Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er fátt þessa dagana sem skiptir þjóðinni jafnkirfilega og Kárahnjúka- virkjun og nýtt álver á Reyðarfirði, nema ef vera skyldi Atlants- hafshryggurinn. 500 til 2.000 störf eiga að skapast í tengslum við ál- verið og það veit sá sem allt veit að ekki er vanþörf á fyrir austan. Ég vil meina að Austfirðingar geti gert talsvert betur en láta bandarísk- an álrisa sem hefur vafasamt orð á sér annars staðar, valta yfir lítið bæj- arfélag og kokgleypa allt með húð og hári. Það er ekki mjög fögur mynd sem dregin er upp af svokölluðum „iðnaðarbæjum“ í Bandaríkjunum sjálfum. Atvinna er víða stopul, laun yfirleitt í lægri kantinum, mengun er mikið vandamál og sjálfsmorðstíðni er hæst á þeim stöðum sem byggja afkomu sína á einu, tveim eða þrem stórum iðnaðarfyrirtækjum. Nei, þið getið gert miklu betur! Til dæmis, komist á forsíður dagblaða og kort heimsins og haldið sátt á Fróni án þess að svo mikið sem veifa litla fingri nálægt Kárahnjúkum. Hvern- ig? Notið tækifærið núna og bjóðið Saddam Hussein, forseta Íraks, hæli og húsaskjól á Austfjörðum um ókomna framtíð. Eiðar koma sterkt inn sem hæli fyrir karlinn, hann fær þá á tilfinninguna að hann sé ein- hvers virði aftur og ef Saddam er sáttur, þá er mikið til unnið. Austfirð- ingar mundu afstýra blóðugri styrj- öld þar sem saklaust og fátækt fólk myndi að líkindum lita rauðan sand- inn enn rauðari en venjulega ef Bandaríkjamenn fá einhverju ráðið. Hægt væri strax að láta trésmiðju út- búa hillu undir Friðarverðlaun Nób- els og þannig skapa ný störf í hér- aðinu um leið. Flugleiðir þyrftu strax að fjölga ferðum austur, hótel fyllast um leið af blaðamönnum og ljós- myndurum, sem að sjálfsögðu þyrftu aðhlynningu og skemmtun. Þegar mesti glansinn færi af karlinum myndu þúsundir ferðamanna flykkj- ast að til að kynnast landsvæðinu sem Saddam dvelur á. Sumir hverjir stór- skrýtnir með fulla vasa af seðlum. Menntafólk og vísindamenn fengju áhuga á að stúdera manninn og gjörðir hans og settust að til lang- frama. Þar sem húsnæði er af skorn- um skammti yrði byggt af alefli, fleiri íbúðir og bústaðir. Jarðir sem legið hafa í eyði í árafjöld kynnu að seljast og veita þannig bændum og búaliði aukin hlunnindi. Hægt yrði að nýta Saddam sjálfan í mörg verkefni. Hann sést sjaldan án vopna af ýmsu tagi og því gráupplagt að ráða hann sem veiðivörð. Maðurinn er þekktur fyrir að fara ekki troðnar slóðir og því tilvalið að Vegagerðin keypti undir hann veghefil með umsjón yfir Eiða- svæðinu. Margt má telja til en upp úr stend- ur að Austurland kæmist feitt á heimskortið fyrir aðra og merkilegri hluti en telja peninga ofan í moldríkt bandarískt álfyrirtæki. Það hefst ekkert með voli og væli. Allar hug- myndir, hversu fáránlega sem þær hljóma geta vel staðið undir byggð fyrir austan um ókomin ár. Þá geta líka nýríkir Íslendingar haldið áfram að rúnta á upphækkuðu jeppunum sínum að Kárahnjúkum í friði og spekt og viðhaldið þannig vexti í þeim bransa fyrir sunnan. ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON, Lækjasmára 78, 201 Kópavogi. Fjár-austur Frá Alberti Erni Eyþórssyni Albert Örn Eyþórsson GRÍMSNES og Grafningshreppur hefur áætlanir um að skipuleggja og selja lóðir í sumarhúsahverfi í landi Ásgarðs. Auglýsing þar um birtist í lögbirtingarblaðinu 28. mars sl. Það er ekki ljóst hvað vakir fyrir þessum mönnum, en í viðtali við sveitarstjórann í fréttum sjónvarps 3. maí sl. kom fram að hugmyndin er að koma upp u.þ.b. 36 „heilsárs“-frí- stundahúsum þar sem íbúar gætu haft lögheimili sitt. Þetta er í mínum huga alveg nýtt hugtak. Heilsárslögheimili sem er frístundahús! Hvað er nú þetta eig- inlega? Það á greinilega að búa þarna til þéttbýliskjarna eða þorp og auka tekjur hreppsins. Það er ljóst að þessir nýju íbúar hreppsins munu greiða öll gjöld og skatta til Gríms- nes og Grafningshrepps. Þetta hlýtur að gefa öllum sum- arhúsaeigendur heimild til að flytja lögheimili sitt til hreppsins. Ég get ekki séð að hægt sé að leyfa einum og banna öðrum. Þarna er verið að setja af stað þróun sem mun koma sér illa fyrir alla aðila. Hér er verið að koma gjörsamlega aftan að þeim fjölmörgu sumarhúsa- eigenda í Ásskógum sem reist af sér hús til að komast í ró og frið og til að forðast ljósmengun og skarkala höf- uðborgarsvæðisins. Hér munu líka búa um 150–200 manns þegar hverfi þetta verður fullbyggt og fylgir því gríðarlegt ónæði fyrir þá sem í góðri trú völdu þennan fagra stað á liðnum 20 árum. Ef svo brýn nauðsyn er á slíku hverfi væri þá ekki hægt að koma því fyrir á stað sem ekki er beint ofan í friðsælli sumarhúsabyggð? Hvað verður svo næst? Verður ekki komin samfelld byggð upp með Soginu eftir nokkra áratugi. Ég hvet alla þá sem eiga sumar- hús eða sumarhúsalóðir í Ásskógum að senda mótmæli á skrifstofu Grímsnes & Grafningshrepps fyrir 14.maí nk. t.d. með bréfpósti á gogg- @gogg.is eða að skrifa á mótmæla- skjal sem gengur nú meðal eig- endanna. Það verður að koma í veg fyrir þetta umhverfisslys með öllum til- tækum ráðum. SKÚLI J. BJÖRNSSON, Eikjuvogur 29, Reykjavík. Sumarhúsahverfi í landi Ásgarðs Frá Skúla J. Björnssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.