Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 18
AKUREYRI
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGREGLA á Akureyri stöðvaði
för bifreiðar með eftirvagn í mið-
bænum en fiskikar með heitu vatni
var á vagninum og í því þrír menn
að baða sig í mestu makindum.
Ökumanni var bent á að slíkur far-
þegaflutningur stangaðist á við um-
ferðarlög auk þess sem þrifabað
með þessum hætti bryti í bága við
almennt velsæmi.
Ökumaður á leið suður Glerár-
götu misst stjórn á bifreið sinni
seint á laugardagskvöld með þeim
afleiðingum að hún lenti á ljósa-
staur vestan götunnar. Við höggið
brotnaði staurinn og bifreiðin valt á
hliðina. Ökumaður var fluttur á
slysadeild en fékk að fara heim að
skoðun lokinni.
Þá var tilkynnt um þrjá pilta sem
voru að vinna skemmdarverk við
Síðuskóla. Hafði sést til þeirra
brjóta útiljós við skólann, en lög-
regla sem fór á staðinn greip þá
glóðvolga við iðju sína.
Óhapp varð þegar verið var að
draga bifreið yfir gatnamót Krossa-
nesbrautar og Óseyrar á sunnudag,
en bifreið var ekið inn á gatnamótin
og á dráttartógið. Hún skemmdist
nokkuð. Dráttartógið mældist tæpir
8 metrar að lengd og á því var eng-
in veifa, en setja á veifu á miðja
dráttartaug ef hún fer yfir 4 metra.
Þrifabað í fiskikari
BÚSETI á Akureyri afhenti fyrir
helgina 100. íbúðina í bænum. Íbúð-
in er að Klettaborg 10 og fyrstu
íbúarnir eru þau Þorsteinn Þor-
steinsson og Margrét Þórhallsson
en þau hafa búið í íbúð félagsins í
Hafnarstræti 24 frá því í nóvember
1996. Búseti er að byggja 20 íbúðir í
Klettaborg og hefur rúmur helm-
ingur þeirra þegar verið afhentur.
Búseti hefur byggt 20 íbúðir að
meðaltali undanfarin þrjú ár og fé-
lagið stefnir að því að byggja 20
íbúðir í Naustahverfi, sem ætlunin
er að afhenda á næsta ári. Félagið
hefur lýst yfir áhuga á svæði fyrir
alls 100 íbúðir í Naustahverfi á
næstu árum. Það er byggingafyr-
irtækið Hyrna sem hefur byggt
íbúðir félagsins á Akureyri.
Búseti afhenti
100. íbúðina
Morgunblaðið/Kristján
Heimir Ingimarsson, framkvæmdastjóri Búseta á Akureyri, t.v., með þeim
Margréti Þórhallsdóttur og Þorsteini Þorsteinssyni, sem fengu afhenta
eitthundruðustu íbúð félagsins.
þrjú þeirra undir kostnaðaráætlun,
sem hljóðaði upp á 113,5 milljónir
króna.
GV gröfur buðust til að vinna
verkið fyrir 96,6 milljónir króna,
eða 85,2% af kostnaðaráætlun. Við
þetta bætist hönnunarkostnaður,
eftirlit og dælustöðvar og er áætl-
aður heildarkostnaður við fram-
kvæmdina 280–300 milljónir króna.
Samtímis þessu útboði var boðin út
hugsanleg lagning ljósleiðara og
rafstrengs þessa sömu leið.
Orkugeta Norðurorku
tvöfaldast
Franz Árnason forstjóri Norður-
orku sagði ráðgert fyrst um sinn að
FRAMKVÆMDIR við lagningu
hitaveitu frá Hjalteyri til Akureyr-
ar hefjast í vikunni. Stjórn Norður-
orku samþykkti fyrir helgina að
taka tilboði frá GV gröfum ehf.,
sem áttu lægsta tilboðið í verkið.
Aðveituæðin frá Hjalteyri er tæpir
20 km að lengd og skal verkinu lok-
ið fyrir lok nóvember nk.
Útboð á hitaveiturörunum fór
fram á Evrópska efnahagssvæðinu
og átti Ísrör ehf. í Hafnarfirði
lægsta tilboðið fyrir hönd danska
fyrirtækisins Lögstörrör A/S á Jót-
landi en það hljóðaði upp á um 125
milljónir króna. Alls bárust fjögur
tilboð í lagningu aðveituæðarinnar
í útboði hér innanlands og voru
flytja 40–60 sekúndulítra af heitu
vatni í lögninni frá Hjalteyri til Ak-
ureyrar. „Samkvæmt því sem
menn best vita, eftir að hafa prófað
holuna á Hjalteyri í um 9 mánuði,
erum við að fá nánast tvöföldun á
orkugetu Norðurorku. Ekki er far-
ið að dæla úr holunni en sjálf-
rennslið er um 20 sekúndulítrar af
87 gráða heitu vatni.“
Franz sagði að jafnframt væri á
áætlun að leggja hitaveitu á alla
bæi í Arnarneshreppi í sumar en
þar væri um sérframkvæmd að
ræða. Örfáir bæir í Arnarneshreppi
og Hörgárbyggð verða þó tengdir
beint við aðveituæðina frá Hjalt-
eyri til Akureyrar, að sögn Franz.
Morgunblaðið/Kristján
Um helgina var 790 hitaveiturörum skipað upp í Krossanesi af þeim 1.100 sem fara í aðveituæðina frá Hjalteyri til
Akureyrar. Rörin eru tæplega 18 metra löng, 300 mm í þvermál, í 500 mm plastkápu.
Heildarkostnaðurinn
280–300 milljónir króna
Lagning hitaveitu frá Hjalteyri til Akureyrar að hefjast
INNRITUN í sumarbúðir
KFUM og K að Hólavatni í
Eyjafjarðarsveit stendur nú
yfir. Í sumar verða fimm dval-
arflokkar á Hólavatni, tveir
fyrir drengi og tveir fyrir
stúlkur frá átta ári aldri en
einnig verður unglingaflokkur
drengja og stúlkna í júlí.
Starfið hefst 9. júní nk. og
koma þá stúlkur á staðinn. Á
Hólavatni er boðið upp á
marga skemmtilega kosti,
hressandi bátsferðir, stang-
veiði og baðstrandarlíf á heit-
um dögum. Kvöldvökur eru
fastur liður og ýmsar íþróttir
stundaðar. Fagurt umhverfi
gefur kost á hollri úitvist og
þá fá börnin að heimsækja
bóndabæ og kynnnast störfum
í sveitinni.
Innritun í sumarbúðirnar
fer fram í félagsheimili KFUM
og K í Sunnuhlíð, þriðjudaga
og fimmtudaga frá kl. 13-18 í
síma 462-6330. Upplýsingar og
innritun utan skrifstofutíma er
hjá Jóni O. Guðmundssyni í
síma 462-4301 og 894-4301.
Sumarbúðirnar
á Hólavatni
Margt í
boði fyrir
börnin