Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gleymið ekki hver á fiskinn í sjónum. Hvað er úlfatíminn? Uppeldismálin í brennidepli FORELDRAFÉLAGbarna með AD/HD(áður Foreldra- félag misþroska barna) gengst fyrir erindi í safn- aðarheimili Háteigskirkju nk. fimmtudagskvöld klukkan 20. Erindið flytur Gylfi Jón Gylfason, yfirsál- fræðingur Fræðsluskrif- stofu Reykjanesbæjar. Er- indið á að fjalla um það sem Gylfi nefnir „úlfatím- ann“ í fjölskyldulífinu og er danskt hugtak. – Hvað er úlfatíminn? „Þetta er hugtak sem Danir nota og ég kynntist á árum mínum í Danmörku. Þetta er tíminn sem tekur við eftir að skóla og vinnu lýkur, allir koma heim og úlfatímanum lýkur þegar börnin eru öll komin í koju. Á þessum tíma þarf margt að gera á stuttum tíma og erindi mitt mun meðal annars fjalla um það hvern- ig fólk getur skipulagt þennan tíma öllum á heimilinu til heilla.“ – Hvers vegna kalla Danir þetta úlfatímann? „Eins og ég gat um þá þarf fjöl- skyldan að koma geysilega miklu í verk á stuttum tíma. Foreldrarnir þurfa að bera saman bækur sínar eftir vinnudaginn, það þarf að elda mat, þvo þvott, baða börnin, sinna heimanámi. Allir eru að keppa um athyglina og þessu fylgir oft og tíðum mikill órói inni á heimilun- um. Danir hafa nefnt þetta úlfa- tímann, því fjölskyldur eiga það til að minna óþyrmilega á hóp af úlf- um. Algengt er að hjá fjölskyldum geti allt farið í bál og brand. Mik- ilsvert er að skipuleggja þennan tíma, nauðsynlegt er að hann gangi upp hjá fjölskyldum.“ – Hvers vegna er leitað til þín að halda tölu af þessu tagi? „Ég er ekki grunlaus um að það stafi af því að ég hef verið að halda svokölluð SOS-námskeið fyrir for- eldra á Suðurnesjunum alveg frá því að ég kom hingað til starfa. Þetta eru námskeið í uppeldis- tækni sem miða að því að kenna fólki að ala upp börnin sín, halda að þeim aga og laða fram góða hegðun. Ég hef bæði haldið nám- skeiðin fyrir foreldra 2 til 12 ára barna auk þess að halda námskeið fyrir starfsfólk leik- og grunn- skóla á Suðurnesjum. Nú er svo komið að 70–80% starfsfólks leik- skóla og um 60% starfsfólks grunnskóla á þessu svæði hafa setið þessi námskeið.“ – Hvers vegna ertu að þessu... og segðu okkur aðeins meira frá þessum námskeiðum... „Í starfi mínu hef ég orðið þess var að hegðunarörðugleikar barna eru að aukast og því meiri þörf en áður að taka á markvissan hátt á uppeldismálum. Einkunnarorð mín í starfi hafa verið að ná því besta fram í barninu og búa það þannig sem best undir fullorðins- árin. Hvað varðar SOS-námskeiðin, þá er höfundur þeirra Lynn Clarke og félagsvís- indadeild Háskóla Ís- lands hefur útgáfurétt- indin á sínum snærum. Þegar ég fór að líta í kringum mig eftir kennsluefni, þá bara hnaut ég strax um þessi námskeið, sem nýbúið var að þýða, og leist vel á. Þau hafa og virkað mjög vel, á því er ekki nokkur vafi.“ – Þú ert að fara miklu víðar með þetta kennsluefni en til misþroska barna og foreldra þeirra... „Já, það góða við þessi nám- skeið er að þau hafa mjög breiða skírskotun og eiga ekki síður við hjá venjulegum fjölskyldum en fjölskyldum þar sem veikindi eða misþroska er að finna.“ – Eitt að vera með námskeið og annað stakan fyrirlestur, hverjar verða áherslur þínar? „Það er rétt, þetta er tvennt ólíkt. Námskeiðin standa í sex vik- ur, eitt skipti í viku og þá í tvær og hálfa klukkustund. Á fimmtudags- kvöldið stend ég upp og tala í eina til tvær klukkustundir. Ég verð því að draga mjög saman efnið og ætla að einbeita mér að skipulag- inu, brýna mjög mikilvægi þess og jafnframt að kenna trix og tækni.“ – Nefndu dæmi um trix og tækni... „Dæmi um trix er t.d. ömmu- reglan. Þá er skipulagið þannig að fyrst gerir þú það sem ég vil, síðan gerir þú það sem þú vilt gera. Þetta er einföld regla og dæmi er, að fyrst lýkur barnið við heima- vinnuna, svo fer það og leikur sér. Annað dæmi um trix er að umb- una meðvitað fyrir góða hegðun. Námskeiðin byggjast á svoköll- uðum námskenningum. Hvernig læra menn hegðun, orsakir og af- leiðingar. Til dæmis leiðir jákvæð hegðun til aukinna jákvæðra af- leiðinga og öfugt. Hins vegar skil- ur hver síðan eftir eigin nefi hvað jákvæðar af- leiðingar eru, þannig getur slæm hegðun leitt til jákvæðra afleið- inga að mati þess sem framkvæmir hegðunina, t.d. þegar börn gera eitthvað af sér til að fá athygli foreldra.“ – Er þetta allt saman mjög fræðilegt? „Nei, reglurnar eru í sjálfu sér mjög einfaldar. Þó eru fræðileg hugtök sem námskeiðin byggjast á. Ég set þó stefnuna á að tala mannamál og halda mig frá fræði- legu hugtökunum.“ Gylfi Jón Gylfason  Gylfi Jón Gylfason er fædd- ur í Kópavogi 2. september 1961. Stúdent frá FS 1983 og útskrifaður frá KHÍ 1986. Út- skrifaður frá HÍ með sálfræði sem aðalfag 1992 og sálfræð- ingur frá Háskólanum í Árós- um 1997. Kenndi við Glerár- skóla 1986–88, starfaði við barna- og unglingageðdeildina 1988–92 og var forstöðumaður sambýlisins við Holtaveg 1992– 94. 1994–99 starfaði hann við göngudeild barna- og ung- lingageðdeildarinnar í Viborg, en frá 1999 hefur Gylfi verið yfirsálfræðingur Fræðsluskrif- stofu Reykjanesbæjar. Er kvæntur Gyðu Hjartardóttur, félagsmálastjóra Sandgerðis, og eiga þau þrjú börn, Ingi- björgu, Öddu Guðrúnu og Svein Inga, 11, 7 og 1 árs. …dæmi um trix er t.d. ömmureglan ÍBÚÐARHÚSIÐ á Nauteyri við Ísafjarðardjúp brann til kaldra kola fyrir stuttu. Ekki var þó um óhapp að ræða, því til stóð að rífa húsið og notuðu Strandamenn tækifærið til að koma á víðtækri slökkviliðsæf- ingu. Kallað var út slökkvilið frá Hólmavík, Broddanesi og Drangs- nesi og voru því þrír slökkviliðsbílar á staðnum ásamt lögreglu og sjúkra- bíl frá Hólmavík. Nokkrum sinnum var kveiktur eldur í húsinu og hann jafnharðan slökktur aftur. Æfingin gekk vel og slysalaust, að því und- anskildu að skemmdir urðu á einum slökkviliðsgalla sakir hita. Ekki urðu nein meiðsl á fólki en sjúkrabíll er jafnan viðstaddur æfingar þar sem eldur er hafður um hönd, vegna hættu á reykeitrun. Gamla íbúðarhúsið á Nauteyri var steinhús á einni hæð ásamt risi og var að mestu leyti klætt að innan með panel. Það mun hafa verið byggt á fjórða áratug síðustu aldar. Árið 1972 gerðu afkomendur Sigurðar Pálssonar og Sigurveigar Jónsdótt- ur, sem bjuggu á Nauteyri frá 1925 til 1953, samning við Nauteyrar- hrepp um afnot af jörðinni til 60 ára gegn því að húsið yrði gert íbúðar- hæft. Það var gert ári síðar og þjón- aði húsið hlutverki sínu sem sumar- dvalarstaður næstu 20 árin þar á eftir. Systkinin frá Nauteyri og af- komendur þeirra hafa ávallt haldið mikilli tryggð við staðinn og m.a. dvalið þar yfir verslunarmannahelgi síðustu 30 ár. Síðustu tíu árin hefur húsið vart haldið vatni eða vindum og var því samið um að rífa það og flytja nýjan sumarbústað á staðinn frá Flateyri. Verið er að athuga hvort hægt sé að flytja slík híbýli gegnum Hamars- göngin en annars þarf að fara heldur lengri leið. Íbúðarhúsið á Nauteyri brennt til kaldra kola Hólmavík. Morgunblaðið Ljósmynd/Alfreð Gestur Símonarson Slökkviliðsmenn æfðu björgun þegar lagður var eldur að húsinu. HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt rúmlega fertugan karlmann til að greiða 12,8 millj- ónir og fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi til tveggja ára. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna þarf hann að sitja í fangelsi í sex mánuði. Maðurinn var stjórnarformaður og stjórnandi einkahlutafélags á Höfn í Hornafirði þar til það varð gjaldþrota í maí 2000. Hann var fundinn sekur um að hafa á ár- unum 1995–1998 haldið eftir ríf- lega 4,8 milljónum af virðisauka- skatti og vangreitt tekjuskatt um 1,5 milljónir. Lágmarksrefsing við slíkum brotum er sekt sem nemur tvöfaldri þeirri upphæð sem undan var skotið. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin voru stórfelld og framin vísvitandi og með skipu- lögðum hætti. Á hinn bóginn hafi maðurinn játað brotin hreinskiln- islega auk þess sem dráttur hafi orðið á rannsókn málsins. Þor- gerður Erlendsdóttir kvað upp dóminn. Helgi Magnús Gunnars- son sótti málið f.h. ríkislögreglu- stjóra og Gunnar Jóhannsson hdl. var til varnar. 12,8 milljóna sekt eða sex mánaða fangelsi ÍSLENSKI skipverjinn, sem hand- tekinn var á flugvellinum í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um 24. apríl sl. fyrir ólöglegan vopnaburð, situr enn í varðhaldi, skv. upplýsingum frá utanríkisráðuneyt- inu. Gæsluvarðhald hans var fram- lengt og hefur norska sendiráðið út- vegað honum lögmann. Maðurinn var handtekinn með riffil sem hann hafði meðferðis sjó- leiðina til Dubai af ótta við sjóræn- ingja og ákvað að taka riffilinn með sér heim. Hann framvísaði vopninu á flugvellinum en var þá handtekinn. Vonast er til þess að mál hans skýrist á næstu dögum. Enn í fang- elsi í Dubai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.