Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 11 VEIÐISKAPUR gengur vel í Litluá í Kelduhverfi um þessar mundir og mikið er af fiski að sögn leigutak- anna, Pálma Gunnarssonar og Er- lings Ingvasonar. Pálmi var að koma úr ánni sl. föstudagskvöld og fékk hann ásamt félögum sínum um 50 fiska og þar á undan voru menn sem „gerðu það gott“ að sögn Pálma. Veiði hófst í ánni í kuldakastinu mikla um mánaðamótin, en samt var um 80 birtingum landað á þremur dögum. Pálmi sagðist ekki vita ná- kvæma tölu, en allir síðan hefðu veitt nokkuð eftir því sem hann best vissi og hefðu verið fiskar upp í 8-9 pund. „Það eru nokkrir hrikalega stórir í ánni, ég er búinn að sjá þá, en þeir hafa ekki tekið enn sem komið er,“ bætti Pálmi við. Fyrir helgi var lofthiti í Kelduhverfinu orðinn talsverður og voru menn þá að fá fiska allt niður í „minnstu yfir- borðspöddur,“ að sögn Pálma, en hefðbundnar straumflugur voru að gefa í kaldara veðrinu. Sjóbleikja að sýna sig Frést hefur af sjóbleikjuskotum í Lónsá á Langanesi og Breiðadalsá. Menn sem voru í Lónsá um síðustu helgi veiddu vel og fóru létt með sex fiska kvótann á dag. Fiskur var að jafnaði 2,5 pund og veiddist allur í ósnum á fallaskiptunum. Sömu sögu er að segja um Breiðdalsá, sjóbleikj- an er farin að sveima inn og út úr ósnum og um helgina voru menn að reyna veiðiskap með góðum árangri. Náðu fiskum allt að fjórum pundum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Guðjón Bjarnason með vænan fisk úr Vatnamótunum í Skaftá. Líflegt í Litluá RAFÖRVUN tauga í gegnum húð bætir marktækt sveifluna á milli hvíldar og virkni hjá ofvirkum börnum. Í rannsókn sem Sólveig Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, gerði ásamt hollenskum starfsbræðrum var sú tilgáta sett fram að rafstraumur hefði áhrif á sveifluna milli hvíldar og virkni hjá ofvirkum börnum. Frumniðurstöð- ur leiða í ljós að verulega dregur úr virkni barnanna á nóttunni. Athyglisbrestur með ofvirkni er algengasta taugageðröskun barna og unglinga og greinist hjá um helmingi þeirra sem koma til með- ferðar á barna- og unglingageð- deildum. Sólveig sagði að talið væri að röskunin stafaði af skorti á örv- un miðtaugakerfisins. Hún segir rannsóknir hafa sýnt að ofvirk börn hreyfa sig meira í svefni en önnur börn. Sólveig segir fyrri rannsóknir hafa sýnt að taugaraförvun gegn- um húð bæti sveifluna milli hvíldar og virkni hjá Alzheimerssjúkling- um. Verulega hafi dregið úr eirð- arleysi á nóttunni og sjúkingar ver- ið betur vakandi og virkari að deginum. Í rannsókn Sólveigar tóku 14 drengir á aldrinum 7–14 ára þátt og voru þeir án lyfja. Fengu þeir taugaraförvun tvisvar á dag í hálf- tíma í senn í sex vikur. Sólveig segir helstu niðurstöður rannsóknarinnar vera þá að virkni- mynstur frá degi til dags varð stöðugra eftir meðferð og virkni- sveiflan milli dags og nætur jókst marktækt. Hélst þessi breyting sex vikum eftir meðferð án framhalds- meðferðar. Þá dró marktækt úr hreyfivirkni drengjanna á nóttunni en ekki var marktæk breyting á hreyfivirkninni að degi til. Sólveig benti á að rannsóknin væri frumrannsókn og því þyrfti fleiri og stærri rannsóknir til að styðja niðurstöðurnar. Dregur úr hreyfi- virkni að nóttu til Rannsókn á áhrifum taugaraförvunar á ofvirk börn ALCOA og Fjarðabyggð héldu á dögunum sameiginlegan kynningar- fund fyrir fullu húsi af fólki í Val- höll á Eskifirði þar sem Guðmund- ur Bjarnason bæjarstjóri sagði frá því að bæjarfélagið áformaði að fjárfesta fyrir rúma 1,2 milljarða til ársins 2010. Þar með eru ekki inni- faldar þær 150 milljónir sem bæj- arfélagið notar til fjárfestinga í ár. Fundurinn var haldinn til þess að kynna íbúum svæðisins fyrirhugað- ar framkvæmdir og áhrif þeirra. „Þetta var mjög uppbyggilegur fundur og við erum ákveðin í að halda svona fundi áfram til að upp- lýsa fólk um það sem er að gerast,“ sagði Guðmundur. Hann sagði jafnframt frá því að reiknað væri með að 510 milljónir rynnu til byggingar grunnskóla, 200 milljónir til byggingar íþrótta- húss, 170 milljónir til byggingar leikskóla og 170 milljónir til bygg- ingar sundlaugar. Um 180 milljónir fara síðan til annarra smærri verk- efna. Í forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um 41% á árunum 2003 til 2010 og verði þá orðnir 4.300. Á fundinum kom einnig fram að sveitarfélagið verður nokkuð skuldsett á næstu árum en stórauknar tekjur þess efla fjárfestingargetu. Trevor Adams, framkvæmdastjóri Íslands- verkefnisins ALCOA, og Wade Huges ráðgjafi greindu að auki frá starfsemi ALCOA á Íslandi á ár- unum 2003 til 2007 og til lengri framtíðar. Áhrif fyrirhugaðs álvers Alcoa kynnt fyrir Austfirðingum Fjarðabyggð fjárfestir fyrir rúm- an milljarð króna til ársins 2010 Ljósmynd/Helgi Garðarsson Frá vinstri: Wade Huges, Phillip Vogler, Trevor Adams, fyrir hönd Alcoa, og Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, kynntu álversframkvæmdir fyrir bæjarbúum. UNNIÐ er að því að skólar í Reykja- vík sem starfa fyrir nemendur með geðrænan og félagslegan vanda verði í vetur sameinaðir í einn skóla, svokallaðan ráðgjafarskóla. Er þetta gert að tillögu starfshóps sem Fræðsluráð skipaði í fyrra til þess að vinna að úrræðum fyrir þennan hóp nemenda en þeir eru á fimmta tug. „Við höfum lagt til að nokkrir skól- ar verði sameinaðir undir einni stjórn til þess að skapa yfirsýn og samfelldara starf með þessum nem- endahópi. Með þeim hætti yrði öll þjónusta sérhæfðari og markvissari, jafnframt því sem stofnuð yrði í sam- ráði við félags- og heilbrigðisyfirvöld ný deild fyrir nemendur í alvarlegum fíkniefnavanda sem bíða úrlausnar á sínum vanda,“ segir Arthur Morth- ens forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar og fulltrúi í starfshópnum. Skólarnir sem um ræðir eru Einholtsskóli, Hlíðarhúsa- skóli og skólinn við Dalbraut sem all- ir hafa starfað með börnum sem eiga við geðrænan eða félagslegan vanda að stríða. Einnig mun skólinn þjón- usta nemendur sem lagðir hafa verið tímabundið inn á Stuðla og SÁÁ vegna fíkniefnavanda eða á barna- og unglingageðdeild vegna geðræns vanda. Æskilegt að skilja að nemendahópa Artur segir að skólinn muni taka til starfa í nokkrum áföngum. „Hluti af sameiningunni fer fram í haust, meðal annars sameiginleg stjórn Hlíðarhúsaskóla og Einholtsskóla ásamt sameiginlegri ráðgjöf en aðrir þættir ekki fyrr en að ári eftir nánari viðræður við heilbrigðis- og félags- málayfirvöld.“ Að sögn Arthurs er gert ráð fyrir að fjórar deildir starfi innan skólans, deild fyrir nemendur í félags- og hegðunarvanda, deild fyr- ir nemendur með alvarlegar geð- raskanir, deild fyrir nemendur í fíkniefnavanda og ráðgjafardeild sem þjóni öðrum skólum. Hann segir að ekki sé búið að finna húsnæði fyr- ir skólann en gert sé ráð fyrir starfs- semin verði dreifð að einhverju leyti, meðal annars vegna þess að æskilegt sé að halda ákveðnum hópum nem- enda aðskildum. Ráðgjafar- skóli fyrir nemendur í vanda LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur staðið fyrir því að skilti um upplýsingar vegna heil- kennis alvarlegrar bráðrar lungnabólgu, HABL, verði vel sýnileg farþegum sem koma til landsins. „Við erum að reyna að gera þau sýnilegri, skiltin með upp- lýsingunum um það hvernig fólk á að fylgjast með heilsu sinni er það kemur frá þessum stöðum,“ sagði Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hann sagði að búið væri að stækka slík skilti á Keflavík- urflugvelli, auk þess sem búið væri að setja upp viðvaranir á Seyðisfirði þar sem Norræna kemur að landi, Egilsstöðum, þar sem tekið er á móti far- þegum frá Þýskalandi ásamt Akureyri en þaðan er bæði flogið til og frá Kaupmanna- höfn. Einnig eru flugfélögin með upplýsingar um sjúkdóminn og dreifa starfsmenn flugfélaga þeim meðal farþega. Annars sagði Haraldur stöðuna svip- aða. „Það er sams konar við- búnaður og verið hefur.“ Viðvaran- ir gegn HABL sett- ar upp á Seyðisfirði ÁSTÞÓR Magnússon hefur tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur og ríkis- lögreglustjóra að hann muni ekki aftur mæta fyrir dóm í máli ríkislög- reglustjóra gegn honum og hafnar sem fyrr algjörlega að þiggja aðstoð frá skipuðum verjanda. Ástþór er ákærður fyrir að senda tilhæfulaus- ar viðvaranir um yfirvofandi sprengjutilræði til flugfélaga. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari hefur ekki orðið við ítrek- aðri beiðni Ástþórs um að hann fái að verja sig sjálfur og skipaði Hilm- ar Ingimundarson hrl. sem verj- anda hans. Í afriti af bréfi til Hilm- ars frá Ástþóri, sem sá síðarnefndi sendi Morgunblaðinu, skorar Ást- þór á Hilmar að gerast ekki verj- andi hans gegn hans vilja og „kröft- ugum mótmælum“ og áskilur sér jafnframt rétt á að höfða mál til miskabóta gegn „hverjum þeim lög- manni sem misnotar stöðu sína með því að gerast talsmaður hans eða verjandi“. Skylt að skipa verjanda Í lögum um meðferð opinberra mála segir að dómara sé skylt að skipa verjanda þess sem ákærður er í opinberu máli og aðalmeðferð fer fram í máli hans, líkt og á við um mál Ástþórs, nema ákærði hafi sjálfur valið sér talsmann eða óski eftir að flytja mál sitt sjálfur, enda sé hann hæfur til þess að mati dóm- ara. Héraðsdómarinn telur að eins og málið sé vaxið sé erfitt að leiðbeina Ástþóri, sem er ólöglærður, á full- nægjandi hátt án þess að dómarinn blandist of mikið í sönnunarfærsl- una. Einnig sé hætta á að slíkar að- stæður kæmu upp sem séu til þess fallnar að draga óhlutdrægni hans í efa. Ástþór hafi ekki tilnefnt verj- anda sjálfur og því rétt að skipa honum verjanda. Ástþór hefur þegar neitað sök í málinu og er ekki skylt að tjá sig um sakarefnið fyrir dómi. Ástþór Magnússon kveðst ekki mæta aftur fyrir dómi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.