Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 37 ✝ Jón Elliði Þor-steinsson fædd- ist á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit hinn 3. ágúst 1928. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja hinn 2. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þor- steinsson bóndi á Geiteyjarströnd, f. 10.12. 1899, d. 14.11. 1959, og Indíana Jónsdóttir, f. á Kalsá við Eyjafjörð hinn 18.11. 1903, d. 18.9. 1962. Systkini Jóns eru: Þor- steinn, f. 3.12. 1923, Emma, f. 2.2. 1926 og Gunnar, f. 16.2. 1937. Dóttir Jóns Elliða og Eddu Pét- bert Nelson, f. 9.12. 1984. 2) Birg- ir Steinn, f. 8.4. 1960, d. 19.6. 1964. 3) Bryndís, f. 14.6. 1968, sambýlismaður er Hilmir Snær Guðnason, f. 24.1. 1969, dóttir þeirra Viktoría Ísold, f. 8.12. 1994. 4) Brynjar Steinn, f. 31.1. 1976, sambýliskona hans er Bylgja Dís Erlingsdóttir, f. 20.5. 1978. Jón Elliði lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum árið 1950. Hann hóf störf hjá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli hinn 25. ágúst 1951 og starfaði þar óslitið til 1. júní 2002, lengst af sem fulltrúi í um- sýsludeild Stofnunar verklegra framkvæmda. Þá ráku þau hjónin Skóverslun Keflavíkur hf. í 30 ár. Jón Elliði var einn af stofnend- um Frímúrarareglunnar Sindra í Keflavík og Golfklúbbs Suður- nesja. Útför Jóns Elliða fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ursdóttur, d. 28.5. 1995, er Inger Linda, f. 7.2. 1950, maki: Davíð Baldursson, f. 10.3. 1949. Börn þeirra eru: Drífa Kristjana, f. 28.7. 1974, Margrét Hlín, f. 5.12. 1982 og Þorvald- ur Örn, f. 11.10. 1990. Hinn 31. desember 1953 kvæntist Jón Elliði eftirlifandi eig- inkonu sinni, Erlu Fanneyju Sigurbergs- dóttur, f. 11.8. 1933. Eignuðust þau fjögur börn sem eru: 1) Oddný Indíana, f. 21.2. 1953, maki: Birgir Hrafns- son, f. 9.7. 1951, sonur Oddnýjar frá fyrra hjónabandi er Jón Ró- Fallinn er í valinn tengdarfaðir minn Jón Elliði Þorsteinsson eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu, þar sem í ljós kom hans innri styrkur, er hann vissi hvert stefndi. Jóni kynntist ég er við Oddný Indíana dóttir hans felldum hugi saman fyrir 11 árum. Það var síðan árið 1996 þegar Jón leiddi Oddnýju upp að altari Lága- fellskirkju þar sem séra Davíð Baldursson svili minn gaf okkur Oddnýju saman í hjónaband, að ég skynjaði hversu hjartahlýr Jón var og sterkur persónuleiki. Jón reyndist mér ávallt ráðagóð- ur er á þurfti að halda, og þar sem hann elskaði börn sín afar heitt og vildi veg þeirra sem bestan, þótti mér alltaf vænt um þegar hann og Erla komu í heimsókn til okkar í Mosfellsbæinn og sáu hvað okkur Oddnýju og Jóni Róbert leið vel. Þegar við Oddný giftum okkur var ég einn af þeim fjölmörgu sem skildu ekkert í þeirri ánægju sem fólst í því að slá kúlu út í loftið í 4 tíma samfleitt. Þvílík tímasóun. Eins og flestir sem þekktu Jón vita, var hann mikill golfari, og tókst honum fljótlega að sannfæra mig um hversu skemmtileg og öguð þessi íþrótt er. Þegar ég samþykkti að lokum að gefa golfinu tækifæri, var Jón ekki lengi að velja golfsett fyrir okkur hjónin, og ekki varð aft- ur snúið. Síðan 1997 höfum við hjónin stundað golfið reglulega og leikið marga hringi með Jóni á Leirunni sem var hans heimavöllur. Einnig er mér á þessari kveðju- stundu ofarlega í huga sú hugul- semi Jóns að bjóða mér í tvígang með til Skotlands í golf, þar sem með í för voru reyndir golfarar sem ég lærði mikið af. Nú þegar ég kveð þig, kæri tengdafaðir og vinur, er mér efst í huga viljaþrek þitt sem kom skýrt fram í baráttu þinni fyrir samþykki byggingu sumarhúss í landi fjöl- skyldunnar við Mývatn. Þinn draumur var að við fjöl- skylda þín mættum um ókomin ár, kynnast og njóta þeirrar fegurðar við Mývatn sem þú unnir svo heitt. Erlu, Inger, Oddnýju Indíönnu, Bryndísi og Brynjari votta ég mína samúð á kveðjustundu. Birgir Hrafnsson. Jón Þorsteinsson var eiginmaður Erlu frænku, móðursystur minnar. Ungar að aldri misstu þær systur móður sína og vegna þess að ald- ursmunur þeirra var aðeins um eitt ár þróaðist samband þeirra systra í eins konar tvíburasamband. Meðal annars þess vegna var samband fjölskyldna þeirra ákaflega náið, einkum og sér í lagi þegar þær systur voru ungar mæður með börn á svipuðu reki. Sem krakki var Jón fyrir mér karl sem borðaði skrítinn morgun- mat, sambland af köldum hafra- graut og skyri, vann á skrifstofu uppi á velli, fór út í Leiru í golf þeg- ar hann kom heim úr vinnunni og horfði mikið á kanasjónvarpið. Hann hafði líka dálítið öðruvísi kímnigáfu en flestir sem ég þekkti, óvægnari, hvassari og frumlegri. Að eðlisfari virtist hann dálítill einfari, einkum og sér í lagi við hliðina á flestum okkar megin í fjölskyldunni sem virtust allt að því félagslega of- virkir og alltaf á útopnu. Eitt sinn þegar Birgir Steinn, frændi minn og sonur Jóns og Erlu, dvaldi hjá okkur í pössun um tíma, fjögurra ára gamall, skemmtum við okkur mikið við látbragð hans og leiki. Hann kunni ótrúlega fyndnar grettur, hljóð og leikræna tilburði sem fékk okkur öll til að hlæja dátt og lengi. Það var samdóma álit á mínu heimili að þetta væru hlutir sem Jón var búinn að kenna honum. Þarna var hann búinn að planta sinni sérstöku kímnigáfu saman við barnslegan frumleika Birgis Steins með frábærri útkomu. Stuttu síðar lést þessi yndislegi drengur af slys- förum og langan, langan skugga lagði yfir fjölskylduna alla. Ekki hvað síst fjölskylduna á Hringbraut 48. Nokkrum árum síðar, þegar ég var þrettán ára, var ég settur í pössun um nokkurra vikna skeið að sumri til hjá Erlu frænku. Svo heppilega vildi til fyrir mig að þau voru að leggja af stað í árlegt ferða- lag norður til Mývatns á æskustöðv- ar Jóns. Þá var Oddný frænka mín sextán ára, Bryndís rétt rúmlega eins árs og Brynjar ekki fæddur. Í þessari ferð kynntist ég Jóni betur og alveg upp á nýtt. Alla leiðina norður, sem var miklu lengri árið 1969 en hún er í dag, lét Jón margs konar stríðnislegar athugasemdir vaða á mig og aðra sem mér þóttu ótrúlega fyndnar og skemmtilegar. Ég held ég hafi hlegið alla leiðina norður. Á tímanum sem við dvöld- um við Mývatn gerðist margt. Við veiddum hundruð silunga í net sem við taðreyktum í gömlum torfbæ. Rerum út í eyjar og skoðuðum gróður og fugla. Gengum um Dimmuborgir þar sem ég fékk að vera stóri frændi og bera Bryndísi á háhesti. Í eftirmiðdaginn fórum við í Grjótargjá, sem í þá daga var dul- magnaður almenningsbaðstaður. Börðumst gegnum þykkt lag af mý- flugum og hlustuðum á beina út- sendingu frá fyrstu skrefum Neils Armstrongs á tunglinu. Allan tím- ann var Jón fyndinn og gamansam- ur og leyfði mér á einlægan hátt að taka þátt í öllu sem var skemmti- legt. Á þessum stað leið Jóni greini- lega vel enda töfrar Mývatnssveitar honum í blóð bornir. Fyrir fimm árum gengum við saman til rjúpna á Skjaldbreið. Þá var Jón orðinn nokkuð roskinn en var í ótrúlega góðu formi. Rjúpna- veiði hafði hann stundað frá því hann var barn og sagði hann mér margt skemmtilegt frá veiði fyrri ára þegar veitt var til útflutnings. Margt gat hann því kennt mér um rjúpnaveiði. Þarna rann upp fyrir mér að Jón hafði alla tíð verið mikið fyrir útiveru. Stundaði golf af miklu kappi til margra áratuga og rjúpna- veiði á hverju hausti að ógleymdri silungsveiðinni við Mývatn á sumr- in. En ennþá var hann dálítill ein- fari og við nákvæmlega sama hey- garðshornið varðandi kímnigáfuna, enda hlógum við mikið þennan dag, og hann sagði mér aðspurður að hann borðaði enn þennan hræðilega skyrhræring í morgunmat. Nú er hann genginn og margt hefur á daga hans drifið í sorg og í gleði. Dýpri sorg en margir þurfa að reyna í þessu lífi og erfitt fyrir aðra að skilja sem upplifun og afleiðingu. Elsku Erla, Oddný, Bryndís og Brynjar, við Gunna og stelpurnar sendum ykkur og fjölskyldum ykk- ar innilegar samúðakveðjur og megi Guð vera með ykkur. Einar Páll Svavarsson. JÓN ELLIÐI ÞORSTEINSSON  Fleiri minningargreinar um Jón Elliða Þorsteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BJARNI DAGSSON, Grænumörk 5, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt föstu- dagsins 9. maí. Guðmundur Bjarnason, Þórlaug Bjarnadóttir, Karl Þórir Jónasson, Bjarni Dagur, Valgerður Ósk, Dagur Dagsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR, Logafold 42, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. maí. Guðlaugur Jónsson, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Guðlaugsson, Katrín Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA GRÓA LÁRUSDÓTTIR, Hlíðarbyggð 8, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 11. maí. Útför verður auglýst síðar. Finnbogi Hannesson, Steinunn Maríusdóttir, Birna Hannesdóttir og barnabörn. Ástkær frændi okkar, GEIR EINARSSON frá Suður-Fossi í Mýrdal, lést á dvalarheimilinu Hjallatúni fimmtudaginn 8. maí. Fyrir hönd ættingja, Finnbogi Gunnarsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BIRGIR KARLSSON flugþjónn, Reynilundi 11, Garðabæ, andaðist á Landspítala Fossvogi miðviku- daginn 7. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 15. maí kl. 15.00. Svava A. Ólafsdóttir, Georg Birgisson, Laufey B. Friðjónsdóttir, Ólafur Birgisson, Robyn Redman, Kári Georgsson, Haukur Georgsson. SIGURÐUR MARISSON frá Galtarholti 2, Borgarhreppi, síðast til heimilis á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 5. maí sl. Hann verður jarðsunginn frá Stafholtskirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 14.00. Aðstandendur. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA GÍSLADÓTTIR, Brávallagötu 40, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 16. maí kl. 15.00. Að ósk hinnar látnu verða engar minningar- greinar birtar. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Grundar. Richard Faulk, Sigrún Faulk, Elías Skúli Skúlason, Hrafnhildur Faulk, Ingólfur Guðnason, Þorvaldur Skúli og Sigríður Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.