Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 35
hissa enda var Haukur rétt rúmlega sextugur og í fullu fjöri. Félagar Hauks voru enn meira hissa og marg- ir jafnvel hneykslaðir. En þar sýndi hann einmitt hversu mikill frum- kvöðull hann var. Vildi koma rekstr- inum og ábyrgðinni yfir á yngri aðila en halda sjálfur áfram að eigin vild og áhuga. Haukur var ótrúlegur dugnaðar- forkur. Hann útskrifaðist árið 1952 úr tannlæknadeild HÍ en hélt þá til Bandaríkjanna til að kynna sér tann- lækningar betur. Þá tíðkaðist ekki að menn færu utan í framhaldsnám, enda engin námslán eða þvíumlíkt. Haukur sagðist aldrei hafa verið jafnfátækur á ævinni. Hann bjargaði sér m.a. með því að vaxa upp krónur með aðstoð gaseldavélar á heimili vin- ar síns og tók þrjá dollara fyrir stykk- ið. Þegar heim var komið ári seinna opnaði Haukur sína fyrstu tann- læknastofu að Túngötu og hjá Hauki hafa margir helstu sérfræðingar landsins stigið sín fyrstu spor sem að- stoðartannlæknar. Og betri hand- leiðslu var ekki hægt að fá. Haukur var duglegur að kynna sér nýjungar og fór reglulega til Bandaríkjanna að sækja sér endurmenntun. Hann var sá fyrsti á Íslandi sem notaði kælingu við að bora, sá fyrsti sem fór að nota ljós til að herða plastefni og var frum- kvöðull í að gera skorufyllur. Eitt- hvað sem okkur af yngri kynslóðinni finnst sjálfsagt í dag, var þá alls ekki sjálfsagt. Það var gaman að heyra Hauk segja frá því þegar kollegarnir fuss- uðu og sveiuðu yfir vitleysunni í hon- um, en komu svo með skottið á milli lappanna nokkrum árum síðar og við- urkenndu að eiginlega hefði hann haft rétt fyrir sér. Allavega með kæl- inguna við að bora. Og reyndar margt fleira. Hins vegar voru ekki allir alltaf sammála Hauki. Einhverjum þótti óviðeigandi að tannlæknir ætti hlut í sælgætisverksmiðju, þó í stuttan tíma hafi varað. Og aðilar Tryggingastofn- unar í samninganefnd hugsuðu Hauki oft þegjandi þörfina. En Haukur var alltaf samkvæmur sjálfum sér og bugaðist aldrei. Eitt sinn var hann eini tannlæknirinn sem var utan sjúkrasamlags til að mótmæla reglu- gerð sem heilbrigðisráðherra hafði sett. Í heila sex mánuði, eða þar til reglugerðinni var breytt. Þetta var al- veg dæmigerður Haukur. Faglega var Haukur ávallt á undan samtíðinni og hafði ótrúlega gott innsæi í heimi tannlækninga. Haukur hafði fagmennskuna í fyrirrúmi og hafði ímugust á tilraunum opinberra yfirvalda til að skerða gæði tannlækn- inga í þeim tilgangi að lækka kostnað. En þrátt fyrir að Haukur væri oft töff á yfirborðinu, leyndist ljúfur og góður drengur undir þykkum skráp. Það var alltaf gott og gaman að koma í Blikanesið og hlusta á Hauk, en hann gat endalaust sagt sögur frá liðinni tíð. Af þessum sögum er hægt að læra svo mikið. Og Haukur var umvafinn hlýju fjölskyldu sinnar, sem hefur nú misst mikið, en líka mikils fengið að njóta. Því það getur enginn fyllt skarð Hauks Clausen. Og við eigum eftir að sakna hans. Bjarni og Kristín. Okkur langar að minnast fyrrver- andi yfirmanns okkar, Hauks Clau- sen, með nokkrum orðum. Hann var meðal fyrstu tannlækna til að nýta sér tannfræðinga í starfi, hafði tannsmið á stofunni og var alltaf með tvær klí- níkdömur sér við hlið. Þegar við unn- um hjá Hauki hafði hann verið með tannlæknastofu í tæp þrjátíu ár og talaði hann oft um að við værum besta „settið“ sem hann hefði haft. Þótt það séu mörg ár síðan við hættum að vinna hjá Hauki lifir þessi tími ávallt í minningunni. Það var allt- af eitthvað skemmtilegt að gerast í kringum Hauk og margir skemmti- legir gestir sem vöndu komur sínar á stofuna í Drápuhlíð 36 og fengu sér kaffibolla með okkur. Þó að þetta væru persónulegir vinir Hauks feng- um við alltaf að vera með í samræð- unum. Fólk kom hvaðanæva úr heim- inum til að koma í tannviðgerðir til hans, t.d. frá Lúxemborg og Ameríku svo eitthvað sé nefnt. Haukur elskaði klassíska tónlist og ameríska söngleiki og byrjaði hver dagur á því að Haukur kom inn um dyrnar, syngjandi: „Oh, what a beautiful morning.“ Já, það var ekki hægt annað en að mæta í góðu skapi í vinnuna hjá Hauki. Haukur var mikill húmoristi og gerði óspart grín að sjálfum sér. Það var mjög skemmtilegur og góður andi á tannlæknastofunni, oft hlegið hátt og við vorum eins og samrýmd fjöl- skylda. Við fórum oft út að skemmta okkur saman, fórum heim til hans í boð, út að borða með honum og Ellýju og þá á fínustu veitingahús borgar- innar. Aldrei fundum við fyrir kyn- slóðabili, þótt árin milli okkar hafi verið mörg, og því síður fyrir stétta- skiptingu því Haukur fór aldrei í manngreinarálit. Hann var einstakur vinnuveitandi sem gerði ýmislegt sem ekki tíðkaðist meðal vinnuveitenda á þessum tíma. Til dæmis fengum við jólabónus, lengra sumarfrí og fjórum sinnum kom það fyrir að tvær okkar voru ófrískar á meðan við störfuðum hjá Hauki og þá tók hann ekki annað í mál en að við hættum að vinna mán- uði fyrir fæðingu barnsins og borgaði okkur kaup á meðan. Hann var ein- staklega bóngóður og það var ekkert sem hann vildi ekki fyrir okkur gera, hann borgaði fyrir okkur myndlist- arkúrsa, aðstoðaði okkur með veislu- föng í afmælisveislur og margt fleira. Við vorum tilbúnar að gera ýmislegt á móti sem ekki var innan verksiðs okk- ar því við vissum að hann myndi gera slíkt hið sama fyrir okkur. Það kom stundum fyrir að það fauk í hann og hann snöggreiddist, en hann var jafnfljótur að jafna sig og sá þá alltaf strax eftir reiði sinni og var fyrstur til að viðurkenna mistök sín. Haukur bar mikla ást og umhyggju fyrir sínum nánustu og var sérstak- lega góður við móður sína og heim- sótti hana t.d. á hverjum degi eftir vinnu á meðan hún lifði. Hann var alla tíð mjög náinn bróður sínum, Erni, og talaði við hann á hverjum degi. Það mættu margir taka Hauk til fyrir- myndar hvað fjölskyldurækni varðar því nú á tímum er hraðinn í þjóðfélag- inu orðinn það mikill að fólk hefur ekki lengur tíma fyrir sína nánustu. Já, við mættum glaðar í vinnuna á hverjum degi hjá Hauki. Sá tími er okkur ógleymanlegur og það fór þó aldrei svo að orð hans yrðu að sönnu, en hann sagði oft við okkur: „Já, stelpur, þið eigið einhvern tímann eft- ir að vera þakklátar fyrir það að hafa verið samtíðarmenn mínir.“ Við erum svo sannarlega þakklátar því. Við sjáum eftir góðum vini og biðjum Guð að vaka yfir fjölskyldu Hauks, sér- staklega Ellýju, Ragnheiði og Þór- unni. Jónína Ómarsdóttir, Hulda Björg Rósarsdóttir og Kolbrún Baldvinsdóttir. Við starfsfólk Thorarensen – Lyfja kynntumst Hauki Clausen er hann hætti sem tannlæknir og kom til starfa sem sölumaður. Haukur kom fyrir sem glaðlyndur maður, hann hafði reynt margt og deildi lífsreynslu sinni með okkur yngra fólkinu. Helst komst hann á flug þegar hann talaði um klassíska tónlist, óperettur o.fl. og eins voru veiðisögurnar óborganleg- ar. Haukur var listhneigður og hafði ákveðnar skoðanir á því hvað væri góð list. Við fengum að njóta þess því að á vegg fyrirtækisins hékk falleg landslagsmynd eftir Hauk sjálfan. Hvar sem Haukur kom var tekið eftir því hvað hann hafði mikla útgeislun og var óspar á að láta skoðanir sínar í ljósi. Við minnumst hans með söknuði og sendum fjölskyldu hans samúðar- kveðjur. Starfsfólk Thorarensen – Lyfja. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 35 ✝ Magnús Jónssonfæddist í Reykja- vík 20. okt. 1930. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sig- rún Þorkelsdóttir hús- móðir, f. 29. maí 1896, d. 5. júlí 1991, og Jón Jónsson klæðskera- meistari, f. 6. apríl 1900, d. 14. maí 1963. Systkini Magnúsar eru Sigurþór tvíburabróð- ir hans og Erla, f. 4. apríl 1928. Fyrri kona Magnúsar var Jórunn Guðmundsdóttir, d. 1968, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Jón, sjálfstæður atvinnurekandi, f. 31. okt. 1947. Hans kona er Þur- íður Gísladóttir og eiga þau þrjú börn : Arnar, Rögnvald og Maríu. 2) Einar, f. 20.jan. 1951, d. í nóv- ember 1973. 3) Rósa, húsmóðir. Hennar maður er Brynjólfur Heimisson, hún á þrjú börn: Einar, Jórunni og Friðrikku. Hinn 17. janúar 1959 kvæntist Magnús Magneu Ingv- arsdóttur, f. 4. apríl 1933, d. 12. okt. 1997. Börn þeirra eru: 1) Magnús Björn, flug- virki, f. 9. mars 1960. Hans kona er Svala Hafsteinsdóttir leik- skólakennari. Þeirra börn eru Hafsteinn og Sólveig. 2) Ingibjörg Herta, húsmóðir, f. 8. maí 1965. Hennar mað- ur er Halldór Krist- jánsson framkvæmda- stjóri. Börn þeirra eru Magnús Eðwald og Magnea Marín. 3) Stjúpdóttir Magnúsar er Krist- björg, ferðafræðingur, f. 23. feb. 1954. Hennar maður er Agnar Guðlaugsson framkvæmdastjóri. Dætur þeirra eru Magnea Sif og Agnes Sif. Magnús hóf ungur störf hjá Sláturfélagi Suðurlands og var verslunarstjóri í verslunum félags- ins í áratugi, lengst af á Laugavegi 116. Útför Magnúsar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast með örfáum orðum tengdaföður míns Magnúsar Jónssonar fyrrverandi verslunar- stjóra. Þegar ég kynntist eiginkonu minni Kristbjörgu fyrir 30 árum var hann ásamt eiginkonu sinni Magneu Ingv- arsdóttur í blóma lífsins. Framtíðin blasti við þeim á heimili þeirra í Geit- landi 41. Hann var höfuð fjölskyldunnar. Hjá honum var hægt að sækja þau ráð sem nauðsyn voru ungum og óhörðnuðum unglingum sem ætluðu að hefja búskap og skapa sér sitt eigið heimili. Alltaf leit ég upp til hans og bar mikla virðingu fyrir hans lífsskoðun- um, og alltaf þótti mér jafn gaman að hlusta á þau hjónin ræða um mann- lífið í henni Reykjavík. Ungur þurfti hann að taka mikla ábyrgð. Hann hóf búskap mjög ung- ur. Hann átti þrjú börn í fyrra hjóna- bandi. Magnús kvæntist tengdamóð- ur minni Magneu 1959. Með henni eignaðist hann tvö börn og gekk eiginkonu minni í föðurstað, alltaf kom hann fram við hana sem sitt eigið barn. Þau unnu lengi saman hjá Sláturfélagi Suðurlands, er hún vann hjá honum í versluninni á Laugavegi 116 og var samkomulag og samvinna þeirra með afbrigðum góð. Alltaf bar hún mikla virðingu fyrir honum, og leit á hann sem föður sinn og vin. Gaman var að koma á Laugaveginn þar sem hann réð ríkjum, mikið um hlátrasköll og gleði þó að hvergi væri slegið slöku við að þjónusta viðskipta- vininn. Þar var hann sannarlega á heimavelli að selja SS-vörur og tala máli SS. Hann hafði einstakt lag á að fá við- skiptavini sína til að fara glaða og ánægða frá viðskiptunum. Hann gaf ráð á báða bóga varðandi matreiðslu á þeirri kjötvöru sem var í kjötborðinu. Að vinna kjöt og hantera það var hans sérþekking. Við dætur okkar hjóna var Magnús einstaklega góður afi og oft leituðu þær sér ráða hjá honum og huggun ef eitthvað á bjátaði. Aðeins 56 ára fékk Magnús alvar- legt hjartaáfall sem hann náði sér aldrei af. Hann missti eiginkonu sína fyrir fimm árum og var það honum mikið áfall. Í mörg ár barðist Magnús við sjúk- dóma hetjulegri baráttu en að lokum varð hann að játa sig sigraðan. Það er alltaf erfitt að missa ástvin og þá sérstaklega einhvern sem manni þykir mjög vænt um. Það er þó alltaf huggun harmi gegn að vita að þau hjónin svo samrýnd sem þau voru skuli hittast á ný á nýjum slóðum. Áfram lifir minning um góðan mann sem var ávallt heiðarlegur, traustur og tilbúinn að rétta hjálpar- hönd þeim sem það þurftu. Agnar Guðlaugsson. Það er ekkert sjálfsagt að eiga góða að. Þessi hugsun sækir á mig núna, þegar þú hefur beðið lægri hlut í langri og óréttlátri orrustu um að fá að lifa. Þú sýndir mikið æðruleysi og tókst á við veikindi þín af kjarki og viljastyrk. Það lýsir persónuleika þín- um kannski best. Það eru nefnilega ekki alltaf þeir, sem hæst láta og mest berast á, sem hafa mest áhrif á samferðamenn sína og gera þeim auðveldara að takast á við lífið. Þú varst einn þeirra manna sem öðrum er hollt að læra af. Söknuðurinn er mikill. Herta og afabörnin þín, Magnús og Magnea, sakna þín svo sárt. Minningarnar eru margar og góðar sem gleymast aldr- ei, þær stundir sem við áttum með þér lifa með okkur. Að eiga slíkar minn- ingar er flestu öðru dýrmætara og munum við miðla þeim til nafna þíns og Magneu þegar þau stækka. Það verður mikið tómarúm og mannlífið fátækara eftir fráfall þitt, en nú ertu laus við þjáningarnar og gengur á ljóssins vegum þar sem þín bíða göfug verkefni. Kveðjustundin er erfið, en ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Minningin um þig er góð, full af kærleika, kjarki og æðru- leysi, og þannig minnisvarða reisa sér ekki allir í huga annarra. „Og hvað er að hætta að draga and- ann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötr- aður leitað á fund guðs síns. Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þinn tengdasonur, Halldór Kristjánsson. Nú eru liðin fimm ár síðan ástkær systir mín og vinkona, Maggý, lést úr krabbameini. Nú er komið að því að kveðja eiginmann hennar, Magnús Jónsson, eftir langvinn veikindi sem tóku mjög á þennan sterka mann. Vinátta okkar við Magnús hefur spannað nær fimmtíu ár, fjölskyldur okkar voru tengdar nánum vináttu- böndum og samgangur mikill. Í gegn- um árin höfum við átt heimili í göngu- færi hvert við annað sem varð til þess að börn okkar systranna léku sér mikið saman og áttu í raun tvö heim- ili. Það er ekki erfitt að lýsa Magnúsi. Hann hafði mikla útgeislun, var há- vaxinn, myndarlegur, hrókur alls fagnaðar og gestrisinn, hugsaði vel til allra og vildi öllum vel. Magnús starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands, lengst af sem verslunar- stjóri. Hann var farsæll og vinsæll í starfi og þar kom einstök þjónustu- lund og færni hans vel í ljós. Eignaðist Magnús fjölmarga viðskiptavini sem héldu tryggð við hann í áratugi. Við sem þetta ritum búum enn í ná- lægð við heimili Magnúsar og Maggýjar sem lengst af var í Geit- landi í Fossvogi. Við hjónin göngum oft framhjá húsinu þeirra og á und- arförnum árum höfum við minnst systur minnar sem stóð svo oft við gluggann, veifaði til mín og gaf mér bendingu um að koma inn og fá kaffi og ræða málin. Nú minnir húsið í Geitlandi okkur á þessi úrvalshjón sem nú hafa kvatt þennan heim. Þeirra verður lengi minnst. Fjölskyldu Magnúsar færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fríða og Ólafur. MAGNÚS JÓNSSON  Fleiri minningargreinar um Magnús Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Enda þótt ég kynntist Hauki lítið og hitti aðeins tvisvar eru þeir fundir mér þó minnisstæðir. Þeir eru minnisstæðir fyrir þá sök að ekki fór á milli mála að þar fór hjartahlýr maður, réttsýnn og vin- ur vina sinna. Slíkir menn verða ávallt eftirminnilegir. Við andlát Hauks Clausen tannlæknis votta ég eiginkonu og börnum mína innilegustu samúð. Missir þeirra og allra er þekktu Hauk er mikill. Bolli Valgarðsson. HINSTA KVEÐJA Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir og amma, HALLDÓRA HARALDSDÓTTIR læknaritari, Fífuhvammi 39, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 12. maí. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda, Ingólfur Arnarson, Pálína Kjartansdóttir, Ína Hrund Ísdal, Brynjar Ingi Ísdal. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÁKON MAGNÚSSON kennari, Háaleitisbraut 34, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 9. maí. María Anna Lund, Þorbjörg R. Hákonardóttir, Bertrand Jouanne, Magnús Hákonarson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.