Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 21 VERSLUNIN Bónus var langoftast með lægsta verð á grænmeti og ávöxtum, eða í 40 tilvikum af þeim 43 vörum sem skoðaðar voru í verð- könnun ASÍ á ávöxtum og græn- meti. Verslunin 10-11 var með hæsta verð í 27 tilvikum og 11-11 í 25 tilvikum. Munur á hæsta og lægsta verði var meiri en 100% í tæplega helmingi tilvika, meiri en 200% í sex tilvikum og fór hæst í 305% á hvítkáli. Minnsti munur á hæsta og lægsta verði var 28% á sveppum í öskju, að því er fram kemur í frétt frá ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnun á verði grænmetis og ávaxta í tíu verslunum á höfuðborgarsvæð- inu hinn 2. maí síðastliðinn. Kannað var verð í Bónus í Faxafeni, 10-11 í Firði, Hagkaupum í Skeifunni, Krónunni í Skeifunni, Nóatúni í Smáralind, 11-11 við Skúlagötu, Nettó í Mjódd, Samkaupum Mið- vangi, Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, og Europris í Skútuvogi. Í töflu ASÍ er birt verð á þeim vörum sem voru til í átta verslunum eða fleiri, en það voru alls 43 vöru- tegundir. Klukkubúðirnar oftast með hæsta verð „Bónus var með lægsta verðið í 40 tilvikum af 41 þar sem varan var til í versluninni. Klukkubúðirnar svonefndu voru áberandi oftast með hæsta verð, 10-11 í 27 tilvikum og 11-11 í 25 tilvikum. Munur á hæsta og lægsta verði er meiri en 100% í 19 tilvikum af 43, þar af í sex tilvikum meiri en 200%. Þessi mikli verðmunur sýnir að neytendur geta sparað töluverðar upphæðir ef þeir versla þar sem hagstæðast er,“ segir ASÍ. Eðlilegt er að verð á vöru á borð við ávexti og grænmeti sveiflist milli árstíða og er neytendum bent á að fylgjast vel með stöðunni hverju sinni. Í könnuninni er aðeins um verðsamanburð að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu versl- ananna. Bónus ódýrast- ur í 40 tilvikum Morgunblaðið/Jim Smart Verðmunur getur numið hundruðum prósenta milli verslana. '  49? !     66%!+  $ "+5!+  $ 8+6%  $ '+  $ C6+!  $ C6!  $ C6+3  $ C6/00<  $ 4>  $ G%+!+  $ ?"%5!+  $ %5!+ !+  $ ?2%+2*  $ ?2%++!  $ ?2%++3  $ + +2%+  $ '*2%+  $ @+$!+  $ H9%++."5"+ $/ G6+$+3  $ G6+$!  $ G6+$+!  $ G6+$0+%  $ ' !$!+  $ F!$!+  $ -! !$!+  $ (#"!$!+6$$ '5$*  $ (#"$*  $ 7$"  $ 4$*  $ F29"  ".$$ 6%+$*  $ 8!+51!+  $ 8!+3"!+#%/!"  $ 4@+2"!+  $ "%%/  ".$$ #%66+  $ #%66+ $/ %%+  $ '7$!+$+"71!+  $ 4+"71!+ !! $ 4+"71!+ +! + $ !   "    "$ "   # "  $ & "  () *  $  ! +  "   "  " & , " %- . ! " ( /   0  ! 1 )! 2 " " ( *   "$ 1     ! &   3  1  *    *  * 1 " "   *          %         %                                   %       %                              %                         %  %           %            %     % %         %       %                 %        %             %          %                                                                                 ,         ,   ,         ,  ASÍ kannar verð á 43 tegundum ávaxta og grænmetis í tíu matvöruverslunum VIÐTÖKUR hafa verið mjög góðar og þótt það sé svolítil klisja að taka þannig til orða hafa þær farið fram úr væntingum okkar,“ segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir, annar aðaleigandi verslunarinnar Next, sem opn- uð var í Kringlunni 10. apríl síðastliðinn. Segir hún að sala í versluninni sé 20% meiri en búist hafi verið við fyrstu vik- urnar. Ragnhildur Anna er aðaleigandi Nordex, sem á Next, í félagi við mann sinn, Sverri Berg Steinarsson, og viðurkennir að sér hafi þótt áætlanir hans fyrir fyrsta mán- uðinn nokkuð bjartsýnislegar og tölulegir útreikningar talsvert háir á sínum tíma. „Sterk staða verslunarinnar og þessa merkis strax í byrjun kemur manni óneit- anlega dálítið í opna skjöldu. Kannski er ástæðan fyrir miklum áhuga sú að margir þekkja Next frá öðrum löndum. Íslend- ingar sem búið hafa í Bretlandi virðast til að mynda fegnir að sjá þessa verslun hér og hafa orð á því,“ segir hún. Next er 700 fermetrar að stærð og útbú- in teljara og segir Ragnhildur að 80.000 manns hafi komið í búðina frá því hún var opnuð fyrir mánuði. „Þótt verslunin sé þetta stór undrast maður samt sem áður að jafngildi tæplega þriðjungs þjóðarinnar skuli nú þegar hafa skoðað hana.“ Hún segir ennfremur að tekist hafi að halda álagningu í skefjum, svo verðið sé nálægt því sem gerist hjá Next í Bretlandi, sem einnig hafi „komið fólki þægilega á óvart“ eins og hún tekur til orða. Rifið af slánum Daginn sem verslunin tók til starfa má segja að flíkur hafi nánast verið rifnar af slánum og segir Ragnhildur að kvenfatn- aðurinn hafi notið sérstakrar hylli. „Galla- buxur og bolir eru sérstaklega vinsælir og eiginlega má segja að fötin mokist út. Við fáum sendingu þrisvar í viku en náum samt sem áður ekki almennilega að anna eftirspurn, eins ótrúlegt og það hljómar,“ segir hún. Einnig eru barnafötin vinsæl, þá að- allega fyrir 3–10 ára, og dragtir og skyrt- ur fyrir eldri konur, að hennar sögn. „Okkur hefur tekist að ná til mjög breiðs hóps kvenna, frá tvítugu til fertugs. Herra- deildin hefur hins vegar farið hægar af stað en mjakast upp á við hægt og bítandi, sem gaman er að fylgjast með.“ Hátt í 400 manns sóttu um starf hjá Next áður en búðin var opnuð og segir Ragn- hildur það óneitanlega líka hafa styrkt starfsemina að geta valið úr umsækjendum fólk með góða þekkingu og langa starfs- reynslu í verslun. Viðtökur Next á Íslandi hafa vakið at- hygli í Bretlandi, þar sem keðjan er upp- runnin, og segir Ragnhildur Anna það einkum stafa af því að Next á Íslandi hafi verið söluhæsta verslunin fyrir utan Bret- land á hverjum einasta degi frá því hún var opnuð. „Við höfum verið beðin um tölulegar upplýsingar héðan þar sem gengi versl- unarinnar hefur verið umræðuefni á fund- um og einnig þykir fyndið að við skulum hafa selt meira af sólgleraugum en Next í Kúveit!“ segir hún. Verslanir Next dreifast víða um heim og eru meðal annars í Asíu og Miðaustur- löndum. Ragnhildur segir uppbyggingu Next ekki enn lokið í Bretlandi, en versl- unin í Kringlunni er sú fyrsta í Norður- Evrópu, að hennar sögn. Ragnhildur og Sverrir eru jafnframt eigendur kvenfataverslunarinnar Noa Noa og kveðst hún hafa tengst verslunarrekstri um langt skeið þar sem foreldrar hennar ráku Buxnaklaufina og Pop-húsið fyrir margt löngu. „Ég vann hjá þeim alla tíð og þótt ég hafi farið í bókmenntafræði á sínum tíma ætlaði ég kannski alltaf að verða búð- arkona, eins og ég var gjörn á að segja við fólk þegar ég var yngri. Kannski börnin endi í verslunarrekstri líka, í það minnsta er dóttir mín, sem er 14 ára, þegar byrjuð að taka til hendinni á lagernum í Next,“ segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir að síð- ustu. Selja fleiri sólgler- augu en Next í Kúveit Morgunblaðið/Árni Sæberg Hátt í 80.000 manns hafa komið í verslunina Next frá því að hún var opnuð fyrir mánuði síðan, segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir, sem er annar aðaleigandi verslunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.