Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 41 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Kennarastaða Okkur í Grunnskólanum á Borðeyri við Hrúta- fjörð vantar góðan kennara í 50% almenna stöðu skólaárið 2003—2004. Umsóknarfrestur er til 20. maí. Upplýsingar veita Kristín Árnadóttir, skóla- stjóri, hs. 451 1104, vs. 451 1142 og/eða Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, formaður skóla- nefndar, sími 451 0011. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. Til sölu — stálgrindarhús til flutnings Um er að ræða 260 fm stálgrindarhús ásamt 80 fm millipalli, samtals 340 fm. Mikil lofthæð er í húsinu. Húsið er í Borgartúni 31 og er það selt til niðurifs og flutnings. Verðtilboð. Upplýs- ingar gefur Gunnar í síma 693 7310. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Íslenska járnblendifélagið hf. Aðalfundur Íslenska járnblendifélagsins hf. verður haldinn í matsal félagsins á Grundar- tanga þriðjudaginn 27. maí 2003 kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 17. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingu á 19. gr. samþykkta félagsins. Lagt er til að stjórnar- mönnum í félaginu verði fækkað úr 7 í 5 auk annarra breytinga sem af því leiðir. 3. Tillaga stjórnar um breytingu á 20. gr. samþykkta félagsins. Lagt er til að stjórnar- fundir séu lögmætir ef meirihluti stjórnar- manna sækir fund, í stað 5 stjórnarmanna. 4. Tillaga stjórnar um breytingu á 21. gr. samþykkta félagsins. Lagt er til að meirihluti stjórnarmanna skuldbindi félagið, í stað 5 stjórnarmanna. 5. Tillaga stjórnar um breytingu á 24. gr. samþykkta félagsins. Lagt er til að greinin verði felld brott úr samþykktum félagsins. 6. Tillaga stjórnar um breytingu á 25. gr. samþykkta félagsins. Lagt er til að löggiltum endurskoðendum félagsins verði fækkað úr tveimur í einn. Frá og með 20. maí 2003 mun dagskrá og endanlegar tillögur fyrir fundinn liggja frammi á skrifstofu félagsins. Fundargögn og kjörseðlar verða afhent á fundar- stað frá og með kl. 15.00 á aðalfundardegi. Grundartanga, 13. maí 2003. Stjórn Íslenska járnblendifélagsins hf. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálf- ri, sem hér segir: Hafnarnes 1, þingl. eig. Benedikt Helgi Sigfússon og Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Greiðslumiðlun hf., mánudaginn 19. maí 2003 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Höfn, 12. maí 2003. Menntamálaráðuneytið Námsheimsókn til Japans Japönsk stjórnvöld bjóða einn styrk til náms- heimsóknar til Japans til þess að kynnast menntakerfi, menningu og þjóðfélagsmálum. Heimsóknin stendur í 15 daga og er gert ráð fyrir 217 þátttakendum frá 88 löndum. Lögð er áhersla á að allir, sem koma að heimsókn- inni, bæði gestir og heimamenn, séu vel mæl- andi á ensku. Námskeiðið, sem um ræðir, stendur frá 10. september til 24. september næstkomandi. Styrkurinn tekur til ferðakostn- aðar og uppihalds í Japan. Umsækjendur þurfa að uppfylla annað hvort eftirfarandi skilyrða: A. Vera framhaldsskólakennari, sem hefur átt þátt í þróun kennslu eða námskrárgerð á sviði félagsfræða, þ.e. sögu, landafræði, stjórnmála- fræði, hagfræði eða alþjóðamála. B. Vera stjórnandi í menntakerfinu sem hefur forgöngu um samningu kennslubóka á sviði félagsfræða. Umsóknareyðublöð um styrkinn má fá í menntamálaráðuneytinu. Nánari upplýsingar gefur skrifstofa menntamála í síma 545 9500. Umsóknarfrestur er til 7. júní 2003. Menntamálaráðuneytið, 13. maí 2003. menntamalaraduneyti.is TILKYNNINGAR Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Víkurvegi í Reykjavík að Skarhólabraut í Mosfellsbæ Fyrirhugað er að tvöfalda Vesturlandsveg frá Víkurvegi í Reykjavík að Skarhólabraut í Mos- fellsbæ. Nú er verið að meta umhverfisáhrif þessarar framkvæmdar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Framkvæmdaraðili er Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ. Ráðgjafi Vegagerðarinnar við mat á umhverfisáhrifum vegna þessarar framkvæmdar er ráðgjafafyrir- tækið Alta. Nú liggur fyrir tillaga að matsáætl- un, þar sem greint er frá fyrirhuguðum fram- kvæmdum og gefið yfirlit um hvaða umhverf- isþættir verða skoðaðir og lögð áhersla á að meta í matsferlinu. Tillagan að matsáætlun er nú kynnt á vefsíðu Alta www.alta.is í tvær vikur, frá 12. til 26. maí 2003. Einnig er hægt að fá hana senda í pósti. Öllum er heimilt að óska eftir nánari upplýsing- um um framkvæmdina, leggja fram athuga- semdir eða koma með ábendingar um hana og hvernig skuli staðið að einstökum þáttum matsvinnunnar. Þeim þarf að koma til Alta: Í tölvupósti til elin@alta.is . Í síma 533 1670. Bréflega til Alta, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Bárugata 4, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Guðrún Snorradóttir og Halld- ór Reimarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, sýslumaðurinn á Akureyri og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, föstudaginn 16. maí 2003 kl. 10:00. Hvammshlíð 2, íb. 010201, Akureyri, þingl. eig. Elsa Baldvinsdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., föstudaginn 16. maí 2003 kl. 10:00. Svarfaðarbraut 32, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Vignir Þór Hallgríms- son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 16. maí 2003 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 12. maí 2003. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA  www.nudd.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F. RB. 1  1525137-Lf.* LEIÐRÉTT Aðeins fjórir stjórnarformenn Í grein um Ölgerðina Egil Skalla- grímsson sl. sunnudag er Tómas Agnar Tómasson ranglega titlaður stjórnarformaður lengst af rekstr- arferli þeirra bræðra. Hið rétta er að hann mun hinsvegar hafa setið í stjórn fyrirtækisins sem næst- stærsti eigandi frá árinu 1973 til ársloka 2000 og tók sem slíkur þátt í ákvarðanatöku. „Þau 87 ár sem fjöl- skylda okkar rak fyrirtækið, voru stjórnarformenn aðeins fjórir. Jón Árnason, síðar Landsbankastjóri, var stjórnarformaður fyrsta árið eftir að fyrirtækið var gert að hluta- félagi við samrunann við Ölgerðina Þór árið 1932. Stofnandinn Tómas Tómasson var stjórnarformaður frá árinu 1933 til dánardægurs 1978; ekkja hans, Agnes Bryndal Tómas- son frá 1978-1989 að Jóhannes Tóm- asson tók við formennskunni og hafði með höndum þar til við bræð- ur seldum fyrirtækið í árslok 2000,“ segir Tómas Agnar í athugasemd, sem hann sendi Morgunblaðinu. Hawaii er ekki á flekamótum Hawaii-eyjar eru ekki á mótum meginlandsfleka, líkt og Ísland er, eins og haldið var fram í frétt á bls. 18 í Morgunblaðinu sl. laugardag. Talið hefur verið að eldvirkni á Hawaii stafi af svonefndum heitum reit undir meginlandsfleka, og að slíka reiti sé víðar að finna. En það er einmitt tilvist slíkra heitra reita sem jarðvísindamennirnir, sem greint var frá í fréttinni, draga nú í efa. Yngri en sagt var Birgir Ármannsson, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í blaðinu í gær sagður fæddur 1966. Hið rétta er að hann er fædd- ur 1968. 17 menn, ekki 16 Ranghermt var á forsíðu blaðsins í gær að Samfylkingin hefði fengið 16 menn í þingkosningunum 1999. Þeir voru 17. Meistarafyrirlestur í matvæla- fræði verður á morgun, miðvikudag- inn 14. maí. Jón Ragnar Gunnarsson mun halda fyrirlestur um meist- araverkefni sitt: Eðliseiginleikar fiskimjöls. Fyrirlesturinn verður í stofu 157 í VR-II , byggingu verk- fræði- og raunvísindadeilda Háskóla Íslands. Hann hefst kl. 16 og er öll- um opinn. Á MORGUN Vorhappdrætti Blindrafélagsins EIN veigamesta fjáröflunarleið Blindrafélagsins er happdrætti. Í ár fá öll heimili í landinu sendan happ- drættismiða. Árið er ár fatlaðra. Margir vinningar eru í boði, ferð til Mauritius í tvær vikur, skemmti- sigling fyrir tvo um Karíbahaf í 9 daga, ferðir til Portúgals fyrir tvo til fjóra og helgarferðir til Parísar eða Berlínar fyrir tvo. Allar ferðir eru með Terra Nova-Sól. Einnig er í boði hótelgisting á einhverju Foss- hótelanna fyrir tvo ásamt morg- unverði og þriggja rétta kvöldverði. Hægt að kaupa miða á skrifstofu Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17. Miðinn kostar 1.100 kr. Skrifstofa Blindrafélagsins er opin frá 9–16 alla virka daga. Dregið verður í vorhappdrætti Blindrafélagsins 6. júní nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.