Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elín MargrétÞorkelsdóttir húsfreyja á Skjöld- ólfsstöðum á Jökul- dal fæddist í Hofteigi á Jökuldal 4. nóvem- ber 1909. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egils- stöðum 4. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Benedikta Bergþóra Bergsdóttir frá Hjarðarhaga á Jökul- dal, f. 8. júní 1885, d. 7. apríl 1978, og Þor- kell Jónsson frá Fjallsseli í Fellum, f. 1. júní 1877, d. 6. des. 1922. Þau bjuggu á Arnórsstöðum á Jökuldal og eignuðust tólf börn. Systkini El- ínar Margrétar eru: Guðný f. 1905, d. 1999; Solveig f. 1907, d. 1934; Jón f. 1908, dó á fyrsta ári; Jón f. 1911, d. 1996; Bergur f. 1912, d. 1961; Sig- ríður f. 1914, d. 1930; Jón f. 1916, dó nokkurra daga gamall; Loftur f. 1917; Svanfríður f. 1919; Guðrún Sigurbjörg f. 1920; og Arnór f. 1921. Systir Margrétar, sammæðra, er Ragna S. Gunnarsdóttir f. 1929. Margrét var tvígift, fyrri maður hennar var Lúðvíg Árni Þorgríms- son, kennari á Jökuldal og síðar sparisjóðsstjóri í Keflavík, f. 1. maí 1891, hann drukknaði í Jökulsá á Dal 17. júlí 1934. Seinni maður hennar var Þorsteinn V. Snædal frá Eiríksstöðum, bóndi á Skjöldólfs- stöðum á Jökuldal, f. 8. ágúst 1914, d. 28. des. 1998. Dóttir Margrétar fyrir hjóna- band er Bergþóra Sigríður, f. 28. sept. 1932. Faðir hennar var Sölvi Valdemarsson vélstjóri, f. 5. nóv. 1906, d. 6. des. 1990. Maður Berg- þóru er Jón Víkingur Guðmunds- son og búa þau á Grænhóli við Ak- ureyri. Börn þeirra eru: Guðmund- ur, kvæntur Sóleyju Jóhannsdótt- eina dóttur, Elínu Þóru. 5) Þor- steinn, f. 11. febr. 1953, sambýlis- kona hans er Ágústa Axelsdóttir, þau eiga einn son, Óttar. Sonur Ágústu er Daði Ingólfsson. Margrét ólst upp á Arnórsstöð- um. Hún vann öll almenn heimilis- og sveitastörf og var stoð og stytta móður sinnar og yngri systkina, einkum eftir að faðir þeirra féll frá. Á þessum árum var skólaganga barna lítil, mánuður til sex vikur á vetri í farskóla. Um tvítugt fór Mar- grét í skóla að Laugum í Reykjadal og var þar einn vetur. Margrét giftist fyrri manni sín- um árið 1933 og bjuggu þau í Kefla- vík. Fljótlega eftir lát hans fluttist hún með dætur sínar til Reykjavík- ur og bjó þar í fjögur ár í sambýli við mágkonu sína, Önnu Þorgríms- dóttur. Í byrjun stríðsins fór Mar- grét aftur á heimaslóðir og gerðist ráðskona hjá bræðrum sínum á Arnórsstöðum en fjórum árum síð- ar hóf hún búskap með seinni manni sínum, Þorsteini á Skjöld- ólfsstöðum. Þar byggðu þau stórt steinhús og ráku myndarlegt bú. Mjög gestkvæmt var og höfðu þau greiðasölu á sumrin, póstafgreiðsla var þar einnig, bensínsala og ýmis önnur þjónusta við ferðafólk. Margrét var mikil ræktunarkona og kom upp stórum og fallegum trjágarði við íbúðarhúsið, en það var óvenjulegt á þessum árum. Á Skjöldólfsstöðum var jafnan barnmargt, auk heimabarna voru þar alltaf frændsystkin og síðar barnabörn í sveit á sumrin. Árið 1968 hófu Vilhjálmur og Ásta bú- skap þar og ólust börn þeirra upp með ömmu sinni og afa. Eftir um fimmtíu ára búskap fluttust Margrét og Þorsteinn til Egilsstaða, hann fór á sjúkrahúsið en hún í íbúð fyrir aldraða í Mið- vangi 22. Þar bjó hún í rúm sex ár á eigin vegum. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Egilsstöðum eftir stutta legu. Útför Margrétar verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hofteigskirkjugarði. ur, þau eiga fjögur börn og tvö barna- börn; Vignir, kvæntur Hildi Stefánsdóttur, þau eiga fjögur börn; Sölvi Rúnar; Elín Mar- grét, á eina dóttur, Jón, kvæntur Ernu Valdísi Sigurðardótt- ur, þau eiga fjögur börn; Guðný Sigríður, gift Pétri Pálmasyni, þau eiga tvær dætur; Gunnar Ingi; Þórunn Hyrna. Dóttir Berg- þóru fyrir hjónaband er Laufey Björnsdóttir, gift Rúnari Guðjónssyni, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Dóttir Margrétar af fyrra hjóna- bandi er Jóhanna Andrea, f. 10. sept. 1934. Hún var gift Sveini Hauki Valdimarssyni hrl. í Reykja- vík. Börn þeirra eru: Herdís; Lúð- víg Árni, hann lést árið 1999 og læt- ur eftir sig eina dóttur og tvo fóstursyni; Sveinn Andri, kvæntur Erlu Árnadóttur, þau eiga fjögur börn. Dóttir Jóhönnu er Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir, sambýlismað- ur hennar er Jón Ragnar Jónsson, þau eiga einn son. Börn Margrétar af seinna hjóna- bandi eru: 1) Vilhjálmur Jón, f. 31. okt. 1945, bóndi á Skjöldólfsstöð- um, kvæntur Ástu Sigurðardóttur. Börn þeirra eru: Þorsteinn, kvænt- ur Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur, þau eiga þrjú börn; Ingunn Krist- jana, gift John Boyce, þau eiga eina dóttur; Steinunn, gift Lárusi Dval- inssyni, þau eiga tvö börn; Margrét Urður. Sonur Ástu er Haukur Arn- ar Árnason, kvæntur Sveinbjörgu Harðardóttur, þau eiga þrjú börn.2) Elín, f. 8. nóv. 1946. 3) Anna Sigríður, f. 9. sept. 1948, á eina dóttur, Elínu Veroniku Carstens- dóttur. 4) Þorkell, f. 15. jan. 1950, á Þá er hún amma mín blessunin farin. Ég var svo heppin að hitta hana hressa og káta að vanda, norð- ur á Akureyri hjá mömmu og pabba, núna um páskana. Við ræddum um heima og geima og fannst mér svo aðdáunarvert hvað hún amma var ótrúlega minnug á allt þótt hún væri á nítugasta og fjórða aldursárinu. Hún mundi til dæmis afmælisdaga á flestöllum afkomendum sínum, sem eru ekki fáir, og ef amma heyrði vísu- brot þuldi hún gjarnan restina af vís- unni. Mér fannst hún hlyti að kunna ógrynnin öll af vísum og ljóðum. Hún sat og spilaði við okkur kasínu eða las í bók og það var svo notalegt að hafa hana ömmu þarna hjá sér. Núna þegar hún er farin koma minningar frá æskuárunum, þegar við systkinin fórum með pabba og mömmu austur til ömmu í Skjöld- ólfsstaði. Við skröltum og hossuð- umst á jeppanum yfir ár og læki, yfir Möðrudalsöræfin og loks eftir óend- anlega leið sáum við bæinn hennar ömmu ofan úr Múlanum. Það var alltaf mikil eftirvænting. Mér fannst það eins og í ævintýri að koma í stóra húsið hennar. Það voru langir gang- ar, óteljandi herbergi á tveimur hæð- um og tvö baðherbergi. Mér fannst þetta eins og hallir í útlöndum hlytu að vera. Það ilmaði svo vel í eldhús- inu og amma var stöðugt að baka eða laga til mat. Það sátu alltaf svo marg- ir við eldhúsborðið og fannst mér, lít- illi stelpunni, þetta vera allt svo til- komumikið. Stundum tók amma mig afsíðis og bað mig að koma með sér út í garð. Hún sýndi mér trén og blómin og sagði hvað þau hétu og reytti svo eina og eina arfakló í leið- inn og týndi burt brotnar greinar. Hún hugsaði svo vel um fallega garð- inn sinn og fannst mér eins og trén væru líka barnabörnin hennar. Á seinni árum fór ég sjaldan aust- ur, eins og gjarnan gerist hjá þeim sem búa í Reykjavík, en ömmu virtist ekki muna um að koma til okkar. Við hittumst stundum á Akureyri hjá foreldrum mínum, eða hún kom suð- ur. Amma var mjög vinamörg og samviskusöm og þegar hún kom til Reykjavíkur heimsótti hún alla. Þeg- ar hún var rúmlega sjötug dreif hún sig til Svíþjóðar og heimsótti nokkur barna sinna og mig sem bjuggu þar á þeim árum. Ég held að allir í fjölskyldunni hafi vonast til að sjá hana á ættarmótinu nú í sumar, en hún amma mín átti bara eftir að fara í eina ferð í viðbót og fór hún hana til ástvina sinna sem voru farnir á undan og biðu eftir henni. Mér finnst ég vera afar rík að hafa átt hana ömmu mína svona lengi. Blessuð sé minning hennar. Elín Margrét Víkingsdóttir. ELÍN MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Elínu Margréti Þorkels- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞÓRÐUR ÁGÚSTSSON, Starengi 44, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 9. maí. Hrafnhildur Ásbjörnsdóttir, Ásbjörn Ólafsson, Sigurður Helgi Ólafsson, Ágúst Stefán Ólafsson, Guðrún J. Reynisdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Ingibjörg Rósa Ólafsdóttir, Kristján G. Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, PÁLL GUNNARSSON, Skólavegi 84, Fáskrúðsfirði, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 8. maí. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskapellu þriðju- daginn 13. maí kl. 13.30. Jarðsett verður frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 15.30. Valbjörn Pálsson, Auðbjörg Gunnarsdóttir, Anna Björg Pálsdóttir, Ingólfur Sveinsson, Gunnar Björgvin Pálsson, Hildur Þorsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, AÐALSTEINN INGÓLFUR EIRÍKSSON, Heiðarvegi 13, Reyðarfirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstudaginn 9. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Pálína María Guðmundsdóttir, Þorvaldur Aðalsteinsson, Birna Guðmundsdóttir, Sigurður Eiríkur Aðalsteinsson, Erna Arnþórsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Hugrún Aðalsteinsdóttir, Árni Guðmundsson, Árdís Guðborg Aðalsteinsdóttir, Karl Bóasson, Sigríður Helga Aðalsteinsdóttir, Kristján Bóasson, barnabörn og langafabörn, Valdimar Helgi Eiríksson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ARNFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Efstasundi 15, lést sunnudaginn 11. maí. Bjarni Kristbjörnsson, Guðrún Inga Bjarnadóttir, Gísli Bjarnason, Kristbjörn Bjarnason, Steinunn Björg Jónsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Óskar Garðar Hallgrímsson og barnabörn. Okkar ástkæri unnusti, faðir, sonur, tengda- sonur, bróðir, mágur og barnabarn, MATTHÍAS KRISTJÁNSSON, Hábrekku 6, Ólafsvík, lést af slysförum laugardaginn 10. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Íris Ósk Jóhannsdóttir, Kristján Steinn Matthíasson, Jóhann Ás, Thelma Rún Matthíasdóttir, Viktor Ingi Matthíasson, Arnheiður Matthíasdóttir, Kristján Jónsson, Erla Hrönn Snorradóttir, Jóhann Steinsson, Svanfríður Kristjánsdóttir, Friðrik Kristjánsson, Ása Gunnarsdóttir, Garðar Kristjánsson, Rúnar Már Jóhannsson, Erla Kristín Sigurðardóttir, Steinunn Ragna Jóhannsdóttir, Margrét Árnadóttir, Ragna Möller, Steinn Hansson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, KRISTINN HELGASON, Grundargerði 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 11. maí. Ingibjörg Þorkelsdóttir, Þóra Kristinsdóttir, Þorvaldur Karl Helgason, Gylfi G. Kristinsson, Ragna Þórisdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson, María Jónsdóttir, Axel Kristinsson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.