Morgunblaðið - 13.05.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 13.05.2003, Síða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 47 FRAKKAR unnu stórsigur á Ungverjum, 4:0, á útivelli í und- ankeppni Evrópumóts kvenna- landsliða í knattspyrnu á sunnu- daginn. Þessar þjóðir eru með Íslandi í 3. riðli og mætir ís- lenska liðið þeim báðum í ár. Þetta var leikur númer tvö í riðlinum en áður hafði Ung- verjaland sigrað Pólland á úti- velli, 2:0. Rússar og Íslendingar hafa ekki leikið ennþá en Rúss- ar fá Pólverja í heimsókn næsta sunnudag og síðan leika Ísland og Ungverjaland á Laugardals- vellinum hinn 14. júní. Ísland sækir Rússland heim í ágúst og fer til Frakklands í september, en spilar í kjölfarið tvívegis við Pólverja, fyrst heima og síðan í Póllandi. Af öðrum úrslitum í und- ankeppni EM um helgina má nefna að Noregur vann stór- sigur á Belgíu, 6:0, í 2. riðli og Portúgal sigraði Úkraínu á úti- velli í 4. riðli, 1:0. Í neðri styrk- leikahópi keppninnar vann Austurríki yfirburðasigur á Armeníu, 11:0. Þær frönsku fóru létt með Ungverjana  EINN leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinni í gærkvöld þar sem Lilleström lagði Tromsö að velli, 3:2. Indriði Sigurðsson, Lille- ström, var eini íslenski leikmað- urinn sem tók þátt í leiknum en Davíð Viðarsson var á varamanna- bekk liðsins. Gylfi Einarsson var ekki í liði Lilleström vegna meiðsla. Þetta var annar sigurleik- ur Lilleström á leiktíðinni.  PETTER Belsvik framherji Lilleström er nú markahæsti leik- maður allra tíma í norsku úrvals- deildinni en hann skoraði fyrsta mark leiksins og hefur nú skorað 159 mörk í efstu deild, en metið átti Odd Iversen faðir Steffens Iversens leikmanns Tottenham.  BANDARÍSKI kylfingurinn Tiger Woods er sem fyrr í efsta sæti heimslistans í golfi. Hann hef- ur nú verið í toppsætinu í samtals 265 vikur á ferlinum. Ástralinn Greg Norman á metið á toppnum þar sem hann sat þar í 331 viku á ellefu keppnistímabilum, frá 14. september 1986 til 4. janúar 1998. Woods þarf því 66 vikur í viðbót til að bæta met Normans. David Toms, sem sigraði á PGA-mótinu í Carlotte um helgina, hækkaði sig um tvö sæti á listanum, fór úr 8. sæti upp það sjötta.  ÚLFAR Jónsson úr GK sigraði í Opna Carlsbergsmótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Hann lék á 66 höggum og fékk sjö fugla á hringnum, þar af fimm fugla á seinni níu. Þá fékk hann 10 pör og einn skolla. Örn Ævar Hjartarson, GS, hafnaði í öðru sæti ásamt Magnúsi Lárus- syni, sem léku á 68 höggum. Magnús fékk örn á 9. holu sem er par-4.  SÆNSKI kylfingurinn Annika Sörenstam sigraði með nokkrum yfirburðum í Nichirei mótinu sem lauk á Yomiuri-vellinum í Tókíó í Japan í á sunnudag. Hún lék loka- hringinn á 68 höggum og samtals 275 höggum, sem er 13 höggum undir pari. Hún vann með níu högga mun og hefur nú unnið tvö af sex mótum á LPGA-mótaröðinni í ár, en hún vann 13 mót á síðasta ári. FÓLK Auðun gekk í raðir Landskrona ívetur frá Lokeren í Belgíu en þar hafði hann verið úti í kuldanum í langan tíma. Þegar hann hóf að leika með Landskrona var rúmt ár liðið frá því hann lék síðast al- vöruleik. Auðun samdi við Lokeren fyrir þremur árum eftir þriggja ára dvöl hjá Viking í Noregi en síðast- liðið sumar fór að síga á ógæfuhlið- ina. Að skipun forseta Lokeren var hann settur út í kuldann, fékk ekki einu sinni að æfa með varaliðinu, og það var ekki fyrr en í október í haust sem Auðuni tókst að að fá sig lausan undan samningi við félagið. Auðun kjálkabrotnaði í leik með Lokeren í mars í fyrra og eftir sumarfríið átti hann ekki upp á pallborðið hjá for- seta og þjálfara liðsins. „Þetta var skelfilegur tími undir það síðasta hjá Lokeren. Ég lenti í hræðilegum málum hjá félaginu og bæði var það þjálfarinn en þó að- allega forsetinn sem gerði mér lífið leitt. Það snerist allt um að reyna að bola mér í burtu til þess að spara einhverjar krónur og mér leið ákaf- lega illa á þessum tíma,“ sagði Auð- un í samtali við Morgunblaðið. Auðun skrifaði í janúar undir tveggja ára samning við Lands- krona, lítið félag með stórt hjarta eins og Auðun orðar það, og hann sér ekki eftir því. „Það má með sanni segja að kviknað hafi nýtt líf hjá mér hvað fórboltann varðar. Ég er ákaflega ánægður hjá félaginu og líkt og í Noregi þar sem ég lék með Viking er samkeppni um stöður í liðinu mjög sanngjörn. Ég náði strax að vinna mér sæti í liðinu. Ég leik í minni gömlu stöðu, hægri bakverð- inum, og ég get ekki annað sagt en ég sé mjög sáttur við mína frammi- stöðu til þessa. Ég er smátt og smátt að komast í gott form og komast í leikæfingu eftir að hafa verið frá al- vöru leikjum í meira en ár. Mannleg samskipti eru á allt öðrum nótum en ég upplifði hjá Lokeren síðasta árið sem ég var þar og nú er ég farinn að hafa gaman af þessu aftur. Hér er æft mikið og á þann hátt sem hentar mér vel og það er allt í miklu fastari skorðum en í Belgíu. Mér finnst leikskipulagið ekki upp á marga fiska í Belgíu en hér er allt annað upp á teningnum og liðin miklu skipulagaðri. Það er erfitt að bera saman styrkleikann hér og í Belgíu en mér sýnist á öllu að deildin bæði í Svíþjóð og í Noregi sé ámóta sterk og í Belgíu. En þegar ég ber Svíana saman við Norðmennina finnst mér Svíar eiga fleiri góða knattspyrnu- menn og tæknilega betri.“ Held í vonina um að fá tæki- færi með landsliðinu Auðun á 27 landsleiki að baki fyrir Íslands hönd en eitt og hálft ár er síðan hann spilaði síðast í landsliðs- treyjunni, í 3:0-ósigri á móti N-Írum í Belfast í september 2001. „Til að bæta gráu ofan á svart datt ég út úr landsliðinu. Ég var í hópnum á móti Dönum í Parken í október og síðan hef ég ekki verið valinn.“ Þú hlýtur enn að hafa metnað til að spila með landsliðinu? „Já það hef ég og ein aðalástæða þess að ég gekk á fund forseta Lokeren og bað um að fá lausn frá samningnum var að ég vildi sem fyrst komast í baráttuna á nýjan leik með nýju félagi og þar með opna möguleika á því að fá tækifæri með landsliðinu. Það var eðlilegt að ég væri ekki valinn meðan á þessu stóð hjá Lokeren. Sjálfstraustið var í molum en ég held í vonina um að komast í landsliðið aftur. Ég hef fundið það í síðustu leikjum að ég er að öðlast fyrri styrk og sjálfstraustið eykst með hverjum leik. Ég er mjög sáttur við það sem ég er að gera og þetta er ekki ósvipað því þegar ég var hjá Viking og fyrsta árinu hjá Lokeren.“ Auðun segist hafa verið mjög heppinn að fá tilboð frá Landskrona enda atvinnumannaheimurinn erfið- ur um þessar mundir. „Það var kom- ið að þeim tímapunkti að hugsanlega lægi leiðin heim í vetur en mér til happs datt ég inn á þetta hjá Lands- krona. Ég sé ekki eftir því að hafa komið hingað. Ég má heita heppinn að hafa komist að hjá Landskrona. Hér er haldið vel á spöðunum og ég vona bara að þjálfarinn haldi áfram þó svo að samningur hans klárist í sumar.“ Auðun og félagar hafa byrjað tímabilið ágætlega og eftir sex leiki er liðið með níu stig, hefur unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað ein- um leik. „Markmið okkar á tímabilinu er að lenda í einu af sjö efstu sætunum og eins og þetta hefur farið af stað eru ágætur líkur á að það takist. Liðið er að vísu mjög ungt en efni- legt að sama skapi og til marks um það þá eru fimm leikmenn okkar í sænska U-21 árs liðinu. Ég er einn af gömlu mönnunum svo ég get von- andi miðlað einhverju til ungu strák- anna.“ Morgunblaðið/Kristinn Auðun Helgason í landsleik gegn Tékkum á Laugardalsvellinum. Pavel Nedved sækir að honum. Hef öðlast nýtt líf ÞAÐ má vel segja Auðun Helgason knattspyrnumaður hafi öðlast nýtt líf hvað knattspyrnuna varðar en þessi 28 ára gamli varn- armaður hefur fest sig í sessi hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Landskrona og skoraði um liðna helgi sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar það lagði Öster að velli og var útnefndur maður leiksins í leikslok. Guðmundur Hilmarsson skrifar Hafnfirðingurinn Auðun Helgason kominn á ferðina á ný eftir langt hlé KSÍ, Sport Five og VISA- Ísland hafa gert samkomulag sem gildir næstu þrjú árin og mun bikarkeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki heita VISA- bikarinn. Sigurliðið í karlaflokki fær 1,5 millj. ísl. kr. í sinn hlut, silf- urliðið 1 millj. kr. og liðin sem tapa í undanúrslitum fá 800 þús. kr. hvort um sig. Liðin í 5.–8. sæti fá 500 þús. og liðin sem falla út í 16 liða úrslitum fá 300 þús. kr. Bikarmeistaralið kvenna fær 300 þús kr., silfurliðið 200 og liðin sem falla út í undan- úrslitum fá 150 þús. hvort lið. VISA- bikarinn HECTOR Cuper, þjálfari Inter, hefur útlokað að framherj- inn Christian Vieri taki þátt í leiknum við AC Milan í kvöld. Míl- anóliðin mætast þá í síðari viðureign lið- anna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en í síðustu viku varð markalaust jafntefli niðurstaðan í slag erkifjendanna. Cuper gaf í skyn um helgina að Vieri, sem er markhæsti leikmaður ítölsku A-deildarinnar með 24 mörk, gæti hugsanlega spilað einhvern hluta af leiknum en í gær afskrif- aði Argentínumaðurinn að Vieri gæti spilað en hann meiddist á hné fyrir þremur vikum og hefur ekki tekist að vinna bug á því. Engin meiðsl eru í her- búðum AC Milan en leik- urinn í kvöld telst heima- leikur Inter svo að endi leikurinn 1:1 kemst AC Milan í úrslitaleikinn á Old Trafford. Fyrirfram er AC Milan sigurstranglegra liðið í kvöld en báðum deildarleikjum lið- anna í vetur lauk með sigri AC Mil- an. Vieri ekki með Inter gegn AC Milan Vieri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.