Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 1
Súkkulaði- verðlaun Leið eins og poppstjörnu – slík voru lætin Fólk 59 Hugsanir viðutan sirkusstjóra og samspil dansara og sellós 18 Víðförull kokkur Úr Aðaldalnum í eldamennsku á Bahama-eyjum Sunnudagur B1 STOFNAÐ 1913 126. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fjögur dansverk Morgunblaðið/Kristinn Kjörstaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, talsmanns Samfylking- arinnar, var í Hagaskóla, í Reykja- vík suður. Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, greiddi atkvæði í Hagaskóla, í syðra Reykjavík- urkjördæminu. Morgunblaðið/Ómar Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kaus í fyrsta sinn í Reykjavík, í Ölduselsskóla í suðurkjördæminu. Morgunblaðið/Kristján Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, kaus utan- kjörfundar hjá sýslumanninum á Akureyri, en kjördeild hans er í Svalbarðshreppi í Þistilfirði. Morgunblaðið/Þorsteinn J. Tómasson Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, kaus á Ísafirði eftir talsvert ferðalag frá Reykjavík, en hann þurfti að fljúga til Þing- eyrar og aka þaðan vegna hliðarvinds á Ísafirði. Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Nýs afls, greiddi sitt atkvæði strax við opnun kjörstað- arins í Breiðagerðisskóla, í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. Góð kjörsókn um allt land FRAMKVÆMD alþingiskosning- anna fór almennt vel af stað og á hádegi í gær var kjörsókn víðast hvar mun betri en fyrir fjórum ár- um. Talið er að gott veður hafi haft þar áhrif sem og óvenju spennandi kosningar ef mið er tekið af nið- urstöðum skoðanakannana. Í Reykjavíkurkjördæmi norður höfðu 6.228 manns neytt atkvæð- isréttar síns, eða 14,56% af kjör- skrá. Kjörsóknin á hádegi var meiri í suðurkjördæminu í Reykjavík. Þar höfðu 6.932 kosið, eða 16,23% af kjörskrá. Fyrir fjórum árum, þegar Reykjavík var eitt kjördæmi, var kjörsóknin 13,05% á hádegi. Í Suðvesturkjördæmi höfðu 4.425 manns kosið klukkan ellefu árdeg- is, sem er 9,1% af kjörskrá og tvö- falt meira en á sömu stöðum 1999. Kjörsókn í Norðvesturkjördæmi var á stærstu stöðunum 8–17% á há- degi sem er ívið betra en síðast. Á hádegi höfðu 1.653 ein- staklingar skilað atkvæði sínu á Ak- ureyri, sem er 14,24% af kjörskrá. Árið 1999 var kjörsóknin 11,68%. Á Húsavík var kjörsóknin 13,5% á há- degi í gær, 19% á A-Héraði og 11% í Fjarðabyggð. Í Suðurkjördæmi var kjörsóknin 12,91% á stærstu stöðunum á há- degi sem er betra en árið 1999. ÓFULLNÆGJANDI upplýsingar um þróun og útbreiðslu bráða- lungnabólgunnar, HABL, í Peking gera baráttuna gegn sjúkdómnum þar mjög erfiða, að sögn Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, WHO. Sem dæmi er nefnt að yfirvöld í borginni hafi enga hugmynd um það hvar rúmlega 2.000 HABL-sjúkling- ar smituðust. „Helmingur sjúkling- anna hér í Peking hefur ekki komist í snertingu við fólk með HABL,“ sagði talsmaður WHO í Peking, Mangai Balasegaram, í gær. Hún sagði þetta aðeins vera eitt dæmi um vandann en ýmsar aðrar brýnar upplýsingar skorti. Skýrt hefur verið frá því að 116 manns hafi dáið úr sjúkdómnum í borginni en 235 í landinu öllu. Auk þess hafa 212 dáið í Hong Kong sem nýtur sjálfsstjórnar í Kínverska al- þýðulýðveldinu. Bráðalungnabólgan í Peking WHO skortir upplýsingar Peking. AFP, AP. SÝRLENDINGAR eru reiðubúnir að hefja friðarviðræður við stjórn Ariels Sharons í Ísrael, að sögn stjórnarmálgagnsins Tishrin í Dam- askus í gær. „Sýrlendingar krefjast friðar og þeir sem vilja frið þurfa að- eins að berja að dyrum,“ sagði blað- ið. Sharon sagðist í vikunni vilja hefja viðræður án nokkurra skilyrða en Sýrlendingar vilja að athyglinni verði fyrst og fremst beint að deil- unni um yfirráð Gólanhæða sem Ísr- aelar hernámu í 6 daga stríðinu 1967. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst nú kanna lík- urnar á að koma aftur á stað frið- arferlinu í deilum Ísraela og Palest- ínumanna með hjálp Vegvísisins svonefnda. Hann hélt í gær til Ísr- aels og ræðir í dag, sunnudag, við Sharon. Síðan ætlar Powell að hitta að máli Mahmud Abbas, nýjan for- sætisráðherra Palestínumanna, í Ramallah á Vesturbakkanum. Bush Bandaríkjaforseti sagði á föstudag að Powell myndi hafa í far- teskinu loforð sitt um að Bandaríkja- menn myndu ekki unna sér hvíldar í viðleitni til að tryggja að í framtíð- inni myndu Palestínumenn og Ísr- aelar „lifa hlið við hlið í tveim ríkjum og búa við öryggi, hagsæld og frið“. Sýrland vill friðarviðræður Damaskus, Jerúsalem, Washington. AP, AFP. Colin Powell ræðir við Sharon og Abbas í dag STÓRFYRIRTÆKIÐ Statoil í Noregi ætlar að verja um 1,6 milljörðum íslenskra króna í að kenna um 10.000 starfsmönn- um sínum að fara varlega, m.a. að halda sér í stigahandrið, að sögn Aftenposten. Statoil rekur fjölda olíu- og gasborpalla. Herferðinni er m.a. ætlað að koma í veg fyrir banaslys, sem hafa orðið á bor- pöllunum. Herferðin á að standa í fjög- ur ár og starfsmönnum ber skylda til að taka þátt í tveggja daga námskeiði þar sem kennd eru nokkur grundvallaratriði með hjálp myndbanda. Dæmi:  Þegar gengið er niður stiga á ekki að tala í farsíma, halda á einhverju með báðum höndum eða vera með hendur í vösum. Önnur höndin á alltaf að vera á handriðinu.  Maður á ekki að rugga sér á stólnum.  Þegar gist er á hóteli á alltaf að kynna sér neyðarútganga áður en farið er að sofa. Gætið ykkar!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.