Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 43 DAGBÓK Vesti, bolir, blússur og toppar Nóatúni 17• sími 562 4217Gullbrá• Sendum í póstkröfu Intown Stuttar og síðar kápur sumarúlpur, heilsársúlpur, regnúlpur, ullarjakkar, hattar og húfur Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl 10-15 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Hlíðasmári 1-3 Til leigu/sölu Stórglæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað í Smáranum í Kópavogi. Um er að ræða allt að 8.000 fm. Hvort hús um sig ca 4.000 fm. Möguleiki á að skipta í minni einingar. Næg bílastæði. Frábært útsýni. Sér- lega vönduð og fullbúin sameign. Allar nánari uppl. gefur Andres Pétur eða Ellert Bragi á skrifstofu. STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð frjálslynd, æv- intýragjörn og lífleg. Gerið ráð fyrir miklum breyt- ingum á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er hætt við deilum um pen- inga í dag. Það er betra að gefa þá en lána þá. Þegar vinir standa ekki í skilum við okkur missum við ekki einungis pen- ingana heldur einnig vininn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Varastu deilur við yfirmenn þína í dag. Það er mikil við- kvæmni í loftinu og hætt við misskilningi. Reyndu að halda ró þinni og halda þínu striki. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Eitthvað sem tengist útgáfu- málum, fjölmiðlum, lögfræði eða fjarlægum löndum veldur þér áhyggjum. Þú getur ekkert gert í málinu. Reyndu að einblína á það sem gengur vel í lífi þínu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það geta komið upp deilur varð- andi sameiginlegar eignir eða hvernig eigi að verja ákveðinni fjárupphæð. Reyndu að forðast umræðuefnið. Það er ekki þess virði að gera mál úr því. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er óvenjumikil viðkvæmni í loftinu í dag og því hætt við deil- um og sárindum. Dagurinn hentar því ekki vel til að biðja yfirmenn eða foreldra um sam- þykki eða leyfi fyrir einhverju. Bíddu betri tíma. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reiði getur leitt til þess að þú gerir mistök í vinnunni í dag. Láttu það ekki á þig fá. Þú veist að þú gerir eins vel og þú getur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Maki þinn eða börn reyna á þol- inmæði þína í dag. Líttu á þetta sem tækifæri til að æfa þig í þol- inmæði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðastu deilur við fjölskylduna í dag og þá sérstaklega við maka þinn. Reyndu að draga úr spennunni á heimilinu með því að sýna sveigjanleika. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er mikill hraði á þér í dag og því er þér óvenju hætt við óhöppum. Farðu varlega hvort sem þú ert á gangi eða í umferð- inni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það kraumir einhver óánægja í þér. Þú ert ósátt(ur) við eitthvað en segir þó ekki neitt. Reyndu að hugsa um eitthvað annað til að endurheimta sálarró þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefðir gott af því að hreyfa þig og losa þannig um uppsafn- aða spennu. Annars er hætt við að þú segir eða gerir einhverja vitleysu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér finnst þú þurfa að verja hugmyndir þínar og lífsskoðanir í dag. Þú ert tilbúin(n) til að standa og falla með skoðunum þínum af því þú trúir á þær. Eft- ir mánuð verður þetta gleymt og grafið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁFANGAR Liðið er hátt á aðra öld; enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili; hleypur svo einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili. Þverhöggvið gnapir þúfubjarg þrútið af lamstri veðra; Ægir greiðir því önnur slög, ekki er hann mildur héðra; iðkuð var þar á efstu brún íþróttin vorra feðra: Kolbeinn sat hæst á klettasnös, kvaðst á við hann úr neðra. - - - Jón Helgason LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 13. maí, er níræður Sigurður Breiðfjörð Halldórsson, Akurbraut 11, Innri- Njarðvík. Sigurður er að heiman á afmælisdaginn. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 2.763 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær eru Ása Hrund Viðarsdóttir, Díana Mjöll Stefánsdóttir og Elísa Líf Ingvarsdóttir. TIL er afbrigði af þvingun sem Terence Reese kenndi réttilega við stiklustein (stepping-stone squeeze). Þá er varnarspilari neydd- ur til að þjóna sagnhafa sem stökkpallur á milli handa, eða kasta frá sér slag ella. Þetta er fágætur eðalsteinn og sérlega glæsilegur. Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 85 ♥ Á96 ♦ 973 ♣ÁKD74 Vestur Austur ♠ 1096 ♠ ÁKD4 ♥ 1072 ♥ 84 ♦ ÁKG842 ♦ D6 ♣9 ♣86532 Suður ♠ G732 ♥ KDG53 ♦ 105 ♣G10 Jónas P. Erlingsson náði upp stiklusteins- þvingun á æfingu lands- liðsins í síðustu viku. Jón- as og Ragnar Magnússon voru í NS gegn Jóni Bald- urssyni og Þorláki Jóns- syni: Vestur Norður Austur Suður Jón Ragnar Þorlákur Jónas 2 tíglar 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Fjögur hjörtu er ekki lánlegur samningur að sjá, því vörnin getur aug- ljóslega tekið fjóra fyrstu slagina. En það sem blasir við á opnu borði er ekki alltaf jafn einfalt í reynd. Jón tók tvo slagi á ÁK í tígli og lagðist svo undir feld. Hann gat skipt yfir í spaða í þeirri von að Þor- lákur ætti tvo efstu, eða spilað laufi í þeim tilgangi að sækja þar stungu ef makker væri með Kx í trompi. Jón taldi síðari kostinn vænlegri og spilaði laufníu í þriðja slag. Jónas áttaði sig strax á stöðunni og féll ekki í þá freistni að taka tvisvar tromp og spila svo aftur laufi. Þess í stað tók hann öll trompin: Norður ♠ 8 ♥ – ♦ – ♣ÁKD7 Vestur Austur ♠ 1096 ♠ Á ♥ – ♥ – ♦ G8 ♦ – ♣– ♣8653 Suður ♠ G732 ♥ – ♦ – ♣G Þegar hér var komið sögu hafði Þorlákur hent drottningu og kóng í spaða. Jónas tók nú á lauf- gosann og stiklaði svo yfir á blindan á spaðaás Þor- láks! Glæsilegt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Morgunblaðið/Ragnhildur          HLUTAVELTA 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bb7 7. d3 Bc5 8. Be3 d6 9. Bxc5 dxc5 10. c3 0-0 11. De2 Dd6 12. Rbd2 Had8 13. Bc2 Bc8 14. Hfe1 Re7 15. a4 Rg6 16. g3 Rh5 17. De3 Bg4 18. Dg5 De6 19. h3 Bxf3 20. Rxf3 Rf6 21. Kh2 Rd7 22. De3 Re7 23. Rd2 Kh8 24. De2 Hb8 25. h4 Rc8 26. Rf3 Rd6 27. axb5 axb5 28. Ha6 h6 29. Kg1 Ha8 30. Hea1 Hxa6 31. Hxa6 Hb8 32. Dd1 De8 33. Ha7 Hb7 34. Hxb7 Rxb7 35. Da1 Rd6 36. Da6 Rb6 37. Kg2 g6 38. Da3 Rd7 39. Bb3 c4 40. dxc4 Rxc4 41. Bxc4 bxc4 42. Da5 c5 43. Rd2 De6 44. Da4 f5 45. Rxc4 f4 46. Da8+ Kg7 47. Dd5 De7 48. g4 Kf8 49. Kh3 Kg7 50. f3 Kf6 51. Kg2 Kg7 52. Kf1 Kf8 53. Ke2 Ke8 54. Rd6+ Kd8 55. Da8+ Kc7 56. Rb5+ Kb6 57. c4 Rf6 58. Db8+ Ka5 Staðan kom upp á Sigem- an-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey í Svíþjóð. Sigurvegari mótsins, Vass- ily Ivansjúk (2.704), hafði hvítt gegn Jonny Hector (2.553). 59. Rd4! og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 59... cxd4 60. Db5#. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Vassily Ivansjúk 7 v. af 9 mögulegum 2. Peter Heine Nielsen 6 v. 3. Luke McShane 5½ v. 4.–7. Curt Hansen, Tiger Hillarp Pers- son, Sune Berg Hansen og Emil Sutovsky 4½ v. 8.–9. Jonny Hector og Jan Timm- an 4 v. 10. Bengt Lindberg ½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. FRÉTTIR UM helgina voru 11 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur en 17 um of hraðan akstur. Þá var tilkynnt til lög- reglu um 31 umferðaróhapp. Klukk- an 13 á sunnudag var veitt aðstoð við hópreið hestamanna til messu í Seljakirkju. Þarna voru á ferðinni um 70 hestamenn og heldur fleiri hross. Eftir hádegi á föstudag var hringt og kvartað undan hávaða frá sam- komu sem Samfylkingin stóð fyrir á Ingólfstorgi. Mikill hávaði var á svæðinu og 5 hljómsveitir að spila en leyfi var fyrir samkomunni. Tilkynnt var um innbrot í sum- arbústað í Mosfellsbæ. Þar var brot- in rúða, farið inn og stolið mynd- bands- og sjónvarpstæki. Aðfaranótt laugardags var ölvun miðlungi mikil í miðborginni, ástand gott og lítið af unglingum. Fremur fátt fólk var þar þrátt fyrir að veður væri gott. Eitt fíkniefnamál kom upp, hvítt efni ætlað kókaín. Rétt fyrir miðnætti var ítrekað kvartað yfir hávaða og skemmdar- verkum sem stöfuðu frá unglinga- samkvæmi í Ásahverfi. Höfðu tré verið rifin upp og brotin. Nokkru síðar var kvartað yfir unglingasam- kvæmi í Seljahverfi. Lögreglumenn ræddu við húsráðanda og aðstoðuðu við að rýma íbúðina. Golfkúlum skotið í Perluna Aðfaranótt laugardags voru lög- reglumenn að aka vestur Laugaveg er þeir sáu mann vera að sprauta með úðabrúsa á glugga í verslun. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Sá handtekni kvaðst hafa fengið hugdettu og ætlað að mótmæla barnaþrælkun fyrirtækis sem fram- leiðir vöru sem seld er í versluninni. Var honum sleppt eftir viðræður við varðstjóra og lofaði hann að þrífa gluggann. Var hann að því þegar ek- ið var framhjá stuttu síðar. Óskað var aðstoðar vegna manna sem voru að skjóta golfkúlum í Perl- una í Öskjuhlíð. Skemmdir urðu á klæðningu og fata full af golfkúlum fannst á vettvangi. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Fiskislóð. Þar hafði hurðarkarmur verið spenntur upp og þjófarnir höfðu einnig spennt upp tvær hurðir á ann- arri hæð í húsinu en þar eru skrif- stofur þriggja fyrirtækja. Var tals- verðum verðmætum stolið frá einu. Ung börn ráfandi í miðborginni Rétt fyrir hádegi á laugardag voru tvö börn, 3 og 5 ára, ráfandi um miðborgina eftirlitslaus. Virtist sem þau rötuðu ekki heim. Börnin voru flutt á lögreglustöð en þangað kom fulltrúi frá Barnavernd sem fór ásamt börnunum og lögreglumönn- um og kom börnunum í hendur móð- ur þeirra. Tilkynnt var um 5–6 ára stúlku sitjandi á umferðareyju á milli ak- brautanna á Vesturlandsvegi í Ár- túnsbrekku. Telpunni var komið til móður sinnar sem var á Bíldshöfða. Nokkru eftir miðnætti var tilkynnt um mann að lemja konu á Njálsgötu. Þarna var par á gangi þegar mað- urinn lamdi konuna með krepptum hnefa í andlitið og hótaði að slá hana með flösku. Hann var handtekinn og færður í fangamóttöku en sleppt að loknum viðræðum við varðstjóra. Konan gekk sína leið. Talsverður erill var hjá lögreglu þessa nótt vegna ölvaðra manna sem voru til vandræða víða um borgina. Úr dagbók lögreglunnar 9.–12. maí Mótmælti með hárúða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.