfélagi og stuðningsmenn flokkanna kunna ekki endilega að meta hana. Sem dæmi má nefna að ýmsir stuðningsmenn Samfylking- arinnar spurðu í kosningabaráttunni hvers vegna hin frambærilega sveit kvenframbjóðenda í efstu sætum væri ekki sýnilegri í kosningabar- áttunni en raun bar vitni, úr því að flokkurinn lagði svo mikla áherzlu á jafnréttismál og að koma konum til valda. Áherzlan á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem eina leiðtogann var ekki öllum að skapi. Auglýsingunum hættir líka til að snúast frem- ur um ímynd; bros, hárgreiðslur, hálsbindi og dragtir en um það hvað leiðtogarnir hafa fram að færa. Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Nýs afls, hafði talsvert til síns máls þegar hann sagði í sjónvarpsumræðunum í gærkvöldi, föstudags- kvöld: „Það, sem er athyglisvert við þessar aug- lýsingar, er að hve litlu leyti þær fjalla um mál- efni, að hve miklu leyti þær eru ímyndarbarátta. Þetta snýst orðið um það hvaða flokkur hefur bezta auglýsingastjórann eða auglýsingastofuna til að sjá um málin fyrir sig. Þetta snýst nefnilega ekki lengur um það hver þú ert eða hver þú hefur verið, heldur hvernig auglýsingaspesíalistinn vill að almenningur álíti að þú sért.“ Í þriðja lagi er hætt við því að kosningabar- átta, sem byggist á auglýsingum, detti úr tengslum við raunveruleg áhugamál kjósend- anna. Það kann ekki góðri lukku að stýra að fela auglýsingafólki að móta stefnuna í málflutningi stjórnmálaflokka. Það er ekki í sama sambandi við kjósendur í landinu og stjórnmálamennirnir sjálfir, hittir þá ekki á fundum, á ekki við þá per- sónuleg samtöl með sama hætti og frambjóðend- urnir. Í bezta falli rýnir það í skoðanakannanir um það hver áhugamál kjósenda séu. Í fjórða lagi kosta auglýsingarnar mikla pen- inga, eins og vikið var að hér á undan. Fjárútlát vegna auglýsingaherferða geta annars vegar sett fjármál flokka í uppnám og gert það að verkum að meiri tími fari í fjáröflun en málefnabaráttu. Hins vegar er hætt við að smærri framboð treysti sér einfaldlega ekki til að taka þátt í slíkri kosningabaráttu. Samt er það svo að peningar vinna ekki kosn- ingar og enginn verður heldur sigurvegari í kosningum á auglýsingunum einum saman. Þeg- ar allt kemur til alls, láta kjósendur málefnin ráða, enda eru Íslendingar með upplýstari þjóð- um og sjá í gegnum það, ef engin málefni eru á bak við áferðarfallegar auglýsingar. Svo aftur sé gripið til samlíkingarinnar við neytendamarkað- inn átta kjósendur sig fljótt á því ef varan er bara umbúðir og markaðssetning. A.m.k. heppnast slík markaðsherferð bara einu sinni. Kostnaðurinn við auglýsingarnar var stjórn- málaleiðtogunum greinilega nokkuð ofarlega í VETTVANGUR FÓLKSINS Kosningabarátta fyrir bæðiþingkosningar og sveitar-stjórnakosningar fer nú orðið að verulegu leyti fram í fjöl- miðlum. Athyglisvert er að sjá hver þróunin hefur orðið í þeim efnum. Í stórum dráttum má segja, að ljós- vakamiðlarnir hafi orðið vettvangur leiðtoganna og einstakra frambjóð- enda en dagblöðin þrjú og þá ekki sízt Morgunblaðið orðið vettvangur fólksins. Stjórnmálaleiðtogar og aðrir frambjóðendur skrifa að sjálfsögðu í dagblöðin og Morgunblaðið hefur fyrir þessar kosningar lagt sér- staka áherzlu á að skapa þeim veg- legan sess í blaðinu. Það sem mesta athygli vekur og er til marks um virkt lýðræði á Íslandi er hins veg- ar mikil þátttaka almennra borgara í þjóðmálaumræðum fyrir kosning- ar. Að þessu sinni eins og jafnan áð- ur hefur Morgunblaðið birt gífur- legan fjölda greina frá fólkinu í landinu, þar sem greinahöfundar taka ríkan þátt í daglegum um- ræðum kosningabaráttunnar, lýsa skoðunum sínum á mönnum og mál- efnum og taka afdráttarlausa af- stöðu eða vekja athygli frambjóð- enda og flokka á þjóðþrifamálum. Þetta virka grasrótarlýðræði birtist sennilega betur hér á síðum Morgunblaðsins en á nokkrum öðr- um vettvangi í samfélagi okkar. Einhverjir kunna að spyrja, hvort þátttaka fólksins í kosninga- baráttunni með þessum hætti, sem áreiðanlega er einsdæmi, alla vega í samanburði við helztu lýðræðis- ríki Evrópu og Norður-Ameríku, hafi einhverja þýðingu. Það getur alltaf verið álitamál hver þýðing einstakra greina er. Það fer eftir efni og efnistökum. En það er eng- in spurning um að þegar á heildina er litið hefur þessi virka þátttaka fólks mikil áhrif á stjórnmálin í landinu. Stjórnmálamennirnir veita því eftirtekt sem sagt er, þeir finna hjá sér ríka þörf til að svara ef að þeim er vegið og þeir taka upp sjónarmið og ábendingar, sem þeim finnst þurfa að komast á framfæri. Fyrir Morgunblaðið sem helzta vettvang þessara grasrótarum- ræðna eru þessi beinu tengsl við fólkið í landinu mikilvæg. Þau kalla á mikla vinnu á ritstjórn blaðsins við móttöku og frágang þessa efnis. Því miður er ekki alltaf hægt að veita fólki nægilega góða þjónustu vegna of langs biðtíma. En Morgunblaðið metur það mik- ils að landsmenn hafa sjálfir valið blaðið sem sinn vettvang að þessu leyti og vill leggja sig fram um að efla og bæta þessa þjónustu. Rými í dagblaði er takmarkað og þess vegna er óhjákvæmilegt að setja ákveðin takmörk á lengd greina. Í því sambandi er hins vegar ástæða til að vekja athygli á, að Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, rekur annan fjölmiðil, netútgáfuna mbl.is, sem er víðlesnasta netút- gáfa landsins. Þeir sem skrifa greinar í Morgunblaðið eiga kost á því að birta lengri gerð þeirra á netútgáfunni. Það er enn nokkur ljóður á ráði einstakra greinarhöfunda hversu stóryrtir og illyrtir þeir eru. Það er eftirtektarvert að þetta vandamál snýr frekar að þeim, sem lengi hafa verið þátttakendur í þjóðmálabar- áttunni en hinum venjulega borg- ara ef svo má að orði komast. Hér er að sjálfsögðu um að ræða skort á mannasiðum. Blaðið reynir að hafa áhrif á viðkomandi aðila með mis- jöfnum árangri. Það er alltaf álita- mál hvar þau mörk liggja, sem ekki er hægt að leyfa greinarhöfundum að fara yfir. Vonandi lagast þetta með nýjum kynslóðum. Stóryrða- stíll í slíkum skrifum á að heyra fortíðinni til. Þegar upp er staðið er aðild al- mennings að kosningabaráttunni til marks um það sem mestu skiptir í okkar samfélagi, að lýðræðið á Ís- landi er virkara en í flestum ef ekki öllum öðrum lýðræðisríkjum og tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi er virt til hins ýtrasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.