Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 45 Elsku Grétar. Nú þegar stundin er komin þá sest ég niður og skrifa þér mína hinstu kveðju. Ekki þarf ég að kafa djúpt til að minnast þín og þeirra stunda sem mér eru svo kærar. Þú varst og verður alltaf stór þáttur í mínu lífi. Að minnast þín sem tengdaföður, föður og afa er ekki nóg því þú varst mér svo góður vin- ur og félagi. Það sem þú gafst mér tekur enginn frá mér en það er minningin um stórmenni. Ég minn- ist hógværðar þinnar og lítillætis, góðvildar og umhyggju. Ég er betri maður af því að hafa kynnst þér. Fátækleg orð mín geta ekki lýst því hvað sorg mín er djúp og sökn- uður mikill. Elsku Grétar ég veit að nú hefur þú fundið friðinn og að þú munt vaka yfir okkur þangað til við hittumst á ný. Þó kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, sem aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. Í gegnum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. (Margrét Jónsdóttir.) Ég minnist þín með hlýhug í hjarta. Þinn tengdasonur Kristján Egill Halldórsson. Elsku afi. Það er okkur mikill missir að þú sért farinn. Vegna langvarandi veik- inda þinna er svo langt síðan við höfum fengið að njóta samveru- stunda með þér eins og þegar við vorum börn. Við eigum margar minningar úr Bjarmalandinu þar sem við lékum okkur ófáar stund- irnar og af Þingvöllum í mokveiði. Við veiddum nú lítið annað en murt- ur en þeim var svo skellt á grillið í dagslok og borðaðar með bestu list. Við munum eftir því þegar þú varst að stríða okkur með því að kveikja á kveikjaranum rétt fyrir framan and- litið á okkur og þykjast vera að taka mynd. Okkur fannst það svo skemmtilegt. Elsku afi, þú varst alltaf svo tignarlegur og flottur og við bárum alltaf mikla virðingu fyrir þér. Þessar fallegu og góðu minn- ingar um yndislegan mann gleymast aldrei. Elsku amma, við vitum að það er þér mikill missir að horfa á eftir lífs- förunauti þínum og biðjum við Guð að styrkja þig í sorginni. Okkar innilegustu samúðarkveðjur, Grétar, Pálmi og Fjóla. Elsku afi Gressi. Það er svo gaman að rifja upp all- ar þær góðu minningar sem við systurnar eigum með þér og ömmu Sissu. Þær eru ótal margar. Í sumarbústaðinum ykkar á Þing- völlum þegar við og þú færðum ömmu morgunmat í rúmið. Þú hugs- aðir alltaf svo vel um ömmu. Við að hjálpa þér að flagga í sveit- inni og allar göngu- og veiðiferð- irnar í kvöldkyrrðinni. Þegar við GRÉTAR ÁRNASON ✝ Grétar Árnasonfæddist í Reykja- vík 12. nóvember 1926. Hann lést á Landspítalanum á Landakoti 27. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 5. maí. vorum að skoða gjárn- ar á Þingvöllum og þú hélst svo fast í hend- urnar á okkur því þú vildir ekki að við fær- um of nærri. Manstu þegar þú settist á prumpublöðruna og hún sprakk. Svona gætum við haldið endalaust áfram. Við erum svo heppnar að eiga góðar minningar um góðan afa, þær munum við varðveita í hugum okk- ar alla tíð. Elsku amma Sissa, við skulum hugsa vel um þig. Elsku mamma okkar, það er auð- séð hver var þín fyrirmynd í lífinu. Þegar við kveðjum þig elsku afi í hinsta sinn vitum við að nú líður þér vel. Blessuð sé minning þín. Arna og Gréta. Kæri Grétar og langafi. Okkur langaði bara að kveðja þig og þakka þér fyrir hlýjar og góðar móttökur sem þú veittir okkur þeg- ar við komum í heimsókn í Neðsta- leitið. Við kynntumst þér nú ekki mikið en þú varst alltaf rólegur, huggulegur og sjarmerandi maður og það var ekki annað hægt en að öfunda þig af þessari fallegu brúnku sem þú barst. Elsku Sissa og aðrir, við vottum ykkur alla okkar samúð og minnum á að við hittum þennan frábæra mann aftur á nýjum stað. Ágústa Nellý Hafsteins- dóttir og Kolbrún Kara Pálmadóttir. Í dag kveðjum við hinztu kveðju mág minn Grétar Árnason. Loks er á enda runnin löng barátta við þann illvíga sjúkdóm, sem sviptir fólk ráði, rænu og tengslum við um- hverfi sitt. Það var sorglegt að sjá þennan glæsilega mann missa tök á tilverunni og verða þessum örlögum að bráð. Hann var frumburður foreldra sinna, sómahjónanna Ingunnar og Árna, sem voru af traustum bænda- ættum úr Árnessýslu, en fluttu til Reykjavíkur árið sem Grétar fædd- ist, 1926, og bjuggu alla tíð í Vest- urbænum, lengst af á Ljósvallagötu 30. Þar ólst hann upp í faðmi góðrar fjölskyldu ásamt tveimur systkinum og náin skyldmenni bjuggu á næstu grösum. Hann varð drjúgur liðsmaður í hópi góðra félaga, sem stunduðu skíðaíþróttina af kappi og hafa hald- ið hópinn æ síðan og einnig náði hann góðum árangri í hnefaleikum, sem þá þóttu íþrótt samboðin Ís- lendingum. Grétar var maður fríður sýnum og vel á sig kominn og sagt hefur verið, að mörg meyjarhjörtu hafi slegið hraðar þegar til hans sást. En það var aðeins ein kona, sem hlaut fyrsta sæti í lífi hans. Sigríður svilkona mín, sjómannsdóttir ættuð vestan úr Skálavík. Sambúð þeirra stóð í rúm 50 ár og þau eignuðust 4 mannvænleg börn. Það virtist alltaf fara jafnvel á með þeim Sissu og Grétari og þau jafnan bæði nefnd í sömu andránni ef einhver mál þeim viðkomandi var til umræðu. Það sýnir líka og sann- ar sú mikla umhyggja og alúð, sem Sissa hefur sýnt við umönnun Grét- ars í þessum erfiðu veikindum. Starfsvettvangur Grétars var á sviði bíla og vélaviðgerða. Hann og félagar hans stofnuðu hið virta fyr- irtæki Þ. Jónsson og Co, sem verið hefur leiðandi í vélaviðgerðum árum saman og þar var hann verkstjóri. Þessi starfsemi gekk vel og Ford umboðið Sveinn Egilsson h/f komst einnig í þeirra eigu og var rekið með glæsibrag um margra ára skeið. Dapurleg örlög þess fyrirtækis á erfiðum tíma í viðskiptum urðu Grétari þungbær raun og erfitt hlutskipti. Ekki bar hann þessar raunir sínar á torg, enda frekar dul- ur um sína hagi, en víst er, að uppfrá þessu fór heilsu hans að hraka. Mér varð það strax ljóst þegar ég kynntist konunni minni og flutti í fjölskylduhúsið á Ljósvallagötu 30, að miklir kærleikar, sem stóðu á gömlum merg og rofnuðu aldrei, voru með þeim systkinum og naut ég sjálfur góðs af því. Nú er þakkað fyrir ljúfa samveru og samfylgd og öllum ættingjum sendar samúðarkveðjur. Ólafur G. Karlsson. Kostaðu hugann herða hér skaltu lífið verða. Þannig áttu hinir hraustu bar- dagamenn fornir að ljúka sínu lífs- hlaupi, helst standandi. Sú barátta er Grétar varð að heyja síðustu árin við illvígan sjúk- dóm var bæði ómanneskjuleg og ólýsanleg. Við slíkar aðstæður reyn- ir mest á ástvini og þá sem næst standa. Grétar, ungur maður með sól og seltu Miðjarðarhafsins í blóðinu, út- lit og líkamsbyggingu grísku guð- anna. Íþróttamaður af lífi og sál. Æfði hnefaleika og vann þar afrek. Þekktari sem þrautþjálfaður í skíða- göngu og afreksmaður þar. Sem slíkur var hann í hópi vaskra skíða- manna, sem hóað var saman til að freista þess að bjarga nokkru af farmi flugvélarinnar Geysi, nokkru eftir að hún brotlenti á Vatnajökli. Þetta var mikil þrekraun en tókst vel. Okkar kynni hófust vegna áhuga beggja á skíðaíþróttinni. Við vorum báðir í hópi skíðamanna sem sóttu keppnir vítt og breitt um landið. Samstarf okkar sem varði nær hálfa öld, hófst strax eftir stofnun vélaverkstæðisins Þ. Jónsson & Co. 1949. Fljótlega gerðust Grétar og Jón Adólfsson meðeigendur að fyr- irtækinu. Árið 1960 þegar við keypt- um Ford-umboðið Sveinn Egilsson hf. fluttum við Jón okkur um set og störfuðum eftir það saman hjá Sveini Egilssyni hf. Tók Grétar þá við forstöðu Þ.J. & Co. Í mínum huga stafaði einhvers- konar birta eða ljómi af því fyr- irtæki. Það var stofnað við erfiðar aðstæður hafta og skömmtunar en ávann sér fljótlega gott orð fyrir fagleg vinnubrögð og ýmis nýmæli er hafa fylgt fyrirtækinu fram á þennan dag. Það var ekki síst Grét- ar með sína fáguðu framkomu sem ávann fyrirtækinu virðingu. Fram- koma hans við viðskiptavini og starfsfólk var ávallt til fyrirmyndar. Fyrir rúmlega áratug keypti Grétar fyrirtækið ásamt Sigurði syni sínum og starfar fyrirtækið áfram með miklum krafti undir öruggri stjórn Sigurðar. Að leiðarlokum kemur í huga minn hið nána samstarf er við áttum fyrsta áratuginn. Það voru skemmtilegir tímar. Grétar og Jón Adólfsson frábærir starfsfélagar og vinir, lögðu sig alla fram við að ná þeim árangri er krafist var af ung- um mönnum þess tíma. Þeir sem áttu Grétar að vini harma fráfall hans, en virðingin og samúðin er öll með Sigríði og fjöl- skyldunni sem hefir gert allt sem í mannlegu valdi var hægt að gjöra til að létta Grétari hin erfiðu sjúk- dómsár. Innilegustu samúðarkveðj- ur fylgja þessum línum. Þórir Jónsson. Við kveðjum okkar kæra vin Grétar Árnason með söknuði í dag. Vinátta, sem hefur varað um hálfa öld, skilur eftir sig margar dýrmæt- ar minningar. Við kynntumst Grétari um sama leyti og hann kynntist vinkonu minni henni Sissu, sem átti eftir að verða hans lífsförunautur. Við, nokkrar vinkonur, vorum í bænum og gengum framhjá Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll, þá stendur þar stórglæsilegur og fal- legur karlmaður. Vinkona mín og hann horfðu á hvort annað og ég sá að það var ást við fyrstu sýn. Síðan hefur vinkona mín átt far- sælt líf með traustum og góðum manni sem Grétar hafði að geyma. Þau bjuggu sér fallegt heimili, eign- uðust fjögur yndisleg börn og svo komu barnabörnin sem voru þeirra sólargeislar. Grétar var mikið prúðmenni og vel virtur maður jafnt á vinnustað, af vinum sínum og viðskiptavinum. Hann var greiðvikinn og vildi allt gera til að hjálpa þeim sem til hans leituðu. Einnig hafði hann yndi af því að fara með konu sinni til sólar- landa í nokkur ár á sínum seinni ár- um, en hann bar, alla tíð, mikla virð- ingu fyrir henni. Þau bættu svo vel upp mannkosti hvort annars. Við hjónin erum svo þakklát að hafa orðið þess aðnjótandi að hafa gengið í gegnum lífið með þessum mannkostahjónum. Öll ferðalögin og veiðitúrarnir með börnunum, gleðistundirnar með fjölskyldum þeirra og veislurn- ar í Bjarmalandi. Þetta eru dýmæt- ar samverustundir sem við geymum í minningunni. Elsku Sissa mín, innilegustu sam- úðarkveðjur. Nú er Grétar þinn bú- inn að fá hvíldina. Þú ert svo þakk- lát fyrir ykkar líf sem var blómlegt og fagurt. Megi ljósið skína á þær fallegu minningar sem þú, börnin ykkar og barnabörn hafið um þenn- an mæta mann sem þið hafið elskað og góði guð mun vel fyrir sjá. Súsanna Kristinsdóttir. Það var að áliðnu vori árið 1918 og Katla var ekki enn farin að spúa úr sér og fleyta vatni og ís suður á sanda. Féð var þessa dagana rekið heim til rúnings en húsfreyjan Elín á Loftsölum tók ekki þátt í því. Hinn 7. júní, daginn sem við hugsum til, var hún að fæða sitt sextánda barn, Matthildi Sigurlaugu. En þann dag spáði sú nýfædda ekki í hvort faðir hennar Guðbrandur á Loftsölum hefði sett áraskipið sitt í naust vest- an undir Dyrhólaey, eða hvort eftir væri að fara í drangana; Mávadrang, Lundadrang og Kambinn. Uppi á landi er Hildardrangur með hlöðnu fjárréttinni og ekki langt frá þar sem skipið var staðsett. Hákarlsbrekkan var orðin hvanngræn enda fíllinn farinn að bera á og krían að mynda sér varpstað á Lágeynni. Nálægðar við allt þetta átti Matta eftir að njóta og leika sér nær bæn- um, í Klöppunum, eða Torfholtinu, í Hvolhausunum eða uppi á Bjalla. Fjöllin í Mýrdalnum heilluðu Möttu, hún sá jökulinn, Höttu og Reynisfjall og svo auðvitað Dyrhólaey, sem hún kallaði „Fjallið mitt, fjallið eina“. Allt þetta fannst mér svo ríkur þáttur í hugsun hennar til þessa staðar seinna meir. Matta elskaði Skaft- fellsku fjöllin og Mýrdalinn mest enda lágu ræturnar þar. Í frásögnum hennar um æsku- og unglingsárin heima á Loftsölum gerðust mörg ævintýri. Það var nú dáldið sport í að vera send í éljagangi í ljósaskiptunum suður á Ey að kveikja á vitanum, Ósinn uppi og MATTHILDUR GUÐ- BRANDSDÓTTIR ✝ Matthildur Guð-brandsdóttir fæddist á Loftsölum í Mýrdal 7. júní 1918. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Víðinesi 30. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá kirkju Óháða safnaðarins 9. maí. brimið barði Eyna og að klungrast um Skoll- astíginn. Snemma fór Matta að taka þátt í vinnu fullorðna fólks- ins, raka, snúa heyinu austur á túni, inn með fjalli eða á Sprengir og fara á milli með hey- grindurnar sem hest- arnir drógu. Þessa tíma minnist Matta með gleði, þegar hún var til dæmis send til að gefa sauðunum uppi í Gjóstu við Loft- salahelli. Henni þótti vænt um kindurnar og hafði dálæti á þeim. Hún kom austur að Loftsölum þegar hún gat til að hjálpa til við smölun og rúning á vorin. Matta átti lengi sótrauðan snaggaralegan hest sem hét Dreyri. Það eru svo mörg ævintýrin hjá ungu fólki sem gaman er að segja frá. Þannig er það svo oft að æskan verður ævintýri og ævintýrin verða stundum að alvöru lífsins. Matthildur lærði hárgreiðslu og starfaði við þá iðn á eigin stofu í mörg ár, seinna starfaði hún lengi sem póstfreyja. Hún kynntist sínum lífsförunaut, Jóni Ísfeld Guðmunds- syni, slökkviliðsmanni á Reykjavík- urflugvelli, og eignaðist með honum einkasoninn, Björn Guðbrand um- hverfisfræðing. Eftir það snerist líf hennar að mestu um þá tvo. Undirrituð var svo lánsöm að fá að dvelja um vetrartíma hjá Jóni og Möttu í Hamrahlíðinni. Þau opnuðu heimili sitt fyrir mér, stelpuvillingi, sem var að fara að heiman í fyrsta sinn. Það var mér góður skóli og skemmtilegur tími hjá frænku minni og fjölskyldu hennar. Þau tóku þá tvö systrabörn Möttu til sín í fæði og húsnæði. Einnig var þá á heimilinu sonur Jóns frá fyrra hjónabandi. Oft var spjallað og spekúlerarð þegar tími gafst frá námi, eða í mínu tilfelli frá bíó- eða ballferðum, og var það þroskandi fyrir okkur ungmennin. Stundum var til umræðu stjórnarfar á Íslandi og í Rússlandi. Þeir voru sjarmörar; Einar Olgeirsson og Karl Max. Það var upplifun að kynnast al- veg nýrri sýn á stjórnarfar og stjórn- mál, eitthvað sem ekkert hafði verið hugsað um áður. Hjónin voru bæði greind og víðlesin, og var heimili þeirrra sannkallað menningarheim- ili. Húsbændurnir voru hugsjóna- manneskjur sem tóku afstöðu með þeim sem minna mega sín í þjóð- félaginu. Þau tóku þátt í baráttu fyr- ir frelsi, jafnrétti og bræðralagi allra manna. Matthildur var glæsileg kona og myndarleg húsmóðir, fróð og skemmtileg og ákveðin þegar því var að skipta. Af hennar fundi fór maður alltaf ríkari en áður, því urðu þær æði margar samverustundir okkar, sérstaklega á seinni árum. Þá var eins og styttist bilið milli eldri og yngri kynslóðar. Fjölskyldan í Hamrahlíð 3 var alltaf til í rökræður um lífið og tilveruna. Húsmóðirin veitandi bæði af andlegu og líkam- legu fóðri sem fram var reitt af snyrtimennsku og höfðingsskap. Þegar árunum fjölgaði hugsaði hún oftar og oftar til uppvaxtarár- anna á Loftsölum í glöðum hópi margra systkina. Hún sagði þá gjarnan: „Hann pabbi var alltaf svo góður við okkur og mamma líka, hún var bara ákveðnari.“ Að alast upp í svo stórum systkinahópi varð að samheldni og vináttu þegar árin liðu. Alls urðu börnin sextán fædd þeim Elínu og Guðbrandi en eina stúlku misstu þau á fyrsta ári og eina gáfu þau til ættleiðingar. Upp komust þrír synir og ellefu dætur. Matta er sú síðasta af þessum hóp sem nú kveður og heldur á vit ástvinanna. Fyrir allnokkrum árum fór heils- an að bila, en aldrei heyrðist hún kvarta eða barma sér, það var eins og hugsunin væri farin af stað til æðri heima. Þegar hún fékk heim- sóknir að Víðinesi eftir að hún flutti þangað, af ættingjum sem hún þekkti, var gaman að sjá hvað hún ljómaði og brosið varð fallegt. Með þessum minningabrotum kveð ég Möttu frænku og er þakklát fyrir samfylgd hennar og vináttu. Ég votta Birni Guðbrandi og ömmu- börnum hennar innilega samúð mína. Hrafnhildur Stella Stephens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.