Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LJÓST er að eitt þingsæti færist úr Norðvestur- kjördæmi yfir til Suðvesturkjördæmis eða Kragans svonefnda í næstu alþingiskosningum vegna at- kvæðavægis og mun landskjörstjórn væntanlega auglýsa slíka breytingu í Stjórnartíðindum í næstu viku. Við það fækkar þingmönnum Norðvesturkjör- dæmis úr tíu í níu og þingmönnum Suðvesturskjör- dæmis fjölgar jafnframt úr ellefu í tólf. Þorvaldur Lúðvíksson, hæstaréttarlögmaður, formaður landskjörstjórnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að landskjörstjórn myndi taka ákvörðun á föstudaginn kemur og auglýsa vænt- anlega breytingu í Stjórnartíðindum í næstu viku þess efnis að kjördæmakjörið þingsæti færðist frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis. Við þessa breytingu verða kjördæmakjörin þing- sæti í Norðvesturkjördæmi átta talsins, auk eins jöfnunarsætis eða samtals níu og í Suðvesturkjör- dæmi verða kjördæmasætin tíu talsins, auk tveggja jöfnunarsæta eða samtals tólf. Þorvaldur sagði að þetta fyrirkomulag myndi gilda við næstu alþingiskosningar og mannfjölda- þróun fram að þeim myndi ekki hafa frekari breyt- ingar í för með sér. Meira en helmingi fleiri að baki hverju þingsæti í Kraganum Í 31. grein stjórnarskrárinnar segir að ef kjós- endur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að með- töldum jöfnunarsætum, séu eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skuli landskjörstjórn breyta fjölda þing- sæta í kjördæmum í því skyni að draga úr mun- inum. Samkvæmt kosningavef dómsmálaráðuneyt- isins var 21.221 á kjörskrá í Norðvesturkjördæmi eða 2.122 kjósendur að baki hverju þingsæti. Á kjörskrá í Suðvesturkjördæmi voru hins vegar 48.857 eða 4.442 að baki hverju þingsæti. Í kosningalögunum segir síðan í 9. gr.: „Eftir hverjar alþingiskosningar skal landskjörstjórn reikna út hvort kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum skv. 2. mgr. 8. gr., séu helmingi færri í einu kjördæmi en kjósendur að baki hverju þingsæti í einhverju öðru kjördæmi, miðað við kjörskrá í nýafstöðnum kosn- ingum, sbr. 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar. Ef svo er skal landskjörstjórn breyta fjölda kjördæm- issæta í kjördæmum þannig að dregið verði úr þess- um mun. Sú breyting má þó aldrei verða meiri en þörf krefur hverju sinni til þess að fullnægja fyr- irmælum þessa stjórnarskrárákvæðis.“ Of mikill munur að baki hverju þingsæti í Kraganum og Norðvesturkjördæmi Eitt þingsæti til Kragans fyrir næstu kosningar GUÐMUNDUR Jónsson, kosn- ingastjóri Frjálslynda flokksins, segir að framkvæmd utankjörfund- arkosningar í Suðurkjördæmi hafi ekki verið samkvæmt lögum og vill að dómsmálaráðuneytið fari í málið. „Ég er mjög hamingjusamur með árangurinn en ég er fyrst og fremst að setja út á framkvæmd kosninganna í Suðurkjördæmi, þar sem ekki var farið að lögum,“ segir Guðmundur Jónsson. Hann segir að þegar kjósendur hafi ætlað að skila utankjörfundaratkvæðum í Keflavík hafi þeim verið vísað frá á þeirri forsendu að þeir byggju í Grindavík, Hornafirði, Vestmanna- eyjum eða annars staðar í kjör- dæminu og sagt að þeir yrðu að koma utankjörfundaratkvæðum þangað. „Það er skýlaust brot á lögum,“ segir hann og vísar til þess að í lögunum standi að utankjör- fundaratkvæði megi skila í hvaða kjördeild sem er innan kjördæm- isins. Þetta hafi gerst víðar, m.a. á Selfossi, en hann hafi farið þangað og þá hafi málið verið lagfært og eftir það hafi þar verið tekið við ut- ankjörfundaratkvæðum alls staðar frá í kjördæminu. „En það voru margir sjómenn sem urðu fúlir og hentu atkvæðum sínum,“ segir hann um gang mála í Keflavík. Guðmundur segir að málið snúist ekki endilega um atkvæði sem Frjálslyndi flokkurinn hefði fengið heldur alla sem brotið hafi verið á. Ljóst sé að upplýsingastreymi hafi skort á milli dómsmálaráðuneytis- ins og sýslumanna og yfirkjör- stjórna og það sé það sem hann sé að gagnrýna. „Við sendum eftirlits- menn til Kuala Lumpur og fleiri staða en ætli við þurfum ekki að fá eftirlitsmenn þaðan til Íslands,“ segir hann. Gagnrýnir einnig kjörstjórnir Gagnrýni Guðmundar beinist einnig að kjörstjórnum. „Út frá hvaða sjónarmiðum dæmdu kjör- stjórnir utankjörfundaratkvæði ógild ef þekking þeirra á kosn- ingalögunum er ekki meiri en þetta?“ spyr hann og segist vilja fá að sjá umrædd atkvæði sérstak- lega. „Ég er fyrst og fremst að gæta lýðræðis,“ segir hann og legg- ur áherslu á að þetta þurfi ekki að þýða að Frjálslyndi flokkurinn fái fleiri atkvæði vegna þessa en aðrir flokkar. „Þetta snýst um sann- girni.“ Guðmundur segir að Frjálslynda flokkinn hafi vantað 13 atkvæði á landsvísu til að Sigurður Ingi Jóns- son kæmist inn sem uppbótarþing- maður í Reykjavík norður í staðinn fyrir Árna Magnússon af B-lista. „Ég er ekki að fara fram á end- urtalningu,“ segir hann og að hann vilji fá svör við spurningum sínum, hvort atkvæði hafi verið dæmd ógild vegna vanþekkingar eða ein- hvers annars. Kosningastjóri Frjálslynda flokksins um utankjörfundarkjör í Suðurkjördæmi Telur framkvæmdina ekki hafa verið samkvæmt lögum TVÖ hnífstungumál í Þorláks- höfn komu til kasta lögreglunn- ar á Selfossi snemma á sunnu- dagsmorgun. Í dagbók lögreglunnar segir að ráðist hafi verið á ungan mann við Skálholtsbraut í Þor- lákshöfn og hann stunginn í hendina með hnífi en meiðsl hans reyndust þó minniháttar. Árásarmaðurinn fór inn í gamla Audi bifreið sem fannst ekki þrátt fyrir leit. Talið er að árás- armaðurinn sé af erlendu bergi brotinn. Þeir sem veitt geta upplýs- ingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010. Sama morgun var ungur maður skor- inn í andlitið með dúkahníf. Hann er ekki alvarlega slasað- ur en hann hefur lagt fram kæru og er málið í rannsókn. Tvö hníf- stungumál í Þorláks- höfn MIKLAR útstrikanir voru í Norðvesturkjördæmi í nýaf- stöðnum alþingiskosningum og strikuðu flestir yfir nafn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráð- herra. Gísli Kjartansson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvestur- kjördæmi, segir að útstrikanir hafi fyrst og fremst verið á D- og B-lista. Á D-lista hafi 449 strikað yfir nafn Sturlu Böðvarssonar, 142 yfir nafn Einars Odds Krist- jánssonar, 99 yfir nafn Guðjóns Guðmundssonar og 34 yfir nafn Einars K. Guðfinnssonar. Á B-lista hafi 164 strikað yfir nafn Kristins H. Gunnarssonar og 35 yfir nafn Magnúsar Stef- ánssonar. Á S-lista hafi 58 strikað yfir nafn Jóhanns Ársælssonar, 53 yfir nafn Gísla S. Einarssonar og 49 yfir nafn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur. Nánast engar útstrikanir hafi verið á öðrum listum. 449 strikuðu yfir nafn Sturlu ÖSSUR Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, ræddi á sunnudag við Halldór Ásgrímsson, formann Fram- sóknarflokksins, um mögu- leikann á ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna að loknum kosningum. „Það er engin launung að við höfum heyrt hvor í öðrum,“ sagði Össur við Morgunblaðið. „Ég hef líka heyrt hljóðið í forystumönn- um í öðrum flokkum. Hins vegar eru málefni ríkisstjórna við- kvæm og ég kýs að ræða ekki op- inberlega hvað mönnum hefur farið á milli.“ Össur ræddi við Halldór JEPPLINGUR valt eftir harð- an árekstur við fólksbíl á gatna- mótum Nýbýlavegar og Þver- brekku um klukkan 14:30 í gær. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi voru tveir fluttir á slysa- deild en meiðsl þeirra voru tal- in minniháttar. Olía og bensín lak á götuna og sá Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um þrif- in. Jepplingur- inn valt við árekstur PHARMANOR og hollenska fyrir- tækið Philips Medical Systems (PMS) hafa gert með sér samning þess efnis að PharmaNor verði eina samstarfsfyrirtæki PMS á Íslandi. Sigurður H. Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri heilbrigðistæknisviðs hjá PharmaNor, segir að Pharma- Nor sé forystufyrirtæki í innflutn- ingi, markaðssetningu og dreifingu á lyfjum, lækningatækjum og rann- sóknar- og hjúkrunarvörum frá mörgum af virtustu framleiðendum heims. PMS hafi verið atkvæðamikið í kaupum á fyrirtækjum og hafi m.a. keypt ADAC Laboratories, Hewlett Packard Medical, ATL Ultrasound og Marconi Medical Systems. PharmaNor hafi þjónað kaupendum Hewlett Packard Medical tækja um árabil, en Bræðurnir Ormsson, Heimilistæki og síðar Eirberg hafi átt margra ára samstarf við hin fyr- irtækin. Í kjölfar uppkaupa hafi PMS ákveðið að fækka umboðs- mönnum. Stefna fyrirtækisins sé að hafa aðeins einn samstarfsaðila á sviði sölu og þjónustu í hverju landi og hafi verið gert samkomulag um að PharmaNor yrði umboðsfyrirtæki PMS á Íslandi á öllum sviðum. Sigurður segir að með samningn- um fari fyrirtækið inn á nýjan mark- að. PharmaNor samstarfs- fyrirtæki PMS hér VEÐRIÐ hefur leikið við landsmenn að undanförnu og flestir kunna vel að meta það. Ekki síst ungir strákar, sem hafa gjarnan nóg fyrir stafni, en þykir gott að staldra við og fá sér ís áður en lengra er haldið. Morgunblaðið/Árni Torfason Bráðnauðsynlegur ís í góða veðrinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.