Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM daginn fékk ég í póstinum sendibréf. Glæsilegt A-4 umslag. Óvenjulegt, því ekki var að sjá að bréfið í umslaginu væri tiltakanlega þykkt eða efn- ismikið. Þó var pappírinn í því ekk- ert ómerkilegur, líklega 90 gramma pappír og efst í hægra horninu stóð K á bláum fleti. Hmm, já, alveg rétt, ég hafði stofnað til lífeyrissparnaðar fyrir nokkrum misserum. Ég las yf- irlitið yfir. Og aftur. Og enn á ný. Ég skildi það ekki í fyrsta lestri, ekki gekk betur í öðrum og alls ekki í þriðja lestri. Ég bara skil þetta alls ekki. Ég hugsaði mér mér: Hvernig get- ur séreignarsjóður fjárfesting- arsjóðs, ætlaður sem öryggis- og varasjóður fyrir mig í ellinni, rýrnað um 17,5% á einu ári? Eru ekki sprenglærðir menn og konur að vas- ast í fjármálaheiminum, fólk sem lof- ar okkur bestu kjörum, öruggri ávöxtun (og eru ennþá að lofa...)? „Komdu með peningana til okkar... og við skulum gera þig örugga í ell- inni...“ Og auglýsing Kaupþings dansar á sjónvarpsskjánum, „besta ávöxtunin er hjá okkur...“ og hugsa mitt: Þeir rýja mig hægt og örugg- lega eins mikið inn að skyrtunni og hægt er. Og svo virðist sem maður eigi bara að þakka fyrir það. For- stjórinn fær sérstakan aukabónus fyrir að ávaxta pund fyrirtækisins og láta það skila gróða. En þetta fyr- irtæki, sem skilar milljarða gróða á síðasta ári, rænir viðskiptavini sína um tja, í mínu tilfelli um 17,5% af höf- uðstólnum. Vextir? Jú, jú, þetta eru vextir. Þeir eru bara því miður nei- kvæðir. Arðsemin er bara fyrir ein- hverja aðra, aðra sem eru sniðugri en þú að fjárfesta. Mér leið ekki rétt vel. Er þetta virkilega svona? Er verið að ræna hálfa þjóðina um hábjartan daginn? Nei, samkvæmt auglýsingu Kaup- þings, þá eru þetta bestu kjörin á markaðinum. Hér með bið ég ykkur sérfræð- ingar góðir hjá Kaupþingi að útskýra þetta fyrir mér. Mér finnst eitthvað bogið við þetta. Sem gamall starfs- maður veðdeildar Landsbankans hlýt ég að sjá það. Ég hef reyndar alltaf haft tilhneigingu til að treysta öðru fólki og ætla því ekki illt. Sérstaklega ekki fyrirtækjum sem skila milljarða gróða og umbuna starfsmönnum sín- um ríkulega fyrir árangursríkt starf í okkar þágu, viðskiptavinanna. Nú er í mínu tilfelli ekki um að ræða háa fjár- hæð, enda ekki hátekjukona. Ég horfi á bláa flísteppið sem mér var boðsent eftir áramótin. Ég get eiginlega ekki sagt að ég sé tilbúin að borga tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir það. Nei, og fyrir tuttugu þús- und krónur vil ég ráða hvað ég kaupi mér... Nýjan kjól eða skó... mig vant- ar sárlega léttan dúnsvefnpoka eða bakpoka, já, í sem skemmstu máli þá vil ég bara ráða eyðslunni minni sjálf, er fullfær um það. Slagorðið „eyddu í sparnað“ fær allt í einu nýja merk- ingu. Nei, þið talnaglöggu menn, viljið þið ekki bara útskýra þetta? Helst ekki á minna en heilli opnu í Morg- unblaðinu. Og bókhaldsreglurnar sem þið beitið til að finna út gróða fyrir ykkur og tap fyrir okkur hin, nytsömu sakleysingjana, ég vil líka lesa um þær. Og mun kalla til bæði lögfræðinginn minn og endurskoð- andann svo skilningur minn verði örugglega réttur. Og kæri við- skiptaráðherra: Frú Valgerður Sverrisdóttir: Skilur þú upp eða niður í þessu? Ef þú gerir það, ertu sátt við þetta? Á þessi gjörningur eitthvað skylt við það sem stundum er kallað viðskiptasiðferði? Kæru Kaupþingsmenn og -konur, það var alveg óþarft að spandera A-4 umslagi undir þetta bréf. Bankarnir þríbrjóta svona sendingar og senda í venjulegum gluggaumslögum. Enda reikna ég með að þeir þurfi að spara? „Eyddu í sparnað“? Eftir Jóhönnu Thorsteinson Höfundur er leik- og grunnskóla- kennari. SAMFYLKINGIN var sigurveg- ari kosninganna en Sjálfstæðisflokk- urinn beið afhroð, sérstaklega í kjör- dæmi formannsins þar sem flokkurinn tapaði rúmum 10%. Þetta eru líka þriðju verstu úrslit Sjálf- stæðisflokksins frá upphafi. Þótt ríkis- stjórnin haldi meiri- hluta sínum tapar hún fjórum þing- mönnum og það eru skýr skilaboð um breytingar og nýja ríkisstjórn. Skilaboð framsóknarmanna til forystunnar Athyglisvert er að vefrit framsókn- armanna tekur undir þetta. Þar kem- ur fram að samkvæmt þeim kosn- ingaúrslitum sem nú liggi fyrir séu skilaboðin skýr. Framsóknarflokk- urinn eigi að vera áfram í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn að fara og Samfylkingin að koma inn. Þar kem- ur einnig fram að Samfylkingin standi Framsóknarflokknum nær í menntamálum, ríkisfjármálum og velferðarmálum en Sjálfstæðisflokk- urinn. Þetta ber að hafa í huga þegar framsóknarmenn geta nú myndað aðra tveggja flokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Í því sambandi hljóta þeir m.a. að líta til þeirra breytinga sem orðið hafa í þingliði sjálfstæðismanna. Fimm sjálfstæð- iskonur falla út af þingi – konur sem mýkt hafa frjálshyggjuásýnd flokks- ins. Sæti þeirra skipa nú karlar sem flestir koma úr harðasta kjarna ný- frjálshyggjunnar í Sjálfstæðis- flokknum. Sú útreið sem sjálfstæð- iskonur fá er síðan kapítuli út af fyrir sig en þingflokk sjálfstæðismanna skipa nú 18 karlar en aðeins 4 konur. Samfylkingin sigurvegari kosninganna Samfylkingin var sigurvegari kosninganna – bætti við sig rúmum 4% og þremur þingmönnum. Þetta voru því sögulegar kosningar. Sam- fylkingin er komin upp að hlið sjálf- stæðismanna hvað stærð varðar og hægt er mynda tveggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Samfylk- ingin hefur líka náð því markmiði að öðlast svipaðan styrkleika og jafnaðarmannaflokkarnir á hinum Norðurlöndum en aðeins jafn- aðarmannaflokkurinn í Svíþjóð er nú stærri en Samfylkingin. Hlutur kvenna er einnig stærstur í þing- flokki jafnaðarmanna þar sem 9 af þeim 19 konum sem verða á Alþingi á næsta kjörtímabili koma úr röðum Samfylkingarinnar. Hlutur ungs fólks er líka einna bestur í Samfylk- ingunni. Samhent og sterk liðsheild Formaður flokksins og forystu- sveit hefur unnið ötullega að því á síðasta kjörtímabili að ná þessum ár- angri. Samhent og sterk liðsheild jafnaðarmannna uppskar þennan glæsilega árangur. Á þessari stundu er mér þó efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu liðsmanna okkar í kosningamiðstöðinni í Reykjavík sem unnu kraftaverk á síðustu vikum til að ná þessum árangri. Það veldur þó vissulega vonbrigðum að ekki tókst að fella ríkisstjórnina og að Ingibjörg Sólrún náði ekki þingsæti á loka- metrunum. Í úrslitum kosninganna felst ákall um breytingar og nýja ríkisstjórn. Sigur Samfylkingarinnar sýnir að fólk vill að áhrifa Samfylk- ingarinnar gæti í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Það er rétt sem segir í vefriti framsóknarmanna í gær. Skilaboð kosninganna eru skýr. Sjálfstæðisflokk- inn út – Samfylk- inguna inn Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Höfundur er alþingismaður. MIKIL umræða hefur verið meðal myndlistarmanna um 5 ára samn- ing sem Reykjavíkurborg hefur gert við Pétur Arason ehf. um rekstur á samtímalistasafni að Laugavegi 37, ekki síst með hliðsjón af niðurskurði fjárframlaga borgarinnar til annarrar liststarfsemi á sama tíma. Reykjavík- urborg ætlar að leggja um 80 milljónir í það verkefni að opna almenningi að- gang að einkasafni Péturs Arasonar ehf. Á sama tíma finnast ekki peningar til að setja í Listskreytingasjóð Reykja- víkur, sem borgarráð var þó búið að samþykkja stofnun á. Forgangsröðunin er augljós. Fyrir 80 milljónir hefði t.d. hefði verið hægt að myndskreyta fjölmargar byggingar í eigu Reykja- víkurborgar, m.a. grunnskólana sem ekki eiga kost á fjárveitingum úr Listskreytingasjóði ríkisins vegna þess að þeir teljast á framfærslu sveitarfélaga. Ef fjármagn hefði verið sett í þennan sjóð, þá hefð vænt- anlega fjöldi myndlistamanna fengið mikilvæg tækifæri til starfa og hefðbundinn áhorfendahópur myndlistar víkkað og orðið litríkari. Óljóst er úr hvaða leynisjóðum borgarinnar fé til þessarar rausn- arlegu fjárveitingar til opnunar á einkasafni hefur komið. En árleg fjár- veiting til Péturs Arasonar ehf. nemur u.þ.b. sömu upphæð og Listasafn Reykjavíkur hefur til umráða á ársgrundvelli til kaupa á myndlist, þ.e. um 14 milljónir. Gagnlegt gæti verið fyrir starfandi listamenn að fá hér nákvæmar upplýsingar frá ráðamönnum borgarinnar um eðlilegt að- gengi að þessum stóra baksjóði menningarinnar, því þrátt fyrir svoköll- uð góðæri sýna tölur að styrkir til myndlistar hafa minnkað umtalsvert á undanförnum árum. Hver er hagur myndlistarmanna af samningnum? Stefán Jón Hafstein formaður menningarmálanefndar borgarinnar hefur sagt, að safnið gæti orðið mikilvægt viðmið fyrir íslenska myndlistarmenn. Íslenskum myndlistarmönnum, sem eru flestir með 4 til 10 ára fagmenntun að baki, er samkvæmt þessu ætlað að mæla sig við smáverk eftir þekkta myndlistarmenn frá miðri síðustu öld sem þeir hafa flestir ef ekki allir kynnst í fullri stærð. Góður smekkur fyrrverandi fatakaupmanns við Laugaveginn á nú um stundir að verða vegvísir á framhaldinu í ís- lenskri myndlist. Ekki furða að útspil þessa samnings, sem lengst af var nánast farið með sem leyniskjal, hafi komið flestum í opna skjöldu. Hér er augljóslega vitlaust gefið og harla fáir sem virðast vita hvaða spil er nú verið að spila á vettvangi myndlistarinnar. Þegar upp verður staðið ganga menn sennilega frá borði án þessa að vita hver hafi hér verið að spila með hvern. Vitlaust gefið Eftir Helga Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson Höfundar eru myndlistarmenn. Helgi Pétur Örn ÞEGAR barn greinist með fötlun eins og alvarlega hreyfihömlun eða einstaklingur lamast vegna slyss eða sjúkdóms verða um- fangsmiklar breyt- ingar í lífi fjölskyldu. Það sem hins veg- ar gleymist oft er hversu miklar fjár- hagslegar afleiðingar slík breyting hefur í för með sér. Alvarlega hreyfihamlaður ein- staklingur þarf að búa í húsi með góðu aðgengi utan húss og innan. Best er ef húsið er í sléttu landslagi, innangengt er í bílskúr og bílaplanið upphitað. Við vitum jú hve erfitt get- ur verið að komast út í bíl í vondu veðri og ófærð. Inni þarf húsið að vera rúmgott og opið til að þægilegt sé að athafna sig. Góðar íbúðir í lyftublokkum geta gengið, helst ef bílaplan er á neðstu hæð og lyfta þaðan. Þessar íbúðir eru hins vegar oft frekar dýrar. En hvað kosta svona hús eins og hér eru nefnd? 18–25 milljónir er svarið. Ekki er óalgengt að fjölskylda þurfi að selja blokkaríbúðina sem hún ætlaði sér að búa í á 12 milljónir og kaupa 20 millj- óna króna hús. Þessar fjölskyldur hafa lítið val. Hvernig styður samfélagið fjölskyldurnar? Íbúðalánasjóður hefur heimild til að veita viðbótarlán vegna breytinga eða viðbótarkostnaðar vegna fötlunar upp á hámark 3,8 milljónir en vextir á þessum lánum eru nú sömu og á hús- bréfum eða 5,7%. Fólk fær bara hærra lán og þar með eykst greiðslu- byrðin. Til skamms tíma voru vext- irnir 2% en voru síðan hækkaðir til jafns við aðra vexti. Til viðbótar koma svo fast- eignagjöldin sem geta hækkað úr 70 þúsundum í hátt í 200 þúsund, mis- munandi eftir sveitarfélögum. Jú, foreldrar fatlaðra barna fá umönnunarbætur til að mæta kostn- aði vegna fötlunar og viðbótarumönn- unar og fullorðnir öryrkjar fá ör- orkubætur. Þessar bætur eiga að dekka allan kostnað vegna fötlunar- innar. Sá kostnaður sem verið er að tala um hér er bara vegna húsnæðis. Hreyfihamlaður einstaklingur þarf einnig að vera á góðum bíl sem tekur hjálpartæki eins og hjólastól og ef viðkomandi er á rafmagnshjólastól dugar bara stór bíll sem þá er kominn upp í u.þ.b. 3 milljónir. Trygg- ingastofnun getur veitt styrk, há- mark eina milljón, til kaupa á slíkum bíl. Ef breyta þarf bílunum vegna fötlunarinnar hefur Tollstjóri heimild til að fella niður vörugjaldið. Trygg- ingastofnun greiðir einnig breytingar á bílunum sem gera þarf vegna fötl- unar. Á undanförnum mánuðum höfum við stundum séð að ættingjar og vinir fjölskyldna hafa staðið að söfnun fyrir fjölskyldur þar sem einstaklingar hafa lent í alvarlegum slysum og hlot- ið varanlegan skaða og er það vel. En slík umfjöllun reynir líka á fjöl- skyldur og það eru ekki allir sem geta hugsað sér opinbera umfjöllun um svo persónuleg mál. Óalgengt er að slíkar safnanir séu fyrir þá sem eru fatlaðir vegna veikinda, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Ætti samfélagið ekki að standa betur við bakið á þeim sem hljóta mikil útgjöld vegna fötlunar, t.d. veita styrki til húsnæðiskaupa og breytinga vegna fötlunar? Og fella niður fast- eignaskattinn sem er tilkominn vegna aðstæðna sem voru ekki valdar? Gaman væri að heyra frá fram- bjóðendum stjórnmálaflokkanna hvaða tillögur þeir hafa til úrbóta fyr- ir þessar fjölskyldur. Það er dýrt að vera fatlaður Eftir Maríu Játvarðardóttur Höfundur er félagsráðgjafi á Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins, hreyfi- og skynhömlunarsviði. UNDIRRITAÐUR er einn þriggja augnlækna hér á landi sem framkvæma leysiaugnaðgerðir við sjónlagsgöllum. Ein algengasta spurn- ingin sem ég fæ frá sjúklingum mínum er: „Af hverju hefur þú ekki farið sjálfur í aðgerðina?“ Nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja eru sjúkdómar sem geta farið stigversnandi og valdið því að við þekkjum ekki vini okkar í seilingarfjarlægð nema með sér- útbúnum hækjum, sem við köllum snertilinsur og gleraugu. Við fáum stundum athugasemdir eins og: „Þú ert aldeilis orðinn merkilegur með þig – ég sá þig í sundi og þú heilsar manni bara ekki.“ Ungur maður, sjúklingur minn frá Bandaríkj- unum, trúði mér fyrir því að hann hugsaði stundum um það áður en hann héldi inn í draumalandið hvað myndi gerast ef kviknaði í og hann fyndi ekki gleraugun sín. „Ég myndi brenna inni og ekki geta bjargað neinum í fjölskyldu minni.“ Sumir halda því fram að sjónlagsgallar flokkist ekki með sjúkdómum. Ég tek ofan gleraugun mín og spyr: „Hvað er heilbrigt við þessi augu?“ Ég er nærsýnn upp á –7.50 og hingað til hafa augun mín ekki hent- að í þessar aðgerðir. Skiljanlega fæ ég eftirfarandi spurningu u.þ.b. þrisvar á dag: „Af hverju hefur þú sjálfur ekki farið í aðgerðina?“ Svarið hefur verið: „Því miður kemst ég ekki í aðgerðina. Horn- himnurnar mínar eru of flatar.“ Í raun hefur bara vantað þar herslu- muninn, en mér hefur alltaf þótt miður að komast ekki í aðgerðina sjálfur. Það er vel hægt að ímynda sér tilfinninguna að hjálpa fólki við að öðlast frelsi undan hækjunum og geta það ekki sjálfur. Upplifun skjólstæðinganna eftir aðgerð er ógleymanleg og svarar spurning- unni. Það eru einfaldlega forréttindi að fá tækifæri til að hjálpa fólki til að verða minna háð eða jafnvel óháð gleraugunum. Því miður hef ég sjálfur ekki verið kandídat í aðgerð- ina – fyrr en nú. Fólk kemur oft til mín og kveðst langa afar mikið í Lasik en ekki þora. „Ég hef heyrt um marga sem eru mjög ánægðir en er ekki ein- hver áhætta við aðgerðina?“ Svarið er einfalt: „Það er áhætta í öllu sem við gerum. Við stöndum við gang- stéttarbrún – ef eitthvað er hinum megin við götuna sem við teljum nógu mikils virði þá göngum við yfir götuna – jafnvel þótt ákveðin áhætta felist í því.“ Ég hef stundum lýst Lasik sem einum valkosti fyrir fólk með sjónlagsgalla. Hinir tveir eru gleraugu og snertilinsur. Ég hef aldrei heyrt um einstakling, hvorki hérlendis né erlendis, verða blindan eftir aðgerðina. Hins vegar hef ég sjálfur séð fjölda manns verða blindan eftir snertilinsur og gler- augu. Snertilinsur geta valdið svæsnum sárum á augað og hef ég sjálfur numið brott augu sem fengu heiftarlegar sýkingar eftir snerti- linsur. Einnig hef ég saumað saman augu sem hafa skorist illa af gler- augnabrotum. Sannleikurinn er sá að við tökum áhættu við allt sem við gerum. Andrés Önd tók þann kost- inn að fara ekki úr rúminu föstudag- inn þrettánda af ótta við að eitthvað kæmi fyrir hann. Við þekkjum öll þá tilfinningu að vilja verða fullkom- lega örugg. Við vitum hins vegar innst inni að áhætta fylgir öllu sem við gerum. Við getum hins vegar aukið öryggi okkar með því að fara varlega og velja skynsamlega. Fyrir nokkru komst ég að því að með nýjustu tækni í leysiaugnlækn- ingum er unnt að framkvæma að- gerðina á augunum mínum. Loksins mun ég geta séð hluti skýrt sem ég sá ekki áður nema í gegnum hækj- urnar mínar. Loksins mun ég geta staðið frammi fyrir fjölda fólks og sagt: „Já, ég fór í aðgerðina sjálfur.“ Ég veit að öryggi þessara aðgerða er mikið og árangur þeirra sem framkvæma aðgerðirnar hér á landi afar góður. Ég bíð þess með eft- irvæntingu og tek undir með Saumastofukonunum: „Já, ég þori, get og vil!“ Sjúkdómurinn nærsýni og öryggi augnaðgerða Eftir Jóhannes Kára Kristinsson Höfundur er augnlæknir og horn- himnusérfræðingur í Sjónlagi hf., www.sjonlag.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.