Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 51
DAGBÓK
Opið mánudaga-föstudaga
frá kl. 12-18 og laugardaga
frá kl. 11-14 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880.
ÚTSALA
Nú er tækifærið...
glæsilegt úrval minkapelsa á frábæru verði
HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS
EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ
Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og
viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á
jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka
einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka
sjálfsmynd.
Leiðbeinandi Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur.
Upplýsingar í síma 694 54 94
Tilboðsdagar
mánudag, þriðjudag og miðvikudag,
t.d. kvartbuxur kr. 1.990
Meyjarnar, Austurveri,
Háaleitisbraut 68, sími 553 3305.
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert frumleg(ur) og list-
ræn(n) og hefur auðugt
ímyndunarafl. Á komandi
ári ættirðu að einbeita þér
að þínum nánustu sam-
böndum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ættir að reyna að ganga frá
lausum endum sem tengjast
heimilinu. Þú ert að velta því
fyrir þér hvar þú viljir skjóta
rótum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Að undanförnu hefurðu verið
að endurmeta lífsviðhorf þitt.
Hugaðu að því hvert þú vilt
stefna því vinnuskipti og
flutningar eru líklegir á kom-
andi ári.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú hefur gengið í gegnum
miklar breytingar frá árinu
2001. Þar sem þú ert að ná fót-
festu á ný er tímabært að þú
veltir því fyrir þér hvað það er
sem skiptir þig raunverulegu
máli.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur neyðst til að sleppa
tökunum í vinnunni og á vin-
um þínum og eignum. Ástæð-
an er sú að það eru miklar
breytingar í vændum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú finnur til aukinnar löng-
unar til að sameinast ein-
hverju þér æðra. Þú vilt gæða
líf þitt tilgangi með því að láta
gott af þér leiða.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hefur sterka þörf fyrir að
flýja hversdagsleikann og
gera eitthvað óvenjulegt.
Þetta þarf ekki að þýða annað
en það að þú farir aðra leið
heim eða í aðrar búðir en
venjulega.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er mikilvægt að þú trúir á
sjalfa(n) þig. Á komandi ári
muntu fara að uppskera af því
sem þú hefur verið að sá og
hlúa að undanfarin sjö ár.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú getur lært eitthvað um
sjálfa(n) þig af þínum nánustu
samböndum. Mundu að þessi
sambönd spegla það hver þú
ert.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ástarmálin eru þér ofarlega í
huga. Þú hefur loks kjark til
að sækjast eftir því sem þú
vilt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur hug á að gera um-
hverfi þitt meira aðlaðandi.
Þetta kann að kosta svolítið en
þér finnst það vera þess virði.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú þarft á hreyfingu að halda
til að losa um spennuna sem
hefur safnast upp í þér. Gömul
fjölskyldumál reyna á þol-
inmæði þína.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu að sýna kænsku í
samskiptum þínum við al-
menning í dag. Töfrar þínir og
þolinmæði geta skilað þér
stöðuhækkun á árinu.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
SPILAGJÖFIN er eins
og erfðamengi mannsins –
hin fasta stærð sem markar
örlögin í aðalatriðum. Lítum
á þetta spil Íslandsmótsins
út frá því sjónarhorni:
Norður
♠ K6
♥ Á10972
♦ D2
♣K954
Vestur Austur
♠ D82 ♠ G1053
♥ 8 ♥ G5
♦ G98753 ♦ K64
♣G62 ♣ÁD108
Suður
♠ Á974
♥ KD643
♦ Á10
♣73
Þótt enginn við borðið viti
í upphafi hvert stefnir eru
örlög spilsins þegar ráðin í
gjöfinni. Suður á að spila
fjögur hjörtu og fá ellefu
slagi. Sjáum til:
Suður er gjafari og vekur
á einu hjarta. Og það er síð-
an sama hvaða leið norður
fer í sögnum, hann mun
enda í fjórum hjörtum.
En hvernig fær sagnhafi
11 slagi? Gefur hann ekki
alltaf tvo á lauf og einn á tíg-
ul? Nei, til þess er ekki „ætl-
ast“ í gjöfinni. Vissulega fær
austur tvo slagi á lauf, en
AV eiga enga heimtingu á
tígulslag. Liturinn er „læst-
ur“, það er að segja, vörnin
getur ekki hreyft við honum
án þess að gefa slag, sem
þýðir að sagnhafi hefur tíma
til að byggja upp þvingun á
austur í spaða og tígli. Með
þokkalegri tímasetningu
getur sagnhafi komið upp
eftirfarandi endastöðu:
Norður
♠ –
♥ 9
♦ D2
♣–
Vestur Austur
♠ – ♠ G
♥ – ♥ –
♦ G98 ♦ K6
♣– ♣–
Suður
♠ 9
♥ –
♦ Á10
♣
Búið er að spila laufi á
kóng, trompa tvö lauf heima
og einn spaða í borði. Blind-
ur á út og spilar hjartaníu.
Austur verður að henda tígli
og kóngurinn fellur því und-
ir ásinn.
Þetta eru forlög spilsins í
þeim skilningi að AV geta
engu breytt um gang mála.
En áhrif úrvinnslunnar (um-
hverfisins) eru alltaf einhver
í stóru móti. Spilað var á 20
borðum og á 11 þeirra unn-
ust fimm spaðar, einn sagn-
hafi fór niður í slemmu, en 8
spilarar fengu aðeins 10
slagi.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 11.
maí, er sextug Sigurlín
Jóna Margrét Sigurð-
ardóttir, Rjúpufelli 14,
Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Hjörtur Ágúst
Magnússon.
60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 11.
maí, er sextugur Sverrir
Frank Kristinsson frá Mos-
felli í Mosfellssveit, nú bú-
settur í Fýlshólum 5,
Reykjavík.
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 c6 4.
a4 e5 5. Rf3 Bg4 6. dxe5 Bxf3
7. Dxf3 dxe5 8. Bc4 Rbd7 9.
g4 h6 10. h4 g6 11. Bd2 De7
12. 0–0–0 Bg7 13. Kb1
0–0 14. h5 g5
Staðan kom upp á
skákviðburði sem
haldinn var í litlu
þorpi í Baskahéraði
Spánar. Þrír heima-
menn, allt saman
stórmeistarar, öttu
kappi við Vishy An-
and, Judit Polgar og
Anatoly Karpov á
þremur dögum í
blindskák, atskák og
tölvustoðskák. Ung-
verska fléttudrottn-
ingin Judit Polgar hafði
hvítt gegn Felix Izeta. 15.
Bxg5! hxg5 16. h6 Rb6 16 …
Bh8 17. h7+! Rxh7 18. Hxd7
Dxd7 19. Dh3 og hvítur vinn-
ur. 17. Bb3 Hfd8 18. hxg7
Hxd1+ 19. Rxd1 og svartur
gafst upp enda staðan óynd-
isleg.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
EF ALLT ÞETTA FÓLK
Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist
sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist,
þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst
ef maður að síðustu lendir í annarri vist.
Jón Helgason
LJÓÐABROT
ÉG HEF tvívegis með
skömmu millibili séð á
prenti skrifað að þaga e-ð í
hel. Seinna dæmið var í
Fréttablaðinu 25. apríl sl.
Þar stóð þetta: „Gallinn við
teboðin er að óþægilegu
málin sem þau reyna að
þaga í hel hverfa ekki.“ Þar
sem hér er á ferðinni rugl-
ingur eða misskilningur á
beygingu veiku sagnarinn-
ar að þegja, er sjálfsagt að
benda á hann og vara við,
enda er annars hætta á, að
hann festist í sessi, bæði í
talmáli og ritmáli. Hér er
um að ræða so. að þegja,
sem beygist þannig: þegja
– þagði – þagað. Ljóst virð-
ist vera, að a-ið í þátíð og
lýsingarhætti sé fyrir ein-
hvern misskilning að
smeygja sér inn í nafnhátt-
inn. Í framangreindri máls-
grein í blaðinu hefði átt að
segja og skrifa: að óþægi-
legu málin, sem þau reyna
að þegja í hel, hverfa ekki.
Stofnsérhljóðið í so. að
þegja var vissulega í upp-
hafi a, en varð fyrir svo-
nefndu i-hljóðvarpi í nafn-
hætti (nh.) og breyttist í e.
Hins vegar helzt a-ið í þt.
og lh.þt.: þagði, þagað. Af
nh. er svo nt. framsögu-
háttar leidd. Þess vegna er
sagt: ég þegi í hel, þú þegir
og hann þegir málið í hel,
alls ekki ég þaga, þú þagar,
hann þagar málið í hel.
Enda þótt ég viti, að enginn
segi svo, er einsætt að
benda á þennan rugling. Í
OM (1983) og OE (2002) má
t.d. sjá dæmi eins og að
þegja þunnu hljóði, þegja
um e-ð, þegja yfir e-u. Hér
held ég engum detti í reynd
í hug að tala um að þaga
þunnu hljóði o.s.frv. Við
höfum svo annað so., sem
beygist næstum eins í nú-
tíðarmáli, þ.e. segja, sagði,
sagt. Hér segir vitaskuld
enginn saga í nh. Þessi tvö
so. eru vissulega undan-
tekning í sínum beygingar-
flokki, þ.e. að a-ið hljóð-
verpist í nh. og nt. Má þar
nefna so. eins og stara,
starði, starað og vara, var-
aði, varað, þar sem hljóð-
varp verður ekki.
– J.A.J.
ORÐABÓKIN
Þegja í hel
MEÐ MORGUNKAFFINU
Pabbi, er hægt að nota
jó-jó á tunglinu?
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Glæsibæ, mánud. 5. maí 2003.
Spilað var á 8 borðum. Meðalskor
168 stig.
Árangur N-S:
Eysteinn Einarsson – Magnús Oddsson 200
Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason 198
Júlíus Guðmundsson 182
Árangur A-V:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 193
Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslason 185
Valur Magnússon – Jón Karlsson 176
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtud. 8. maí. Spilað var á 8 borð-
um.
Meðalskor 168 stig.
Árangur N-S:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 207
Sæmundur Bj. – Olíver Kristófersson 202
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 199
Árangur A-V.
Eysteinn Einarsson – Kristján Ólafsson 197
Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslason 190
Hilmar Valdim. – Magnús Jósefsson 189
Bridsfélag Kópavogs
Nú er lokaspretturinn á spila-
mennskunni í vetur. Sl. fimmtudags-
kvöld hófst tveggja kvölda vortví-
menningur og er staða efstu para
þessi:
NS:
Magnús Aspelund – Þórður Sigfússon 196
Arngunnur Jónsdóttir – Soffía Daníelsd. 195
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 186
AV:
Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 202
Árni Már Björnsson – Heimir Tryggvas.
189
Garðar Jónsson – Loftur Þór Pétursson 183
Næsta fimmtudagskvöld verður
svo lokaspilakvöldið og þá verður
einnig verðlaunaafhending fyrir
spilamennsku vetrarins. Þeir sem
eiga verðlaun (og eru ekki þegar á
staðnum við spilamennsku) eru
beðnir að mæta um kl. 20.30, en þá
fer athöfnin fram!
Bridsfélag SÁÁ
Miðvikudagskvöldið 30. apríl sl.
var spilaður átta para Howell-
tvímenningur og urðu þessi pör
hlutskörpust (meðalskor 48):
Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfsson 59
Jóna Samsonard. – Kristinn Stefánsson 55
Baldur Bjartmarsson – Jón Jóhannsson 50
Lilja Kristjánsdóttir – Sigríður Gunnarsd.
49
Næsta spilakvöld félagsins er
sunnudaginn 11. maí kl. 19.30 og
er það jafnframt síðasta spila-
kvöld félagsins á þessu tímabili.
Spilastaður er Lionssalurinn að
Sóltúni 20.
Allir spilarar eru hvattir til að
mæta, enda síðasta tækifærið í bili,
umsjónarmaður er Matthías Þor-
valdsson (sími 860 1003)
og veitir hann aðstoð við myndun
para, sé þess óskað.
Loks er vakin athygli á nýrri
heimasíðu félagsins, slóðin er:
www.bridge.is/fel/saa.
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Það mættu 24 pör til keppni 2.
maí og var mikið skorað. Lokastað-
an í N/S:
Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 268
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 242
Alfreð Kristjánss. – Magnús Halldórss. 242
Hæsta skor í A/V:
Kristinn Guðmss. – Guðm. Magnússon 273
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 264
Einar Markússon – Sverrir Gunnarss. 246
Þriðjudaginn 6. maí mættu „að-
eins“ 20 pör og þá urðu úrslitin þessi
í N/S:
Bragi Björnss. – Þórður Sigfússon 253
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 231
Gróa Guðnad. – Sigrún Pétursd. 223
Hæsta skorin í A/V:
Hannes Ingibergss. – Júlíus Guðmss. 255
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss.234
Jóhanna Gunnlaugsd. – Ingiríður Jónsd. 233
Meðalskor báða dagana var 216.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson