Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ L EIÐBEINENDUM hefur farið jafnt og þétt fækkandi í framhaldsskólunum á undan- förnum árum, því sífellt fleiri sækja sér kennsluréttindi,“ segir Þórir Ólafsson, sér- fræðingur í menntamála- ráðuneytinu og formaður undanþágunefndar framhaldsskóla. Nú er runninn upp sá tími sem grunn- skólar og framhaldsskólar auglýsa eftir kennurum fyrir næsta skólaár. Þótt leiðbein- endum hafi farið fækkandi eru þeir þó víða stór hluti kennaraliðs í skólum. Á höfuð- borgarsvæðinu hefur skólum að vísu gengið vel að manna stöður með kennurum sem hafa full kennsluréttindi, en eftir því sem fjær dregur höfuðborginni fer leiðbeinend- um í kennarahópi fjölgandi. Auðveldara að afla sér réttinda en áður Þórir Ólafsson segir að með breytingum á lögum árið 1998 hafi leiðbeinendum verið auðveldað að verða sér úti um kennslurétt- indi. „Háskólamenntað fólk og iðnmeistarar þurfa til dæmis aðeins að sækja 15 eininga nám til að fá réttindi sem framhaldsskóla- kennarar, en ekki 30 einingar eins og áður var. Aukinn áhuga leiðbeinenda á að verða sér úti um réttindi má áreiðanlega líka rekja til kjarasamninga kennara árið 2001, en kjör kennara eru nú með því besta sem gerst hef- ur. Þegar kjörin eru lagfærð skilar fólk með réttindi sér inn í skólana og ógnar þar með starfsöryggi leiðbeinenda, sem sjá sér skilj- anlega þann kost vænstan að öðlast full rétt- indi.“ Skólastjórar, sem óska eftir að manna kennarastöður með leiðbeinendum, þurfa að sækja um undanþágu til menntamálaráðu- neytisins. Þórir segir að dregið hafi úr um- sóknum til undanþágunefndar framhalds- skóla undanfarin ár. „Árið 1999 voru umsóknir 346, árið 2000 voru þær 294, árið 2001 voru þær 287 og á síðasta ári voru þær 237. Þörfin fyrir kennara við framhaldsskóla hefur síður en svo minnkað, svo þetta sýnir að fleiri kennarar með réttindi fylla nú stöð- ur við framhaldsskólana en áður. Þessar töl- ur sýna að vísu ekki stöðugildi, en eru samt raunhæf vísbending um hvert stefnir.“ Kennarar í framhaldsskólum eru flestir háskólamenntaðir, og í verkmenntaskólum gjarnan með tæknimenntun eða meistara- próf í iðngrein. „Landslagið í grunnskól- unum er annað, þar eru fleiri kennarar með stúdentspróf. Skólarnir, bæði framhaldsskól- ar og grunnskólar, eru þéttskipaðir rétt- indafólki, en þegar lengra dregur frá höf- uðborginni er erfiðara að manna allar stöður með kennurum með full réttindi,“ segir Þór- ir. Óviðunandi öryggisleysi Undanfarin ár hefur borið töluvert á um- ræðu um réttindaleysi leiðbeinenda. Þeir eru ráðnir til eins árs í senn og missa stöðu sína, sæki kennari með réttindi um hana, þar sem lögum samkvæmt ber að ráða kennara með kennsluréttindi, sé það unnt. Bárður R. Jónsson og Hilmar Pétursson hafa látið rétt- indamál leiðbeinenda til sín taka. Þeir segja að það óöryggi, sem leiðbeinendur búi við, sé óviðunandi. „Starfsöryggi leiðbeinenda er aðeins tryggt eitt ár í senn, frá undirritun samnings með gildistöku 1. ágúst til júlíloka árið eftir. Samkvæmt lögum ber skólum að auglýsa eftir kennurum með kennsluréttindi. Þrátt fyrir að leiðbeinandi hafi kennt árum saman við sama skóla breytir það engu um að staða hans er auglýst árlega og ef kenn- ari með kennsluréttindi sækir um er leið- beinandinn úti í kuldanum.“ Bárður kenndi í fjögur ár við Mennta- skólann að Laugarvatni og Hilmar í 5½ ár, en þeir misstu báðir starfið þar á síðasta ári. Bárður segir að hann hafi haldið að leið- beinendur gætu unnið sér inn einhvern rétt með tímanum og slíkt væri nánast sjálfgefið. „Þannig er málum hins vegar ekki háttað, en starfsreynsla hækkar laun leiðbeinenda smám saman, þótt atvinnuöryggið verði aldrei meira en til eins árs,“ segir hann. Kjarasamningar kennara gilda um leið- beinendur, en byrjunarlaun leiðbeinenda eru tveimur launaflokkum lægri en byrjunarlaun réttindakennara. Bárður segir að launamun- urinn geti orðið umtalsverður. „Þegar kenn- arar hafa einhverja yfirvinnu er munur á leiðbeinanda og réttindakennara kannski 50–60 þúsund krónur á mánuði. Grunnur launa leiðbeinenda er lægri en kennara með réttindi, sem hefur áhrif á yfirvinnu- greiðslur. Þarna munar því ansi miklu.“ Leiðbeinendur eiga ekki rétt á launuðu námsleyfi eins og kennarar, en Bárður og Hilmar segja að slíkt leyfi gæti nýst leið- beinendum til að verða sér úti um kennslu- réttindi. Hilmar segir að ekkert hafi verið hugað að þessu atriði. Réttindanám erfitt með fullu starfi Réttindaleysi leiðbeinenda kom skýrt í ljós þegar Bárði var sagt upp störfum. Hann var í veikindaleyfi þegar ráðningartíma hans lauk. Um leið og ráðningartíminn var liðinn missti hann í raun rétt til greiðslna úr sjúkrasjóði Kennarasambands Íslands. Það mál var að vísu leyst af hálfu stjórnar sjóðs- ins. „Ég hafði greitt öll gjöld til félagsins í fjögur ár, en þegar ég datt út af launaskrá í veikindum var mér sagt að ég ætti rétt á greiðslu úr sjúkrasjóði í fimm daga. Þessu var til allrar hamingju kippt í liðinn.“ Leiðbeinendur hafa ávallt talist til fé- lagsmanna Kennarasambandsins. „Af hálfu Kennarasambandsins er því alltaf lýst yfir, að leiðbeinendur njóti allra sömu réttinda og aðrir félagsmenn. Það er gott og blessað, en það gildir aðeins á þessu eina ári, sem leið- beinendur eru sannanlega til,“ segir Hilmar. Bárður var trúnaðarmaður kennara á Laugarvatni í þrjú ár og Hilmar var formað- ur kennarafélagsins. „Í raun hefðum við ekki mátt taka þessi verkefni að okkur,“ segja þeir. Trúnaðarmaður er kjörinn til tveggja ára, en Bárður var einungis ráðinn til eins árs. „Þetta hefur verið víða svona í reynd, enda reikna menn ekki með því að missa vinnuna.“ Þeir segja að leiðbeinendur hristi ekki kennsluréttindin fram úr erminni. Bárður hefur tvívegis hafið nám til kennsluréttinda, en fallið frá því. Hann segir erfitt að sinna háskólanámi samhliða fullri kennslu. Hilmar segir ástæðu til að fagna því að nú sé tekið meira tillit til starfsreynslu leiðbein- enda við mat á því hvort þeir þurfi að taka 15 eða 30 einingar til kennsluréttinda. „Reglurnar eru hins vegar sérkennilegar. Maður með doktorspróf þarf ekki að ljúka neinum einingum, hann fær kennsluréttindi án þess. Þetta er undarlegt, því réttindin hljóta að byggjast á því að þessi náms- grunnur sé svo mikilvægur fyrir starfið, en svo eru alls konar undanþágur.“ Hilmar segir að kostnaður leiðbeinenda við að afla sér réttinda sé mikill, ef miðað sé við aðrar stéttir. „Sálfræðingar, lögfræðing- ar og iðnaðarmenn taka námskeið, borga ákveðið gjald og fá réttindi sem byggjast á þekkingu þeirra á faginu. Hjá okkur er þetta með öðrum hætti og kostar miklu meira. Ef við reiknum kaup á þessar vinnu- stundir þá er það ansi hátt. Við erum í raun núllstilltir þegar við byrjum réttindanámið.“ Aðspurðir hvort ekki sé ástæða til að hafa einhver skýr viðmið og réttindi, þar sem störf grunnskólakennara og framhaldsskóla- kennara séu lögvernduð, segjast þeir hafa skilning á því. „En hvað með kennara sem nýtur trausts nemenda sinna og skilar góð- um árangri í starfi, en hefur ekki réttindi?“ spyr Hilmar á móti. „Árangurinn skiptir engu máli, hann er aldrei tekinn með í reikninginn, heldur eingöngu litið á rétt- indin.“ Hilmar er líffræðingur og hefur kennt ýmsar aðrar greinar. Bárður hefur kennt ís- lensku, dönsku, ensku, latínu og lífsleikni. Hann er með háskólapróf í latínu og forn- grísku og einingar í meistaranámi. Þar sem hann kenndi aðrar greinar en latínu og forn- grísku þurfti hann að fá ráðherraundanþágu til starfa á hverju ári. „Leiðbeinendur fá undanþágu greiðlega ef þeir kenna það fag sem þeir eru menntaðir í. Ef þeir kenna önnur fög er undanþágubeiðninni ávallt hafnað og þá þarf sérstaka undanþágu ráð- herra,“ segir Bárður. „Það skipti engu máli þótt fögin sem ég kenndi væru náskyld. Ég hef starfað sem þýðandi í meira en áratug og þýði úr sænsku, norsku, dönsku og ensku og ég þýði líka yfir á dönsku og ensku. Að auki snara ég texta yfir á íslensku úr þýsku ef þörf er á. Þessi störf mín skiptu engu máli og það var ekkert litið á meðmæli frá t.d. RÚV. Ég þýddi vísindaskýrslur yfir á dönsku fyrir heilbrigðisráðuneytið, en það skipti heldur engu. Starfsreynsla mín var einskis metin, hvorki í réttindum né launum og alltaf þurfti ég að sækja um ráðherraund- anþágu til að kenna tungumál.“ Hilmar segir að aldrei hafi verið gerð til- raun til að leggja mat á starf leiðbeinenda og kennara, til að átta sig á hvor hópurinn standi sig betur í starfi. Vísbendingu um slíkt væri t.d. hægt að fá með mati nemenda. Þeir segja aldrei hafa komið til tals að leiðbeinendur fengju stigvaxandi réttindi eftir reynslu. „Það kemur ekki til greina af hálfu Kennarasambandsins að láta af kröfu um réttindi. Leiðbeinendur í framhaldsskól- um líða e.t.v. fyrir að þessari réttindakröfu er haldið hátt á lofti í grunnskólanum, enda þykir þar meiri nauðsyn á þekkingu í upp- eldisfræðum en á framhaldsskólastiginu.“ Bárður segir að eitt sinn hafi komið fram sú tillaga innan Kennarasambandsins frá leiðbeinendum í grunnskóla að ríkið greiddi mismun á launum leiðbeinenda og réttinda- kennara í endurmenntunarsjóð fyrir leið- beinendur. „Hugmyndin er góð, en tillagan var felld,“ segir hann. Hilmar segir að innan Kennarasambands- ins hafi verið rætt um að leiðbeinendur geti áunnið sér rétt innan þess skóla sem þeir starfa í, en sá réttur færist ekki milli skóla. Bárður og Hilmar segja að leiðbeinendur í grunnskólum séu oft enn verr settir en leið- beinendur í framhaldsskólum, því þeir séu margir einungis með stúdentspróf og geti því ekki vísað í sérþekkingu á einhverju sviði. Bárður og Hilmar segja að Kennarasam- band Íslands þurfi að sinna leiðbeinendum Réttindalausir aðeins Nú er runninn upp tími árvissra auglýsinga skóla eftir kenn- urum. Ef ekki fást til starfa kennarar með réttindi er heim- ilt að ráða leiðbeinendur. Í grein Ragnhildar Sverrisdóttur kem- ur fram að leiðbeinendur búa ekki við starfsöryggi en fátt er þar til ráða annað en að þeir afli sér kennsluréttinda þar sem kennarastarfið er lögverndað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.