Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 43 ✝ Pétur GuðlaugurJónsson fæddist á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 9. október 1912. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Eir 1. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Pétursdóttir og Jón Einarsson og fóstur- foreldrar þau Guð- laug Pétursdóttir og Andrés Pétursson. Bræður Péturs, Ein- ar Haukur, Erlingur, Matthías Hafsteinn, Guðmundur Björgvin og Jón Dan Jónsson, eru allir látnir og fóstur- bræður hans, Stefán Georg Elíasson og Pétur Andrésson, eru einnig látnir. Eiginkona Péturs er Hulda Ingibjörg Biering, f. 22. júlí 1922. Börn þeirra eru Viðar Már, f. 1944, Ellen Már, f. 1946, Pétur Andrés, f. 1952, og Margrét Guðlaug, f. 1959. Útför Péturs var gerð í kyrrþey 8. maí. Elsku pabbi. Ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég og fjöldskylda mín erum rík að eiga allar minningarnar sem aldrei munu gleymast. Við kveðjum þig með söknuði. Margrét (Maggý) og fjölskylda. PÉTUR GUÐLAUG- UR JÓNSSON Kveðja frá sam- starfsmönnum Stella Sigurleifsdótt- ir lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi, hinn 22. apríl sl. eftir tiltölulega stutta sjúkdómslegu. Stella starfaði hjá Kópavogsbæ í hartnær 25 ár, en hún hætti störfum fyrir aldurssakir árið 1997. Allan sinn starfsferil hjá bænum var hún ritari á aðalskrifstofu ásamt því að annast móttöku. Sinnti hún sérstak- lega verkefnum fyrir bæjarstjóra og bæjarritara, en á ferli sínum starfaði hún fyrir 4 bæjarstjóra og 5 bæjar- ritara. Stella var afar farsæl í starfi og sinnti þeim verkefnum, sem henni voru falin af alúð og kostgæfni. Hún gætti þess að allir hlutir væru á sín- um stað og verkefni væru unnin vel og á réttum tíma. Stella var glaðlynd og þægilegur samstarfsmaður með ríkt skopskyn, en sagði meiningu sína umbúðalaust ef því var að skipta og þá án alls hamagangs. Það var ákaflega gott að leita til Stellu ef einhver mál komu upp á, sem þurfti að leysa fljótt og vel og ekki síður þægilegt að vita af því að hún gætti þess vel að engin þau föstu verkefni, sem yfirmenn hennar þurftu að sinna gleymdust í amstri daganna. Stella var vinsæl meðal samstarfs- manna sinna enda þægileg í um- gengni og skemmtilegur félagi, sem átti auðvelt með að sjá það jákvæða í lífinu. Á vel við að segja um hana, að hún hafi verið drengur góður. Það er mikil eftirsjá að Stellu Sigurleifs- dóttur og söknuður meðal þeirra, sem með henni störfuðu þó svo að nokkur tími sé liðinn síðan hún kvaddi vinnustað sinn á bæjarskrif- stofunum. Það hefur verið hamingja Kópavogsbæjar að hafa á að skipa hæfu og góðu starfsfólki og er Stella Sigurleifsdóttir þar fremst meðal jafningja. Við sem þekktum Stellu og unnum með henni kveðjum hana nú með þökk og virðingu um leið og við vottum eiginmanni hennar, börnum og öðrum ættingjum samúð okkar og hryggð við fráfall hennar. F.h. starfsfélaga Sigurður Geirdal bæjarstjóri. Stella hefur kvatt okkur. Hún var lík fjöllunum sínum í Arnarfirði, sviphrein og með skarpa drætti. Það var aldrei nein hálfvelgja eða drungi í kringum hana. Hún var stór, bæði til orðs og æðis. Við vorum samstarfsmenn um árabil og lengst af deildum við kjör- um á sömu fermetrunum, unnum nánast í takt. Hún var einkaritari minn. Hún var víðlesin og víðreist, hafði búið árum saman í sunnan- verðri Evrópu. Hún var bráð- skemmtileg, hafði skoðanir, var hreinskiptin, hló dátt og færði ætíð birtu og líf í bæ. Þoldi hvorki væmni né orðalengingar. Það gustaði af henni – líkt og af fjöllunum tignar- legu í heimabyggð hennar. Eftir að ég yfirgaf vinnustað okk- ar fyrir allmörgum árum urðu fundir okkar eðlilega strjálli. Alltaf var samt jafn notalegt að hitta hana. Hún skaut þá að manni hugrenning- um sínum um þjóðmálin til umþenk- ingar eða kallaði eftir umræðu. Þá nefndi hún líka oft lestrarefni sitt. Hún var leitandi manneskja og vildi deila geði með fólki. Sérhver óx af kynnum við hana. Að leiðarlokum vil ég þakka kynn- in góð og mannbætandi samstarf. Á kveðjustund sendi ég Pétri, eig- STELLA SIGURLEIFSDÓTTIR ✝ Stella Sigurleifs-dóttir fæddist á Bíldudal 12. janúar 1928. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 22. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 2. maí. inmanni hennar, börn- um og ættingjum öðr- um, hugheilar samúð- arkveðjur. Kristján Guð- mundsson, fyrrv. bæjarstjóri. Stella Sigurleifsdótt- ir, frænka mín, lést 22. apríl sl. eftir að hafa nýlega haldið upp á 75 ára afmæli sitt með glæsibrag. Sem barn gisti ég einhverju sinni með foreldrum mínum á heimili föðurbróður míns, Vinamóti á Bíldudal. Þar sá ég rafljós í fyrsta sinn. Frænkur mínar, Erna og Stella, kenndu mér að kveikja ljósið. Síðan hefur ávallt stafað birtu af minningunni um þær og þeirra nán- ustu. Það var einnig bjart yfir síðustu fundum okkar Stellu, eiginmanns hennar, dóttur og dótturdóttur þó að við vissum öll að stundaglasið væri að renna út. Stella fór með gaman- mál, rifjaði upp harða keppni okkar í spilaklúbbnum Bjarti sem var mann- aður Sigurleifsdætrum og systur minni Álfheiði auk mín. Stella gaf mér gjarnan borðleggjandi forhand- argrand, ég lofaði heilu í staðinn en stóð sjaldan við það. Það var heið- ríkja yfir þessum síðustu stundum með Stellu. Ég votta fjölskyldu hennar inni- lega samúð mína. Einar Gíslason. Skjótt skipast veður í lofti. Í jan- úar hélt Stella Sigurleifsdóttir, vin- kona okkar, upp á 75 ára afmæli sitt með glæsibrag og hún virtist glöð og hress, en daginn eftir komu í ljós al- varleg veikindi hennar. Pétur og fjöl- skylda hans verða nú fyrir öðru áfall- inu á tæpu ári. Leiðir okkar og Stellu og Péturs lágu fyrst saman fyrir tæpum 50 ár- um, er við öll vorum við nám og störf í Kaupmannahöfn og bundumst sér- stökum vináttuböndum sem hafa haldist og styrkst alla tíð síðan. Þótt þau flyttu fljótlega til Strass- borgar þar sem Pétur tók við störf- um hjá Evrópuráðinu og hópurinn dreifðist á háannatíma lífsins, var alltaf hresst upp á kunningsskapinn við heimsóknir þeirra til landsins og eins naut einn undirritaðra ríkulega gestrisni þeirra hjóna er hann átti erindi til Strassborgar. Síðan var þráðurinn tekinn upp og hist jafn- aðarlega, er þau fluttust alkomin til landsins 1964 með fjögur börn sín. Stella var glæsileg kona, geislaði af góðvild, ljúf og elskuleg. Hún hafði einstakt næmi á spaugilegar hliðar mála, leikhæfileikar og hnytt- inn frásagnarmáti gæddu hina hversdagslegustu hluti lífi. Við skemmtum okkur og hlógum saman. Stella var mikil heimskona. Þau Pétur ferðuðust saman bæði vegna starfa hans og í seinni tíð á gamlar slóðir með viðkomu hjá börnum sín- um erlendis. Þau hjónin hafa verið mjög samrýnd og samtaka í lífinu. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Boð á fallegt og hlýlegt heimili þeirra voru einstök og alltaf ánægju- leg. Seinni ár höfum við farið saman á veitinghús af ýmsum tilefnum að ógleymdum öllum góðu gönguferð- unum um nágrennið, Hellisheiðina og í Hveragerði. Það er mikils virði að eiga sameiginlegar minningar og fá að eldast saman með gömlum vin- um. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn. Skarð sem ekki verður fyllt. Við þökkum samfylgdina og ótal samverustundir og vottum Pétri og fjölskyldunni samúð okkar. Bless- uð sé minning Stellu Sigurleifsdótt- ur. Þórunn, Jón, Sigrún, Jón Er- lingur, Svandís og Eyþór. Það kom ekki á óvart að Stella legði í langferð að vori. Þegar sól tók að hækka á lofti og farfuglarnir und- irbjuggu ferð í norður flaug hugur hennar til meginlandsins þar sem hún hafði svo oft fagnað vori með fjölskyldu sinni er þau bjuggu er- lendis um árabil. Við sem unnum með henni á fjórðu hæð Bæjarskrifstofu Kópavogs tók- um þátt í útþrá hennar og ferðagleði sem varð kveikjan að litlum ferða- klúbbi kvenna sem kölluðu sig Amst- urdömur. Bæði var að fyrsta ferðin var farin til Amsterdam og að við þurftum að amstra töluvert til að geta láta drauminn rætast. Bakaðar voru kökur sem seldar voru á kaffi- stofunni og sem meðlæti á fundum, dregið af launum í ferðasjóð og ým- islegt fleira fundið til. Í öllum und- irbúningi og áætlanagerð var Stella sjálfkjörinn leiðtogi, sú sem aflaði upplýsinga um tilboð og tækifæri, ferðatilhögun og fjármögnun og hreif okkur allar með sér með sínum eðlislæga krafti og kæti. Þegar lagt var af stað með „Veislu í farangr- inum“ og hlýjar óskir góðra sam- starfsmanna sem sáu um störfin á meðan var vorið komið í hugum okk- ar þó oftast færum við um miðjan mars. Stella var skemmtilegur ferða- félagi sem naut þess að sitja á úti- veitingastað með hvítvínsglas eða kaffibolla og láta sólina verma sig. Þá flaug hugurinn hátt og umræð- urnar tóku ýmsar stefnur, hún hafði einstaka frásagnargáfu, var vel heima um menn og málefni, var vel lesin og skarpgreind. En tíminn flýgur hratt og þó Stella hætti störfum hélt hún alltaf góðu sambandi við sitt fyrrverandi samstarfsfólk. Á sjötíuogfimm ára afmælinu bauð hún okkur Amstur- dömum til veislu ásamt vinum og vandamönnum. Þá var gaman að gleðjast saman og ákveðið að ferða- hópurinn hittist fljótlega aftur á veit- ingahúsi til að finna gömlu stemn- inguna, staður og stund voru ákveðin en Stellu auðnaðist ekki að koma með, tíminn var of naumur. Við biðj- um henni fararheilla í síðustu ferð- inni og þökkum fyrir samfylgdina. Sigrún. Það var fyrir meir en hálfri öld sem vegir okkar Stellu lágu saman, var það í frönskutíma í Berlitz-skóla Halldórs Dungal. Stella var þar með vinkonum sínum en ég kom ein, en um leið var hún búin að koma mér í sinn hóp. Þar var ekki eineltinu fyrir að fara. Þetta var undirbúningur að Parísardvöl, en þó fór svo að við vor- um þar ekki samtímis þar sem hún var farin þegar ég kom þangað. Þó slitnaði sambandið ekki og er heim kom kynntist ég fjölskyldu hennar og öllum þeim fjölmörgu sem hún þekkti. Vinnustaður hennar þá var hjá Borgardómara Reykjavíkur og þar kom hún mér einnig í sam- band við alla, háa sem lága, það ynd- islega fólk sem þar var og þaðan á ég margar góðar vinkonur. Stella var afskaplega gefandi per- sónuleiki og laðaði hún fólk að sér. Hún var svo skemmtileg að þegar við vorum með henni urðum við bara öll skemmtileg líka. Hún var fé- lagslynd, velviljuð og trygglynd. Vinátta okkar hefur varað í öll þessi ár og ekkert breyst þó löng utan- landsdvöl hafi verið í millum. Nú er hún farin og mikið verður þá lífið fátæklegra en það var mér gæfa að kynnast henni. Ég kveð hana með miklum sökn- uði og þakka samfylgdina. Farðu vel, kæra vinkona, Kristín Guðjohnsen. Þegar ég vaknaði sunnudaginn 12. janúar í vetur var fyrsta hugsun mín að hún Stella væri 75 ára í dag, og að ég yrði að fara til hennar á afmæl- isdaginn. Við ákváðum því að fara með fluginu frá Bíldudal um miðjan daginn, fórum í afmælið til Stellu sem var mjög ánægjulegt. Þegar ég hringdi heim til hennar til að þakka fyrir mig frétti ég að Stella hefði veikst og verið flutt á spítala daginn eftir afmælið og væri sennilega með krabbamein, sem reyndist rétt vera. Þessi sjúkdómur hefir nú riðið henni að fullu og lést hún 22. apríl síðastlið- inn. Ég hef þekkt Stellu síðan við vor- um smábörn. Foreldrar Stellu, Sig- urleifur og Viktoría, og foreldrar mínir, María og Júlíus, voru mikið vinafólk, og áttu þau meðal annars bæði kýr og kindur sem var heyjað fyrir í sameiningu. Þegar Stella er um það bil sjö ára veikjast foreldrar hennar og verða að koma börnum sínum fyrir, en eru sjálf flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Þá kom Stella á heimili okkar, ég man enn er ég sá pabba koma berandi Stellu heim til okkar á Grænabakka. Þá hafði hún veikst af botnlangabólgu, var hún fárveik framan af, en hún komst á fætur og mun hún hafa verið um sex vikur að ná sér. Þorbjörn læknir annaðist hana af natni, en ekki voru önnur lyf en ópíum sem hún fékk við verkjum. Þegar hún var orðin hress liðu árin við alls konar leiki sumar og vetur. Mér fannst ákaflega gott að fá stelpu á mínu reki inn á heimilið, því ég átti bara eldri systkini, sem voru 13 og 15 árum eldri en ég. Okkur Stellu féll mjög vel og man ég ekki eftir neinu ósam- komulagi okkar á milli. Stella var hjá okkur fram yfir fermingu, en þá voru foreldrar henn- ar komnir til sæmilegrar heilsu og flutti hún til þeirra. Eftir það áttu þær systur Erna, Stella og Rakel heima í Reykjavík og fóru þar í sína skólagöngu. Einn bróður átti Stella, hann hét Ríkharður, en hann drukknaði á Arnarfirði árið 1936. Stella giftist svo Pétri Guðfinns- syni og fluttist með honum utan og síðast áttu þau heima í Strassborg í mörg ár, þar sem Pétur vann við Evrópuráðið. Þau fluttu svo heim þegar Ríkissjónvarpið var stofnað og gerðist hann framkvæmdastjóri þar. Eftir að þau fluttu utan varð lengra á milli þess að við hittumst, en það var bara ennþá meira gaman að hittast. En eftir þau fluttu heim hittumst við oftar. Börnin þeirra voru Ólöf, Áslaug, Pétur og Elín. Þau urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa Áslaugu, næst- elstu dóttur sína, úr krabbameini á síðasta sumri, en ég er ekki í neinum vafa um að Stella hefur hlakkað til endurfundanna við hana þegar yfir lyki. Ég hef hugsað svo mikið til æsku- áranna undanfarið, og þess sem við Stella tókum okkur fyrir hendur, og þær minningar mun ég geyma um þessa stúlku sem ég finn að mér hef- ur þótt óskaplega vænt um og var alltaf svo ljúf og hlý. Mér er svo minnisstætt hvað Stella kunni mikið af bænum, sem hún fór með á hverju kvöldi og bað Guð að gefa foreldrum sínum heilsuna á ný, á meðan þau voru veik, og hún endaði alltaf bænir sínar á þessu versi: Hveitikorn þekktu þitt þá upp rís holdið mitt. Í bindini barna þinna blessun láttu mig finna. (H.P.) Elsku Pétur og fjölskylda, Rakel og fjölskylda. Við Friðrik og fjölskyldur okkar sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Elsku Stella, þakka þér fyrir allt. Guð blessi þig. Nanna Þrúður Júlíusdóttir. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélagið Lúkas með fund í safnaðarheimilinu kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Kl. 13– 15.30 opið hús fyrir fullorðna í safnaðar- heimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrirbænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir hádegi á mánu- dögum. Stúlknastarf fyrir 11–12 ára kl. 17–18. Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK-fundur fyrir stelpur 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjöl- breytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Lágafellskirkja. Sunnudagaskólinn kl. 13 í safnaðarheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3. hæð. Allir velkomnir. Mánudagur: Al- Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Samkoma kl. 14. Ræðumaður Bryndís Svavarsdóttir. Lofgjörð og fyrirbænir. Tví- skipt barnastarf fyrir 1–5 ára og 6–12 ára börn á sama tíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Fella - og Hólakirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.