Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Tjaldur og Selfoss koma í dag, Björgvin fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Arrow kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dansleikur kl. 20–23.30, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Vorferðin 14. maí. Lagt af stað kl. 10 og farið um Suðurland. Sameiginlegur kvöld- verður kl. 18. Skráning mánudag í síma 820 8571 eftir kl. 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opið hús í boði Rótaryklúbbs Hafnarfjarðar, í Hraunseli, fimmtudag- inn 15. maí, fjölbreytt skemtiatriði og fleira. Heimsókn í Alþing- ishúsið og Gerðarsafn fimmtudaginn 22. maí, farið frá Hraunseli kl. 13.15. Skráning og allar upplýsingar í Hraun- seli, sími 555 0142. Gerðuberg, félags- starf. Á morgun kl. 9– 16.30 vinnustofur opn- ar frá hádegi spilasalur opinn, dans hjá Sig- valda fellur niður. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Kristniboðsfélag karla. Fundur í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60 mánudagskvöldið 12. maí kl. 20. Skúli Sveins- son hefur biblíulestur, Allir karlmenn vel- komnir. Öldungaráð Hauka. Fundur verður haldinn miðvikudaginn 14. maí kl. 20 á Ásvöllum. Síð- asti skráningardagur vegna sumarferð- arinnar. Kvenfélag Bústaða- sóknar. Fundur verður mánudaginn 12. maí kl. 20. Konur úr Kven- félagi Borgarness koma í heimsókn. Guð- rún Ásmundsdóttir leikkona verður með fyrirlestur. Sumar- ferðin í Húnaþing verð- ur farin 14.–15. júní. Vinsamlegast athugið breytta dagsetningu. Kvenfélag Breiðholts heldur fund miðviku- daginn 14. maí kl. 20 í Breiðholtskirkju. Kon- ur úr Kvenfélagi Ár- bæjar og Kvenfélaginu Heimaey koma í heim- sókn. Gestur Fund- arins verður Þorvaldur Halldórsson söngvari. Ath. breyttan fund- artíma. SVDK, Hraunprýði verður með kaffi- og merkjasölu mánudag- inn 12. maí, kaffisala verður frá kl. 15–20, verið er að safna fyrir endurskinsvestum fyr- ir leikskólana í Hafn- arfirði. Tekið verður á móti kökum í Hjalla- hrauni 9 allan sunnu- daginn og til hádegis á mánudag. Pantanasími er 555 6070 og 895 1947. Kvenfélagið Heimaey. Vestmannaeyingar munið lokakaffi Kven- félagsins Heimaeyjar sunndaginn 11. maí í Súlnasal Hótels Sögu kl. 14. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555 0104 og hjá Ernu, s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561-6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flest- um apótekum á höf- uðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningakort Ás- kirkju eru seld á eft- irtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, þjónustu- íbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju, Vestur- brún 30 sími 588-8870. Í dag er sunnudagur 11. maí, 131. dagur ársins 2003, Mæðra- dagurinn, Lokadagur. Orð dags- ins: Berið sama hug til allra, hreykið yður ekki, en haldið yður að hinum lítilmótlegu. Ætlið yður ekki hyggna með sjálfum yður. (Rómv. 12, 17.)     ÍMorgunpósti VG á Net-inu er spurt hver sé kostnaður flokkanna við nýafstaðna kosningabar- áttu. Þar er gerð að um- fjöllunarefni könnun, sem VG gerði og sýndi að Framsóknarflokkurinn hefði eytt mestu fé í aug- lýsingar, en VG einna minnstu.     Hafa verður í huga aðniðurstöðurnar eiga aðeins við um kostnað við birtingu í dagblöðum og sjónvarpi,“ segir Morg- unpósturinn. „Það eru hins vegar ótal aðrir kostnaðarliðir í barátt- unni. Auglýsingar: tímarit, útvarp, heimasíður, flett- iskilti, fánar, borðar o.fl. Áróður: rit, bolir, næl- ur, plaköt, tölvuleikir, pennar, blöðrur, póst- kort, skafmiðar o.fl. Húsnæði: kosninga- miðstöðvar og aðrar skrifstofur. Innbú og tæki: hús- gögn, tölvur, sjónvörp, tengingar, símar, hrein- lætisvörur o.fl. Starfsmannahald: kosningastjórar, mark- aðsfólk, hönnuðir, fram- bjóðendur, ritarar, iðn- aðarmenn, húsverðir og aðrir starfsmenn. Ferðir: flugfarseðlar, bílar, bensín, gistikostn- aður, risna o.fl. Skemmtanir og aðrar uppákomur: húsnæði, rútur, tónlistamenn, skemmtikraftar, bíó- myndir, tæknimenn, hljóðmenn, ljósamenn, veitingar o.fl.     Kostnaðurinn við þettaallt saman er gríð- arlegur. Á meðan flokk- arnir ferðast um landið, með landsþekktum lista- mönnum á sínum vegum, og hanna tölvuleiki fyrir unga kjósendur, er ekki nema von að fólk fari að margfalda. Að leigja Há- skólabíó, hljóðkerfi og listamenn kostar sitt. Fimm til tuttugu manna starfsmannahald í nokkra mánuði kostar líka skild- inginn. 20–30 milljónirn- ar, sem fóru bara í aug- lýsingar í dagblöðum og sjónvarpi, verða fljótt að stjarnfræðilegum upp- hæðum séu þessar uppá- komur reiknaðar með.“     Morgunpósturinn segirað eina leiðin til að draga úr tortryggni gagnvart stjórn- málaflokkum sé að þeir opni bókhald sitt fyrir al- menningi. „VG hefur gert það og mun gera það áfram eftir kosningarnar í vor. Hálfkveðnar vísur og dylgjur, um að sjávar- útvegsfyrirtæki þakki fyrir sig með styrkjum til „vinveittra“ flokka, halda áfram að grassera í sam- félaginu á meðan lög um fjárreiður stjórnmála- flokkanna eru jafn lítil- fjörleg og raun ber vitni. Þangað til að bókhaldið verður opnað munu tölur eins og 50–200 milljóna króna kosningabarátta svífa yfir vötnunum – og hver ætlar að halda því fram að þær séu ekki réttar?“ STAKSTEINAR Hvað kostaði kosningabaráttan? Víkverji skrifar... VÍKVERJI kann mjög vel sig innií mjólkurkælum íslenskra versl- ana. Það var þó ekki alltaf svo. Það var ekki fyrr en hann hafði búið í ár í Noregi að hann komst að því að úr- val íslenskra mjólkurvara er hreint með ólíkindum. Ekki er nóg með að tegundirnar séu mismunandi heldur er breiddin í bragðtegundum næsta ótrúleg. x x x EN ÞAÐ verður þó að viðurkenn-ast að eitt fer svakalega í taug- arnar á Víkverja í tengslum við mjólkurmat á Íslandi. Það eru bless- aðar umbúðirnar. Nú skolar Víkverji samviskusamlega allar fernur, hvort sem þær eru undan jógúrt, súrmjólk eða mjólk. Fernurnar fer hann síðan með í gám og telur sig vera nokkuð umhverfisvænan með þessu enda mæla borgaryfirvöld, með því að setja upp fernugáma, með þessari endurvinnslu. En allar plastdósirnar sem Víkverji safnar á örskotsstundu er ekki hægt að endurvinna. Vík- verja finnst það hreint ótrúlegt því hann hafði jafnvel talið að þær væri hægt að endurnota sem er mun um- hverfisvænna en endurvinnsla. Vík- verji vonar að þeir sem framleiða all- ar þessar æðislegu mjólkurafurðir komi bráðlega með einhverja lausn, sem dragi úr samviskubiti Víkverja er hann hendir (með lokuð augun) litlum jógúrtdósum í ruslið. Er kannski til ráða að setja meng- unargjald á umbúðir sem þessar? x x x EN AFTUR að Norðmönnum. Vík-verja, sem er alinn upp við úrval- ið í mjólkurkælinum hér heima, fannst frekar fúlt að búa meðal frænda sinna í Noregi þar sem að- eins var hægt að velja um tvær teg- undir af jógúrt (eða svona hér um bil). Víkverji var því feginn að kom- ast aftur heim í Hagkaup og Fjarð- arkaup, þar sem honum finnst skemmtilegast að versla. En eitt er það sem Víkverji saknar frá Noregi. Og það eru hinar gómsætu Sör- lands-chips, eða Suðurlands- kartöfluflögur. Þær eru steiktar upp úr hnetuolíu og kartaflan skorin í þykkar sneiðar með hýðinu á! Al- gjört lostæti. Ekkert snakk kemst með tærnar þar sem Suðurlands- flögurnar hafa hælana og Víkverji hvetur einhvern röggsaman innflytj- anda matvæla til að færa Íslend- ingum þessar góðu flögur. Það skemmtilegasta við flögurnar er skemmtileg saga sem liggur að baki framleiðslunni. Norðmaður einn fór til Kanada og hélt ekki vatni yfir flögum sem hann smakkaði þar. Er hann kom til baka sagði hann félaga sínum frá þessu og gaf honum að smakka. Félaginn heillaðist sam- stundis og þeir tóku til við að djúp- steikja flögur í bílskúrnum (vonandi með heilbrigðisvottun!). En allir elskuðu hinar gómsætu Sörlands- chips, eins og þær voru nefndar og innan skamms voru þær orðnar vin- sælustu flögur í Noregi. Morgunblaðið/Kristinn Sjáið úrvalið! En hvað verður um allar plastdósirnar? Morgunútvarpið – Val? ÉG er ein af þeim sem kjósa frekar að hlusta á tónlist á morgnana en spjallþátt og vil því taka undir með þeim, sem taka þáttinn hans Vilhelms G. Kristinssonar fram yfir Morgunvaktina. Ég man ekki betur en að það hafi þótt mikil framför, á sínum tíma, þegar Rás 2 tók til starfa, að þá hefðu landsmenn val um það, hvað þeir vildu hlusta á hverju sinni. Með því að hafa Morgunvaktina á dag- skrá á báðum rásum á sama tíma, er augljóst að þetta val hefur verið tekið af okkur eigendum út- varpsins. Ég er því í hópi þeirra sem óska eftir að dag- skránni verði breytt til fyrra horfs, þannig að Vil- helm verði með sína ljúfu tónlist á Rás 1 frá 6:30 til 9. Þeir sem vilja frekar heyra í Morgunvaktinni geta þá stillt á Rás 2 frá 7:30 til 8:30. Guðrún Eggerts. Skammtað síbyljukjaftæði VIÐ tökum heilshugar undir þær óánægjuraddir sem vilja fá „gömlu guf- una“ aftur ómengaða á morgnana. Sjáum ekki alveg hvað sparast með samtengingu rásanna þennan klukku- tíma milli 7.30 og 8.30. Eina hagræðið gæti verið að þá þurfa þeir lötu ekki að skipta um rás á tækj- unum sínum. Það er óþolandi að vera skammtað þetta síbylju- kjaftæði um fjármála- brask, pólitík og ófrið allan liðlangan daginn og lág- marks mannréttindi að þeir sem það vilja fái að vakna við rólega og nota- lega tónlist á Rás 1. Við greiðum jú líka afnotagjöld af RÚV. Með kveðju, Hjónakorn. Ótækt að sameina rásir MIG langar að taka undir með þeim sem hafa sent Velvakanda bréf að und- anförnu, varðandi morgun- þátt Rásar 1 hjá Ríkisút- varpinu. Ég er innilega sammála því að það sé ótækt að sameina rásir 1 og 2 á morgnana. Rás 1 er eina útvarpsstöðin sem ég hef hlustað á fyrir kl. 9 á morgnana, og nú kveiki ég ekki á útvarpinu fyrr en kl. 8.30, þegar sameiginlegri útsendingu lýkur. Rósa. Hver tók upp þáttinn? ER einhver sem tók upp heimildarmyndina um taí- lensku konurnar sem eru giftar Íslendingum? Vin- samlega hafið samband í síma 698 9910. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is BJÖRG hafði samband við Velvakanda og hefur hún áhuga á að finna út hverjir eru á þessum myndum. Myndin af börn- unum gæti verið úr Dala- sýslu eða af fólki af Ormsætt. Myndin af hjón- unum með börnin er tek- in á Seyðisfirði en ekki er vitað hvar myndin af kon- unni og stúlkunni er tek- in. Þeir sem gætu gefið Björgu upplýsingar eru beðnir að hafa samband í síma 557 4302 eða 866 6101. Hver þekkir fólkið? LÁRÉTT 1 einboðið , 8 spilið, 9 sorg, 10 máttur, 11 gróði, 13 skyldmennin, 15 karl- dýrs, 18 alda, 21 eldivið- ur, 22 ljóður, 23 sárum, 24 getgátu. LÓÐRÉTT : 2 viðurkennt, 3 þreytt- ar, 4 kalda, 5 svara, 6 flandra, 7 vinna að fram- förum, 12 blóm, 14 léttir, 15 blýkúla, 16 landflótta, 17 birtu, 18 réðu fram úr, 19 gunga, 20 sárt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 ásaka, 4 hregg, 7 ámóta, 8 ólmur, 9 ref, 11 tusk, 13 frúr, 14 ærsli, 15 kurr, 17 mont, 20 bak, 22 polli, 23 lynda, 24 renna, 25 remma. Lóðrétt: 1 áfátt, 2 atóms, 3 agar, 4 hróf, 5 ermar, 6 gær- ur, 10 elska, 12 kær, 13 fim, 15 kopar, 16 rolan, 18 ofn- um, 19 trana, 20 biða, 21 klár. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.