Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLT kapp verður lagt á að gera heildstæða úttekt á því sem gerðist á leikskólanum Sólgarði við Egg- ertsgötu í Reykjavík á mánudag fyrir viku þegar 11 mánaða barni lá við köfnun í sandkassa á baklóð. Sandkassinn hefur verið fjarlægð- ur og von er á fulltrúa frá Árvekni, átaksverkefni um slysavarnir barna og unglinga, á mánudag sem gera mun úttekt á leiksvæðinu. Guðrún Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, sem rekur leikskólann segir að þær spurningar vakni meðal annars hvort starfsmenn þurfi að vera annars staðar á lóð- inni þegar börnin séu úti og hvort þeir séu hugsanlega of uppteknir við að taka á móti börnunum úti í garði til að geta fylgst stöðugt með öllum börnum á leiksvæðinu allan tímann. Á Sólgarði er 51 barn á aldrinum 6 mánaða til tveggja ára. Þau fara ýmist út einu sinni eða tvisvar á dag og eru þá nokkur klædd í úti- föt í einu og einn starfsmaður af hverri deild fer út með fyrsta hóp- inn til að taka á móti þeim sem á eftir koma. Guðrún segir það umhugsunar- efni hvort mögulegt sé yfirhöfuð að hafa sama fyrirkomulag á útiveru barnanna eftir hádegi þegar börnin séu orðin þreytt. Þá geti myndast tímabil þar sem of mörg börn séu úti en of fáir starfsmenn. Fyrir rúmu ári var leikskólinn stækkaður og nýtt og stærra leik- svæði á baklóð tekið í notkun. Að sögn Guðrúnar gerðu Leikskólar Reykjavíkur úttekt á nýja leik- svæðinu án athugasemda. Strax eftir að atvikið átti sér stað á mánudag fyrir viku hefði Fé- lagsstofnun stúdenta haft frum- kvæði að því að óska eftir að úttekt yrði gerð á því af óháðum aðila með tilliti til þess hvort þar leyndust slysagildrur. Jafnframt var lög- regla kölluð til og haft var sam- band við Leikskóla Reykjavíkur og öllum foreldrum sent bréf vegna málsins. Fulltrúar Leikskóla Reykjavíkur hafa ekki enn skoðað aðstæður en lögregla hefur lokið frumrannsókn málsins. Að sögn Guðrúnar verður for- eldrum sent annað bréf þegar þeg- ar úttekt á leiksvæðinu verður lok- ið og niðurstaða liggur fyrir. Hafði staðið 5–10 sekúndur rétt við sandkassann Heimir Haraldsson, faðir barns á leikskólanum sem kom fyrstur að stúlkunni í sandkassanum, segist hafa staðið í 5–10 sekúndur rétt hjá sandkassanum með barnið sitt í fanginu þegar hann sá að þar lá lít- ið barn og rétt grillti í galla þess og húfu fyrir sandi. Í þann mund hefði strákur verið að moka yfir andlitið á barninu. „Ég legg strákinn minn frá mér í flýti, tek stúlkuna upp og sný við og losa sand frá vitum hennar, svo kalla ég til leikskólakennara og rétti henni barnið og þá var mínum þætti í raun lokið.“ Hann segir þrjú eða fjögur börn hafa verið í sandkassanum og einn leikskólakennara verið í garðinum, talsvert frá og hann hafi verið að sinna öðrum börnum. Starfsfólk leikskólans fullyrðir hins vegar að starfsmenn í garðinum hafi verið tveir og hafi annar þeirra skroppið inn og annar leyst hann strax af. Framkvæmdastjóri FS um óhapp á leikskólanum Sólgarði Hugsanlega of mörg börn úti um tíma Morgunblaðið/Kristinn Búið er að fjarlægja sandkassann sem ekki sást frá dyrunum inn í garðinn. VIÐRÆÐUNEFND hefur undan- farið skoðað möguleikana á því að selja Hitaveitu Dalabyggðar til Orkubús Vestfjarða. „Staðan er sú að það var skipuð viðræðunefnd af hálfu sveitarstjórnar til þess að kanna möguleika á sölu hitaveitunn- ar,“ sagði Haraldur L. Haraldsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. „Við- ræðunefndin hefur komist að sam- komulagi við Orkubúið og nú á eftir að kynna það fyrir sveitarstjórn.“ Haraldur sagði að næsta skref væri að halda fund með íbúum sveit- arfélagsins á fimmtudag þar sem hugmyndin yrði kynnt fyrir þeim. „Í framhaldinu verður þetta lagt fyrir stjórn hitaveitunnar og sveit- arstjórn,“ sagði Haraldur. Hann sagði málið mjög mikilvægt fólkinu í sveitarfélaginu og því nauðsynlegt að heyra skoðun þess áður en málið yrði tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi. „Ég ætla mér að reyna að vera hlutlaus á þessu stigi og vinna þetta faglega. Það er sveitarstjórn sem tekur þessa ákvörðun. Það þarf náttúrlega að skoða þetta mál í samhengi við skuldir Dalabyggðar. Málið er að hitaveitan skuldar Dalabyggð á ann- að hundrað milljónir þannig að þetta er ekki einfalt mál,“ sagði Haraldur. Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkursamlagsstjóri og sveitar- stjórnarmaður, er einn þeirra sem vilja ekki að Hitaveita Dalabyggðar verði seld. Hann sagði málið fara fyrir sveitarstjórn hinn 20. maí. Vilja eiga hitaveituna áfram „Við, sem erum talsmenn þess að eiga hitaveituna áfram, skiljum ekki að sölunni til Orkubús Vestfjarða fylgi niðurfelling skulda og fyrir- greiðsla frá iðnaðarráðuneytinu til atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Við höfum unnið í málum Hitaveitu Dalabyggðar nú á annað ár. Við vit- um að miðað við rekstur síðasta árs eigum við að geta átt hitaveituna og staðið undir lánum sem nauðsynlegt er til að eiga hana áfram. Ég tala nú ekki um ef Dalabyggð gæti fengið sömu niðurfellingu og fyrirgreiðslu hjá ráðuneytinu og verið er að lofa Orkubúi Vestfjarða með kaupum á hitaveitunni,“ sagði Sigurður. Hann staðfesti það álit Haraldar að mál- efni hitaveitunnar væru fólkinu á svæðinu mjög mikilvæg. „Það er gríðarlegur ágreiningur um þetta og mikill hiti í mönnum.“ Rætt um sölu Hita- veitu Dalabyggðar mála því að Bandaríkin séu of viljug til að beita hervaldi. Ekki friður nema mál Pal- estínu og Ísraels verði leyst Mikill meirihluti aðspurðra taldi að það gæti ekki orðið friður á svæðinu án þess að deila Palest- ínu og Ísraels yrði leyst. Í Ísrael var lögð fyrir viðbót- arspurning og þar kemur í ljós að rúmur helmingur telur að hern- aðaraðgerðirnar í Írak og fall stjórnar Saddams Husseins verði til þess að auka líkurnar á að leysa deilur Ísraela og Palestínu- manna. Almenn skoðun í mörgum lönd- um var ekki skýr varðandi það hvort auðvelt yrði að laga það sem aflaga fór í milliríkjasam- skiptum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra og þjóðanna sem voru á móti stríðinu eins og Frakka, Þjóðverja og Rússa. Flestir íbúar í nánast öllum könnunarlöndunum eru sammála því að Sameinuðu þjóðirnar hafi beðið verulegan hnekki af nýliðn- um atburðum. AÐEINS íbúar í Bandaríkjunum, Albaníu og Kosovo, sem er undir stjórn Sameinuðu þjóðanna, telja að veröldin sé öruggari eftir stríðsátökin í Írak, samkvæmt niðurstöðum alþjóðakönnunar Gallup International Association. Könnunin var gerð í 41 landi og tóku þátt í henni um 32.000 manns. Könnunin var gerð dag- ana 16. apríl til 8. maí og var úr- takið á Íslandi 1.200 manns. Meirihluti allra annarra þjóða telur að nýleg stríðsátök í Afgan- istan og Írak valdi því að heim- urinn sé hættulegri en áður. 83% Grikkja, 68% Spánverja, 68% Þjóðverja og 65% aðspurðra í Frakklandi töldu hernaðarað- gerðir í Írak ekki hafa verið rétt- lætanlegar. Hins vegar töldu 9 af hverjum 10 íbúum Ísraels að hernaðurinn hefði verið réttlæt- anlegur. Þá telja flestir að Bandaríkin og bandamenn þeirra ásamt Sameinuðu þjóðunum eigi að sjá um uppbyggingu í Írak. Í könnuninni kom einnig í ljós að í flestum löndum er fólk sam- Bandaríkjamenn telja veröldina öruggari eftir stríð ALLS hlutu 88 verkefni styrki er út- hlutað var úr Vísindasjóði Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í gær. Er þetta í annað sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum en alls var 28 milljónum króna úthlutað. Hæstan styrk eða eina milljón hlaut Björn Guðbjörnsson gigtar- læknir fyrir verkefni til rannsókna á líffærasértækum ónæmissjúkdóm- um með heilkenni Sjögrens. Næst- hæstan styrk eða 850 þúsund hlaut Þórarinn Gíslason sérfræðingur í lungnasjúkdómum fyrir verkefnið: Kæfisvæfn, örvökur og dagsyfja. Þá hlutu fjórir 800 þús. króna styrk. 28 milljónir króna til 88 verkefna Morgunblaðið/Árni Torfason Önnur úthlutun úr Vísindasjóði Landspítala – háskólasjúkrahúss fór fram í gær. Úthlutað úr Vísindasjóði Landspítala GRÉTAR H. Óskarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Flugmála- stjórn, hefur verið skipaður í embætti flugmálastjóra í Kosovo á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Hann er skipað er í emb- ættið til eins árs. Grétar hóf störf hjá Flugmála- stjórn árið 1967. Hann var skipað- ur framkvæmda- stjóri loftferðaeft- irlits stofnunar- innar 1975 og gegndi því starfi til ársins 1995. Það ár tók hann við starfi flugmálastjóra í Namibíu þar sem hann starfaði til ársins 1999. Grétar starfaði í höfuðstöðvum Flugmálastjórnar, ICAO, í Montreal í tvö ár eða til ársins 2002. Það ár varð hann ráðgjafi Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra þar til hann fór á eft- irlaun 1. apríl síðastliðinn. Aðspurður segir hann að starf flugmálastjóra í Kosovo leggist vel í sig og ef að líkum lætur muni flug- málastjórn í Kosovo ekki ganga öðru- vísi fyrir sig en í Namibíu eða á Ís- landi. Flugmála- stjóri í Kosovo Grétar H. Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.