Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 49 STÖKKBREYTTU verurnar í X2 eru á toppnum á bandaríska bíólist- anum en myndin var sú mest sótta í kvikmyndahúsum vestra um helgina. Þessi vísindaskáldsögumynd hefur halað inn rúmlega 11 milljarða króna eftir 10 daga í sýningum. Ólíklegt þykir að X-mönnunum takist að halda toppsætinu næstu helgi en þá verður önnur mynd úr svipuðum brunni, Matrix endurhlaðin, frum- sýnd. Dagfaðirinn (Daddy Day Care) er eina nýja myndin sem kemst inn á topp tíu eftir helgina. Eddie Murphy er í aðalhlutverki og þykir þetta kær- kominn smellur fyrir hann. Þrátt fyr- ir að gagnrýnendur hafi ekki látið mikið með myndina naut hún vin- sælda en myndin situr í öðru sæti listans. Murphy leikur mann, sem missir vinnuna og opnar dagheimili ásamt vinum sínum. Jeff Garlin og Steve Zahn eru í öðrum helstu hlutverkum en leikstjóri myndarinnar er Steve Carr, sem einnig leikstýrði Murphy í Dagfinni dýralækni 2. Hin myndin sem var frumsýnd síð- ustu helgi við almennar vinsældir, Mynd Lizzie McGuire (The Lizzie McGuire Movie) lækkaði sig um eitt sæti og fór úr öðru í það þriðja. Spennumyndin Kennimerki (Identity), sem fjallar um fjöldamorð- ingja, situr í fjórða sætinu þriðju helgina á lista. Barna- og fjölskyldumyndin Hol- urnar (Holes), sem hefur hlotið góða dóma, lækkaði sig um eitt sæti og er í því sjötta, sína fjórðu helgi á lista. Kvikmyndin Sunnangola (A Mighty Wind) hækkaði sig úr 14. sætinu í það sjöunda. Myndin gerir góðlátlegt grín að sveitasöngvaheim- inum en þetta er fjórða helgi hennar á lista. Breska gamanmyndin Beygð’ann eins og Beckham (Bend It Like Beck- ham) hélt áfram sigurgöngu sinni og hækkaði sig um eitt sæti og situr í því níunda eftir níu vikur á lista. Í trúnaði (Confidence) hefur geng- ið vel þrátt fyrir að lækka sig um þrjú sæti. Myndin situr nú í tíunda sæti listans. Eins og áður segir er beðið með mestri eftirvæntingu eftir framhalds- mynd Matrix, sem verður frumsýnd næstu helgi. Í aðalhlutverkum eru sem fyrr Keanu Reeves, Carrie-Anne Moss og Laurence Fishburne. Ennfremur verður frumsýnd á landsvísu í Bandaríkjunum gaman- myndin Ástin tekur völdin (Down With Love). Þar er notuð gamalkunn formúla mynda með Rock Hudson og Doris Day í aðalhlutverkum en í þetta sinnið eru helstu hlutverk í höndum Ewan McGregor og Renee Zellweg- er.                                                                                  !    " #$ "   % & % & '            ()*( +*, +*- ,*. /*/ (*, *0 *) )*+ )*/ )(0*1 +*, +* .0* ) *0 /)*( 0*. .)*- ).*) ))*1 Shawn Ashmore og Anna Paquin í hlutverkum sínum sem Iceman og Rogue í vísindaskáldskapnum vinsæla X2, framhaldsmynd X-manna. Hinir stökk- breyttu halda toppnum MIKIÐ var um dýrðir í miðborg Rómar um helgina þegar fyrrum Bítillinn Sir Paul McCartney hélt tvenna tónleika í Colosseum, hringleikahúsinu forna. McCartn- ey hélt fyrst tónleika inni í hring- leikahúsinu á laugardagskvöld fyrir nokkur hundruð áhorf- endur, sem greiddu stórfé í að- gangseyri en tónleikarnir voru haldnir til að afla fjár til góð- gerðarmála. McCartney hélt aðra tónleika utan við hringleikahúsið á sunnudag og í þetta skipti þurftu áhorfendur ekkert að borga. Talið er að hundruð þús- unda manna hafi safnast saman í miðborginni til að hlýða á tón- leikana. Fólk byrjaði að safnast saman utan við Colosseum þegar í gær- morgun, um hálfum sólarhring áður en tónleikarnir áttu að hefj- ast. Þegar þeir síðan hófust var Via dei Fori Imperiali, breið- stræti sem liggur við Colosseum og Forum Romanum, troðfullt af fólki. Colosseum var baðað í marg- litum ljósum og McCartney söng gömul Bítlalög, lög frá ferli hans með hljómsveitinni Wings og af sólóplötum sínum. Segir í frétt AP að McCartney hafi heillað alla viðstadda, allt frá unglingum upp á fólk á sjötugsaldri, sem var í hópi fyrstu aðdáenda Bítlanna á sjöunda áratug síðustu aldar. Ágóðinn af tónleikunum á laug- ardagskvöld rennur til fornleifa- stofnunar í Róm og samtaka, sem aðstoða fórnarlömb jarðsprengna enda vinnur eiginkona hans, Heather Mills, mikið í málefnum þessa hóps. Viðstaddir greiddu 1.295 evrur fyrir miðann, eða yfir 110 þúsund krónur, og söfnuðust yfir 22 milljónir króna. McCartney er nú á tónleika- ferðalagi um Evrópu, því fyrsta í áratug. Paul McCartney spilar í Róm Reuters Rokkið gerði sig heimakomið í Colosseum, hringleikahúsinu forna í Róm, á tónleikum Pauls McCartneys um helgina þar sem hann þótti fara á kostum. Bítlatónlist óm- ar í Colosseum Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll 10.05. 2003 16 6 0 4 5 2 8 2 9 9 8 17 21 26 30 28 07.05. 2003 11 17 22 31 37 48 32 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.