Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. KJARADÓMUR hefur hækkað laun alþingis- manna, ráðherra og embættismanna, sem heyra undir dóminn, um liðlega 40% frá ársbyrjun 2000. Launavísitala hefur á sama tíma hækkað um 25,9%. Laun forseta Íslands hafa hækkað minna, eða um 16,8% frá júlí 2000. Kjaradómur úrskurðaði um laun embættis- manna, sem undir hann heyra, sl. laugardag, sama dag og alþingiskosningar fóru fram. Laun alþingismanna og ráðherra hækka um 18,4– 19,3%, laun dómara og ríkissaksóknara hækka um 11,1–13,3% og laun annarra embættismanna hækka um 7,2%. Þetta er í þriðja sinn á 12 mánuðum sem laun embættismanna hækka. Síðast hækkuðu laun þeirra um áramót um 7%. Í rökstuðningi Kjaradóms fyrir ákvörðun sinni um að hækka laun alþingismanna segir: „Alþing- ismenn og ráðherrar vinna ábyrgðarmikil störf. Þessi hópur mótar stefnuna í þjóðmálum og sér um að koma stefnumálum í framkvæmd. Kjara- dómur tók ítarlega rökstudda ákvörðun um laun þeirra á kjördag 1999 og frá þeim tíma hafa laun þeirra tekið sömu breytingum og laun flestra annarra þeirra sem Kjaradómur ákvarðar laun. Með hliðsjón af þeirri breytingu sem nú verður á launaákvörðunum embættismanna telur Kjara- dómur eðlilegt, til samræmis, að taka nýja grund- vallarákvörðun um launakjör þingmanna og ráð- herra. Við þá ákvörðun hefur Kjaradómur litið til þess að fella þingfararkaup að þeirri samræm- ingu sem stefnt er að með úrskurði þessum og ábyrgð og eðli starfans.“ Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, og Hall- dóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segja að úr- skurður Kjaradóms komi til með að hafa áhrif á gerð komandi kjarasamninga. Halldór segir úr- skurðinn vera eins og kalda vatnsgusu framan í launafólk. Laun þingmanna og ráð- herra hækka um 18–19% Kjaradómur hefur hækk- að laun um rúmlega 40% frá ársbyrjun 2000  Laun alþingismanna/29  Eins og köld/4 TÍUNDUBEKKINGAR voru víða kampakátir í gær enda ráku þeir þá flestir endahnútinn á langa og stranga prófraun. Kunnátta í stærðfræði var prófuð frá klukk- an 9–12 og lauk þar með sjötta og síðasta samræmda prófinu. Fjölmargir skólar eða foreldra- félög gefa nemendum kost á að fara í skólaferðalög að loknum samræmdu prófunum. Báðir 10. bekkirnir í Lækjar- skóla héldu austur að Skógum og hyggjast þar m.a. fara í reiðtúra og vatnareið. Rúmlega 100 Hag- skælingar settu á sig húfur og sviptu sér síðan upp í rútur sem fluttu þá í Þórsmörk í gær. Siglt verður á kajökum, sigið í björg og sungið á kvöldvökum svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið/Arnaldur Ánægð á leið í ferðalag Messuvín ekki framleitt lengur FRAMLEIÐSLU messuvíns hefur verið hætt á Íslandi þar sem það var ekki talið svara kostnaði að fram- leiða það lengur. Messuvínið var ekki bruggað, heldur var það blandað hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríksins. Í blöndunni var rauðvín og oftast sérrí eða annað svipað vín. Í staðinn kaupa flestir prestar nú rautt púrtvín til að hafa í messum sínum samkvæmt upp- lýsingum frá ÁTVR. Púrtvínið þykir svipað eða jafnvel betra en messuvínið. Styrkur áfengis í púrtvíni er í kringum 19%, en messuvínið var 18%. Tveir rykmaur- ar fundust í Reykjavík ÞRÁTT fyrir að rannsóknir sýni að rúm- lega 6% Reykvíkinga á aldrinum 20–44 ára séu með ofnæmi fyrir rykmaurum (Dermatophagoides pteronyssinus) virðast þessir maurar ekki þrífast í höfuðborginni. Sem hluti af viðamikilli Evrópurannsókn var könnuð ryk- maurafána inn- andyra á Íslandi á árunum 2001– 2002. Valin voru 197 heimili af handahófi og tekin sýni úr rúmdýnum. Í öllum sýnunum fundust aðeins tveir ryk- maurar. „Annar var nokkuð vel á sig kom- inn en hinn var hálf-fótalaus,“ sagði Davíð Gíslason læknir sem kynnti rannsóknina á ráðstefnunni Vísindi á vordögum sem hald- in var á Barnaspítalanum í gær. Davíð sagði erfitt að segja til um hvers vegna rykmaurar fyndust ekki í Reykjavík og af hverju svo margir hefðu samt sem áð- ur ofnæmi fyrir þeim. Sagði hann hugs- anlegt að rykmaurar líktust heymaurum sem finnast í töluverðum mæli hér á landi, eða að rykmaurar fyndust utandyra en það var ekki mælt í könnuninni. Þá getur verið að fólk hafi myndað ofnæmi fyrir ryk- maurum í útlöndum. Þess má geta að rykmaurar finnast bæði á Grænlandi og í Færeyjum og því talið undarlegt ef þeir þrífast ekki við kjörskil- yrði í rúmdýnum fólks á Íslandi líkt og í ná- grannalöndunum. ASÍ kannaði verð á ávöxtum og grænmeti Klukkubúðir oftast með hæst verð SVOKALLAÐAR klukkubúðir, það er 11- 11 og 10-11, eru oftast með hæsta verðið í verðkönnun ASÍ á ávöxtum og grænmeti sem gerð var 2. maí síðastliðinn. Verðkönn- unin var gerð í tíu verslunum á höfuðborg- arsvæðinu og náðist samanburður í 43 vöruliðum, samkvæmt frétt frá ASÍ. Verslunin Bónus var langoftast með lægsta verðið, eða í 40 tilvikum af 41 þar sem umrædd vara var til í versluninni. Samkvæmt niðurstöðum ASÍ var 10-11 með hæsta verð í 27 tilvikum og 11-11 í 25 til- vikum í verðkönnuninni. Munur á hæsta og lægsta verði var meiri en 100% í tæplega helmingi tilvika, meiri en 200% í sex til- vikum og fór hæst í 305% á hvítkáli.  Bónus/21 MARGRÉT Frímannsdóttir, þing- maður og varaformaður Samfylk- ingarinnar, segir að það sé flokknum fyrir bestu að Össur Skarphéðins- son og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði áfram tvíeyki í forystunni og því vill hún að Ingibjörg Sólrún taki við af sér sem varaformaður flokks- ins á landsfundi hans í haust. Ingi- björg Sólrún segir það flokksmanna að taka ákvörðun og Össur Skarp- héðinsson tekur undir það en líst vel á hugmyndina. Margrét Frímannsdóttir segir að mikið hafi verið rætt um stöðu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur að kosningunum loknum, þar sem hún hafi ekki náð inn á þing. Það hafi margoft komið fram hjá Ingibjörgu og Össuri Skarphéðinssyni að hann stefni ótrauður að því að vera áfram formaður flokksins með stuðningi hennar, „en til að þetta forystupar virki áfram, eins og við viljum gjarnan að það geri, finnst mér rök- rétt og eðlilegt framhald að Ingi- björg Sólrún verði varaformaður flokksins“, segir Margrét. „Ég vil sjá hana sem varaformann flokksins við hlið Össurar.“ Landsfundur Samfylkingarinnar verður í haust og segist Margrét ekki sjá ástæðu til þess að flýta honum. „Skynsemin segir mér að þetta sé farsælt fyrir Samfylkinguna,“ segir hún hins vegar um þá ákvörðun sína að víkja. Góður kostur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir seg- ist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu enda eigi hún eftir að ræða það við Margréti. „Jú, jú, það getur alveg komið til álita,“ svarar hún að- spurð hvernig henni lítist á að verða varaformaður Samfylkingarinnar. Fyrst verði samt að skoða hvernig hlutirnir æxlist á næstu dögum og auk þess sé það flokksmanna að taka ákvörðun í þessu efni. Össur Skarphéðinsson tekur í sama streng og segir að sama gildi um varaformann og formann – það sé alltaf flokksmanna að taka ákvörðun þar um. Hann segir ljóst að Margrét sé stórlynd kona og eins sé ljóst að þau eigi sameiginlega ábyrgð á því að hafa fengið Ingi- björgu Sólrúnu til að slást í lið með Samfylkingunni. „Það er ákaflega brýnt að virkja krafta Ingibjargar Sólrúnar eins og best verður á kosið fyrir Samfylkinguna og þetta er sannarlega kostur sem er sterklega íhugunarvirði. Mér líst vel á þetta.“ Rætt um varaformannsskipti á landsfundi Samfylkingar í haust Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Margrét Frímannsdóttir Margrét Frímannsdóttir vill víkja fyrir Ingibjörgu Sólrúnu ♦ ♦ ♦ LANDSVIRKJUN hefur sent Skipulagsstofnun til umfjöllunar matsskýrslur vegna fyrirhugaðra virkjana í neðri hluta Þjórsár. Meginniðurstaða þeirra skýrslna er að virkjanirnar muni ekki valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, að teknu tilliti til mótvægisað- gerða. Á fundi Landsvirkjunar með fréttamönnum í gær kom fram að samkvæmt grófri áætlun gætu þessar virkjanir kostað á bilinu 43– 47 milljarða króna. Annars vegar er um að ræða Núpsvirkjun og hins vegar Urriðafossvirkjun. Verði ekki af byggingu Núpsvirkj- unar hefur Landsvirkjun einnig skoðað möguleika á tveimur minni virkjunum; Hvamms- og Holta- virkjun. Samanlögð stærð þessara virkjana yrði um 300 MW, sem er svipað og Búrfellsvirkjun, helm- ingi minni en Kárahnjúkavirkjun, en þær myndu geta framleitt tvö- falt meiri orku en Reykvíkingar hafa not fyrir í dag. Matsskýrslur um nýj- ar virkjanir í Þjórsá Kostnaður 43–47 millj- arðar króna  Gefa tvöfalt/28–29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.