Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 49

Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 49 STÖKKBREYTTU verurnar í X2 eru á toppnum á bandaríska bíólist- anum en myndin var sú mest sótta í kvikmyndahúsum vestra um helgina. Þessi vísindaskáldsögumynd hefur halað inn rúmlega 11 milljarða króna eftir 10 daga í sýningum. Ólíklegt þykir að X-mönnunum takist að halda toppsætinu næstu helgi en þá verður önnur mynd úr svipuðum brunni, Matrix endurhlaðin, frum- sýnd. Dagfaðirinn (Daddy Day Care) er eina nýja myndin sem kemst inn á topp tíu eftir helgina. Eddie Murphy er í aðalhlutverki og þykir þetta kær- kominn smellur fyrir hann. Þrátt fyr- ir að gagnrýnendur hafi ekki látið mikið með myndina naut hún vin- sælda en myndin situr í öðru sæti listans. Murphy leikur mann, sem missir vinnuna og opnar dagheimili ásamt vinum sínum. Jeff Garlin og Steve Zahn eru í öðrum helstu hlutverkum en leikstjóri myndarinnar er Steve Carr, sem einnig leikstýrði Murphy í Dagfinni dýralækni 2. Hin myndin sem var frumsýnd síð- ustu helgi við almennar vinsældir, Mynd Lizzie McGuire (The Lizzie McGuire Movie) lækkaði sig um eitt sæti og fór úr öðru í það þriðja. Spennumyndin Kennimerki (Identity), sem fjallar um fjöldamorð- ingja, situr í fjórða sætinu þriðju helgina á lista. Barna- og fjölskyldumyndin Hol- urnar (Holes), sem hefur hlotið góða dóma, lækkaði sig um eitt sæti og er í því sjötta, sína fjórðu helgi á lista. Kvikmyndin Sunnangola (A Mighty Wind) hækkaði sig úr 14. sætinu í það sjöunda. Myndin gerir góðlátlegt grín að sveitasöngvaheim- inum en þetta er fjórða helgi hennar á lista. Breska gamanmyndin Beygð’ann eins og Beckham (Bend It Like Beck- ham) hélt áfram sigurgöngu sinni og hækkaði sig um eitt sæti og situr í því níunda eftir níu vikur á lista. Í trúnaði (Confidence) hefur geng- ið vel þrátt fyrir að lækka sig um þrjú sæti. Myndin situr nú í tíunda sæti listans. Eins og áður segir er beðið með mestri eftirvæntingu eftir framhalds- mynd Matrix, sem verður frumsýnd næstu helgi. Í aðalhlutverkum eru sem fyrr Keanu Reeves, Carrie-Anne Moss og Laurence Fishburne. Ennfremur verður frumsýnd á landsvísu í Bandaríkjunum gaman- myndin Ástin tekur völdin (Down With Love). Þar er notuð gamalkunn formúla mynda með Rock Hudson og Doris Day í aðalhlutverkum en í þetta sinnið eru helstu hlutverk í höndum Ewan McGregor og Renee Zellweg- er.                                                                                  !    " #$ "   % & % & '            ()*( +*, +*- ,*. /*/ (*, *0 *) )*+ )*/ )(0*1 +*, +* .0* ) *0 /)*( 0*. .)*- ).*) ))*1 Shawn Ashmore og Anna Paquin í hlutverkum sínum sem Iceman og Rogue í vísindaskáldskapnum vinsæla X2, framhaldsmynd X-manna. Hinir stökk- breyttu halda toppnum MIKIÐ var um dýrðir í miðborg Rómar um helgina þegar fyrrum Bítillinn Sir Paul McCartney hélt tvenna tónleika í Colosseum, hringleikahúsinu forna. McCartn- ey hélt fyrst tónleika inni í hring- leikahúsinu á laugardagskvöld fyrir nokkur hundruð áhorf- endur, sem greiddu stórfé í að- gangseyri en tónleikarnir voru haldnir til að afla fjár til góð- gerðarmála. McCartney hélt aðra tónleika utan við hringleikahúsið á sunnudag og í þetta skipti þurftu áhorfendur ekkert að borga. Talið er að hundruð þús- unda manna hafi safnast saman í miðborginni til að hlýða á tón- leikana. Fólk byrjaði að safnast saman utan við Colosseum þegar í gær- morgun, um hálfum sólarhring áður en tónleikarnir áttu að hefj- ast. Þegar þeir síðan hófust var Via dei Fori Imperiali, breið- stræti sem liggur við Colosseum og Forum Romanum, troðfullt af fólki. Colosseum var baðað í marg- litum ljósum og McCartney söng gömul Bítlalög, lög frá ferli hans með hljómsveitinni Wings og af sólóplötum sínum. Segir í frétt AP að McCartney hafi heillað alla viðstadda, allt frá unglingum upp á fólk á sjötugsaldri, sem var í hópi fyrstu aðdáenda Bítlanna á sjöunda áratug síðustu aldar. Ágóðinn af tónleikunum á laug- ardagskvöld rennur til fornleifa- stofnunar í Róm og samtaka, sem aðstoða fórnarlömb jarðsprengna enda vinnur eiginkona hans, Heather Mills, mikið í málefnum þessa hóps. Viðstaddir greiddu 1.295 evrur fyrir miðann, eða yfir 110 þúsund krónur, og söfnuðust yfir 22 milljónir króna. McCartney er nú á tónleika- ferðalagi um Evrópu, því fyrsta í áratug. Paul McCartney spilar í Róm Reuters Rokkið gerði sig heimakomið í Colosseum, hringleikahúsinu forna í Róm, á tónleikum Pauls McCartneys um helgina þar sem hann þótti fara á kostum. Bítlatónlist óm- ar í Colosseum Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll 10.05. 2003 16 6 0 4 5 2 8 2 9 9 8 17 21 26 30 28 07.05. 2003 11 17 22 31 37 48 32 45

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.