Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikud. 14. maí kl 13.30 Sunnud. 18. maí kl 14 Sunnud. 25. maí kl 14 Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 18/5 kl 20, Su 25/5 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 16/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 17/5 kl 14 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fi 15/5 kl 20 aukasýning ATH: SÍÐASTA SÝNING DANSLEIKHÚS JSB Mi 14/5 kl 20, Lau 17/5 kl 14, Þri 20/5 kl 20 ATH: Aðeins þessar sýningar SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Lau 17/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 18/5 kl 20 - Aukasýning Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 17/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20, Mi 28/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi 22/5 kl 20, Su 25/5 kl 20, Fi 29/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20 Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR "DANS FYRIR ÞIG" 30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins FROSTI-Svanavatnið (lokakafli) eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum Íslenska dansflokksins 2.sýn fi 15/5 kl 20, 3.sýn su 18/5 kl 20 ATH. AÐEINS ÞESSAR TVÆR SÝNINGAR www.sellofon.is lau 17. maí kl. 21, NASA, örfá sæti fim 22. maí, HÓTEL SELFOSS föst 23. maí, kl. 21 nokkur sæti mið 28. maí, Lokasýning í Nasa í vor fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI Miðasala á Akureyrir fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorgi og á Selfossi í Alvörubúðinni, Ofursjóliðarnir 2 (U.S. Seals 2) Spennumynd Bandaríkin 2001. Myndform. VHS (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Isaac Florentine. Aðalleikendur: Michael Worth, Damian Chapa, Karen Kim, Mar- shall R. Teague, Kate Connor. SEM betur fer þekki ég hvorki haus né sporð á US Seals, hún hlýtur þó að hafa verið skárri en framhaldið sem er gjörsamlega laust við snefil af afþreyingargildi. Innantóm slagsmáladella og skot- hríð þar sem góðu kallarnir fá ekki skrámu en drepa allt kvikt í sjón- máli. Sagan á að gerast í Albaníu Fyrrverandi sérsveitarmaður úr bandaríska sjó- hernum kemst yf- ir kjarnorkuvopn og heimsfriðurinn í hættu. Nú eru góð ráð dýr, en til allrar guðslukku fyrirfinnast heið- arlegir bardaga- menn og ofur- hetjur í sjóhernum og lúskra þeir hressilega á andstæðingunum. Fyrst eru illyrmin svo vitgrönn að sprengja konu aðalhetjunnar uppí heiðið hátt og kalla yfir sig ósköp- in. Myndin er gjörsneydd sérein- kennum og virðist gerð af van- efnum og hæfileikaskorti einhvers staðar í gömlu Austantjaldslönd- unum. Það sér ekki á bílaflotanum sem er að mestu leyti Ladadruslur og Rússajeppar. Brellurnar og leikararnir í svipuðum gæðaflokki. Textinn á kápunni er ekki alveg í samræmi við innihaldið, það skipt- ir sjálfsagt minnstu máli.  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Átök í Albaníu BÆKUR Michaels Connellys um Hieronymous „Harry“ Bosch, lög- reglumann í Los Angeles, eru yf- irleitt með því besta sem maður kemst yfir glæpasagnakyns, eða var svo í það minnsta með fyrstu bæk- urnar sem komu út fyrir áratug eða svo. Um tíma var sem Connelly hefði misst áhugann á Bosch sem virtist á sömu leið og fleiri geðflækt- ir lögreglumenn; að breytast í inni- haldslausa klisju. Í síðustu Bosch- bók, sem kom út á síðasta ári, var aftur á móti annað uppi á teningnum og sú var hin besta skemmtun; Harry Bosch lifnaði við. Connelly sendi svo frá sér aðra bók á síðasta ári, Chasing the Dime, með annarri söguhetju, og um daginn kom út þriðja bókin sem hann sendir frá sér á innan við ári, Lost Light, sem seg- ir enn frá Harry Bosch. Lost Light hefst þar sem Harry Bosch er nýlega hættur í lögregl- unni (vonandi er ekki verið að ljóstra upp neinum leyndarmálum), en eins og menn muna lauk síðustu Bosch-bók þar sem hann var búinn að fá nóg. Hann hefur þó ekki sagt alveg skilið við starfið því hann tók með sér heim bunka af gömlum mál- um sem hann átti eftir að upplýsa og þar á meðal eitt sem hann hefur haft í huga árum saman án þess þó að hafa haft tíma og aðstöðu til að glíma við það. Nú hefur hann tím- ann, en kannski ekki aðstöðuna, sem kemur þó ekki svo að sök. Málið snýst um stúlku sem var myrt að því er virðist að tilefnislausu – í fyrstu virðist um nauðgun að ræða en sitt- hvað við aðstæður á morðstaðnum vekur spurningar sem Bosch hefur loks ákveðið að reyna að fá svarað. Ekki er hann þó búinn að vera lengi að grúska er hann rekst á fyrirstöðu þar sem er bandaríska alríkislög- reglan og Bosch lendir heldur en ekki í hremmingum áður en málið er til lykta leitt. Þótt þessi bók Connellys verði seint talin veigamikið bókmennta- verk, frekar en aðrar glæpasögur, vita þeir sem hafa á honum dálæti að hverju þeir ganga; Harry Bosch er vel mótuð forvitnileg söguper- sóna sem lesanda er ekki sama um. Hann hefur þróast með sögunum um hann, verður sífellt skýrari en þó flóknari, þversagnirnar sterkari eins og vera ber. Síðasta bók Con- nellys um hann endaði óvænt þar sem Bosch tók ákvörðun um að hætta í lögreglunni og þessi endar ekki síður óvænt; greinilegt að Con- nelly hefur tekið ákvörðun um að kippa Bosch inn í nýtt umhverfi og gaman verður að sjá hvernig hann á eftir að spjara sig; nema þetta sé síðasta bókin, hver veit. Bosch í nýju um- hverfi Lost Light, skáldsaga eftir Michael Connelly. Orion gefur út 2003. 360 síður innb. Kostaði 2.695 kr. í Pennanum- Eymundsson. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur ÞAÐ er alltaf gaman að sjá kvikmyndir frá fjarlægum löndum og menningarheimum sem maður þekkir lítið til í. Það á svo sann- arlega við um Samsara sem er mjög falleg kvikmynd, tekin norð- arlega í Indlandi og segir frá tíb- eskum munki. Það er hinn ungi maður Tashi sem hefur nýlokið þriggja ára hug- leiðslu og er að snúa aftur í klaustrið sitt. Hann fer þá að fá blauta drauma nótt eftir nótt. Þetta veldur þessum andans manni nokkurri hugarkvöl, og hann ákveður að kynnast hinu ver- aldlega lífi til að geta síðan afneit- að því. Persónur og aðstæður eru vissu- lega áhugaverðar. Hins vegar finnst mér eins og tveimur sögum sé blandað saman þegar líða tekur á, og sögum sem blandast ekkert sérlega vel. Tashi giftist hinni fögru Pemu, og við tekur hið hversdagslega líf með barnaupp- eldi og uppskeruvandræðum þar sem „vondi karlinn“ er að svindla á þeim. Tashi sem alltaf hefur alist upp hjá munkum, er barnalegur þegar kemur að venjulegum mann- legum samskiptum og lífinu utan klaustursins. Það, og leit hans að sínum innri manni, gleymist mitt í þessu gamaldags drama, þar til lok myndarinnar nálgast. Þá popp- ar aftur upp hin áhugaverða raunsæissaga úr sálarlífi Tashis. Í heild er frásögnin því miður ekki tekin nógu þéttum tökum, nokkr- um spurningum er látið ósvarað og sögulok í óskýrasta lagi. Myndin er mjög fögur á að líta og full af skemmtilegum atriðum. Í raunsæiskaflanum eru lífinu í klaustrinu gerð frábær skil, þar sem litlu strákarnir eru stjörnurn- ar. Í gamaldags dramanu er bæj- arferð Tashis og tengdaföðurins skemmtileg, þar sem andstæður sveitar og bæjar sjást vel. Ryþm- inn er skemmtilega hægur og seið- andi, í takt við lífið hans Tashi, og kvikmyndatakan er stórkostleg. Það skiptast á skin og skúrir í Samsara. Átök sálar og líkama KVIKMYNDIR Háskólabíó – Filmundur Leikstjórn: Nalin Pan. Handrit: Tim Baker, Nalin Pan. Kvikmyndataka: Rali Raltschev. Aðalhlutverk: Shawn Ku, Christy Chung, Neelesha BaVora, Lhakpa Tsering, Tenzin Tashi, Jamayang Jinpa, Sherab Sangey og Kelsang Tashi. 138 mín. Frakkl / Indl. / Ítalía / Þýs. Mira- max 2001. SAMSARA Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.