Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 49 Fyrirtæki til sölu: Upplýsingar um fyrirtæki aðeins veittar á skrifstofunni. Vinsamlega pantið tíma. Síminn er 533 4300.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Pylsvagn í iðnaðarhverfi. Ársvelta 5,5 m. kr. Stuttur opnunartími.  Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð, góður rekstur og skemmti- legt tækifæri.  Deild úr fyrirtæki. Mjög þekkt umboð fyrir ferðatöskur. Ársvelta 8 m. kr.  Heildverslun með þekkt merki í matvöru. Ásvelta 40 m. kr.  Veitingahúsið Dinerinn í Ármúla. Velta 1.200 þús. kr. á mánuði. 49 sæti + bakkamatur. Stuttur opnunartími.  Flutningaþjónusta á Suðurnesjum. Þægilegt dæmi.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning.  Kaffihús á Vesturlandi. Eigið húsnæði. Auðveld kaup.  Stór og mjög vinsæl krá í úthverfi. Ein sú heitasta í borginni.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagn- aður. Eigið húsnæði.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn. Rekstrarleiga möguleg.  Lítið sandblástursfyrirtæki með miklum tækjabúnaði. Hentugt fyrir tvo samhenta menn eða viðbót t.d. fyrir málningarfyrirtæki.  H-búðin Garðatorgi. Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Skemmtilegt tækifæri fyrir tvær samhentar konur. Lækkað verð.  Deild úr fyrirtæki með útstillingarvörur.  Heildsala/smásala í snyrtivörugeiranum. Miklir vaxtarmöguleikar.  Járnsmíðaverkstæði í Kópavogi. Ársvelta 32 m. kr. Ágæt verkefna- staða.  Matvöruverslun á uppgangsstað í nágrenni Reykjavíkur. Ársvelta 136 m. kr. Góð afkoma.  Þekkt heildverslun með 100 m. kr. ársveltu og ágæta markaðsstöðu.  Lítil heildverslun/verslun í Hafnarfirði með gjafavörur.  Góð sólbaðsstofa í Breiðholti. Besti tíminn framundan.  Tískuvöruverslun í lítilli verslunarmiðstöð. Eigin innflutningur, góð merki.  Gott þjónustufyrirtæki í prentiðnaði.  Sólbaðsstofa og naglastofa í góðu bæjarfélagi í stór-Reykjavík. 6 bekk- ir, þar af 5 nýir. Verð 7,5 m. kr.  Þekkt bónstöð til sölu eða rekstrarleigu fyrir réttan aðila.  Söluturn í atvinnuhverfi í Kópavogi. Verð 11 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir gott fólk.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4—6 störf.  Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka.  Meðeigandi óskast að góðum veitingastað á Akureyri.  Grensásvideó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup. Rekstrarlega mögu- leg.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr.  Rótgróin snyrtistofa í verslunarkjarna. Verð 3 m. kr.  Dagsöluturn við Laugaveg. Fallegur og snyrtilegur staður.  Þekkt barnavöruverslun og heildverslun. Góð umboð. Ársvelta 25 m. kr.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Fullbúin naglaverksmiðja með nýjum tækjum sem passar í lítið húsnæði eða jafnvel bílskúr. Hentar vel til flutnings út á land. Verð aðeins 3,5 m. kr.  Sérhæft fyrirtæki sem setur lakkvörn á bíla. Gott einkaumboð, tæki og lager. Hentugt fyrir tvo menn.  Lítil en þekkt smurbrauðsstofa og veisluþjónusta með góð tæki og mikla möguleika.  Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. Gott fyrir laghentan hestamann. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Píanóskóli Þorsteins Gauta Grensásvegi 5 Innritun er hafin fyrir skólaárið 2003-2004 Kennslugreinar: Píanó • Tónfræði Forskóli 6-7 ára börn. Innritun og upplýsingar í síma 551 6751 og 691 6980. Sumarnámskeið í júní og ágúst Píanó (einkatímar) kr. 15.000. Tónfræði (hraðferð) kr. 10.000. Píanó og tónfræði kr. 22.000. Systkinaafsláttur DJÚPMENN, hvað menn eru það? Það eru menn sem fæðst hafa eða búið vestur í Ísafjarðardjúpi, og næsta sunnudag ætla brottfluttir djúpmenn og ættingjar þeirra að hittast og drekka saman kaffi en það er árviss venja þeirra. En nú er nýlega fallinn frá einn skelegg- asti áhugamaður um málefni og velferð byggðar við djúp. Nafn þessa manns er Jóhann Þórðarson og er nafn hans og minning kveikjan að þessum hug- leiðingum. Jóhanni kynntist ég fyrir 53 árum, þá var hann að læra til stúdentsprófs og tók námið ut- anskóla. Jóhann var hamhleypa til vinnu og sem dæmi þar um var að á Melgarðseyri var bænahús sem staðið hafði af sér öll veður um aldir, en svo gerðist það að bæna- húsið fauk og ekkert sást af því nema gaflinn og altaristaflan með kristslíkneski, það stóð eftir í rok- inu óstífað með öllu, sem var ótrú- legra en unnt er að skýra. En þá koma til sögunnar djúpmenn með Jóhann í fararbroddi og héldu þeir fund þar sem samþykkt var að byggja nýtt bænahús. Það var ekki beðið með að hefja framkvæmdir, teikning var fengin og efni keypt, þessu var komið vestur á Mel- garðseyri. Þar var timbrið fúavarið af bændum og konum þeirra, síðan var bænahúsið reist að mestu af bændum í Nauteyrarhreppi. Ég kom vestur síðla sumars og sá þar þessa nýbyggingu í fyrsta sinn, grind að heilu guðshúsi. Fyrstu menn sem ég hitti voru þeir Þórð- ur Halldórsson frá Laugalandi og Sigurður Hannesson frá Ármúla, og þar var eins og kviknaði neisti í þessum gömlu mönnum og þeim fyndist að skyndilega hefði send- ing af himnum komið. Ég var strax beðinn að klæða húsið að utan, en ég var að sjálfsögðu allslaus, ekki með nein verkfæri. Ekki var það tekið sem afsökun og þó að klukk- an væri orðin ellefu að kvöldi var hringt í Jóhann sem þá var búsett- ur í Reykjavík og hann beðinn um að fara í geymsluna hjá mér í Álf- heimunum og taka þar verkfæri og koma með þau vestur. Ég bjóst við að Jóhann kæmi síðla næsta dag og fór því að sofa, en vaknaði um sexleytið um morguninn við það að bíll kemur á mikilli ferð og snar- hemlar á hlaðinu. Þar var þá Jó- hann komin með verkfærakistuna mína, hann hafði þá eins og hans var von og vísa lagt frá sér kaffi- bollann um ellefuleytið kvöldið áð- ur, farið inn í Álfheima, hitt þar fyrir börnin mín sem voru heima, farið í geymsluna þar sem var nóg af allskyns verkfærum og allt kom hann með vestur. Það var eitthvað minnst á það við hann að þetta hefði nú ekki tekið langan tíma, svarið var að þetta hefði nú verið í leiðinni. Jóhann bjó í Bugðulækn- um og ég í Álfheimunum svo að það var rétt. En í þá daga voru all- ir vegir austan Elliðaánna ómal- bikaðir og holóttir í meira lagi, Brattabrekka með öllum sínum beygjum og brekkum, Svínadalur og Gilsfjörður þar sem sjór flæddi upp á veg sumstaðar, síðan var Þorskafjarðarheiði eins og hún var þá og allir vissu sem um hana fóru á þessum árum. En nú þegar verkfærin voru komin og efnið tilbúið var ekki annað að gera en að safna liði sem var auðsótt, þar mættu allir sem áttu heimangengt, áhuginn var mikill hjá öllum hvort sem menn voru skírðir eða óskírðir. Og þegar hér var komið við sögu var bæna- húsið orðið að kirkju og þar með þurfti að skipta þessum litla söfn- uði í tvo hópa, það þótti mörgum sárt. En ekki fengust lán né önnur fyrirgreiðsla fyrir bænahús, en það hafði engin áhrif á fram- kvæmdirnar og ég hef ekki í annan tíma unnið með samhentari mönn- um. Á Melgarðseyri var alltaf fullt hús á matar- og kaffitímum og þau hjón Guðmundur og Kristín, systir Jóhanns, veittu vel og af mikilli rausn og sem dæmi um það þá gáfu þau land fyrir kirkjugarð af túni sínu. Í fáum orðum var kirkj- an, veggir og þak klætt þarna á skömmum tíma og seinna um sum- arið var kirkjan einnig klædd að innan. Ég minntist á neista í aug- um gömlu mannanna þegar til stóð að byggja kirkju, þetta voru menn úr sama hópi og Sigvaldi Kalda- lóns sem var læknir og bjó á Ár- múla sagði frá í æviminningum sínum, að hefðu borið inn til sín flygil og þurft að rífa úr glugga til að koma honum inn í stofu, en það gerðu þeir þegar Sigvaldi brá sér af bæ. Annar frumkvöðull, Aðalsteinn Eiríksson, sagði frá að þegar hann kom vestur í djúp, og sumir segja að hann hefði synt frá Hafnardal til Reykjaness, og boðaði djúp- menn til fundar að þar hafi þeir allir mætt spariklæddir og sam- þykkt einum rómi að skóli yrði byggður í Reykjanesi, það var gert og þar hafa margir djúpmenn fengið sína fyrstu menntun. Báðir þessir menn Sigvaldi og Aðal- steinn urðu varir við þennan áhug- aneista sem einkenndi djúpmenn. Og þar með er spurningunni svar- að. Að lokum færum við hjónin henni Systu og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum góða viðkynningu. INGVAR JÓNSSON OG KRISTÍN, Logafold 156, Reykjavík. Djúpmenn, hvaða menn eru það? Frá Ingvari Jónssyni og Kristínu: FRAMTÍÐ og þróun ferjusiglinga á Breiðafirði, öruggasta trygging heilsárssamgangna Vestfirðinga, heim og heiman. Aukning og uppbygging ferða- þjónustu á Vestfjörðum byggist á að auðvelda fólki ákvarðanatöku um Vestfirði sem valkost. Ein af aðalorsökum aukningar ferðafólks á Vestfjörðum er það val sem er í boði til að samþætta ferðalag þang- að við önnur áhugaverð svæði landsins. Mörgum vex í augum vegalengd- in „vestur“ þegar litið er á landa- kortið, og vissulega er langur akst- ur til Vestfjarða, ef velja á þá til helgarskoðunar. Við hér vestra álít- um reyndar að ekki sé neitt lengra til okkar en frá. Það er þó önnur saga. Skoðum rökrétta möguleika sem fyrir hendi eru ef þú ætlar vestur. Snæfellsnes – Vestfirðir samþætt. Ef þú ert að koma af suðvest- urhorninu er algengt að skoðaður sé þessi möguleiki. Hvernig næ ég hvorutveggja? Breiðafjarðarferjan spilar þarna stærsta hlutverkið, s.s. Snæfellsnes í annarri hvorri leiðinni, vestur eða að vestan. Þú getur jafnvel farið hraðferð um helgi, Snæfellsnes, Breiðafjarðarsigling, Látrabjarg. Vissulega eru þó lengri ferðir æski- legri, þ.e. fleiri dagar á Vestfjörð- um. Gífurleg aukning ferðafólks til Vestfjarða undanfarin ár er stað- reynd. Mjög há prósenta þessa fólks fer með Breiðafjarðarferjunni a.m.k. aðra leiðina og samþættir þá siglingu um Breiðafjörð og skoðun Snæfellsness í einum pakka. Skip það sem nú er rætt um að fá á Breiðafjörð í stað þess sem er í siglingum nú myndi breyta á bylt- ingarkenndan hátt þessu dæmi öllu. Stóraukið flutningsrými, styttri ferðatími og ekki síst stórbætt að- staða farþega til að njóta sigling- arinnar yfir fjörðinn, þar sem stór og rúmgóður salur með gluggum til allra átta er hátt staðsettur á skip- inu, sem er gerbreyting frá því sem nú er. Skip þetta sem um ræðir sem möguleika nú er af þeirri stærð að í allflestum veðrum veit fólk ekki af sjólagi, en sjóveiki hefur vissulega á stundum skekkt myndina í núver- andi ferju. Rými til að taka stóra bíla væri nægt og yrðu þá úr sögunni þær leiðu uppákomur að geta ekki tekið þann farkost með sem fylgir hópum fólks. Ekjubrú kemur það hátt á þetta skip að sjávarfallavandamálið er úr sögunni. Eftir því sem mér skilst er ekki um háar fjárhæðir hér að ræða við þessi mögulegu skipa- skipti á Breiðafirði, heldur hefur sá undarlegi ótti einstakra aðila vegna hugsanlegrar seinkunar á lagningu svokallaðs „heilsársvegar“ innfyrir Breiðafjörð haft greinileg tregðuá- hrif á framgang málsins. Hér er að mínu áliti mjög mikill misskilningur á ferð. Fjölgun kosta hjá ferðafólki eykur straum þess og ýtir því á að vegagerð gangi eðlilega fyrir sig, ekkert síður innfyrir Breiðafjörð en á öðrum stöðum. Öryggi okkar hér á sunnanverð- um Vestfjörðum, í samgöngum til „meginlandsins“, byggist alveg á Breiðafjarðarferju og hefur ávallt gert, sé til alls ársins litið. Því ber að styðja eindregið þetta framtak núverandi rekstraraðila til stór- kostlegra framfara í ferjumálum. Ég skora á ráðherra samgöngu- mála, svo og alla sem geta lagt mál- inu lið á einhvern hátt, að leggjast á eitt um að við megum strax í vor njóta þeirrar framþróunar sem felst í auknu rými og tilheyrandi auknum þægindum í ferjuferðalög- um. Þótt við búum nú við einstaklega snjólétta vetur og milda megum við ekki sofna á verðinum hvað varðar ferðaöryggi á vetrum. Ég get tekið heilshugar undir skrif Jóhanns Ás- mundssonar safnvarðar um nauð- syn samtengingar Vestfjarða inn- nbyrðis með opnun vesturleiðar. Breiðafjarðarferja tapar síst gildi sínu við þá aðgerð. Eykur bara ör- yggi ferðafólks, ekki síst í vafasöm- um veðrum á dimmari árstímum. Það er ósköp notalegt að stinga sér um borð í ferju í stað þess að aka langar óbyggðir. Því ber bráða nauðsyn til að hrinda þessum hugsuðu skipaskipt- um í framkvæmd nú þegar. RAGNAR GUÐMUNDSSON, Brjánslæk. Breiðafjarðarferjan óumdeild líf- æð ferðaþjónustu á Vestfjörðum Frá Ragnari Guðmundssyni: DILBERT mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.