Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ minnsta kosti fjörutíu manns biðu bana í sprengjutilræði í bæn- um Znamenskoye í Tétsníu í gær- morgun. Er talin hætta á að fjöldi fallinna eigi eftir að aukast tölu- vert, en næstum tvö hundruð manns særðust í árásinni. Þetta er mannskæðasta sprengjutilræð- ið í Tétsníu frá því að tétsenskir uppreisnarmenn hétu því í mars sl. að berjast af öllum mætti gegn friðaráætlunum Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í héraðinu. Tilræðið átti sér stað með þeim hætti að vöruflutningabíl, fullum af sprengiefni, var ekið á stjórn- arbyggingu í Znamenskoye, sem er um fimmtán kílómetra norður af höfuðborginni Grosní. Ljóst þykir að ökumaðurinn lést sjálfur í sprengingunni en hún skildi eftir sig fjögurra metra djúpan sprengjugíg, svo öflug var hún. Nokkrar byggingar eyðilögðust gjörsamlega í sprengingunni og hús í allt að fimm hundruð metra fjarlægð skemmdust einnig tölu- vert. Pútín sagði í gær að tilræð- ismönnum myndi ekki takast að hafa áhrif á friðarumleitanir hans í Tétsníu. Engu að síður er sprengjutilræðið í gær talið nokk- urt áfall fyrir áætlanir stjórnvalda í Moskvu – en þau hafa haldið því fram að bundinn hafi verið endi á átökin í Tétsníu, sem staðið hafa í nær áratug, með þjóðaratkvæða- greiðslu sem var haldin 23. mars sl. Þar var samþykkt stjórnarskrá sem kveður á um að Tétsnía verði áfram hluti af Rússlandi. Eitt tonn af sprengiefnum Flestir hinna látnu voru starfs- menn hins opinbera eða óbreyttir borgarar, sem erindi höfðu átt í bygginguna sem ráðist var á. Þar var að finna bækistöðvar sveitar- stjórnarinnar í Znamenskoye, lög- reglunnar og rússnesku öryggis- sveitanna. Fullyrt er að öryggisverðir hafi skotið á vöruflutningabílinn þar sem honum var ekið á miklum hraða í átt að stjórnarbyggingun- um, rétt um kl. 10 í gærmorgun (um kl. 6 að íslenskum tíma). Talið er að um eitt tonn sprengiefna hafi verið í bílnum. Maskhadov neitar ábyrgð Tétsenskir uppreisnarmenn hétu því eftir atkvæðagreiðsluna 23. mars sl. að þeir myndu fjölga árásum sínum og aðgerðum, með það að markmiði að grafa undan áætlunum Pútíns forseta. Er til- ræðið í gær það mannskæðasta síðan í sjálfsmorðsárás tétsensks skæruliða í Grosní í desember sl. en þá létust áttatíu. Akhmad Kadyrov, yfirmaður stjórnarinnar í Grosní, sem styður áframhaldandi veru Tétsníu í rússneska ríkjasambandinu, sak- aði Aslan Maskhadov, leiðtoga uppreisnarmanna og fyrrverandi forseta Tétsníu, um að bera ábyrgð á ódæðinu í gær. Tals- menn hans neituðu hins vegar allri aðild. Fjörutíu manns farast í sprengjutilræði í Tétsníu AP Kona sem á systur og fjögur systurbörn grafin undir rústum stjórnsýslubyggingarinnar í Znamenskoje grætur í örvæntingu á vettvangi í gær. Grosní. AFP. 4!   /%!   ! 5   !            )  6  7 8 #6               9:7;<=><=?6@69<?A $ =B     8C-8D -EF         C!  ) " 1+" 0"!+3+" INDÓNESI, sem kallaður hefur verið „brosmildi hryðjuverkamað- urinn,“ var leiddur fyrir rétt í gær, sakaður um að hafa tekið þátt í tveimur sprengjutilræðum á Balí 12. október sem kostuðu yfir 200 manns lífið, aðallega ferðamenn. Lögreglumenn færa hér sakborn- inginn, Amrozi bin Nurhasyim, í lögreglustöð á Balí eftir að rétt- arhöldin hófust. Amrozi er fyrsti maðurinn sem sóttur er til saka fyrir aðild að hryðjuverkunum, hinum mann- skæðustu í heiminum frá hryðju- verkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Alls hafa 33 verið ákærðir fyrir aðild að sprengju- tilræðunum og saksóknarar segja þá hafa „talað um skyldu múslíma til að refsa Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra fyrir dráp á múslímum í Afganistan, Palestínu, Kasmír og Írak“. Amrozi er fertugur vélvirki og meðal annars sakaður um að hafa keypt sprengiefnið og bíl sem not- aður var í öðru tilræðanna. Amrozi hefur játað aðild að hryðjuverkunum og indónesk yfir- völd segjast hafa nægar sannanir fyrir sekt hans, en verjendur hans neita því. Hann hefur verið kall- aður „brosmildi hryðjuverkamað- urinn“ í indónesískum fjölmiðlum vegna þess að hann skælbrosti til fréttamanna eftir að hann var handtekinn. Reuters Brosmildur fyrir rétt á Balí ÍSRAELSK stjórnvöld gripu til ströngustu takmarkana á ferðafrelsi Pal- estínumanna um árabil á Gaza- svæðinu í gær. Þetta gerðist að- eins sólarhring eftir að Ísraelar lofuðu að aflétta ferðabanni á Vest- urbakkanum og Gaza í kjölfar heim- sóknar Colin Powells, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, til landsins. Ferðabannið aftrar 15.000 þús- und Palestínumönnum frá því að sækja störf í Ísrael en ekki hefur verið tilkynnt hversu lengi það eigi að gilda. Að sögn ísraelska hersins var gripið til þessa úrræðis af ör- yggisástæðum. Þrír Palestínumenn voru drepnir af ísraelskum her- sveitum á Gaza-ströndinni í kjölfar þess að ferðabannið var sett á að nýju. Heimsókn Powells til Ísrael lauk á sunnudag án þess að Ísraelar samþykktu ákvæði hins svokallaða vegvísis, friðaráætlunar sem kveður á um að Palestína öðlist sjálfstæði árið 2005. Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, hefur lýst yfir miklum efasemdum um áætlunina. Hann kemur til með að greina frá þessum efasemdum á fundi með George W. Bush Bandaríkjaforseta síðar í þessum mánuði. Segja alþjóðalög brotin Talsmaður Sameinuðu þjóðanna tjáði blaðamönnum í höfuðstöðvum samtakanna í New York að með því að láta ferðabannið ná einnig til starfsmanna SÞ væru ísraelsk yf- irvöld að brjóta alþjóðalög. Tals- maðurinn, Fred Eckhard, sagði ferðabannið lama starfsemi UNRWA, þeirrar stofnunar SÞ sem sinnir palestínskum flóttamönnum, en ein af fjórum milljónum umbjóð- enda hennar býr á Gaza. Ferðabann á Gaza-svæðinu á ný Jerúsalem. AFP. Ariel Sharon ♦ ♦ ♦ KONA á Flórída, Lynda Tayl- or, var handtekin nýlega í kjöl- far þess að eiginmaður hennar sakaði hana um tilraun til morðs. Eiginmaður konunnar, David Taylor, sem þjáist af of- næmi fyrir tilbúnum efnasam- böndum, segir hana hafa reynt að drepa hann með ilmvatns- notkun. Lynda Taylor er ákærð fyrir að úða á sig ilmvatni og fyrir notkun ilmkerta og ilmúða. Í níu síðna ákæru á hendur henni kemur meðal annars fram að hún hafi sprautað ýmiskonar ilmefnum um allt hús þeirra hjóna auk þess sem hún hafi lagt sig fram um að hafa glugga hússins lokaða. Morðtil- raun með ilmvatni Flórída. AFP. JARÐNESKAR leifar 126 manna hafa fundist í nýlegri fjöldagröf skammt frá Basra, næst stærstu borg Íraks, frá því á sunnudag. Þetta tjáðu embættismenn breska útvarp- inu, BBC. Fjöldagröfin mun vera sú stærsta sem fundist hefur til þessa í suðurhluta Íraks. Tekist hefur að bera kennsl á 12 lík og eru þrjú þeirra af sjía-múslim- um sem líflátnir voru árið 1999 fyrir stuðning við háttsettan klerk, Mo- hammed Sadeq al-Sadr, sem nú hef- ur verið ráðinn af dögum. Mörg fórnarlambanna voru með hendur bundnar fyrir aftan bak og með klúta bundna um höfuðið. Nýleg fjölda- gröf finnst við Basra GRÍSK lögregluyfirvöld tilkynntu í gær að konur lægri en 170 senti- metrar, sem er langt fyrir ofan meðalhæð grískra kvenna, yrðu ekki teknar í lögregluliðið. Gagn- rýnendur líta á þessa nýju reglu- gerð, sem setur konum sömu skil- yrði og körlum, sem tilraun grískra yfirvalda til að halda hlutfalli kvenna í grísku lögreglunni sem lægstu. Háar konur í lögregluna Aþena. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.