Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Stefanía Jónas-dóttir fæddist á Smáragrund á Jökul- dal 11. maí 1939. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 5. maí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jónas Þórðarson, f. 30. sept 1907 á Gauksstöðum á Jökul- dal, d. 7. ágúst 1987, og Þórunn Sigurbjörg Sigfúsdóttir, f. 22. mars 1912 á Brekku í Hróarstungu. Systkini Stefaníu eru: Sigfús, f. 1938, Stef- án, f. 1941, Þórður, f. 1944, Birgir, f. 1945, Þorbjörg, f. 1947, og Stein- unn, f. 1955. Stefanía giftist 17. júní 1961 Sigurði M. Kristjánssyni frá Braut- arhóli í Svarfaðardal, f. 15. októ- ber 1914. Börn þeirra eru: 1) Krist- ján Tryggvi, f. 17. janúar 1962, sambýliskona Aðalheiður Reynis- dóttir, börn þeirra: Sigurður Mar- inó, f. 5. okt. 1991, Martha Malena, f. 2. feb. 1996, og Draupnir Jarl, f. 13. ág. 2002. 2) Gunnar Þór, f. 22. ágúst 1968, sam- býliskona Sigríður Arna Sigurðardótt- ir, barn þeirra: Þorri Freyr, f. 18. feb. 2003, barn hennar Sara Alexía, f. 23. jan. 1992. 3) Sólveig Lilja, f. 6. ágúst 1971, eigin- maður Friðrik Arn- arson, barn þeirra Þorsteinn Örn, f. 23. ág. 2002. 4) Sigurð- ur Bjarni, f. 2. apríl 1976. Stefanía flutti með foreldrum sínum að Þórðarstöðum í Fnjóska- dal 1949. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Héraðsskólanum á Laug- um í Reykjadal og gekk í húsmæðraskólann á Löngumýri. Hún starfaði og bjó á Laugum í tuttugu ár en árið 1981 fluttist hún að Brautarhóli í Svarfaðardal. Útför Stefaníu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld. Þannig orti Bólu-Hjálmar. Þetta fáum við líka oft að reyna, einkum þegar við eigum mörg ár að baki. Stefanía Jónasdóttir, mágkona mín, átti sama afmælisdag og ég, en hún var 16 árum yngri, svo að ég bjóst við því, að það yrði hún, sem stæði yfir moldum mínum en ekki öf- ugt. Reyndar kom andlát hennar ekki á óvart. Bölvaldurinn mikli, krabbameinið, var búinn að leggja líkama hennar undir sig, svo að bæði hún sjálf og vandamenn hennar vissu fyrir nokkru hvert stefndi. Í fyrstu var okkur þó ekki ljóst, hve langur fresturinn yrði. Í október, á síðasta ári, sagði hún við mig í síma, að hún ætti ekki langt eftir, svo ég noti henn- ar eigin orð. Mánuði seinna kom hún í heimsókn til Reykjavíkur þrátt fyrir sjúkdóm sinn. Ég þóttist þá vita, að hún væri komin til að kveðja, þó að hún segði það ekki berum orðum, enda alltaf mjög orðfá um eigin hag. En þegar hún sat hjá mér og við ræddum saman í nokkrar klukku- stundir, sannfærðist ég um, að sú hugmynd mín væri rétt. Síðustu vik- ur og mánuði lagði hún svo stund á að undirbúa brottför sína sem best og tók ákvarðanir um þá hluti, sem snertu andlát hennar og útför. Ég kynntist Stefaníu fyrst fyrir næstum hálfum fimmta áratug. Síðan hafa samskipti okkar verið náin og góð, þó að við höfum í 39 ár búið hvor á sínu landshorni. Gagnkvæmar heimsóknir og mörg símtöl hafa við- haldið vináttunni. Samband okkar var líka nánara þar sem hún var gift bróður mínum. Stefanía var skarpgreind með góða námshæfileika. Langtímaskólanám hefði þannig verið henni leikur einn. En á uppvaxtarárum hennar var sú leið nær útilokuð fyrir bóndadóttur, STEFANÍA JÓNASDÓTTIR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, STEFÁN JÓHANN ÞORBJÖRNSSON skipstjóri, áður Vitastíg 4, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 10. maí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 16. maí kl. 15.00. Pálmi Stefánsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Kristján Stefánsson, Soffía Arinbjarnar, Ingibjörg Stefánsdóttir, Massimo Scagliotti, Þorbjörn Stefánsson, Inga Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður, afa, bróður, mágs og frænda, SNORRA ÞÓRS JÓHANNESSONAR kennara og fyrrv. yfirkennara við Héraðsskólann í Reykholti, Daltúni 32, Kópavogi. Minningar um Snorra í myndum má finna á veffanginu: www.hi.is/~palmi/snorri.html Sigríður Bjarnadóttir, Aðalheiður M. Snorradóttir, Jóhannes Snorrason, Sigrún Jónsdóttir, Bjarni Snorrason, Bente Tønnesen, Aron Snorri Bjarnason, Theódór Elmar Bjarnason, Brynjar Orri Bjarnason, Thelma Theódórsdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Jón Sigurðsson, Pálmi Jóhannesson, Soffía Kjaran, Sigurður Jóhannesson, Halla H. Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug, sem okkur var sýndur, við andlát og útför ástkæru eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐNÝJAR HÖLLU JÓNSDÓTTUR ljósmóðir, Fjólugötu 3, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar FSA fyrir einstaka umönnun og hlýju. Gudmund Knutsen, Jón Guðmund Knutsen, Jóna Birna Óskarsdóttir, Gunnar Sverre Knutsen, Brynja Viðarsdóttir og ömmubörn. Þökkum öllum þeim fjölmörgu ættingjum og vinum sem auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GRÉTARS ÁRNASONAR, Neðstaleiti 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við Birni Einarssyni öldrunarlækni svo og öllu því frábæra starfsfólki á deild 4L á Landspítalanum Landakoti sem kom að umönnun hans. Séra Gunnari R. Matthíassyni sendum við einnig hlýjar kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Viggó Grétarsson, Erna Björnsdóttir, Árni Grétarsson, Lene Salling, Bjarni Grétarsson, Gróa Ingibjörg Grétarsdóttir, Kristján Egill Halldórsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Holti. Gísli H. Líndal, Kristberg Finnbogason, Jórunn Sigurmundsdóttir, Stefán H. Finnbogason, Hulda C. Guðmundsdóttir, Finnbogi G.H. Finnbogason, Sigrún Gunnarsdóttir, Sævar Þ. Finnbogason, Eyrún Jónsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GARÐAR JÓHANNESSON harmonikuleikari, Sogavegi 182, Reykjavík, sem lést mánudaginn 5. maí, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 13.30. Ingveldur Sigurðardóttir, Áslaug Jóhannesdóttir, Þorfinnur Þórarinsson, Thelma Jóhannesdóttir, Ólafur Guðnason, Ásrún Jóhannesdóttir, Böðvar Þorsteinsson, Ingveldur B. Jóhannesdóttir, Ingi Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Ástkær eiginkona mín, ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Laugarásvegi 16, Reykjavík, lést á kvennadeild Landspítalans laugardaginn 10. maí, Fyrir hönd aðstandenda, Emil Hjartarson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELSA GEORGSDÓTTIR, Hátúni 12, Reykjavík, andaðist að morgni mánudagsins 12. maí. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstu- daginn 16. maí kl. 15.00. Ólafur Jón Hansson, Sveinbjörg Fjóla Pálmadóttir, Jón Helgi Óskarsson, Guðfinnur Georg Pálmason, Jóhanna Sigríður Emilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.