Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KJÖRSÓKN MEIRI Kjörsókn var nokkru meiri í al- þingiskosningunum á hádegi í gær en hún mældist á sama tíma í kosn- ingunum 1999. Um 212 þúsund manns eru á kjörskrá og þúsundir ungmenna eru að kjósa í fyrsta sinn. Rætt um jarðvarmavirkjun Landsvirkjun hefur sent Skipu- lagsstofnun skýrslu þar sem lýst er áætlun um 90 MW jarðvarmavirkjun í áföngum við Bjarnarflag í Mý- vatnssveit. Líklegt er að úrskurður Skipulagsstofnunar muni liggja fyrir í haust. Vilja hefja viðræður á ný Sýrlendingar segjast reiðubúnir að hefja aftur friðarviðræður við Ísr- aela. Hinir síðarnefndu sögðust fyrr í vikunni vilja hefja aftur samninga en þjóðirnar deila einkum um yf- irráð Gólanhæða. Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt í gær til Mið-Austurlanda til að ýta undir friðarviðræður Ísraela og Pal- estínumanna. WHO skortir upplýsingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, segir að vegna skorts á upp- lýsingum um útbreiðslu bráða- lungnabólgunnar, HABL, í Peking sé nær útilokað að gera sér grein fyrir því hvernig hún smitist milli manna. Yfir 200 manns hafa nú látist í Kína úr sjúkdómnum og álíka margir í Hong Kong. Fimm stungnir með hnífi Fimm manns voru stungnir með hnífi í íbúð í Mosfellsbæ í gærmorg- un. Þeir voru allir fluttir á sjúkrahús en mismikið særðir að sögn lög- reglu, enginn lífshættulega. Mála- vextir voru óljósir er síðast fréttist en grunaður einstaklingur var flutt- ur á lögreglustöð. Skortur á sumarstörfum Allt bendir til þess að ekki verði hægt að útvega nær 1.200 náms- mönnum sumarvinnu í Reykjavík, að sögn Vinnumiðlunar skólafólks í Hinu húsinu. Umsóknarfrestur rann út um mánaðamótin en um 1.400 störf eru í boði. Staðan er sögð svip- uð og í fyrra en að þessu sinni rann fresturinn út mánuði fyrr til að auð- veldara væri að meta stöðuna. Sunnudagur 11. maí 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8,4196  Innlit16.2961  Flettingar 69.700  Heimild: Samræmd vefmæling Rennismiður óskast Maður vanur rennismíði óskast til starfa sem fyrst hjá rótgrónu fyrirtæki í Rvík. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „R — 13669.“ Störf í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2003—2004 Borgaskóli, sími 577 2900 Almenn kennsla á miðstigi. Breiðholtsskóli, sími 557 3000 Dönskukennsla. Tónmenntakennsla. Matráður. Engjaskóli, sími 510 1300 Smíðakennsla. Almenn kennsla á yngra stigi. Foldaskóli, sími 567 2222 Almenn kennsla á yngsta stigi. Almenn kennsla á miðstigi. Almenn kennsla á unglingastigi, kennslugreinar danska, íslenska og stærðfræði. Matráður í mötuneyti skólans. Skólaliðar/starfsfólk í eldhúsi, þrjár stöður. Þroskaþjálfi, 85% staða. Grandaskóli, sími 561 1400 Umsjónarmaður með mötuneyti nemenda. Hamraskóli, símar 567 6300, 895 9468 og 895 5766 Íþróttakennsla. Raungreinakennsla á unglinga- stigi. Tæknimennt - smíðar. Kennari og þroskaþjálfi í sérdeild fyrir einhverf börn. Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á ein- hverfu og reynslu af vinnu með einhverfum börnum. Hólabrekkuskóli, sími 557 4466 Almenn kennsla á yngra stigi. Ingunnarskóli, sími 585 0400 Umsjónarmaður skóladagvistar, hlutastarf. Klébergsskóli, sími 566 6083 og 863 4266 Almenn kennsla á yngsta stigi og miðstigi. Tæknimennt. Stærðfræðikennsla. Tungumála- kennsla. Heimilisfræðikennsla. Tónmennta- kennsla. Rimaskóli, símar 567 6464 og 897 9491 Almenn kennsla á unglingastigi, kennslugrein- ar danska og samfélagsfræði. Sérkennsla á unglingastigi. Þroskaþjálfi til að annast nemendur á yngsta stigi með miklar sérþarfir. Seljaskóli, sími 557 7411 Tónmenntakennsla. Skólaliðar. Ölduselsskóli, sími 557 5522 Heimilisfræðikennsla. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðar- skólastjórar í viðkomandi skólum. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamning- um Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttar- félög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknar- frest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is . Leikskólinn Naustatjörn við Hólmatún á Akureyri, sem tekur til starfa þann 18. ágúst, óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður: Leikskólakennarar. Aðstoðarleikskólastjóri 100% starf. 3 stöður 100%, leikskólakenn- arar með deildarstjórn. Einnig er óskað eftir almennum leikskólakennurum. Eldhús. Ein staða matráður, 100% staða. Ein staða aðstoð í eldhúsi, 100% staða. Upplýsingar veita: Jónína Hauksdóttir skólastjóri í síma 462 3676 og Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi í síma 460 1452. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is „Ef fiskurinn væri ferskari …“ Völundur Snær Völundarson ólst upp á bökk- um Laxár í Aðaldal. Hann er lærður kokkur og hefur farið víða um heiminn. Ragnhildur Sverr- isdóttir hafði uppi á honum á Bahama-eyjum, þar sem hann rekur eigin veitingastað og eldar wahoo og mahi-mahi. / 2 Ljósmynd/Hreinn Hreinsson Sunnudagur 11. maí 2003 Umboðsmenn og söluaðilar um land allt. Nánari upplýsingar er að finna á www.ok.is eða í síma 570 1000= allt er framkvæmanlegt *S am kv æ m tI D C er u hp co m pa q m es ts el du tö lv ur na rí he im iá rið 20 00 ,2 00 1 og 20 02 . A B X 90 30 31 4 Tíminn líður hratt. Það er ekki víst að þú vitir hvar þú verður árið 2006 – en hp compaq tölvan þín verður enn í ábyrgð. Stöðug þróun og auknir notkunarmöguleikar kalla á vandaðri tölvur til að þjóna notandanum af öryggi og stöðugleika. Sérfræðingar HP eru haldnir fullkomnunaráráttu. Fullvissa þeirra um hraða, öryggi og gæði skilar sér til þín í þriggja ára ábyrgð. Kynntu þér málið og tryggðu þér eintak af mest seldu tölvu í heimi.* ferðalögBerlínsælkerarLeon BeyerbörnMæðradagurinn magnaðibíóSumarmyndir „Eldsálir“ í Færeyjum Tónlistarbyltingin í Götu Í fjörunni finnast bæði líf og sögur, jafnvel Íslend- ingasögur Prentsmiðja Morgunblaðsins Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 47 Hugsað upphátt 16 Myndasögur 48 Listir 28/35 Bréf 48/49 Af listum 26 Dagbók 50/51 Forystugrein 32 Krossgáta 52 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 54 Skoðun 34/35 Fólk 54/61 Umræðan 36/39 Bíó 58/61 Minningar 40/45 Sjónvarp 62 Hugvekja 47 Veður 63 * * * FJÖLMARGIR landsmenn tóku daginn snemma og mættu á kjörstað fyrir hádegi í gær. Algengt var að börn kæmu með foreldrum sínum eins og þessi ungi drengur sem mætti á hjólinu sínu í Hagaskóla. Þótt smáfólkið þurfi reyndar að bíða í nokkur ár eftir kosningarétti er upplagt að mæta á kjörstað og kynna sér hvernig alþingiskosningarnar fara fram. Morgunblaðið/RAX Ungir sem aldnir á kjörstað LEIÐBEINENDUM í skólum hef- ur farið fækkandi á undanförnum árum, þar sem sífellt fleiri verða sér úti um kennsluréttindi, samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneyt- isins. Sú skýring er m.a. nefnd að með lagabreytingum árið 1998 hafi leiðbeinendum verið auðveldað að verða sér úti um kennsluréttindi, auk þess sem kjör kennara hafi batnað. Elna Katrín Jónsdóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, segir að fækkun leiðbeinenda sé samt hæg. Leiðbeinendur, sem eru kennarar án kennsluréttinda, eru einungis ráðnir til eins árs í senn, í samræmi við lög um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum kennara. Dæmi eru um leiðbeinendur, sem hafa fengið árlega undanþágu mennta- málaráðuneytisins til kennslu frá því að fyrstu lög um lögverndun voru sett árið 1976, eða í 27 ár. Leiðbeinendur segja það óöryggi, sem þeir búa við, óþolandi. Þeir missi stöðu sína, jafnvel eftir margra ára kennslu, sæki kennari með réttindi um hana, þar sem lög- um samkvæmt ber að ráða kennara með kennsluréttindi, sé það unnt. Ráðnir til eins árs í senn Elna Katrín segir að stærsti vandi leiðbeinenda sé það óöryggi sem þeir búi við, þar sem þeir séu aðeins ráðnir til eins árs í senn. „Það er engin önnur lausn á þeim vanda en að auðvelda þeim sem fest hafa sig í starfi sem leiðbeinendur að verða sér úti um kennsluréttindin.“ Boðið er upp á nám til kennslu- réttinda við Háskóla Íslands, Kenn- araháskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Listaháskóla Íslands. Aðsókn í námið hefur aukist veru- lega á síðustu árum. HÍ býður ekki upp á fjarnám í ár og er fjárskorti kennt um. KHÍ býður bæði stað- bundið nám og fjarnám, námið við HA er fjarnám að hluta, en námið við LHÍ staðbundið. Leiðbeinendum í skólum fækkar  Réttindalausir/10 JENNA Huld Eysteinsdóttir, læknanemi og móðir 11 mánaða stúlku sem lá við köfnun í sandkassa leikskólans Sólgarðs við Eggerts- götu í liðinni viku, segir að málið sé mjög alvarlegt og augljóst sé að eitt- hvað hafi farið úrskeiðis í sambandi við eftirlit barnanna. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að ekki væri ljóst hver tildrög óhappsins væru en Jenna Huld segir ljóst að annað barn hafi mokað sandi yfir dóttur hennar í nokkurn tíma. „Hún lá á bakinu og var alhulin sandi, þannig að það sást rétt glitta í gallann hennar. Andlitið sást ekki, vit barnsins voru full af sandi, heil- mikill sandur fór í maga og lungu og í sjúkrabíl á leiðinni á slysadeild átti hún mjög erfitt með öndun, en mett- unin var 90%, sem er mjög lítið mið- að við svona lítið barn,“ segir hún. Jenna Huld segir ennfremur að lungnamynd hafi sýnt maga barns- ins uppfullan af sandi, heilmikinn sand í lungum auk þess sem stúlkan hafi verið með mjög bólgna efri vör og marbletti í andliti. Kalla hafi þurft út eina lungnasérfræðing barna til að hreinsa sandinn út og því hafi stúlkan farið í svæfingu og aðgerð. „Þetta var því heldur meira en eftirlit yfir nótt eins og sagt var í Morgunblaðinu,“ segir hún. Jenna Huld segir líka rangt hjá framkvæmdastjóra hjá Félagsstofn- un stúdenta að talið sé að tveir leik- skólakennarar hafi verið úti við þeg- ar óhappið varð. „Það var einn starfsmaður úti með sjö til 10 börn,“ segir hún og bætir við að hann hafi ekki séð sandkassann. Ljóst sé að það taki tveggja ára barn þónokkurn tíma að moka yfir annað barn og því hafi stúlkan greinilega verið eftir- litslaus í nokkuð langan tíma. „Það verður farið yfir það hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis við að koma börnunum út og hvort leiksvæðið þarfnist yfirferðar,“ var m.a. haft eftir framkvæmdastjóranum. Jenna Huld segir augljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis „og leikskólastjórinn viðurkennir það sem og allir starfs- menn leikskólans. Það er ekki spurning hvort leiksvæðið þarfnist yfirferðar því það þarfnast yfirferð- ar,“ segir hún. „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Jenna Huld ennfremur og bætir við að maður á leiðinni heim hafi séð glitta í stúlkuna í sandkass- anum fyrir tilviljun og hún vilji koma miklu þakklæti á framfæri til hans og starfsfólks leikskólans sem hafi brugðist rétt við. „Barnið verður einhverjar vikur að jafna sig og ég verð að vera heima á meðan en fyrir vikið kemst ég ekki í próf í næstu viku.“ Móðir 11 mánaða barns sem var nær kafnað í sandkassa segir aðgerða þörf „Þetta er mjög alvarlegt mál“ ÞESSI brandönd sást sveima yfir Rifi á Snæfellsnesi en um þessar mundir stendur varp hennar yfir. Brandendur teljast til flækingsfugla á Íslandi en hafa á síðustu árum verpt hér á landi. Kjörlendi brandanda eru leirur við strendur landsins. Þar bora þær eftir fæðunni með nefinu eða sía hana úr vatni og eðju. Brandendur eru alfriðaðar hérlendis. Morgunblaðið/Alfons Brandönd í Rifi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.